Þjóðviljinn - 22.08.1986, Page 24

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Page 24
DJÓÐVIIJINN 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Húsnœðismálakerfið Pólitískir fimleikar Benedikt Davíðssonformaður Sambands byggingamanna: Þessar vaxtadeilur milli fjármála- ogfélagsmálaráðuneytanna einskonarpólitískirfimleikar. Trúi ekki öðru en málið verði leyst fyrirl. sept. Fólk hefurstólað á að nýja húsnœðislánakerfið takiþá gildi oggertráðstafanirsamkvœmtþví Iþeim samningum, sem verka- lýðshreyfingin gerði við ríkis- stjórnina um kaup lífeyrissjóð- anna á skuldabréfum Húsnæðis- stofnunar, var samið um að líf- eyrissjóðirnir fengju bestu kjör sem ríkið býður uppá varðandi skuldabréfakaup, en það eru nú 8% vextir. Aftur á móti dcilda félagsmála og fjármálaráðuneyt- ið nú um þetta mál og mér sýnist nú að um pólitíska fimleika sé þar að ræða, sagði Benedikt Davíðs- son í gær. I samningunum sl. vetur var samið um að vextir af lánum til verkamannabústaða yrði 1% en 3,5% af almennum lánum Hús- næðismálastofnunar. Það er því frá 4,5% og uppí 7% munur á vöxtum sem brúa þarf miðað við að lífeyrissjóðirnir fái 8% vexti á skuldabréfunum, og um það geta ráðuneytin ekki komið sér sam- an. „Ég trúi ekki öðru en að þetta mál verði leyst fyrir 1. september en þá á hið nýja lánakerfi Hús- næðismálastofnunar að taka gildi. Það er einnig ljóst að fólk hefur reiknað með því og gert fjárskuldbindingar út frá nýja kerfinu. Eins er vitað að fast- eignasalar hafa sett inni samn- inga ákvæði um lán samkvæmt nýja kerfinu miðað við 1. sept- ember. Eins má benda á að ýmsir lífeyrissjóðir hafa þegar keypt skuldabréf af Húsnæðismálast- ofnun og í góðri trú um að fá 8% vexti af bréfunum eins og um var samið," sagði Benedikt. Hann tók fram í lokin að verka- lýðshreyfingin hefði ekkert við það að athuga þótt vextir af þess- um skuldabréfum yrðu lægri en 8% ef ALLIR vextir í landinu lækkuðu til samræmis við það. Verkalýðshreyfingin og lífeyris- sjóðir vildu gjarna stuðla að al- mennri vaxtalækkun í landinu, sagði Benedikt Davíðsson. S.dór Jón Baldvin Fer hvergi Samstarfsnefnd um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd, sem kennd er við Anker Jörgesen for- mann danskra jafnaðarmanna, kemur saman til fundar í fyrsta sinn í næstu viku, en nú bregður svo við að Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins mun ekki mæta á fundinn. Jón sagði í samtali við blaðið í gær að hann hefði ekki tíma til að sækja fundinn þar sem hann yrði á ferð um Austfirði á sama tíma, en hins vegar myndi einhver ann- ar þingmaður flokksins að öllum líkindum mæta í hans stað. Það lá þó ekki ljóst fyrir í gær. Nefndina skipa fulltrúar þing- flokka á Norðurlöndunum, nema fulltrúar íhaldsflokka. -gg Nýjungar u Goimunnn þenst út á sekúndu Hann er búinn til úr nikkel en efnið með- höndlað á sérstakan hátt. Hœgt er að láta tvö hjólsnúast efvír úr efninu er notað ístaðinn fyrir reim og vírinn hitaður með vatni eða sólarorku Tveir eðlisfræðingar við málmtæknidcild Iðntækni- stofnunar, þeir Hans Guðmunds- son og Heiðar Jón Hanncsson, sem voru við ákveðnar rannsókn- ir í Bandaríkjunum höfðu heim með sér gorm, ósköp venjulegan að sjá, en efnið sem hann er búinn til úr hefur þá eiginleika að ef það