Þjóðviljinn - 12.09.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Qupperneq 4
_______________LEHDARI___________ Rambóstíllinn í Reykjavík Rambóstíllinn er um þessar mundir aö verða allsráöandi í stjórnun Sjálfstæðisflokksins á Reykjavíkurborg. Fram að þessu hefur flokkurinn að vísu ekki slitið sér sérstaklega út á því að ástunda lýð- ræðislega starfshætti. En afskipti Sjálfstæðis- flokksins af fræðsluráði undanfarið og sérílagi stofnun sérstaks skólamálaráðs, sem beinlínis er stefnt til höfuðs hinu lögbundna fræðsluráði, brjóta þó blað. Með verkum sínum þar er Sjálf- stæðisflokkurinn beinlínis markvisst að vinna að því að útiloka kennara frá afskiptum af skóla- málum Reykjavíkurborgar, - þvert ofan í fyrir- mæli fræðslulaganna. í leiðinni sér Sjálfstæðisflokkurinntil þessað fræðslustjóri er gerður nánast áhrifalaus. í hans stað er reynt að gera forstöðumann skólaskrif- stofu Reykjavíkur að æðsta embættismanni í skólaumdæmi sem í eru 13 þúsund börn, - þrátt fyrir að sá hafi aldrei nálægt kennslu komið. Astæðan fyrir meðferð Sjálfstæðisflokksins á fræðslustjóranum er einföld: hann hefur það til saka unnið að vera ekki nógu auðsveipur. Lögin um grunnskóla kveða afdráttarlaust á um, að fastir kennarar í Reykjavík eigi að kjósa þrjá fulltrúa úr sínum hópi til að sitja í fræðslu- ráði. Þessir fulltrúar hafa þar málfrelsi og tillögu- rétt á fundum og með þessu lýðræðislega fyrir- komulagi er löggjafinn auðvitað að sjá til þess að kennarar hafi eðlileg áhrif á stjórn og stefnu- mótun skólamála í borginni. í sömu lögum er hlutverk fræðslustjóra einnig markað mjög skýrum dráttum. Hann á að vera framkvæmdastjóri fræðsluráðs og hafa yfirum- sjón með því að öllum fyrirmælum sem lúta að kennslu og skólahaldi sé framfylgt. Sjálfstæðisflokkurinn þolir hins vegar ekki gagnrýni. Hann þolirekki heldurembættismenn sem tala þegar samviskan býður, en þegja ekki þegar flokkurinn skipar. Það hafa verið nokkur átök um fræðslumál í Reykjavík, og í þeim hefur gætt vaxandi gagnrýni á frammistöðu Sjálf- stæðisflokksins. Eftir kosningarnar í vor fór Sjálfstæðisflokkurinn því í Rambófötin og bolaði kennarafulltrúunum og fræðslustjóranum frá nánast öllum áhrifum. Þetta gerði flokkurinn með því að stofna sérstakt skólamálaráð, sem tekur yfir alla starfsemi fræðsluráðs, en úthýsir bæði fulltrúum kennara og fræðslustjóra, - þvert ofan í lögin. Fræðsluráðið er að vísu ekki lagt niður, enda væri það of augljóst lögbrot. En fundir eru hins vegar haldnir afar sjaldan og flest mál afgreidd á sama hátt: vísað til skólamálaráðs! Sjálfstæðisflokkurinn fór ekki í miklar felur með raunverulegan tilgang sinn, - í samþykkt fyrir skólamálaráð er nefnilega svo fyrirmælt að þar sitji sömu fulltrúar og ífræðsluráði. Það gæti því trauðla verið augljósara, að tilgangurinn með stofnun skólamálaráðs er sá einn að koma í veg fyrir að fræðslustjóri og fulltrúar kennara í Reykjavík geti gegnt lögboðnum skyldum sín- um og neytt síns lögboðna réttar. Rambóstíllinn hefur þegar haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir allt skólahald í Reykjavík. Þar ríkir vaxandi óvissa um hver heldur í rauninni um stjórnartaumana, losarabragur fer vaxandi einsog sést til dæmis á því að skólaskrifstofan hefur vanrækt að auglýsa kennarastöður í sum- ar. Afleiðingin er öllum kunn: kennaraskortur er nú alvarlegri í Reykjavík en nokkru sinni fyrr. Það er svo ekki til að bæta úr vondri stöðu, að Sverrir Hermannsson hefur enn ekki haft kjark til að úrskurða, hver formlegur réttur fræðslu- stjóra er gagnvart skólamálaráðinu. Það verður hann hins vegar að gera fljótlega, - annar getur ekki úr þessu hoggið á hnútinn. Þessi vinnubrögð eru því miður ekki eins- dæmi í stjórnun Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. En þau eru dæmigerð fyrir hinn nýja Rambóstíl meirihlutans, sem hikar ekki við að beita ofríki til að þagga niður í réttmætri gagnrýni. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa valdið mikilli óvissu og skipulagsleysi í skólamálum borgarinnar, - og flokkurinn hefur ekki skirrst við að ganga á skjön við lög um grunnskóla til að koma sínu fram. KUPPT OG SKORIÐ Prekleysi kostaði Útvegsbankann 350 miljónir „íslenska skipafélagið samdi um kaup á íslandsrekstri Haf- skips fyrir 600 miljónir króna, sem áttu að renna til Útvegs- banka íslands. Þessar eignir voru síðan, eftir að gjaldþrotsleiðin hafði verið valin, seldar á smán- arkjörum fyrir innan við 300 milj- ónir króna. Sú ákvörðun kostaði Útvegsbankann litlar 350 miljón- ir króna og stafaði af þrekleysi og hræðslu þeirra sem ákvörðunina tóku vegna þeirrar „hysteríu" og fjölmiðlafárs sent blossaði upp í kringum málefni þessa félags og stendur ennþá.