Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Endurskoðum samskiptin Stuöningsmenn Bandaríkjanna hér á landi hafa um árabil klifaö á hinu sérstaka „vináttu- sambandi" íslendinga og Bandaríkjamanna. í nafni „vináttu" hafa íslensk stjórnvöld hvaö eftir annaö lotiö í duftið fyrir kröfum hins herskáa stórveldis. Ratsjárstöövar austan lands og vestan, olíuhöfn í Helguvík, sprengjuheld stjórn- stöö fyrir árásarsveitir á Keflavíkurflugvelli, var- aflugvöllur: allt þetta og meira hafa þeir fengið á silfurfati hinnar sérstöku „vináttu" þjóöanna. Nú hafa íslendingar hins vegar séö svart á hvítu til hve margra fiska Bandaríkjamenn meta „vináttusambandið“. Þegar upp reis ágreining- ur um túlkun alþjóðasamninga í tengslum viö hvalveiöar íslendinga kusu Bandaríkjamenn ekki aö ræöa deilumál í anda vináttu og bræðra- lags. Þess í staö beittu þeir ofríki og hótunum gagnvart gamalkunnri „vinaþjóö“. Eölilegum samskiptareglum millum þjóöa vísuöu þeir út í hafsauga. Kostirnir sem hin hrokafulla stórþjóö setti smáþjóöinni norður í höfum voru einkar Ijósir: gangiö aö öllum okkar kröfum eöa sætiö viðskiptaþvingunum ella! - Hvílíkt vinarbragö! Af þeirri einskæru háttvísi sem Bandaríkja- menn beita einatt í samskiptum viö aðrar þjóöir, kusu þeir jafnframt aö setja fram hótanir sínar á sama degi og Bandaríkjaforseti lagðist gegn því aö viöskiptaþvingunum yrði beitt gegn kyn- þáttakúgurunum í Suður Afríku. Eftir þetta þarf enginn aö efast um hversu mikið Bandaríkjamenn meta íslendinga. Hver trúir eftir þetta tuöinu um „vináttu" þeirra? Hver er reiðubúinn aö leggja á sig kvaðir í vináttu- skyni viö þjóö sem skirrist ekki viö aö beita „vini“ sína hótunum og þvingunum? Enginn íslendingur getur sætt sig viö þá óþol- andi framkomu sem Bandaríkjamenn hafa sýnt okkur, og í því sambandi skiptir nákvæmlega engu hvort menn eru hlynntir eöa andsnúnir veiðum á stórhvelum. Viö erum sjálfstæö þjóö. Við krefjumst þess einfalda og sjálfsagöa réttar aö aðrar þjóöir komi fram viö okkur sem slíka. Þaö hafa Bandaríkjamenn ekki gert. Einsog fyrr eigum viö aö leika hlutverk þjónsins sem krýpur hinum bandaríska herra. Af því hafa íslendingar nú fengið sig fullsadda. Fjölmargir landar eru því komnir á þá skoðun aö öll tengsl íslands og Bandaríkjanna beri aö endurmeta. Þessi viöhorf er ekki einvörðungu aö finna á meöal sósíalista, sem löngum hafa barist fyrir breytingum á samskiptum þjóöanna. Þau er um þessar mundir að finna í öllum flokk- um og í öllum þjóöfélagshópum. Alls staðar eru menn meö óbragð í munninum eftir vald- beitingu Bandaríkjastjórnar. í Kópavogi haföi oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, Richard Björgvinsson, frumkvæöi aö því aö bæjarstjórnin samþykkti haröyrta for- dæmingu á framkomu Bandaríkjamanna gagnvart íslendingum í hvalamálinu. Þar var jafnframt tekið af skarið og skorinort lýst yfir, aö samskiptin við Bandaríkjastjórn beri að endur- skoöa. Ályktunin var í heild sinni svohljóöandi: „Bæj- arstjórn Kópavogs fordæmir framkomu ríkis- stjórnar Bandaríkjanna í hvalamálinu gagnvart íslendingum, sem taliö hafa Bandaríkin