Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 1
Stjórnarmyndun
Föstudagur 1. maí 1987 98. tölublað 52. örgangur
Jón er eins og hver annar
Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalista: Kvennalistinn er ekki í stjórnarmyndunarviðrœðum. Eigum ekkert
vantalað við Jón Baldvin. Kvennalistinn bíður átektaþar tileinhverfœr umboð. Fúsar tilað rœða við hvern sem er.
Fjármálaráðuneytið leggurstein ígötu Kvennalistans
Mér er spurn hvaða svari Jón
Baldvin bíður eftir frá
Kvennalistanum. Við erum ekki í
neinum stjórnarmyndunarvið-
ræðum - formlegum eða óform-
legum - hvorki við Jón né aðra.
Hann kom hingað bara eins og
hver annar og afhenti okkur
stefnuskrá Alþýðuflokksins. Ef
Jón lítur á það sem lið í óform-
legum stjórnarmyndunarvið-
ræðum, þá hann um það, sagði
Kristín Einarsdóttir, annar þing-
manna Kvennalista í Reykjavík
um yfirlýsingar Jóns Baldvins,
formanns Alþýðuflokks að hann
bíði eftir svari frá kvennalista-
konum um viðræður um stjórnar-
myndun.
Fleiru en Jóni Baldvin hefur
hlaupið ími í brjóst gagnvart
kvennalistakonum. Að sögn
Kvennalistans hafa bæði
Steingrímur og Þorsteinn Pálsson
fært möguleika á stjórnarsam-
starfi í mál við einstaka þingmenn
Kvennalistans.
Álverið
Tapið
715
milljónir
Ragnar Halldórsson:
Stórfellt tap er óum-
flýjanleg staðreynd.
Tap uppál6% af
veltufyrirtœkisins.
Lágt álverð og hár
fjármagnskostnaður
Tap á reksti álversins í
Straumsvík í fyrra nam um 715
milljónum eða 16% af veltu fyrir-
tækisins, hlutfallslega svipað tap
og á Járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga.
- Stórfellt tap er óumflýjanleg
staðreynd, segir Ragnar Hall-
dórsson ÍSAL-stjóri í leiðara
nýrra Ísaltíðinda. Hann segir að-
alástæður vera sífellt lægra álverð
á heimsmarkaði. Aukning í notk-
un áls hefur verið sáralítil á und-
anförnum árum og markaðurinn
er mettaður. Þrátt fyrir samdrátt
og lokun verksmiðja víða um
heim hafi ekki tekist að hækka
álverð. Önnur helsta ástæðan
fyrir tapinu sé mikill fjármagns-
kostnaður.
Til að bæta úr hefur Alusuisse
lagt fram stóraukið rekstrarfé til
ÍSAL. Framleiðslan hefur nú
verið sett á full afköst til að auka
framlegð, nýgerðirsamningar við
starfsmenn eiga að auka hagræð-
ingu, og fjölbreytni í framleiðslu-
vörum hefur verið aukin og á að
skila sér í auknu söluverðmæti.
-•g-
„Við höfum ekki talað við eina
eða aðra um hugsanlega stjórnar-
myndun. Um leið og forsetinn
hefur falið einhverjum umboð til
stjórnarmyndunar eftir helgi, þá
erum við fúsar til viðræðna við
hvern sem er, svo fremi þeir lýsi
Samkvæmt samningi sem
undirritaður var í starfskjara-
nefnd Reykjavíkurborgar í gær fá
fóstrur hjá borginni þriggja
launaflokka hækkun frá og með
1. febrúar á þessu ári. Þar með
eiga lágmarkslaun fóstra að
hækka f 37.316 krónur á mánuði
en fóstrur höfðu gert kröfu um 40
þúsund króna lágmarkslaun svo
og um að nýtt starfsheiti
deildarfóstra yrði tekið upp.
Þetta tilboð borgaryfirvalda
telja fóstrur sig ekki geta sætt sig
við og með óformlegri skoðana-
könnun sem gerð var í gærkvöldi
samþykktu þær að halda upp-
sögnum sínum til streitu. Stærsti
hluti dagvistarstofnana borgar-
innar mun því lamast á miðnætti í
nótt.
Eins og kunnugt er ákvað
borgarráð fyrir nokkru að hækka
laun fóstra um 2 launaflokka.
