Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 13
VESTURLAND Það er óprýði að járnblendiverksmiðjunni, en sem betur fer sést hún ekki héðan. Mynd: gg. vildum sjá hvað við þyldum," segir Sigríður og kímir að þessum bernskubrekum sínum. Alsæl í okkar hugarheimi „En þótt þetta væri afskekkt leiddist okkur aldrei. Við áttum okkar hugarheim og þegar við vor- um í þeim heimi gat okkur ekki leiðst. Halldóra lýsir þessu í bók- inni Eitt er það land. Þar lýsir hún uppátækjum okkar og því hvað við þóttumst vera. Stundum ímynduð- um við okkur að við værum gam- aldags stríðsmenn. Við Einar þótt- umst eiga voðalega gæðinga og mátti ekki á milli sjá hvor var glæsi- legri. Við vorum alsæl í þessum heimi okkar.“ Þú minntist á böll. Þar hafa væntanlega verið allir aldurshópar samankomnir? „Þarna voru bæðir gamlir og ungir saman. Það var ekki drukkið á þessum böllum. Ég man ekki eftir að hafa orðið vör við vín fyrr en þegar ég var komin undir tvítugt. Það skemmtu sér allir vel á þessum böllum. Hins vegar voru margir kenndir í réttunum og jafnvel fullir. Þegar ég var krakki fór kvenfólk ekki í rétt- irnar. Þá þótti það ekki við hæfi að konur létu sjá sig þar, en nú er það sjálfsagt.“ Gamli dalur góða nótt Nú er Grafardalur í eyði og hefur verið lengi. Systkinin geyma þó minninguna um þennan afdalabæ í brjósti sér og hann hefur verið mörgum þeirra yrkisefni. Áður en við Sigríður hugum að öðru í þessu viðtali minnist hún bernskuheimil- isinis á þennan hátt: Bœr í eyði, allt er hljótt, í árnið seiður falinn. Tárum eyðir íslensk nótt enn í heiðardalinn. Döggin svala húmið hljótt hugans dvala snertu. Gamli dalur góða nótt guði falinn sértu. Og enn: Tunglskinsnœtur fram til fjalla fegra og bœta huga manns. Þess mun gceta ævi alla inn við rætur sálar hans. Baráttan gegn verksmiðjunni Friður hefur ríkt um járnblendi- verksmiðjuna á Grundartanga við Hvalfjörð í mörg ár, en það er frá- leitt að svo hafi verið þegar fyrst voru reifaðar hugmyndir um að reisa þessa verksmiðju. Fjölmarg- ir, heimamenn og aðrir umhverfis- verndarmenn, börðust hatrammri baráttu gegn staðsetningu verk- smiðjunnar á Grundartanga og Sigríður á Hávarsstöðum var með- al þeirra sem eindregið lögðust gegn henni. „Ég var mikill andstæðingur þessarar verksmiðj u og er það enn, þótt það geti verið að það sé tóm vitleysa og ímyndun að skaði verði af henni. Mér þykir vænt um Hval- fjörðinn og náttúru hans. Ég var mikið á Litla-Sandi hjá móðursyst- ur minni þegar ég var stelpa, var lánuð þangað sem snúningastelpa, og þá kynntist ég Hvalfirðinum. Síðan hefur mér þótt vænt um hann og vildi ekki sjá að fá þessa verk- smiðju í mitt lífríki hans.“ Sem mengun og ágirndin farga Og þessi barátta varð Sigríði oft að yrkisefni. Hún orti m.a. um mengunina sem hún óttaðist að hlytist af verksmiðjunni: Af örsmáum verum er veröldin kvik um vötnin og löndin og geiminn. En mennirnir leysa úr læðingi ryk, sem lagtgœti í rúst allan heiminn. Ég hrópa og bið ykkur hyggið að því sem helst mætti lífinu bjarga. Það lífgar ei mannlegur máttur á ný, sem mengun og ágirndin farga. Sigríður var með í för þegar sáð var í flagið á Grundartanga: Það er eins og sár þetta óheilla- flag sem ýfist og blœðir á vorin, gott er ef byrjað við getum í dag að græða upp Ijótustu sporin. Þó gjöf okkar sé ekki glæst eða stór við gefum af einlægum vilja. Hvar er þá greindin hjá Gunnari Thor gefist hann upp við að skilja? Kvað auðhringinn niður Einhvern tima var mér sagt að þú hafir kveðið auðhringinn Union Carbide niður Sigríður? „Það var einhvern tíma haft á orði. En þá komu Norðmenn í staðinn og sagði ég þá við Sveinbjörn bróður svona í gamni að hann ætti nú að ráða við þá fyrst mér tókst að losa okkur við Union Carbide. En það tókst ekki. Það sem við höfðum áhyggjur af í þessari baráttu okkar var ekki ein- ungis að náttúruspjöll myndu hljótast af verksmiðjunni. Ég ótt- aðist einnig um sjálfstæði þjóðar- innar, að við myndum missa tökin á landinu okkar. Öll þessi erlendu lán og þessir erlendu auðhringar sem vaða hingað inn í landið eru okkurhættulegir. Það var vissulega mikill ósigur fyrir okkur þegar ákveðið var að reisa verksmiðjuna á sínum tíma. Ég minnist þess enn hversu frek- ir og uppivöðslusamir þeir voru sem voru að reyna að fá okkur til þess að samþykkja verksmiðjuna. Eitt sinn var haldinn fundur í sveitinni um málið og þar kom í ljós að meirihluti var gegn verksmiðj- unni. Þetta var sent í blöðin. En daginn eftir fóru einhverjir menn um sveitirnar og báðu menn að