vina- og bandalagsþjóö. Þessi framkoma lýsir bæöi van- þekkingu og vanvirðu viö lífsbjargarviöleitni smáþjóöar í Noröurhöfum. Bæjarstjórn skorará ríkisstjórn íslands aö taka til endurskoðunar og álita samskipti okkar viö Bandaríkin'1. Fordæmi oddvita Sjálfstæöisflokksins í Kóp- avogi ber aö fagna. Og vonandi feta fleiri bæjar- félög í fótspor hinna röggsömu bæjarfulltrúa í Kópavogi, og samþykkja svipaöa fordæmingu á framkomu Bandaríkjastjórnar gagnvart ís- lensku þjóöinni. KUPPT OG SKORIÐ ^rS&nðingar j Matthías stöövaði málið | Matthías Á. Mathiesen: Ég stöðvaði það að gengið vœrifrá samþykktþessarar tillögu. ísland eitt á móti j Kegðun utanríkisráðherra Utanríkisráðherrar Islendinga hafa tamið sér einkennilega tví- átta hegðun þegar þeir bregða sér út fyrir landsteinana sem gerist sosum einsogmánaðarlega. Ann- arsvegar stritast þeir við að sitja, halda sér saman og rétta upp höndina; það heitir að taka með fullri reisn þátt í vestrænni sam- vinnu, og þykir mjög fínt. Hinsvegar eiga þeir til að bel- gja sig út þegar stóri bróðir er hvergi nærri og fylgja í við- kvæmum málum fordæmi fílsins í postulínsbúðinni. Það heitir að gera sig gildandi á erlendum vett- vangi, og þykir jafnvel enn fínna. Þeir sem ganga með embættið í maganum reyna svo að tillíkjast meisturunum til að sýna hæfni sína til starfans, samanber sér- stöðu Jóns Baldvins meðal nor- rænna krata. Afreksmaðurinn Matthías Matthías Mathiesen fyrrver- andi farandráðherra ætlar sér ekki að verða eftirbátur Geirs, Guðmundar í. og Vilhjálms Þór í þessum hegðunarefnum. Það hefur vakið almenna athygli að í hvaladeildunni við heimslögregl- una í Washington hefur ekki heyrst múkk úr munni hins hafnfirska förumanns, og hann hefur staðið að því með öðrum íhaldsráðherrum úr báðum hægri flokkunum að fallast á allar kröf- ur Pentagon-manna um aukin umsvif kjarnorkuveldisins í Vest- urheimi hérá landi: olíuhöfn, rat- sjárstöðvar, nýjar flugsveitir, kjarnorkuheld skýli, varaflug- völl; - bara hringja, þá kemur það. Hinn gállinn var svo á Mister Mathiesen þegar hann fór um daginn að hitta norræna kollega. Heim úr þeirri ferð kom hann gustmikill og ábúðarfullur og sagði tíðindi af afdrifum tillögu um nefnd til að athuga hugmynd- ir um bann við kjarnorkuvopn á Norðurlöndum. Hár fljótum vér eplin Hann sagði í Þjóðviljasamtali að hann hefði ekki getað „felltsig við“ tillöguna sem kom frá meiri- hluta danska þingsins: „Það er rétt“ sagði Matthías „að ég átti þátt í því að hún var ekki samþykkt". Blaðamaður spyr hvort einhver annar ráð- herra hafi verið andvígur, og í ljós kemur að hér er á ferð sá viðmælandí sem valdið hefur: „Nei, ég var sá sem stöðvaði það að gengið vceri frá samþykkt þess- arar tillögu. “ Og nú á brjóst allra Sannra ís- lendinga að lyftast afstolti: okkar maður hefur áhrif, á hann er ' hlustað, hann gerir kröfur og stöðvar mál. Síðar kemur reyndar í ljós að utanríkisráðherrann hefur brugðist þeirri sjálfsögðu skyldu að kynna afstöðu sína fyrir þeirri alþingisnefnd sem hann á að bera sig samanvið, og það kemur í ljós að afstaða hans er mjög sennilega í