Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 10
VESTURLANÐ Mér finnst alveg nauðsyn- legt að halda þessum verð- mætum við. Sjómennskan og allt sem henni við kemur er okkar menningararfleifð og hana verðum við að varðveita, alveg skilyrðislaust, segir Haukur Vigfússon umsjónar- maður Sjómannagarðsins á Hellissandi. Þarf meiri rannsóknir Sjómannagarðurinn var opn- aður almenningi til sýnis í fyrra. Það var Sjómannaféiag Hellis- sands sem hafði frumkvæði að því að koma safninu upp, en fjöl- margir hafa lagt hönd á plóginn og stuðlað að því að safninu var komið upp. Sjómennskan hefur alla tíð verið einkennandi fyrir Hellissand eins og aðra staði á Snæfellsnesi, og forfeðurnir hafa vissulega skilið eftir sig hluti sem vert er að varðveita og gefa nán- ari gaum en nú er gert. Nægir þar að minna á fiskbyrgin við Gufu- skála, en þau þurfa nánari rann- sóknar við og eru spennandi við- fangsefni fyrir fræðimenn til að skoða. Sjómannagarðurinn er ánægjuleg viðleitni Jöklara til að viðhalda menningarverðmætum og er ekki að efa að safnið mun vaxa og eflast þegar árin líða. „Þetta hefur verið mjög vinsælt 'W ■ . Krakkamir geta spurt um ótrúlegustu hluti þegar þau koma hingað. Haukur með Þorvaldarbúð í baksýn, Sjóminjasafn Okkur vantar ýmsa hluti Þjóðviljinn skoðar Sjómannagarðinn á Hellissandi í fylgd Hauks Vigfússonar hjá ferðamönnum, sem koma hingað alls staðar að af landinu, Austurlandi, Norðurlandi, Suð- urlandi og Vestfjörðum, að heimamönnum ótöldum, sem hafa sýnt safninu mikinn áhuga“, segir Haukur. Fyrst vekur athygli sjóbúð, sem kennd er við Þorvald nokk- urn. „Þetta er eftirlíking af Þor- valdarbúð, sem stóð áður hér niðri við sjó. Það mætti segja mér að Þorvaldarbúð hafi verið með því fyrsta sem byggt var á Hellis- sandi og er talið að hún sé nokkur hundruð ára gömul. Þegar ég var drengur var hún að hruni komin. Þorvaldarbúð hefur verið með stærri sjóbúðum sem byggðar hafa verið hérna og hann hefur verið stórhuga á sinni tíð. Hann var framámaður." Þegar gengið er inn í búðina er fyrst komið inn í eldaskála, sem einnig hefur verið notaður sem geymsla. Inn af skálanum er svo komið inn í svefnskála, þar sem hefur verið svefnpláss fyrir átta menn. Nokkuð er til af munum sem tilheyrt hafa búð sem þessari á safninu, en enn vantar mikið af því sem íbúarnir hafa haft til dag- legs brúks. „Okkur vantar ýmsa þá muni sem tilheyrðu verbúðalífinu, en það er ekki svo auðvelt að nálgast þá. Ég hugsa að þá sé helst að finna á Breiðafirðinum eða á Barðaströndinni“, sagði Haukur. Ævafornt og nökkvaþungt Þessu næst leiðir hann blaða- mann út í garð. Allur frágangur svæðisins er mjög smekklegur og þrifalegur og þarna halda Hellis- sandsbúar sjómannadaginn hát- íðlegan. En hvað um það, fyrir utanÞorvaldarbúðerað finna gamalt spil allverklegt semmenn notuðu til að korna bátum sínum á land. Þar er einnig skútuakkeri, gömul vél og síðast en ekki síst heljarstórt akkeri, sem mönnum er ekki enn ljóst hvaðan kemur eða hversu gamalt það er. Haukur sagði þetta hafa komið í vörpu út af Rifi í vor. „Þetta er örugglega ævafornt og alveg nökkvaþungt er það. Menn halda að þetta hafi verið á kaupskipi eða jafnvel herskipi. Rif