skrifa upp á stuðning við verks- miðjuna og varð eitthvað ágengt. Þetta sendu þeir síðan sem leiðrétt- ingu á hinu í blöðin. Ég varð ægi- lega reið yfir þessu framferði." Ég fyrirlít þá alla Hefurðu einhvern tíma skipað þér í pólitískan flokk? „Það hef ég satt að segja aldrei getað. Mér hefur alltaf fundist ómögulegt að fylgja einum flokki og finnast allt rétt sem þaðan kem- ur, en allt rangt hjá öðrum. Annars orti ég eitt sinn: Pólitíska öfga á ótal skuggar falla. Falsið dafnar flokkum hjá ég fyrirlít þá alla. Loforð svikin oftast öll illt er við að búa. Þá er betra að þekkja tröll þeim var hœgt að trúa. En eitthvað verður maður að kjósa og það hef ég gert. Þó finnst mér betra að kjósa menn en ekki flokka. Þannig var það áður og þannig vildi ég hafa það áfram. Kerfið versnar eflaust ennl er það reynsla bitur.l Á Alþing kusum áður menn/ en ekki flokkaslitur. “ Konurnar friðsamari Hvað flnnst þér þá um sérfram- boð kvenna? „Kannski er það eina leiðin til þess að koma kvenfólki að í stjórn- kerfinu. Það er betra að hafa það með. Hugmyndir kvenna um ýmis mál eru oft aðrar en karla og þekk- ing meiri og þeirra sjónarmið þurfa að komastað. Kcnurþurfa kannski ekki endilega að komast í meirihluta, en ég reikna nú samt með því að það væri frekar friður í heiminum ef konur réðu honum. Karlmenn eru árásargjarnari og drottnunargjarnari allt frá upphafi. Svona er þetta yfirleitt í dýraríkinu líka. Þeir leggja metnað sinn í að yfirbuga aðra, vera öðrum fremri. Þetta er í eðli þeirra.“ Nú hefur staða konunnar, eins og sagt er, breyst mikið á þinni tíð. „Hún hefur vissulega breyst mikið og er að mörgu leyti góð. Hvort sem það er nú baráttunni að þakka eður ei. Lífsskilyrðin hafa breyst svo mikið. Nú hafa allir miklu meira handa á milli en áður og það hefur leitt til ákveðinna breytinga. En þó er sorglegt til þess að hugsa að reka þurfi kvennaat- hvarf. Hættan á árásum og ofbeldi er alltaf að aukast og það er ekki síst sjónvarpi og kvikmyndum að kenna. Ég segi að sjónvarpið kenni unglingum beinlínis að beita of- beldi. Mér finnst að meðal unglinga gæti talsverðrar svartsýni. einkum meðal þeirra sem eru viðkvæmir og jafnvel góðir. Þeir eru í meiri hættu, fara oft út í drykkju og eiturlyf til að sefa þennan kvíða og þessa bölsýni sem er svo algeng.“ Gleymi að signa mig Talið berst aftur að skáld- skapnum og spurt hvað hún geri oftast að umtalsefni í ljóðum sín- um. „Ég yrki mest um náttúruna. Fjöll, dali, ár, læki og fossa. Hval- fjörðurinn er mér einnig kær og verður mér oft yrkisefni. Hann er svo fallegur. Járnblendiverksmiðj- an er vissulega óprýði á firðinum, en sem betur fer sést hún ekki héð- an frá Hávarsstöðum.“ Sveinbjörn bróðir þinn er þekkt ur fyrir ásatrú sír.a. Ert þú trúuð kona? „Ég hef að minnsta kosti aldrei hneigst að ásatrú eins og Sveinbjörn. Ég reyni að halda i þessa gamaldags trú og finn styrk í henni þegar eitthvað bjátar á. Það getur vel verið að það sé ekkert að marka þetta, en þetta getur ekki orðið neinum til ills. Okkur krökkunum voru kenndar bænir sem við fórum með áður en við fórum að sofa og svo aftur þegar við vöknuðum á morgnana. Ég fer enn með þessara bænir á kvöldin, en í seinni tíð hef ég gleymt að signa mig þegar ég kem út á morgn- ana, eins og þó var siður hjá okkur í Grafardal. Það eru margir sem finna styrk í trúnni. Þegar það finnur fyrir van- mætti sínum í erfiðleikum ákallar það æðri máttarvöld sér til halds og trausts.“ Vona það besta - býst við því versta Að lokum. Finnst þér að heimur- inn fari versnandi eða ertu bara bjartsýn á framhaldið? „Heimurinn er slæmur eins og hann er. En eins og stundum var sagt: Ég vona það besta, en býst við því versta. Ég er ákafur friðarsinni og finnst það alveg furðulegt að alltaf skuli þurfa að vera ófriður í heiminum. Það er versta meinsemd mannsins að hann skuli alltaf þurfa að vera í ófríði. Á meðan verið er að fram- leiða allar þessar vígvélar sveltur fólk heilu hungri. Ég hef trú á að hægt sé að metta allt þetta fólk í stað þess að eyða stórum fúlgum í hergögn. Stundum hef ég áhyggjur af framtíð íslands og óttast að við munum ekki geta haldið efnahags- legu sjálfstæði okkar. Stundum stefna menn því í voða með óhóf- legum lántökum erlendis og þjónk- un við erlenda auðhringi, en við þurfum ekki að glata sjálfstæði okkar. Þótt við séum smáþjóð þurfum við ekki alltaf að sam- þy kkj a það sem stórþj óðir stinga upp á við okkur,“ sagði Sigríður. -gg Föstudagur 22. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.