Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 8
MENNING Frá Grunnskólanum í Mosfellssveit Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Mosfells- sveitar næsta skólaár fer fram dagana 4.-5. maí n.k. kl. 9-14. í Varmárskóla (6-12 ára) í síma 666154 og Gagnfræðaskólanum (13-15 ára) í síma 666186. Skólastjórar Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 7. maí 1987 að Lág- múla 5, kl. 20.30. Fundarefni: 1. Almenn aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega Stjórnin ?l? LAUSAR STÖÐUR HJÁ 'V REYKJAVIKURBORG Starfsmaður óskast í fullt starf við Áfangastaðinn Amtmannsstíg 5A, sem er heimili fyrir konur sem hafa farið í áfengismeðferð. Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg há- skólamenntun áskilin eða reynsla á sviði áfenq- ismeðferðar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 26945, f.h. virka daga. Umsóknarfrestur er til 18. maí n.k. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Opið hús . maí My ndl istarsýn i ng Að lokinni 1. maí göngunni verður opið hús hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur í Húsi versl- unarinnar 9. hæð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Frístundamálarar í V.R. munu sýna verk sín í fundarsal félagsins. Verzlunar- og skrifstofufólk! Lítið við, þiggið kaffiveitingar og skoðið myndlist- arsýninguna. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Orlofshús Sjómannafélags Reykjavíkur Orlofshús félagsins að Hraunborgum Grímsnesi og Húsafelli verða leigð út frá og með 4. maí. Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu félagsins gegn greiðslu dvalargjalds frá kl. 9.00 n.k. mánu- dag. Stjórnin Nemendaleikhúsið RÚNAR OG KYLLIKKI eftir Jussl Kylatasku Lelkstjórn: Stefán Baldursson Leikmynd: Grétar Reynisson Þýðing: Þórarinn Eldjárn Grétar Reynisson hefur gert nokkuð nýstárlega og sterka leik- mynd inn í salinn í Lindarbæ og sýnt að lengi má finna nýjar leiðir til að nýta það leikrými. Leik- myndin er stór kross, töluvert upphækkaður frá gólfi. Bæði er kross þessi myndrænt sterkur, undirstrikar þjakandi vald trúar- bragðanna yfir persónum leiksins og píslarvættisdauða Rúnars og beinir einnig huganum að þeim þröngu og beinu brautum sem persónurnar eru neyddar til að ganga eftir. Þetta er vel hugsuð og sterk leikmynd, en það var stundum eins og hún þrengdi full- mikið að leikendunum, gæfi þeim ekki nægilega mikið svigrúm í þessari flóknu sýningu með sín- um fjölmörgu skiptingum. Leikrit Kylátaskus gerist í finnskri sveit á sjötta áratugnum og byggir á frægu morðmáli. Þetta er flókið og sterkt byggt verk sem stendur traustum fótum í safaríku lífi alþýðunnar en nýtur einnig skáldlegs innsæis og upp- hafins málfars höfundarins sem Þórarinn Eldjárn hefur komið nokkuð vel til skila, texti hans er litríkur og mergjaður. Auðvitað er afleitt að verkið skuli ekki þýtt úr frummálinu en hér er til- finnanlegur skortur á þýðendum úr finnsku og er til háborinnar skammar. Rúnar og Kyliikki fjallar um margt, en sterkasti þáttur þess finnst mér vera lýsing hinna sterku og fastmótuðu kynjahlut- verka og meðfylgjandi kynhun- gurs sem stjórnar lífi persónanna að miklu leyti. Samfara þessu er svo yfirþyrmandi skinhelgi ster- krar trúrækni og miskunnarlaust umburðarleysi hins litla og inni- lokaða samfélags. Þau Rúnar og Kylikki falla ekki inn í þetta munstur, þess vegna eru þau og ófullburða ást þeirra dauða- dæmd. í leikstjórn sinni leggur Stefán Baldursson áherslu á það grófa, frumstæða og dýrslega í fari per- sónanna og nær víða að skapa sterk atriði af því tagi. Honum tekst og nokkuð vel að halda spennu sýningarinnar fram að hléi þrátt fyrir talsverða lengd. Eftir hléið slaknar hins vegar á spennunni, atriðin verða endur- tekningasöm og efnið drepst á dreif. Hér hefði verið eðlilegt að beita útstrikunum. Þetta er að verða nokkuð margtuggin rulla í‘ pistlum mínum en ótrúlega marg- ar sýningar á þessum vetri hefðu batnað um allan helming við að styttast um 15-30 mínútur. Fjar- vera dramaturga í íslenskum leikhúsum er nefnilega alvöru- mál. Þess er tæpast von að þessi ó- reyndi hópur valdi jafn kröfu- hörðu verki sem þessu til fullnustu. Sú var líka raunin að víða skorti mikið á, einkum hvað snerti dýpt og innra líf í leik þessa unga hóps. En hópurinn er, þeg- ar á heildina er litið, bráðefni- legur og verður fróðlegt að fylgj- ast með þessum nýútskrifuðu leikurum á listabrautinni og von- andi að þau fái öll tækifæri til að spreyta sig. Sumir leikaranna komu reyndar sterkar út úr þessari sýn- ingu en fyrri sýningum vetrarins. Þannig var Halldór Björnsson mjög heiður og einlægur í hlut- verki Rúnars. Þó að leik hans skorti nokkuð í fjölbreytni bætti hann það upp með heiðarleik. Einnig kom Árni Pétur Guðjóns- son á óvart í hlutverki Laiho. Gervi hans og fas var eins ósvikið finnskt og unnt var að kjósa sér og leikur hans einkenndist af innra þrótti og sannfæringu, en Árni Pétur á hins vegar enn í smá- vegis erfiðleikum með framsögn. Ingrid Jónsdóttir náði víðast hvar að losa sig við kæki í hreyfingum sem hafa háð henni nokkuð og átti mjög góðan leik á köflum, náði að gera móður Rúnars að skiljanlegri og átakanlegri per- sónu. Henni og Halldóri tókst hins vegar ekki að koma hinni áhrifamiklu lokasenu til skila. Ólafía Hrönn Jónsdóttir lýsti vesalings Kyllikki af nærfærni og tókst að sýna bælingu tiennar og klunnahátt af prýði. Þórdís Arn- ljótsdóttir lék hina kynhungruðu Eiju af erótískri innlifun og ör- uggri tækni. Stefán Sturla Sigur- jónsson átti mjög góða spretti í hlutverki hins veiklundaða prests, atriðið milli hans og Ólafíu var frábært, en skorti nokkuð á að sýna sálarkvalir prestsins nógu vel. Þórarinn Eyfjörð var nokkuð daufur í hlut- verki Heikkis og náði ekki nema stundum í skottið á þeirri frum- stæðu hörku sem í persónunni býr. Þeir tveir sem mest briller- uðu á skoptækni í Þrettánda- kvöldi, þeir Valgeir Skagfjörð og Hjálmar Hjálmarsson, voru hér eins og utanveltu í hlutverkum kaupmannsins og bflstjórans. Nokkrir gestaleikarar veittu nemendum lið að þessu sinni og fóru vel en tíðindalítið með sín hlutverk. Þó að sitthvað megi að sýningu þessari finna skal áhersla lögð á að hún er áhrifamikil, skemmti- leg og víða mjög vel gerð. Sverrir Hólmarsson 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. maf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.