Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 22
MINNING Kennarar Kennara vantar við Grenivíkurskóla. Almenn kennsla í 1 -9. bekk. Frítt húsnæði í góðri íbúð. Uppl. gefur Björn Ingólfsson, skólastjóri, í síma 96-33131 eða 96-33118 á kvöldin. Ertu kennari? Viltu breyta til? Hvernig væri þá að athuga alla möguleika á því að gerast kennari í Grundarfirði? Grunnskólinn í Grundarfirði er að stærstum hluta í nýlegu húsnæði. Hann er ágætlega búinn tækjum, með góðri vinnuaðstöðu fyrir kennara ásamt góðu skóla- safni. Bekkjardeildir eru af mjög viðráðanlegri stærð (12-14 nemendur) en heildarfjöldi nemenda er 150. Sértu að hugsa um að slá til þá vantar kennara í stærðfræði, eðlisfræði, líffræði, ensku, dönsku og handmennt (hannyrðir og smíðar). Ennfremur til kennslu á skólasafni í hálft starf á móti hálfu starfi í almenningssafni. Ódýrt húsnæði í boði. Grundarfjörður er í fögru umhverfi u.þ.b. 250 km frá Reykjavík. Þangað eru daglegar ferðir með áætlunarbílum og flug 3svar í viku. Viljir þú kynna þér málið betur þá sláðu á þráðinn. Upplýsingar gefur varaformaður skólanefndar, Sólrún Kristinsdóttir, í síma 93-8716. Skólanefnd. ÞJÓÐVILJINN blaðið sem vitnað erí vv-y Ásgeir Ásgeir Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Brunabótafélags ís- lands, lést fyrir aldur fram hinn 16. ágúst síðastliðinn. Ég vil hér flytja fáein kveðju- og þakklætis- orð. Síðustu æviár sín gegndi Ásgeir starfi forstjóra Viðlagatryggingar fslands og létti ekki róðurinn þar, fyrr en í aprílmánuði síð- astliðnum. Á engan er hallað, þegar fullyrt er, að Ásgeir Ólafs- son hafi með merkum tillögum sínum og hugmyndum átt drýgst- an þátt í að móta lagagrundvöll Viðlagatryggingarinnar, en á þessu vátryggingarsviði erum við í fremstu röð meðal þjóða heims. Meginstarfsvettvangur Ásgeirs Ólafssonar var innan vébanda Brunabótafélags íslands. Þangað réðst hann beint frá skólaborði 22 ára gamall og vann þar í rúm 37 ár, þar af í aldarfjórðung sem for- stjóri, sá sjöundi í röðinni. Árið 1954 eða tveimur árum eftir að Ásgeir varð skrifstofu- stjóri félagsins, var lagagrund- velli Brunabótafélagsins gjör- breytt frá því, sem hann hafði verið í nærfellt 40 ár. Þremur árum seinna eða 1957 var hann kallaður til að gegna starfi for- stjóra. Á herðum Ásgeirs hvíldi því ábyrgðin, bæði hugmyndalega og framkvæmdalega, á því að stýra Brunabótafélaginu gegnum ólgu- sjói lagabreytinganna 1954 og 1955 og laga félagið í starfshátt- um og verkefnum að nýjum markaðsaðstæðum. Olafsson forstjóri Hér vann Ásgeir Ólafsson sannkallað þrekvirki. Brunabótafélag íslands var í upphafi stofnað til að sinna brunatryggingum fasteigna utan Reykjavíkur, en skortur á þeirri vátryggingarvernd stóð lands- byggðinni alvarlega fyrir þrifum. Með lögunum um Brunabótafé- lagið 1915 var mönnum utan Reykjavíkur gert skylt að bruna- tryggja fasteignir sínar hjá fé- laginu. Með lagabreytingunum 1954 var hins vegar einkaréttur Brunabótafélagsins felldur niður og sveitarfélögunum fengið í hendur vald til að semja um brunatryggingar húsa við hvaða vátryggingarfélag sem var. Það sýnir starfshæfni Ásgeirs og lagni, að markaðshlutdeild félagsins í brunatryggingum utan Reykjavíkur var 90% tæpum 30 árum síðar, þegar hann lét af störfum hjá félaginu árið 1981. Um leið og einkarétturinn var felldur niður voru Brunabótafé- laginu veittar lögheimildir til al- hliða vátryggingarstarfsemi, en fram að þeim tíma sinnti það ein- ungis brunatryggingum. Það kom því f hlut Ásgeirs Ólafssonar að sækja fram á öðrum sviðum vá- trygginga í landinu jafnhliða varnarbaráttunni í brunatryggingunum. Það