Þjóðviljinn - 12.09.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Qupperneq 5
DJÚÐVIUINN Komið við Þorvaldseyri og fylgst með kornskurði. Kornið flæðir úr þreskivélinni í lausavagn sem flytur það heim. Eggert Ólafsson bóndi á Þorvaldseyri á kornakri sínum: Af einu fræi sem óg sái að vori fæ óg stöngul sem ber nítján korn. Landbúnaður Hér em skilyrði til komræktar Er við lögðum leið okkar undir Eyjafjöll í liðinni viku blasti við okkur óvænt sýn fyrir neðan bæ- inn Þorvaldseyri. Þar var korns- kurðarvél í fullum gangi á korn- akri en það er fágæt sjón hér á landi og sennilega eitthvað sem menn hafa séð í mesta lagi í sjón- varpi. Mörg örnefni um allt land benda til þess að korn hafi verið ræktað hér fyrr á öldum enda er talið að veðurfar hafi verið hlýrra þá en nú. Sú skoðun virðist út- breidd að landhættir nú henti illa til kornræktar og nú er meirihluti þess hráefnis innfluttur sem ný- ttur er í fóðurblöndur. Nokkrir bændur hafa reynt að rækta korn hér á landi og við ræddum við Eggert Ólafsson bónda á Þor- valdseyri um þessa ræktun en hann hefur fengist við hana í yfir 20 ár. „í þau 25 ár sem ég hef ræktað korn hefur það alltaf náð að þroskast. Uppskera hefur verið misgóð og fer eftir veðurfari, en kornið hefur alltaf náð þroska. Ég er sannfærður um að þetta er hægt þar sem veðurfar er hag- stætt. Þar sem kartöflur spretta áfallalaust, eru skilyrði til kornræktar fyrir hendi. Við búum að vísu vel hér undir Eyja- fjöllum vegna þess að hér vorar snemma en ég er sannfærður um að þetta er hægt víðar.Þetta er þó alveg á mörkunum samt sem áður og mjög algengt að ekki sé slegið fyrr en seint í september. KONUR OG KJOR Áfram stelpur Þjóðviljinn spyr 1. Hvað veldurað illa gengurí kjarabaráttu kvenna? " 2. Hvað er til ráða ? Jóhanna Vilhelmsdóttir 1. Samstöðuleysi. Reyndar stóðu konur saman á kvennafrí- dögunum en það er bara ekki nóg. Konur verða að athuga, að þær fá ekkert rétt uppí hendurn- ar. Kvennaáratugurinn vakti margar konur af Þyrnirósar- svefni, en ég ætla að við þyrftum önnur tíu ár. Hlutskipti kvenna í skrifstofu- og verslanastörfum er ekki verj- andi í þessu velmegunarþjóðfé- lagi okkar. Það er smánarblettur á atvinnurekendum að ætla kon- um sem vinna 75% allrar vinnu í heiminum launaða og ólaunaða að þiggja aðeins 10% launa. Kona sem vinnur við almenn skrifstofustörf þarf að vinna 480 dagvinnustundir lengur á ári til að ná árs dagvinnutekjum karls við almenn skrifstofustörf. Þessi dæmi sýna að eitthvað mikið er að í tekjuskiptingu launamála. Svo er fólki hegnt þegar það þarf að vinna mikla yfirvinnu, með miklum skattaá- lögum. Þessu verður að breyta, yfirvinna ætti að vera skattfrjáls, og hún ætti einnig að greiðast 100% ofaná daglaun. 2. Ef til væri „patent“-lausn væri eflaust löngu búið að finna hana.Ég sagði samstöðuleysi við fyrri spurningunni. Það hefur sýnt sig að eina leiðin til að knýja fram launahækkanir eru fjölda- uppsagnir eins og t.d. kennarar, lögreglumenn, sjúkraliðar o.fl. hafa verið að gera á síðustu miss- erum. Þetta vopn launþega er það eina sem hefur dugað, án þess að því sé velt út í verðlagið. Konur eru líka alls ekki nógu duglegar að sækja á brattann, þær þurfa að læra að treysta á sjálfar sig í enn ríkara mæli. Við þurfum líka að eyða þeirri gömlu hefð að það sé sjálfsagt að konur fái lægri laun en karlar. Sem sagt: Áfram stelpur! Jóhanna Vilhelmsdóttir er í stjórn VR og á sœti í framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Föstudagur 12. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.