Þjóðviljinn - 22.08.1986, Side 17

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Side 17
VESTURLAND Knattspyrna Knattrak í kringum Eyrarfjall Fólk tók agætlega undir þetta hjá okkur. Það söfnuðust um 50 þúsund krónur og það má heita að með því höfum við náð upp í ferðakostnað þess- ara flokka, sagði Ólöf Hildur Jónsdóttir gjaldkeri knatts- pyrnudeildar Ungmennafé- lags Grundarfjarðar í samtali við Þjóðviljann. Meistaraflokkur kvenna á Grundarfirði og fjórði flokkur karla tóku sig til fyrir skömmu og ráku bolta í kringum Eyrarfjall, um 27 kílómetra leið, og söfnuðu áheitum meðal bæjarbúa þannig að ákveðin upphæð var greidd fyrir hvern kílómeter sem hlaupinn var. Ólöf sagði hlaupið hafa gengið ágætlega og söfnunin uppfyliti óskir þeirra bjartsýnustu. Kostn- aður við keppnisferðir er tal- sverður og því betra að hafa allar klær úti í fjáröflun. Ekki hefur verið gripið til þessa ráðs áður, en það hefur reynst ágætlega að safna áheitum á skoruð mörk. Arnarstapi Greiöasala í burstabæ Hjörleifur fyrir framan Arnarbæ: Ferðamenn koma hingað fyrst og fremst til þess að njóta óviðjafnanlegrar náttúrufegurðar. Mynd: gg. Ef það er ekki grundvöllur fyrir þessum rekstri hér í ein- hverri mestu náttúrufegurð á landinu, þá veit ég ekki hvar á að reka svona stað, segir Hjör- leifur Kristjánsson á Arnar- stapa. Hjörleifur opnaði nú í sumar veitingastaðinn Arnarbæ á Arn- arstapa. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en staðsetning- in og húsakosturinn vekja athygli blaðamannsins. Nátttúrufegurð er óvíða eins mikil og á Arnar- stapa undir jökli og mitt í allri þessari dýrð reisti Hjörleifur burstabæ að fornri íslenskri fyrir- mynd, og þar býður hann gestum og gangandi upp á veitingar. Hvað kom til að hann hóf þennan rekstur með þessum hætti? „Ég hef nú verið talsvert lengi búsettur hér, gerði lengi út trillur m.a., en svo fór ég að hafa af- skipti af ferðamönnum þegar við hjónin tókum við umsjón félags- heimilisins. Fyrir fjórum árum fór ég að bjóða upp á gistingu, og þá fann ég fyrir því að aðstaða fyrir ferðamenn var alls ekki fullnægjandi. Við gerðum alls ekki nóg fyrir þá sem fóru hér um. Hugmyndina að bænum sótti ég eiginlega í kynningarbækling frá Ferðaþjónustu bænda. Ég var að keyra hingað frá Ólafsvík þeg- ar mér flaug þetta í hug og síðan losnaði ég ekki við þetta. Það var svo í fyrra haust sem ég hrinti því í framkvæmd og nú í sumar opnuð- um við staðinn. Það er auðvitað enn ekki komin reynsla á þetta, en það hefur komið margt fólk og ég á von á að reksturinn muni reynast vel. Það sem ferðamenn koma til að sjá hér er fyrst og fremst þessi óviðjafnanlega náttúrufegurð. Arnarstapaströndin er mjög fal- leg og sérkennileg. Svo eru Djúp- alón og Dritvík hér vestar og það eru alveg stórkostleg náttúrufyr- irbrigði. Nú, margir fara í Söng- hellinn og sumir ganga upp á Jökul. Það er af nógu að taka.