Samkomulagið sem gert var í gær
færir fóstrum hækkun um enn
einn launaflokk en það er hækk-
un sem allir félagar í Starfs-
sig reiðubúna til að gangast að
okkar helstu stefnumiðum,"
sagði Elín G. Ólafsdóttir, vara-
borgarfulltrúi Kvennalista.
Þingmenn Kvennalistans hafa
undanfarna daga verið á „vinnu-
fundum" með stuðnings-
mannafélagi Reykjavíkurborgar
áttu að fá 1. janúar næsta ár.
Þessa eins flokks hækkun eiga
fóstrur nú að fá frá 1. febrúar á
þessu ári.
Elín Mjöll Jónasdóttir fulltrúi
fóstra sagði í gærkvöldi að fóstrur
væru ekki ánægðar með að borg-
aryfirvöld kæmu ekki meira til
móts við þær en raun varð á.
„Við urðum einnig fyrir mikl-
um vonbrigðum með að ekki var
tekið tillit til óska okkar um
breytingar á starfsheitum og
deildarfóstrur gerðar að veru-
leika. Hvað launaflokkahækkun-
arliðina varðar þá var þegar búið
að bjóða okkur tvo þeirra og gild-
istíma þeirra var einungis breytt,
og sá þriðji hefði hvort sem er
tekið gildi um næstu áramót,
þannig að þetta tilboð felur í
rauninni ekki í sér neitt verulegt
tilboð af hálfu borgaryfirvalda.
Það var alveg auðséð á fundinum
hjá okkur seinni partinn í gær að
fóstrur eru ekki tilbúnar til að
draga uppsagnir sínar til baka
fyrir ekki betra tilboð en þær eru
mönnum, þar sem staða þjóðar-
búsins og ríkissjóðs er meðal at-
hugunarefna. Kvennalistinn hef-
ur óskað eftir upplýsingum frá
fjármálaráðuneyti um ýmsa þætti
ríkisfjármála, s.s. fjárlagahalla
og heildar launakostnað ríkis-
tilbúnar til áframhaldandi við-
ræða“ sagði Elín Mjöll.
Ríkisfóstrur funduðu einnig
um samninginn í gær og úrslit at-
kvæðagreiðslu hjá þeim urðu þau
að samningurinn var samþykktur
og munu þær því draga uppsagnir
sínar til baka.
„Okkar forsendur eru aðrar en
sjóðs. Ráðuneytið tregðast við að
láta Kvennalistanum þessar upp-
lýsingar í té og er engu líkara en
að markvisst sé á þeim bænum
reynt að leggja stein í götu
Kvennalistans.
Reykjavíkurfóstranna,“ sagði
Elísabet Auðunsdóttir fulltrúi í
kjaranefnd ríkisfóstra. „Við höf-
um nú þegar margar okkar sér-
kröfur inni í samningum sem þær
hafa ekki og hjá okkur lá fyrir
bókun um þessa samninga. Við
styðjum þær heilshugar í sinni
baráttu við sína viðsemjendur."
-ing./gg.
Gróðurinn
Blómin létu ekki blekkjast
Gróðurinn í Reykjavík er nú all-
ur að koma til og virðist ekki
hafa skaðast af hlýindakaflanum í
vetur. Þá létu bæði tré og runnar
og skrautblóm blekkjast af háu
hitastigi þannig að garðar stóðu
sumir í fullum blóma um miðjan
mars.
Margir kviðu því að kuldakast-
ið sem fylgdi í kjölfarið gengi af
mörgum góðum græðling
dauðum, en að sögn Theódórs
Halldórssonar, verkstjóra hjá
garðyrkjustjóra ríkisins, biðu
sárafáar plöntur bana af völdum
frostsins. Helst voru það innflutt-
ir smárunnar ‘sem urðu illa úti,
enda líkast til ekki jafnkunnugir
íslenskri veðráttu og þær plöntur
sem hér hafa þraukað frá ómun-
atíð.
Theódór sagði blaðamanni
Þjóðviljans að garðyrkjumenn
væru fullir bjartsýni fyrir hönd
skjólstæðinga sinna, svo gróður
mætti dafna og blómstra eitt sól-
ríkt sumar.
-hj.
-RK
Fóstrur
Uppsagnimar taka gildi
Tilboð borgaryfirvalda ekki viðunandi að mati fóstra. Felur ekki ísér neitt viðbótartilboð.
Oskirfóstra um nýtt stöðuheiti ekki teknartil greina