sýnir ekki síður starfshæfni Ásgeirs og útsjónarsemi, að Brunabótafélagið rak allar grein- ar vátrygginga, sem stundaðar eru á íslandi, nema líftryggingar, þegar hann lét af störfum 1981. Með fádæma dugnaði og var- kárni hafði hann gert Brunabóta- félag íslands að einu traustasta vátryggingarfélagi landsins, ef mælistika eiginfjársjóða er not- uð. Fyrir allt þetta á Brunabótafé- lagið Ásgeiri Ólafssyni mikið að þakka og eru þær þakkir hér flutt- ar af hálfu þeirra, sem nú stjórna félaginu, starfsfólki þess og þeim, sem tryggja hjá því. Við hlið Ásgeirs í lífi og starfi stóð Dagmar, eiginkona hans, sem ómetanleg stoð og stytta. Sár harmur er nú kveðinn að henni og börnum þeirra. Ragna og ég sendum þeim öllum innilegar samúðarkveðjur. Ingi R. Helgason. ____________FRÉTTIR__________ Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Stefna íslendinga í atvopnunarmálum Ályktun Alþingis frá 23. maí 1985 Hér fer þingsályktun sú frá 23.5. ’85 er utanríkisráðherra, Matthías Á. Mathiesen, telur að hafi bannað sér að taka þátt í um- fjöllun um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: Alþingi ályktar að brýna nauð- syn beri til að þjóðir heims, ekki síst kjarnorkuveldin, geri með sér samninga um gagnkvæma al- hliða afvopnun þar sem fram- kvæmd verði tryggð með alþjóð- legu eftirliti. Enn fremur telur Alþingi mikilvægt að verulegur hluti þess gífurlega fjármagns, sem nú rennur til herbúnaðar, verði veittur til þess að hjálpa fátækum ríkjum heims þar sem tugir milljóna manna deyja árlega úr hungri og sjúkdómum. Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að styðja og stuðla að allsherjarbanni við til- raunum, framleiðslu og uppsetn- ingu kjarnavopna undir traustu eftirliti, svo og stöðvun á fram- leiðslu kjarnakleyfra efna í hern- aðarskyni, jafnframt því að hvetja til alþjóðlegra samninga um að árlega verði reglubundið dregið úr birgðum kjarnavopna. Þessu banni og samningum um niðurskurð kjarnorkuvopna verði framfylgt á gagnkvæman hátt þannig að málsaðilar uni því og treysti enda verði það gert í samvinnu við alþjóðlega eftir- litsstofnun. 22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Leita verður allra leiða til þess að draga úr spennu og tortryggni milli þjóða heims og þá einkum stórveldanna. Telur Alþingi að íslendingar hljóti ætíð og hvar- vetna að leggja slíkri viðleitni lið. Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu íslendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorku- vopn hvetur það til þess að könnuð verði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því, sem liður í samkomulagi til að draga úr vígbúnaði og minnka spennu. Því felur Alþingi utanríkismála- nefnd að kanna í samráði við utanríkisráðherra hugsanlega þátttöku íslands í frekari umræðu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og skili nefndin um það áliti til Alþingis fyrir 15. nóv. 1985. Jafnframt ályktar Alþingi að fela öryggismálanefnd, í samráði við utanríkisráðherra, að taka saman skýrslu um þær hugmyndir sem nú eru uppi um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar, einkum þær sem máli skipta fyrir ísland með hliðsjón af legu landsins og aðild þjóðarinnar að alþjóðlegu samstarfi. Á grundvelli slíkrar skýrslu verði síðan leitað sam- stöðu meðal stjórnmálaflokk- anna um frekari sameiginlega stefnumörkun í þessum málum. Næstu tvær helgar munu þau Sigríður Eyþórsdóttir, Einar Þorsteinn Ásgeirsson og Tryggvi Hansen halda námskeið í torfhleðslulist í Vatnsmýrinni við Reykjavíkurflugvöll. Föstudagur 22. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.