Þjóðviljinn - 01.05.1987, Side 17

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Side 17
ÖRFRÉTTIR ERLENDAR FRÉTTIR Jóhannes Páll II. páfi hleypti heimdraganum eina ferðina enn í gær. Að þessu sinni fór hann í opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands og er það öðru sinni að hann vísiterar germani. Hápunktur ferðarinnar verður þegar hann blessar minn- ingu tveggja fórnarlamba nas- ista, nunnu af gyðingaættum og kardínála, en þau munu innan tíðar fá inngöngu í samfélag dýrl- inga. Græningjar í Vestur-Þýskalandi munu nú um helgina halda landsráðstefnu samtaka sinna í Duisburg (Ruhr- héraði. Ætla má að þar slái í brýnu milli rétttrúnaðarmanna sem andvígir eru öllu samstarfi við Jafnaðarmannaflokkinn og þeirra sem telja slíkar málamiðl- anir koma til greina. í síðustu sambandsþingkosningum fengu Græningjar níu prósent atkvæða og fjörutíu og fjóra menn kjörna. Samtökin voru stofnuð fyrir níu árum og var ekki spáð langlifi en hafa staðið af sér allar hrakspár. Heimsmeistara- einvígið í skák á milli Garrí Kasparofs heimsmeistara og Anatolí Karp- ofs áskoranda og fyrrum heimsmeistara verður haldið í haust sem kunnugt er. Nú hafa fimm aðilar boðist til að hýsa kappana á meðan þeir kljást um titilinn og greiða þeim verðlaun sem hærra hlut ber frá viður- eigninni. Tilboðin komu frá borg- unum Sochi í Sovétríkjunum, Se- attle í Bandaríkjunum, Madrid og Sevilla á Spáni og Dubai í Sam- einuðu arabísku furstadæmun- um. Kasparof segist þvertaka fyrir að tefla í Dubai en sú borg er einmitt efst á óskalista Karpofs! Bandaríkjastjórn segist harma að einn þegna sinna, verkfræðingurinn Benjam- in Linder, skyldi hafa verið veginn í Nicaragua en bætti því við að hún hefði ekki fengið nægar upp- lýsingar um tildrög morðsins og að allir Bandaríkjamenn hefðu verið varaðir við því að ferðast til landsins. Það voru vitaskuld hinir alræmdu Contraliðar er drápu Linder. Berlín átti sjöhundruð og fimmtíu ára af- mæli í gær og var því mikið um dýrðir. Lúðrar voru þeyttir, her- menn gengu gæsagang og ger- völl vesturþýska stjórnin mætti til að hlýða á foringja sinn, Helmut Kohl, flytja hjartnæma ræðu um að þýska þjóðin yrði aldrei sundr- uð þannig að ekki mætti sameina hana á ný. Allt fór vel fram en þann skugga bar þó á að leiðtogi Austur-Þjóðverja, Erich Hoen- ecker, skrópaði. Olíver North ofursti og einn helsti leikandi í hinu dramatíska (rans/ Contrahneykslismáli er maður ekki alveg öruggur um öndina í barmi sér. Hann hefur farið þess á leit við lögregluyfirvöld að hans verði gætt allan sólarhringinn því hann óttast að einhverjir arabar bruggi sér banaráð þessa dag- ana. Metfé fékkst á dögunum fyrir fiðlu á uppboði í Lundúnum. Það var ít- alski fiðluleikarinn Luigi Alberto Bianchi sem reiddi fram fjögur- hundruð og fjörutiu þúsund sterl- ingspund fyrir gripinn sem hinn nafntogaði fiðlusmiður, Antonio Stradivari, skóp á hátindi ferils síns árið 1716. Það var japanski Mitsubishi bankinn sem bauð á móti Bianchi sem sagði alltof margar fiðlur keyptar af spari- sjóðum er læstu þær inni í hvel- fingum þar sem fingur meista- ranna næðu aldrei til þeirra. Franskt vegakerfi mun taka