“ Tekurðu sjálfur eftir fegurð jökulsins eftir öll þessi ár? „Já, það geri ég svo sannar- lega. Hún fer ekkert fram hjá manni,“ sagði þessi nýbakaði veitingamaður og blaðamaður- inn sá sér ekki annað fært en að sleppa af honum hendinni, því það var fjölmennt í Arnarbæ og gestum verður að sinna. -gg Akraborg er geysilega mikil- vægur tengiliður Vesturlands við Suðurland og höfuðborg- ina og árlega ferjar skipið hundruð þúsunda milli Akra- ness og Reykjavíkur. Þannig kusu næstum 265 þúsund manns fremur að sigla yfir flóann en að keyra fyrir Hval- fjörð í fyrra. Á sama tíma flutti Akraborgin rúmlega 77 þús- und btla á milli. Skallagrímur h.f., sem gerir út Akraborg, var stofnað árið 1932, en fram til ársins 1969 stóð fé- lagið fyrir siglingum milli Reykjavíkur og Borgarness. Arið 1969 hófust hins vegar sigl- Alltaf veriðgóðir sjómenn við stjórn hér, segirÁrsæll. Mynd gg. Akraborg Eins og að vera í landi Spjallað við Ársæl Eyleifsson á leiðinni milli Reykjavíkur og Akraness ingar milli Reykjavíkur og Akra- ness og hafa síðan verið þrjú skip í þessum ferðurn. „Þetta er afburðagott skip. Að vera á þessu er eins og að vera í landi miðað við t.d. fyrstu Borg- ina sem ég var á“, segir Ársæll Eyleifsson í samtali við blaðið, en hann hefur verið skipverji á Akraborg síðan árið 1970. „Mér hefur líkað þetta ágætlega, enda er gott fólk hér og þeir sem hafa stjórnað þessum skipuni hafa verið mjög góðir sjómenn. Vinnutíminn er langur á þessu skipi, sérstaklega yfir sumarið og um verslunarmannahelgina, en háannatíminn er mánuðina júní til ágúst. Þetta hífir launin upp. Yfirvinna getur orðið allt að helmingur vinnutímans á köflum.“ Pú ert ekkert orðinn leiður á þessari miklu yfirvinnu? „Nei, nei. Ég hef verið á sjó síðan ég var 13 ára og þetta er alveg sældarlíf miðað við það sem maður átti að venjast áður. Þegar ég byrjaði fyrst á togurum unnum við í tólf tíma, en fengum hvíld í sex og urðum að taka alla túra. Það þýddi ekkert að ætla að taka sér frí þá.“ Hvad er þetta skip orðið gam- alt? „Ég held það sé byggt 1974, en við sóttum það suður til Kanarí- eyja fyrir fjórum árum. Það hafði þá verið í siglingum núlli eyjanna." Og það hefur ekkert komið upp á hérna á milli? „Það hefur náttúrlega ýmislegt kornið upp á. Menn hafa t.d. Ieikið það að kasta sér fyrir borð í bríaríi, en við höfum aldrei orðið stopp á þessari leið. Hér hafa alltaf verið góðir vélstjórar." Er umgengni fólks um skipið þolanleg? „Fólk gengur alveg ágætlega um skipið. Við þurfum yfirleitt ekki að kvarta undan því“, sagði Ársæll. -gg Skagabraut 17 Svetnpokahreinsun Vlnnufatahreinsun Kemisk hreinsun Fatapressun Vönduð þjónusta Oplö tré 9-t8 SOLBREKKA Opið frá 8.00-22.00 PANTIÐ TÍMA í SÍMA 2944 Öll almenn renni- smíði og skerpingar BOLSTRUIN Klædi gömul húsgögn og geri þau sem ný. GUNNAR GUNNARSSON H|,uðarholti 9. s 2223 SETLAUGAR Stærð 200x200x90 sm. Qóðir greiðsluskilmálar. Símar 93-1910 og 93-2348. HAFS TEINN BALDURSSON RENNISMIDAU [”1 h JADARSBRAUT 13 - 300 AKRANES LJ H EINKAAÐILAR - FYRIRTÆKI — STOFNANIR Viö þrífum fyrir ykkur lóðina. Vinnuskólinn, S. 2785 Stykkishólmsbúar I Stykkishólmi Vöruhúsið Hólmkjör býður upp á mikið og vöruúrval. Stöndum saman og verslum innan héraðs. Þökkum ánægjuleg viðskipti. Föstudagur 22. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.