“ Sveinn R. Eyjólfsson Það er Sveinn R. Eyjólfsson, sem kemst svona að orði, í viðtali við Frjálsa verslun, en hann er stjórnarformaður Frjálsrar fjöl- miðlunar hf., fyrrverandi stjórnarmaður í Hafskipi hf., for- maður Hilmis hf., stjórnarmaður íísfilm hf., og fleiri fyrirtækjum og þar með áhrifamaður í fjölmiðla- og viðskiptalífinu. Viðtöl við þennan áhrifamann eru fátíð og því merkilegt að fá að kynnast því, hvers konar persóna Sveinn R. Eyjólfsson lítur út fyrir að vera. Florence Nightingale viðskiptalítsins hjúkrar Arnarflugi. Florence Nightingale viðskiptalífsins? Sveinn segir: „Ég hef áhuga á hvers konar fjölmiðlun og þess vegna keyptum við til dæmis Hilmi hf. og tókum við útgáfu Vikunnar og Úrvals. Ég hef líka áhuga á atvinnurekstri og stjórn- un fyrirtækja og þess vegna hef ég nokkrum sinnum lagt fé og vinnu í að koma einhverri starfsemi af stað. Síðan hef ég dregið mig út úr því þegar vel gengur og ein- hver hefur viljað taka við. Þannig hef ég líka haft áhuga á sam- göngumálunum, útgerð farskipa og flugrekstri og þess vegna lagt fé í starfsemi Hafskips og Arnar-1 flugs“. Þessi „bisniss interuptus" sem Sveinn kveðst stunda með því að draga sig út úr fyrirtækjum þegar vel gengur er fáheyrð hugsjóna- starfsemi á þessum gróðahyggju- tímum. Einnig er fróðlegt að heyra skoðanir Sveins á því, hvaða fjár- festingar séu öruggastar nú um stundir: „Mér finnst einfaldlega áhugaverðara að standa í at- vinnurekstri, þótt áhættusamt sé, en að fletta skuldabréfum eða, klippa arðmiða, þótt slíkar fjár- festingar séu miklu öruggari“. Það hefur löngum verið á vit- orði margra að atvinnurekstur borgar sig engan veginn, og helst væri fyrir útsjónarsama menn að næla í fáeinar krónur með braski, en það er sjaldgæft að fá þetta staðfest af svo dugmiklum bisn- issmanni sem Sveini, enda virðast fáir kollegar hans vera jafn- hjartahreinir og fórnfúsir. „Fjórmenninga- klíkan“ Þá sem með völdin fara á DV kallar Sveinn „fjórmenningaklík- una“, en í henni eru auk Sveins þeir ritstjórar DV Jónas Krist- jánsson og Ellert Schram og svo Hörður Einarsson. Fjórmenningaklíkan situr sam- an á fundum daglega og taka fundirnir yfirleitt um klukkutíma og er þama fjallað um rekstur sem veltir 25 til 30 miljónum króna á mánuði. Og þetta gengur vel, eða eins og Sveinn segir sjálf- ur: „Þetta er mjög þægilegt, ör- uggt og afslappað". Það er vissulega ánægjulegt að. frétta að þetta skuli vera svona þægilegt, öruggt og afslappað. En spumingin er hvort rekstur- inn gangi brösulega úr því að „Florence Nightingale viðskipta- lífsins“ er ekki löngu farin burt að líkna fallítt fyrirtækjum úti í bæ, því að sé það nokkur vottur um fjárhagslega heilbrigði fyrirtækja að Sveinn R. hafi dregið sig út úr þeim þá á DV eftir að fá heilbrigðisstimpilinn frá Sveini. Næsti sjúklingur Nú síðast hefur hjúkrunareðli Sveins beinst að Arnarflugi hf. Ekki gerir hann ráð fyrir að það taki langan tíma að hressa sjúk- linginn við og telur ekki eftir tíma eða peninga sem hann lætur af hendi rakna í því skyni: „Eins og kunnugt er var félagi minn Hörður Einarsson kosinn formaður stjórnar Arnarflugs hf. á nýafstöðnum aðalfundi félags- ins. Það er rétt að við tókum þátt í því ásamt nokkmm góðum mönnum að freista þess að bjarga Amarflugi frá gjaldþroti. Ástœð- an er fyrst og fremst óbilandi trú okkar á að samkeppni þurfi að ríkja í samgöngunum til ogfrá ís- landi bœði í lofti og á legi. Sumir formœlendur samkeppni láta sér nægja að lofsyngja hana í tœki- færisræðum, en vilja alls ekki kosta neinu til sjálfir. Við teljum þeim tíma og peningum vel varið sem við látum af hendi rakna í þessu skyni. Endurreisn Arnar- flugs er ekkert langtímaverkefni fyrir okkur, við gerðum áœtlanir um reksturþess næstu þrjú árin og við þann tíma var miðað og verð- ur áfram haldið íþeirri uppstokk- un á rekstrinum sem nýkjörin stjórn er þegar byrjuð á“. (Let- urbr. Þjóðviljans). Drottinn blessi fórnfúsa menn og hjartahreina. -Þráinn DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjoðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðins- son. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, Sigur- dórSigurdórsson, SigurðurÁ. FriðþjófsSon, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkaiesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlttsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Augiýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNj Föstudagur 12. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.