Þjóðviljinn - 12.09.1986, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Qupperneq 21
HEIMURINN Fiskum í tugþúsunda tali var í gær sleppt í ánni Han í Seoul til að halda upp á það að tekist hafði samkvæmt áætlun að hreinsa ána í tæka tíð fyrir Asíu-leikana, sem eiga að hefjast 20. september. Chun Doo Hwan forseti Suður-Kóreu, sem fyrirskipaði þessa hreinsun - en hún tók fjögur ár og kostaði 470 miljónir dollara, var viðstaddur hátíðlega athöfn í gær og fór síð- an í skemmtisiglingu um ána. Búið er að hreinsa burt mest alla mengunina sem stafaði bæði frá íbúðarhúsum og verksmiðjum, og eykst mjög fiskalíf í ánni. Við það var enn bætt í gær, því að alls var sleppt 68.500 fiskum, þar af 37.000 vatnakörfum. Gullljoniö, æðstu verðlaun kvikmyndahátíð- arinnar í Feneyjum, sem nú er að ljúka, var í gær veitt franska kvik- myndahöfundinum Eric Rohmer fyrir mynd hans „Le rayon vert“ („Græni geislinn"). Sögðu for- ráðamenn hátíðarinnar að fjór- tán manna dómnefndin undir for- ystu franska rithöfundarins Alains Robbe-Grillet hefði ákveðið einróma að veita Ro- hmer verðlaunin fyrir bestu myndina. Er hún að sögn frétta- manna „hugljúf ástarsaga“. Argentínskur kvikmyndahö- fundur, Carlos Sorin að nafni, fékk „silfurljónið" fyrir mynd sína „La pelicula del rey“ („Kvik- mynd konungsins“), en þau verð- laun eru veitt fyrir fyrstu mynd. ítalskir leikarar fengu verðlaun fyrir besta leik. Réttarhöld hófust í Miami í gær í eiturlyfja- smyglmáli, sem næstráðandi í herforingjastjórninni í Súrínam er flæktur í, og hélt saksóknari því fram, að leiðtogar landsins ætluðu að nota hluta ágóðans af eiturlyfjasmyglinu til að bæta fjárhag þess. Fyrir rétti eru Eti- enne Boerenveen, sem er annar í röðinni í herforingjastjórn Súrín- ams, Ricardo Heymann, sem er yfirmaður í flugfélagi landsins, og faðir hans Cilvion Heymann. Voru þremenningarnir hand- teknir við eiturlyfjasölu í mars, og hafði kaupsýsla þeirra verið tekin upp á myndsegulband áður. í þessum upptökum kemur glögglega fram að eiturlyfjasal- arnir höfðu mjög miklar áhyggjur af fjárhag súrínamska ríkisins. Þess vegna höfðu þeir gripið til þess að nota landið sem miðstöð fyrir kókaínsmygl til Bandaríkj- anna, og virtist það gert í vitorði með Desi Bouterse, yfirmanni herforingjastjórnarinnar. Mest- an hluta ágóðans átti að setja í ríkiskassann, Bouterse var samt ekki nefndur í ákæruskjalinu. Yfirmaður verslunar í Moskvu, sem gegndi áður lykilstöðu í kerfinu en var settur af fyrir tveimur árum, hef- ur nú verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir mútuþægni og spill- ingu, að sögn dagblaðs verka- lýðssamtakanna „Trud“. Höfðu réttarhöldin staðið yfir í meira en níu mánuði. Yfirmaður þessi, Nikolai Trebukov að nafni, sem hafði stjórnað allri verslun í Moskvu í meira en tuttugu ár, var rekinn í ágúst 1984 og handtekinn skömmu síðar fyrir þjófnað og mútuþægni. í sömu réttarhöldum var A.A. Petrikov, undirmaður Trebukovs, dæmdur í tólf ára fangelsi, og fimm aðrir háttsettir menn í verslun og átján verka- menn fengu vægari fangelsis- dóma. Blaðið skýrði ekki nánar frá því sem þessum mönnum var gefið að sök, en samkvæmt frétt- um sem birtust annars staðar virðist þetta mál tengt máli Júrí Sokolov, yfirmanns matvælasölu í Moskvu, sem handtekinn var 1983 og tekinn af lífi fyrir mútu- þægni og brask. Á síðustu mán- uðum hafa sovésk blöð mjög flett ofan af spillingarmálum í sam- bandi við sölu á sjaldgæfum vöru- tegundum