Þjóðviljinn - 22.08.1986, Page 12

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Page 12
VESTURLAND : . . V: : . , - • - i » ‘M, " ’ '%* ; ' g/ ffe Mip w wmm : V v ' ■ ' ' ',y Þótt við séum smáþjóð þurfum við ekki að samþykkja allt sem stórþjóðir stinga upp á við okkur. Mynd: gg. þremenningar og hann var vel hag- mæltur. Við vorum einnig þre- menningar Jón Helgason frá Stóra- Botni og ég. Jón var lengi ritstjóri á Tímanum og kom mikið út á prenti eftir hann, líklega einar 20 bækur. En þetta náði svona vel saman í okkur systkinunum og nú hafa sex okkar gefið út bækur.“ Leiddist að yrkja Byrjaðirðu á þessu strax á barns- aldri? „Ekki ég, nei. Sum byrjuðu að setja saman þegar þau voru krakk- ar. En ég var einhverra hluta vegna á móti þessu. Eldri krakkarnir ortu vel og settu stundum saman stríðn- isvísur á mig, en mér leiddist að yrkja og hefði aldrei þorað að segja frá því þótt ég hefði ort. Þau hefðu ort svo miklu betur. Ég byrjaði ekki á þessu fyrr en ég var orðin fullorðin og ætlaði aldrei að leyfa neinum að sjá það sem ég setti sam- an, en Halldóra systir og dóttir hennar ýttu á mig að birta ljóðin mín. Ég var treg til, en lét þó til leiðast. Það var ekki lítið átak.“ Hvað geturðu sagt mér frá upp- vexti ykkar systkinanna? Nú bjugg- uð þið afskekkt. Þá er betra að þekkja tröll Sigríður Beinteinsdóttir húsfreyja að Hávarsstöðum ræðirvið Þjóðviljann um stjórnmál og sitthvað fleira Á hlaðinu á Hávarsstöðum í Leirársveit mæta manni tvennir tímar, minnisvarðar um tvær kynslóðir. Annars vegar stend- ur þar nýtísku einbýlishús, en hins vegar er gamall burstabær, sem nú stendur þarna auður og yfirgefinn. Hann hefur orðið að víkja fyrir nýja tímanum. „Ég hefði nú alveg eins viljað búa í gamla bænum áfram, en nú eru liðin átta ár síðan við fluttum úr honum. Mér líkar ekki alls kostar við þessi nýju hús,“ segir Sigríður húsfreyja Beinteinsdóttir þegar blaðamaðurinn spyr hvenær síðast var búið í gamla bænum. Sigríður býður þó í nýja bæinn og inn í sólríka stofu, eiginlega hálfgildings gróðurhús því þar er margt plantna af hinum ýmsu gerð- um. Sigríður fæddist árið 1912 í Grafardal, sem liggur í austur af Svínadal í Borgarfirði, og var fjórða í hópi átta systkina. Foreldr- ar hennar voru Beinteinn Einars- son frá Litla-Botni og Helga Pét- ursdóttir frá Draghálsi. Þau hjónin hófu búskap í Litla-Botni, en bjuggu lengst af í Grafardal. Sigríður og maður hennar, Jón Magnússon frá Brekku á Hval- fjarðarströnd, keyptu jörðina Hávarsstaði árið 1943 og hafa búið þar síðan. Synir þeirra eru Gunnar Magnús, Grétar og Pétur. Grétar sér nú um búskapinn að Hávars- stöðum, gömlu hjónin eru að mestu hætt því veraldarvafstri. Beinteinn fór dult með það Það hefur löngum verið títt um íslendinga að ákveðnir eiginleikar varðveitist í gegnum kynslóðir og heilar fjölskyldur eru þekktar að ákveðnum hæfileikum. Svo er um fjölskyldu Sigríðar. Þannig eru nær allir fjölskyldumeðlimirnir hag- mæltir og hafa sex systkinanna gef- ið út ljóð eða sögur á prent. „Já, við vorum öll eitthvað hag- mælt. Það bar mjög lítið á því hjá pabba, en hann var vel hagmæltur. Hann fór mjög dult með það. Þar sem ég ólst upp í Grafardal var mikið lesið á kvöldin og kveðnar rímur eins og títt var og þá fór pabbi með margt sem við vissum ekki fyrr en síðar að væri eftir hann. Það var líka hagmælska í móður- ættinni, og þetta náði síðan vel saman í okkur krökkunum. Þetta er víða til í ættinni. Þannig erum við Jakob Jónsson á Varmalæk „Það var klukkustundar gangur til næsta bæjar frá Grafardal og við hittum sjaldan annnað fólk. Við fórum jú á hverju sumri að Drag- hálsi að tína ber, þau uxu illa inni í Grafardal, það var svo hátt yfir sjó. Svo fórum við í kirkju á jólunum og á sumrin. Þegar við vorum unglingar fór- um við stundum fótgangandi á böll. Það voru stundum haldin böll á Lundi í Lundareykjardal og á Sunnuhvoli í Leirársveit. Þar var auðvitað dansað fram á morgun og við lögðum ekki af stað heim fyrr en fór að skíma af nýjum degi. Þá lögðum við oft metnað okkar í að sofna ekki fyrr en kvöldið eftir. Við 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.