andstöðu við meirihluta hinna þjóðkjörnu, og þvert á augljósan almannavilja til að vinna gegn vígbúnaðarkapphlaupi og kjarn- orkuhasar. En um þetta þarf Matthías Árnason Mathiesen úr Hafnarfirði ekki að skeyta, hon- um þykir nefnilega að með fræki- legri frammistöðu sinni gegn dönsku tillögunni hafi nafn hans verið skráð á spjöld sjálfrar mannkynsögunnar. Danskur Sovétkommúnismi í Danmörku situr hægristjórn einsog hér, en hún verður að beygja sig undir vilja þingmeiri- hluta í utanríkismálum, tillagan á ráðherrafundinum er þaðan ætt- uð. Hún var í rauninni mjög sak- leysisleg: það átti að tilnefna embættismenn til skýrslugerðar um þær hugmyndir sem uppi eru alstaðar á Norðurlöndum um að lýsa yfir banni við kjarnorku- vopnum, uppsetningu þeirra, meðferð og flutningum, í sama dúr og gert hefur verið til dæmis í Suður-Ameríku og á Kyrrahafi sunnanverðu. En til þess að koma í veg fyrir að þessi nefnd yrði til undir merkjum lævíslegs Sovétkomm- únisma frá meirihluta danska þingsins þurfti Matthías vopn, - og fann þau í þeirri ályktun sem alþingi Islendinga samþykkti í fyrra, þar sem hvatt er til „að könnuð verði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorkuvopnalaust svœði í Norður-Evrópu." Nú verður að vísu ekki annað séð en að Norð- urlönd tilheyri Norður-Evrópu, og séu jafnvel þessi Norður- Evrópa, - þannig að Matthías þarf að teygja sig lengra í skúm- askot vopnabúrsins og dregur þaðan út þingræðu eftir Eyjólf Konráð Jónsson þar sem hrúta- skelfirinn frægi segir að Norður- Evrópa nái frá Grænlandi til Ur- alfjalla og gott ef ekki barasta eftir hendinni hvert sem er. Áttarígur Nú má deila nokkuð lengi um það hvar norðrið endar og suðrið hefst í austur- og vesturátt. Hitt verður ekki umdeilt að í þings- ályktunni er ekki aðeins fagnað „hverju því frumkvœði sem fram kemur og stuðlað getur að því að rjúfa vítahring vígbúnaðarkapp- hlaupsins“ heldur er þar að finna sérstök fyrirmæli um íslenskan hlut að starfi í kringum svæðis- hugmyndina þarsem þingið felur „utanríkismálanefnd að kanna í samráði við utanríkisráðherra hugsanlega þátttöku íslands í frckari umrœðu um kjarnorku- vopnalaust svœði á Norður- löndumþ' og að auki beðið um álit frá nefnd og ráðherra, - sem enn er ókomið. Um þetta skeytir ráðherrann ekkert. Hinsvegar er ekkert líklegra en að Matthías standi í þessu stolts- máli sínu í hinum aumu sporum hins danska kollega síns sem þingmenn treysta ekki fyrir utan- ríkisstefnu ríkisins, að minnsta kosti þykir þingflokksformanni Framsóknarmanna að Matthías leggi einkennilegan skilning í þingsályktunina; sá skilningur og afstaða ráðherrans á fundinum sé ekki í samræmi við samþykktina. Þetta virðast orð að sönnu. Hinsvegar er skilningur ráðherr- ans og afstaða hans í hinu d ægi- legasta samræmi við vígbúnaðar- stefnu Reagan-stjórnarinnar í Washington. Og það skiptir eins og venjulega mestu máli fyrir utanríkisráðherrann. -m DJOÐVILJINN Máigagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur- dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgrelðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.