í Moskvu. Noregur Mótmælaaðgerðir í Tromsa þegar frú Thatcher kom Ágreiningur milli Norðmanna og Breta út af mengun Troms0 - Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, flaug norður fyrir heimskautsbaug til Tromso á fyrsta degi Noregsheimsóknar sinnar. Ætlaði hún með því að sýna stuðning Breta við her- viðbúnað Norðmanna á norðurslóðum, þar sem mikil flotabækistöð er í Tromso, en búist er við því að í þessari op- inberu heimsókn forsætis- ráðherrans verði einkum rætt um deilur Norðmanna og Breta vegna brennisteinsmengunar, sem herjar mjög á skóga og vötn á Norðurlöndum. Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, tók á móti Margaret Thatcher með viðhöfn, en í ræðu, sem hún hélt í matar- boði fyrir breska forsætisráðherr- ann, dró hún ekki dul á að þjóð- irnar tvær væru ekki alltaf sam- mála, og nefndi hún málefni Suður-Afríku sem dæmi. Síðan tók hún skýrt fram að Norðmenn legðu mikla áherslu á umhverfis- vernd, enda gætu þeir séð afleið- ingar vestrænnar iðnvæðingar í náttúru landsins. Talsverðar mótmælaaðgerðir gegn Margaret Thatcher voru í Tromsp, bæði á flugvellinum, þegar hún kom, og við höfnina þegar hún fór að heimsækja herbækistöðina. Hrópuðu menn „Maggie go home“ og báru spjöld meðvíg- orðum gegn stefnu Breta varö- andi Suður-Afríku. Til þess að minnka þá gagnrýni, sem Bretar verða að sæta vegna mengunar, tilkynntu þeir í gær að áformað væri að setja síur á reykháfa allra nýrra kolaorkustöðva og þriggja stórra stöðva, sem þegar hafa verið teknar í notkun. Átti að verja til þess 600 miljónum punda. Ólík- legt er þó að Norðmenn geri sig ánægða með þetta, þar sem Bret- ar neita því eftir sem áður að taka þátt í sameiginlegum aðgerðum Evrópuþjóðanna til að minnka loftmengun um 30 af hundraði, fyrír árið 1993. Talsmenn um- hverfisverndunarmanna hafa þegar sagt að áætlun Breta um að setja síur á orkustöðvar kæmi of seint og gengi ekki nógu langt. Hún væri einungis sett fram til að forða frú Thatcher frá óþægind- um í Noregsferðinni. Reykur frá orkustöðvum í Bretlandi á stóran þátt í brennisteinsmengun í regnvatni, sem nú er orðið alvar- legt vandamál á Norðurlöndum og eitrar stöðuvötn og spillir skógum einkum í Noregi og Sví- þjóð. Bæði Norðmenn og Svíar hafa látið í ljós miklar áhyggjur vegna þessa að undanförnu. Sakaruppgjöf í Pollandi Varsjá - Pólsk yfirvöld ætla aö ieysa úr haldi fyrir næsta mánudag aila þá 225 pólitísku fanga, sem eru í haldi í landinu. Samkvæmt frétt frá pólsku fréttastofunni Pap, hefur innan- ríkisráðherrann látið setja sér- stök lög um sakaruppgjöf, sem segja fyrir um að láta skuli lausa alla pólitíska fanga, sem hafa ver- ið dæmdir fyrir afbrot gegn ríkinu og öryggi almennings. Lögin ná ekki yfir þá sem hafa verið dæmd- ir fyrir hryðjuverkastarfsemi, njósnir, skemmdarverk og upp- Ijóstrun ríkisleyndarmála. Meðal þeirra sem látnir verða lausir samkvæmt þessum lögum eru þrír leiðtogar Samstöðu, Zbigni- ew Bujak, Tadeusz Jedymak og Bogdan Borusewicz. Opinberar fréttir herma að a.m.k. 115 fangar hafi verið látnir ERLEMDAR FRÉTTIR jónAsRson r/R £ ui E R lausir samkvæmt eldri lögum um sakaruppgjöf sem sett voru í júlí en voru miklu takmarkaðri. Yfir- menn kaþólsku kirkjunnar hafa reiknað út að áður en lögin voru sett hafi um 350 samviskufangar verið í haldi í Póllandi. En í júlí viðurkenndu yfirvöld einungis að 189 pólitískir fangar væru þá í fangelsum landsins. Kaþólsk yfirvöld settu það sem skilyrði