er sett í 70 gráðu heitt vatn eða samsvarandi hita frá sólarljósi þenst gormurinn út á einni sek- úndu. Gormurinn stækkar nærri því um helming við að komast í snertingu við hita. Sömuleiðis komu þeir með lítið tæki, sem eru tvö hjól og í staðinn fyrir reim eru þau tengd með vír úr sama efni og gormur- inn. Komist vírinn í snertingu við 70 gráðu hita tekur hann til við að snúa hjólunum af miklum hraða. Heiðar Jón sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þetta efni, sem er nikkel en meðhöndlað eftir ákveðnum reglum, hefði verið þekkt um eða uppúr 1940. Menn hefðu aftur á móti ekkert sinnt þessu fyrr en nú. Hann sagði að Ijóst væri að nota mætti þennan eiginleika gormsins til ýmissa hluta, en nú væri það eiginlega uppfinningamanna að vinna úr málinu. Sama er að segja með hjólin. Hann var spurður hvort fram- leiða mætti rafmagn með sverum vír tengdum við rafal og hjól og nota jarðhita til að knýja hjólin áfram. Hann sagði það ef til vill ekki útilokað, en kanna þyrfti hvert afl væri hægt að framleiða með þessum hætt. -S.dór Heiðar Jón Hannesson, eðlisfræðingur. Á innfelldu myndunum má sjá hvernig gormurinn þenst út við 70 gráðu hita. Myndir KGA. Skoðanakönnun 70% vilja endurskoða hersamninginn Reykjavíkurmaraþon Stefnir í glæsilegt hlaup Hátt í1000 manns hafa tilkynntþátttöku á sunnudaginn. Veðrið eins og eftir pöntun að stefnir allt í að þetta verið glæsilegt hlaup. Við vonumst til þess að þátttakendur verði um 1000 manns, en í fyrra hlupu 500 í Reykjavíkurmaraþoninu, sagði Matthías Kjartansson hjá Ferð- askrifstofunni Úrval í samtali við Þjóðviljann í gær. Reykjavíkur maraþon fer fram í þriðja sinn á sunnudaginn og þeir fjölmörgu sem þegar hafa til- kynnt þátttöku geta hugsað sér gott til glóðarinnar. Þjóðviljinn fékk sem sé þær upplýsingar hjá veðurstofunni í gær að útlit sé fyrir hið besta hlaupaveður á sunnudaginn, raunar alveg eins og eftir pöntun. Gert er ráð fyrir að skýjað verði en milt veður og vindur hægur. Fjölmargir erlendis hlauparar verða við rásmarkið og koma þeir víða að. Nefna má hlaupara frá Nýja Sjálandi, Bretlandi, Skot- landi, Austurríki, Þýskalandi, Frakklandi og víðar. Þátttakendum gefst kostur á að hlaupa 42 kílómetra, 21 kíló- meter eða 6.5 kílómetra, og er það síðast talda nefnt skemmti- skokk. Keppt verður í níu aldurs- flokkum karla og kvenna. Allir þeir sem Ijúka hlaupi fá verð- launapeninga, en aukaverðlaun eru fjölmörg. Þar á meðal eru utanlandsferðir, íþróttabúnaður, bikarar og fleira. -gg Rúm 70% landsmanna telja að cndurskoða beri varnarsamstarf- ið við Bandaríkjamenn sam- kvæmt skoðanakönnun, sem Helgarpósturinn birti í gær. ) Skoðanakönnun þessi er tekin eftir að hvalaveiðideilan blossaði upp milli þjóðanna. Aðeins 11% voru óákveðnir en 6,6% neituðu að svara. 70,6% þeirra sem tóku afstöðu vildu endurskoðun en 29,4% vildu óbreytt ástand. Skoðanakönnunin kannaði einnig fylgi flokkanna og kemur þar í ljós að Bandalag jafnaðar- manna er svo til þurrkað út, að- eins 1,6% segist munu kjósa þá. Alþýðuflokkurinn er með 19%. Framsókn 11,9%, Sjálfstæðis- flokkurinn 44,4%, Alþýðu- bandalag 14,3% og Kvennalisti 8,1%, Flokkur mannsins 0,6%. Þarna er miðað við þá sem af- stöðu tóku. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.