Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 9
MENNING Kjartan Ólatsson. Kjartan Ólafsson hjá Sögufélaginu Aöalfundur Sögufélagsins verö- ur haldinn í Duus-húsi við Fischersund á laugardaginn kl. 14. Þar mun Kjartan Ólafsson fyrrverandi ritstjóri Þjóöviljans flytja erindi um Dýrafjarðarmálin 1856 og uppreisn ísfirðinga gegn stefnu Jóns Sigurðssonar. Erindi Kjartans tengist tveim greinum sem Kjartan hefur unnið að að undanförnu og birtist sú fyrri í tímaritinu Sögu á síðasta ári. Seinni greinin mun birtast í tímaritshefti þessa árs. Eins og fram kemur í fyrri greininni, þá fjalla Dýrafjarðarmálin frá 1856 um þau tilmæli Frakka, að þeir fengju aðstöðu til fiskverkunar á Dýrafirði. í ljós hefur komið að þar hugðu Frakkar á stórfram- kvæmdir og vildu flytja um 5000 fiskverkunarmenn til Dýrafjarð- ar á sama tíma og íbúar Reykja- víkur voru ekki nema 1300. Út af þessu máli spunnust miklar deilur á milli Jóns Sigurðssonar og meg- inþorra ísfirðinga, og mun Kjart- an í erindi sínu rekja rannsóknir sínar á heimildum um þetta sérk- ennilega mál. Auk erindis Kjartans verða venjuleg aðalfundarstörf á dag- skrá fundarins. Sérstæðir tónleikar Con Leika tónverk eftir nor- rænar konur í Norræna húsinu Danska kammersveitin Con Anima heldur tónleika á sunnu- daginn kl. 17.00 í Norræna hús- inu. Kammersveitin varstofnuð árið 1977 í f ramhaldi af samstarfi íTónlistarháskólanum í Kaup- mannahöfn og í henni eru: Ing- rid Holck, flauta, Helle Han- skov, fiðla, Ulla Knudsen, lágfiðla, Nille Hovman, selló, Maria Topperzer, harpa og Annemarie Buhl Pedersen, píanó. Þessi óvenjulega hljóð- færasamsetning gefur mögu- leika á að leika ýmis skemmtileg verk allt frá barokktónlist til nútímatónlistar. Con Anima hefur fengið styrk frá ýmsum stofnunum til þess að halda tónleika á öllum Norður- löndunum, þar á meðal frá Nor- ræna menningarmálasjóðnum, NOMUS og fleirum. I þessari tónleikaför leika þær eingöngu verk eftir norrænar, núlifandi konur, sem hafa lagt fyrir sig tón- skáldskap. Fulltrúi íslands er Karólína Eiríksdóttir og verkið sem þær leika eftir hana er „Four Pieces” fyrir flautu, fiðlu og selló. Það hefur áður verið leikið á ís- landi, í Noregi og Bandaríkjun- um. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 sunnudaginn 3. maí og aðgöngu- miðar eru seldir við innganginn. Útboð ''/Wi V V Olafsvíkurvegur, Leyningur - Fossá Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3,4 km, fylling 60.000 m3, skering 30,000 m3, þar af bergskering 13.000 m3. Verki skal lokið 15. nóvember 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. maí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 18. maí 1987. Vegamálastjóri Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd byggingadeildar, óskar eftir tilboðum í byggingu og lóðarfrágang á dagheimili og leikskóla við Jöklasel 4 í Breiðholti í Reykjavík. Stærð á húsi og lóð: flatarmál húss: 451 m2, rúmmál húss: 3120 m3, flatarmál lóðar: 3921 m2. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkir- kjuvegi 3, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboð-. in verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. maí n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkirk|uvogi 3 Simi 25800 Unglingaheimili ríkisins Uppeldisfulltrúi Uppeldisfulltrúa vantar við Uppeldis- og með- ferðarheimilið að Sólheimum 7, frá 1. júní eða 1. september. Þriggja ára háskólamenntun í uppeldis,- félags,- sálar- eða kennslufræðum áskilin. Vegna kynskiptingar á heimilinu erum við að leita að karlmanni. Umsóknarfrestur er til 20. maí og skilist að Sólheimum 7, sími 82686. Deildarstjóri Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í lögn aðfærsluæðar að dælustöð við Sundlaugaveg, lengd um 800 metrar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. maí n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Vinningaskrá happdrættis Slysavarnaféiags íslands 14. apríl 1987 2 íbúðir að eigin vali að verðmæti kr. 2.000.000 hvor 28518 175046 4 Subaru 1800 að verðmæti kr. 600.000 hver 87936 88090 125432 136935 18 Subaru Justy að verðmæti kr. 350.000 hver 17150 52705 78244 144720 172830 26638 58278 110698 160246 178432 39989 70581 121541 161986 74881 136974 168486 Slysavarnafélagið þakkar landsmönnum stuðninginn Föstudagur 1. maí ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9|

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.