fyrir bættum samskiptum við stjórn landsins að pólitískir fangar yrðu látnir lausir, og Bandaríkjamenn hafa einnig sett það sem skilyrði fyrir því að þeir aflétti efnahagsþvingunum gegn Póllandi. Árið 1984 var almenn sakaruppgjöf í landinu og voru þá pólitískir fangar látnir lausir, en ekki leið á löngu áður en fangels- in fylltust aftur. Heimildarmenn meðal andófs- manna sögðu að lögreglan hefði farið þess á leit við tugi manna, sem kunnir eru fyrir stuðning sinn við Samstöðu, að þeir gæfu skriflega yfirlýsingu um að þeir hættu allri stjórnarandstöðu. Haft var eftir andófsmanninum Zbigniev Bujak. Jacek Kuron, að yfirvöldin ættu aftur og það væri félagslegt sam- að ganga einu skrefi lengra til að komulag, sem nauðsynlegt væri tryggja að fangelsin fylltust ekki til að byggja landið upp aftur. ísraelsmenn og Egyptar: Gott andrúmsloft á leiðtogafundi Alexandríu - Fyrsti leiðtoga- fundur Egypta og ísraels- manna í fimm ár var haldinn í Alexandríu í gær, og sagði Hosni Mubarak, forseti Eg- yptalands, eftir viðræðurnar við Simon Peres, forsætisráð- herra ísraels, að enginn meginmunur væri á viðhorfi Egypta og ísraelsmanna til al- þjóðaráðstefnu til að leysa deilumál í Austurlöndum nær. Væri stefna ísraelsmanna í málefnum Palestínuaraba orð- in miklu sveigjanlegri en áður. Vega deilnanna um 700 metra langa sandströnd í Taba ríkti mikil óvissa um það fram á síð- ustu stundu hvort þessi leiðtoga- fundur yrði haldinn, en svo komu sendimenn ríkjanna beggja sér saman um aðferð til að leysa þær deilur og var þá í flýti gengið frá því að skipuleggja fundinn. Lítil viðhöfn var síðan þegar Símon Peres kom á herflugvöll um 100 km suðaustan við Alexandríu, og sendi Mubarak Ali Lofti forsætis- ráðherra til að taka á móti hon- um. Þetta var í fyrsta skipti sem ísraelski þjóðsöngurinn var leikinn opinberlega í Egyptalandi síðan Anwar Sadat þáverandi forseti tók á móti Menahem Beg- in forsætisráðherra ísraels 1981. Leiðtogarnir tveir töluðu síðan saman einslega í gömlu konungs- höllinni í Alexandríu og voru hvorki túlkar né aðstoðarmenn þeirra viðstaddir. Áður en leiðtogafundurinn hófst virtist mikill munur vera á stefnu beggja aðila í málefnum Palestínuaraba. Forsætisráðherra ísraels hafði sagt stjórn sinni að hann myndi hafna hvaða tillögu sem væri um sjálfsákvörðunarrétt Palestínu- manna, að því er ráðherra úr hægri flokknum Likud sagði í Jerúsalem. Ali Lofti forsætisráð- herra Egyptalands sagði einnig að Palestínuvandamálið væri nát- engt öryggi landsins. „Það er lífsnauðsynlegt að styðja lög- mætan rétt Palestínumanna og rétt palestínsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar", var haft eftir honum. En að sögn embættismanna var gott andrúmsloft á fundi leiðtog- anna, og var haft eftir Peres að báðir aðilar hefðu hag af því að stuðla að friði í Austurlöndum nær. ísraelskir embættismenn höfðu það einnig eftir Peres að ísraelsmenn vildu ekki ríkja yfir annarri þjóð og hefðu Paltestínu- arabar rétt til að taka þátt í því þegar framtíð þeirra sjálfra verð- ur ákveðin. Mubarak átti að halda Peres kvöldverðarboð í gærkvöldi, og búist var við að leiðtogarnir kæmu aftur saman til viðræðna í dag áður en Peres færi aftur til heimalands síns. Peres mun afhenda Yitsak Shamir völd forsætisráðherra í næsta mánuði, og er honum því mjög umhugað að einhver árang- ur náist nú á þessum leiðtoga- fundi. Föstudagur 12. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.