var verslunarstaður hér áður og skipakontur þangað voru fjöl- margar. En það verður að afla nánari upplýsinga um þetta. Sama máli gegnir um vélina. Þetta er Mölner vél úr litlum dekkbát og mér hefur verið sagt af vélfróðunr manni að þetta sé ein elsta vél á landinu. Én þetta veit maður ekki með vissu. Það væri hins vegar gaman að senda hana suður og láta gera hana upp. Erum að taka fram mikið úrval af SKÓLAVÖRUM BÓKASKEMMAN STEKKJARHOLT 8-10 - SÍMI 93-2840 PÓSTHÓLF 25 - 300 AKRANES Átímabilinu 1. mai til 30. sept. Atímabilinu 1. jum til 31. agust Mánudaga: Frá Stykkisholmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rutu til Rvk Fimmtudaga: Sama tímatafla og mánudaga Fostudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14 00. eftir komu rútu Viðkoma i inneyjum Frá Brjánslæk kl 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Þnðjudaga Frá Stykkishólmi kl 14 00 eftir komu rutu. Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar Frá Brjánslæk kl. 15 00 Til Stykkishólms kl, 19 00 Á timabilinu 1. júli til 31. ágúst Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl 09.00 Frá Brjánslæk kl 14.00 Til Stykkishólms kl 18 00. fyrir brottför rútu Viðkoma er ávallt í Flatey á báðum leiðum Bílaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkishólmi: Fra Brjánslæk: Hjá afgreiðslu Baldurs Hjá Ragnari Guðmundssyni Stykkishólmi, s.: 93-8120 Brjánslæk, s.: 94-2020. Ég gæti trúað að það myndi borga sig. Hér er svo Bliki frá Hjalla- sandi", segir Haukur þegar kom- ið er inn í skemmu og á við fjör- gamlan áttæring í eigu safnsins. „Menn hafa ekki komið sér al- mennilega saman um hvenær hann er smíðaður, en það er talið að hann hafi verið byggður árið 1826. Hann var lengi gerður út frá Hellissandi og síðast var róið á honum 1965. Síðasti formaður á Blika var Stefán Jónsson. Það var níu manna áhöfn á Blika og hann var talinn mikill happabátur. Það urðu aldrei slys á honum, en þó var algengt að slys yrðu við sjósókn. Það var úr- vaishirða á þessum báti og þess vegna Iítur hann svona vel út. Það fór ekkert frá eigendum hans nema það væri 100% og báturinn ber þess glöggt vitni. Þetta þversegl á honum er svo- lítið sérkennilegt. Það er talað um að það sé breiðfirsk gerð. Þetta er sama módel og frá vík- ingaöld, en virðist hafa dagað uppi á Breiðafirðinum. Það var auðvitað mikið til af svona bátum á þessu svæði, en það er búið að henda þeim flestum og brenna. Það varð bylting í bátaútgerð í kringum stríðið og þá hreinsuðu menn bara til hjá sér og margur báturinn glataðist." Alltaf verið á sjó Varst þú sjálfur á sjó Haukur? „Ég hef alltaf verið á sjó. Það er kannski ekki síst þess vegna sem mér þykir vænt um að þessu safni hefur verið komið upp. Það er erfiðast að hefja slíka upp- byggingu en þetta hefur gengið mjög vel hér. Það er skylda okkar að halda í þessi menningarverðmæti. Ungt fólk verður að geta séð þetta því það hugsar út í þetta þegar það sér það. Það er gaman að sýna ungu fólki safnið, það getur spurt um ótrúlegustu hluti og hugsar margt. Það er gott að finna það“, sagði Haukur. -gg Það væri gaman að láta gera vélina upp. Myndir gg. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.