stórstígum framförum á næstu tíu árum að sögn Jacques nokkurs Chiracs. [ bígerð er meira en helmings fjölgun þjóð- vega og hraðbrauta vítt og breitt um Frakkland. Finnland Ný rfldsstjóm við völd Harri Holkeriforsœtisráðherra lagði ígærfram ráðherralista samsteypustjórnar Sameiningar- flokks, Jafnaðarmanna, Sœnskaþjóðar flokksins og Landsbyggðarflokksins. Kalevi Sorsa lét afformennsku í Jafnaðarmannaflokknum í fyrradag Eftir að stjórnarmyndarvið- ræður undir forystu hægri- mannsins og seðlabankastjórans Harris Holkeris höfðu staðið yfir í þrjár vikur tókst loks að mynda ríkisstjórn á Finnlandi sem styðst við traustan meirihluta á þingi. Það eru Þjóðlegi Sameiningar- flokkur Holkeris sjálfs og Jafnað- armannaflokkurinn sem eru hryggjarstykkið í hinni nýju stjórn en tveir smærri flokicar fljóta með, Sænski Þjóðarflokk- urinn og Landsbyggðarflokkur- inn. Það munu vera liðin tuttugu ár síðan hinn hægri sinnaði Samein- igarflokkur átti síðast aðild að ríkisstjórn þótt hann hafi um langt árabil verið næststærsti stjórnmálaflokkurinn á Finn- landi, á eftir Jafnaðarmanna- flokknum. Kekkonen, fyrrum forseti, sniðgekk ávallt fyrirmenn flokks- ins þegar hann fól stjórnmálafor- ingjum að mynda stjórn því á þeim árum rak flokkurinn utan- ríkisstefnu sem var fjandsamleg grannanum í austri og því gat það komið sér illa fyrir viðskipta- hagsmuni Finna að hafa hann í ríkisstjórn. En nú er annar uppi, Kekkon- en er fallinn frá og Sameiningar- flokkurinn hefur söðlað um í af- stöðu sinni til Sovétmanna. Því situr hann nú við stjórnvölinn. Hór gefur að líta þrjá fyrirmenn hinnar nýju stjórnar á Finnlandi. Frá vinstri: Harri Holkeri forsætisráðherra, Kalevi Sorsa utanríkisráðherra og llkka Suominen formaður Sameiningarflokksins. Holkeri gekk í gærmorgun á fund Maunos Koivistos forseta og lagði fyrir hann ráðherralista hinnar nýju stjórnar. Alls munu ráðherrarnir vera átján, fjórar kvinnur og fjórtán karlar. Þar af hafa átta ráðherraembætti fallið Jafnaðarmönnum í skaut, Sam- einingarflokkurinn hreppti sjö, Sænski Þjóðarflokkurinn fékk tvo stóla í sinn hlut og einn ráð- herra er úr röðum félaga Lands- byggðarflokksins. Nokkur ágreiningur varð um Umhverfisvernd Ósonfræðingar þinga skiptingu ráðuneyta milli hægri- manna og krata og var einkum bitist um fjármálaráðuneytið sem að endingu féll jafnaðarmönnum i skaut. í utanríkismálum verður hald- ið óbreyttri stefnu frá því í tíð fyrri stjórnar enda mun hæstráð- andi hennar, Kalevi Sorsa, hafa þau mál með höndum auk þess sem hann verður staðgengill Holkeris. Sorsa lét í fýrradag af for- mennsku í Jafnaðarmanna- flokknum og bar því við að með því axlaði hann ábyrgð á tapi flokksins í kosningunum um dag- inn. Líklegur sporgöngumaður hans kvað vera Pertti Paasio en hann er um þessar mundir for- maður þingflokksins. Af öðrum fyrirmönnum er það helst að segja að formaður Sam- einingarflokksins, Ilkka Suomin- en, fer með viðskipta- og iðnað- armál, kratinn Matti Louekoski er dómsmálaráðherra og flokks- bróðir hans, Jarmo Rantanen, gómaði innanríkisráðuneytið. Bæði Holkeri og Sorsa telja all- ar líkur á að stjórnin sitji út kjört- ímabilið sem er fjögur ár. Af tvö- hundruð sætum á finnska þinginu hefur hún umráð yfir hundrað þrjátíu og einu. Þar af hefur Jafn- aðarmannaflokkurinn fimmtíu og sex sæti, Sameiningarflokkur- inn fimmtíu og þrjú, Sænski þjóð- arflokkurinn þrettán og Lands- byggðarflokkurinn níu. -ks. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Vísindamennfrá meira en þrjátíu löndum luku fundi sínum um varnirgegn eyðingu ós- onlagsins ígœr. Samkomulag náðistum fyrstu aðgerðir og verður það kynnt áfundi umhverfismálaráðherra í Kanada á hausti komanda Fundi vísindamanna frá meira en þrjátíu löndum um það hvern- ig sporna megi við eyðingu óson- lagsins lauk i Genf f gær. Sem kunnugt er varnar óson- lagið því að útfjólubláir geislar sólarinnar komist óhindraðir til jarðar en nú virðist hafa komið gat á þessa ágætu hlífðarskán og getur það haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér, til dæmis stór- aukna útbreiðslu húðkrabba- meins. Sem svo margt sem miður fer á jörðu hér er þessi vá af manna- völdum. Syndaselurinn er efna- samsetning nokkur sem gengur undir nafninu klórflórkolefni (KFK) og kvað vera brúkuð í hin- um ýmsu heimilisamboðum, svo sem ísskápum og hárlakksbrús- um. Vísindamennirnir urðu á eitt sáttir um hvernig bregðast þyrfti við vandanum þegar í stað en gátu ekki komið sér saman hvert yrði heppilegasta framhald fyrstu aðgerða. Tillögur vísindamannanna virðast ekki mjög róttækar en þær fela í sér að árið 1990 verði bannað að veita meira magni af KFK út í andrúmsloftið en gert var árið 1986 og að árið 1992 yrði það magn að minnka um tuttugu prósent. Um þetta var enginn ágrein- ingur. Hinsvegar voru uppi tvö sjónarmið um framhaldsaðgerð- ir. Hið fyrra var á þá leið að á næstu sex árum eftir árið 1992 yrði KFK útstreymið dregið sam- an um þrjátíu prósent ef einfald- ur meirihluti þjóða sem aðild ættu að alþjóðasamþykkt um þetta efni krefðist þess. Hið síðara er á þá lund að þrjátíu prósent samdráttur yrði á næstu átta árum nema tveir þriðju hlutar aðildaþjóðanna væru and- vígar. Mustafa nokkur Tolda, sér- fræðingur Sameinuðu Þjóðanna í umhverfismálum, tjáði frétta- mönnum í gær að áætlun sérfræð- inganna um fyrstu aðgerðir yrði fullmótuð á næstu mánuðum og þvínæst yrði hún lögð fyrir fund umhverfismálaráðherra hvaðan- æva að úr heiminum sem haldinn verður í Montreal í Kanada í næstkomandi septembermánuði. Þeir myndu svo væntanlega byggja alþjóðasamþykkt sína um þetta mál á þessu sérfræðingaá- liti. -ks. óskar að ráða fólk til bréfberastarfa hálfan daginn í Reykjavík. Upplýsingar hjá skrifstofu póstmeistara. Laus staða Staða yfirmatsmanns á Austfjörðum er laus til umsóknar. Reynsla af framleiðslu og meðferð sjávarafurða og réttindi í sem flestum greinum fiskmats nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Ríkismati sjávarafurða, Nóatúni 17, 105 Reykjavík fyrir 10. maí n.k. Rfkismat sjávarafurða Útför Aðalsteins Höskuldssonar sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akranesi 17. apríl verður gerð frá Langholtskirkju mánudaginn 4. maí kl. 13.30. Fyrir hönd barna og barnabarna Helga Aðalsteinsdóttir Föstudagur 1. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.