Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 13
MYNDLISTIN UM HELGINA Huida Hákon opnar í dag kl. 14 sýningu á veggmyndum í Gallerí svartá hvítu við Oðinstorg. Hulda stundaði nám við MHÍ 1977-81 og School of Visual Arts í New Vork 1983-84. Verkin á sýn- ingunni eru unnin í gifs og spýtu á síðasta ári, og í þeim blandar Hulda saman persónulegri reynslu og minnum úr íslenskri goðafræði. Opið alla daga nema mánud.kl. 14-18. Ólafur Lárusson og Hannes Lárusson opna sýningu á teikningum og útskurði í tró í sýn- ingarsalnum í kjallara Norræna hússlns á laugardag kl. 14. Opið kl. 14-19 alla daga til 17. maí. World Press Photo nefnist al- þjóðleg sýning fróttaljósmyndara, sem opnuð var í Llstasafnl ASÍ við Grensásveg í gær. Til sýning- arinnar er valið af dómnefnd, en alls bárust að þessu sinni 6765 myndir eftir 969 f róttaljósmynd- ara. Einn íslendingur, Ragnar Ax- elsson á mynd á sýningunni. Á sýningunni eru nokkrar verð- launamyndir. Sýning þessi var fyrst opnuð í Amsterdam 16. apríl s.l., en hún verður opin í Lista- safni ASl til 17.maí, 16-20 virka daga og 14-22 um helgar. Guðrún Sigurðardóttir Urup listmálari opnar sýningu á klippi- myndum, silkiþrykki og gvass- myndum í Gallerí Gangskör i dag kl. 14. Guðrún nam myndlist í MHl undir handleiðslu Kurt Zier og Þorvaldar Skúlasonar og við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn. Hún hefur einnig dvalist í Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi og Mexíkó, en er búsett í Danmörku, þar sem hún hefur oft tekið þátt í sýningum, en þettaerfyrstasýn- ing hennar hérlendis. Opið 12-18 virka daga en 14-18 um helgar til 15. maí. Sigurður Örn Brynjólfsson sýnir nú í Gallerí Borg við Austur- völl 40 myndir unnar í olíu- og þur- rpastel, sem allar voru unnar í Ungverjalandi í september s.l. Opið 10-18 virka daga nema mánud.kl. 12-18og 14-18um helgar. Haukur Dór Sturluson sýnir i austursal Kjarvalsstaða akríl- myndir unnar á striga og pappír. Sýningin er opin 14-22 til 10. maí. Ragna Ingimundardóttlr sýnir keramík í anddyri Kjarvalsstaða. Qpið 14-22 til 10. maí. Listmálarafélagið sýnir verk eftir þá Braga Ásgeirsson, Elías B. Halldórsson, EinarG. Baldvins- son, Einar Þorláksson, Gunnlaug S. Gíslason, Hafstein Austmann, Jóhannes Geir, Jóhannes Jó- hannesson, Pétur Má og Valtý Pétursson í Vestursal Kjarvals- staða. Auk þess eru nokkrar myndir eftir Snorra Arinþjarnar á sýningunni. Opið 14-22 til 10.maí. Gun-Britt Lawuren, sænsk myndlistarkona, sýnir vatnslita- myndiráausturgangi Kjarvals- staða. Opið 14-22 til 10.maí. Nokkrlr félagsmenn starfs- mannafélaga samvinnufyrirtækj- anna í Reykjavík og Nemenda- samband Samvinnuskólans gangast fyrir myndlistarsyningu í félagsheimilinu Hamragörðum, Hávallagötu 24. Alls eru 80 verk eftir 37 félagsmenn á sýningunni, olíumyndir, vatnslitamyndir, grafík, akrílmyndir, teikningar og útskorin bein. Sýningin eropnuö í dag kl. 14 og verður opið virka daga 16-20 en 14-22 um helgar til 10.maí. Reynir Slgurðsson hefur opnað málverkasýningu í húsi Samtak- anna 78, Lindargötu 49, og stendur hún til 29. maí. Opið fimmtud., föstud., laugard. og sunnud.kl. 17-23. Norski grafíklistamaðurinn Karl Erik Harr sýnir myndskreytingar við verk Knut Hamsun í anddyri Norræna hússins. Á sýningunni eru teikningar, skissur og steinprent, en Harr er sá lista- maður sem myndskreytt hefur flest verka Hamsun. Verkin eru unnin út f rá skáldsögunum Gróðurjarðar, Pan, Benóníog Rósaog æskuverkinu Björger, sem Hamsun skrifaði um tvítugt. Þá eru einnig myndskreytingar við eina Ijóðasafn Hamsun sem ber heitið Det vilde kor. Karl Erik Harr er fæddur 1940 í Troms í Norður-Noregi. SJÁ nefnist sýning þeirra Aðal- steins Svans Slgfússonar og Hlyns Helgasonar í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b. Þeir Aðal- steinn og Hlynur útskrifuðust frá MHl 1986. Opið 16-20 en 14-20 um helgar til 3. maí. Ragna Róbertsdóttir sýnir skúlptúra í sýningarsalnum „Gangurinn" að Rekagranda 8 f Reykjavík. „Genlo lnfantil“ nefnist sýning sem Halldór C tileinkar lífslista- mönnunum Andy Warhol og Gísla á Uppsölum, og nú stendur yfir á Gerðubergi. Opið alla daga 9-21. Gestur Guðmundsson sýnir málverk og teikningar í sýningar- salnum Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Opið 14-22. Félagsmenn Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, sem hafa lagt stund á myndlist í frí- stundum undir handleiðslu Bene- dikts Gunnarssonar f rá 1984 opn- ar sýningu á verkum sínum í húsakynnum V.R. í Húsi versl- unarinnar á 9. hæð í dag. Sýn- ingin er haldin í tilefni dagsins, 1. maí, og eru allir hvattir til að mæta. Sigrún Jónsdóttir sýnir um þessar mundirglermyndir, batík- myndir og hökla í félagsheimilinu Festi í Grlndavík. Oþið kl. 16-22 framásunnudag. Tage Asen, sænskur grafíklista- maður sýnir um þessar mundir grafík í veitingahúsinu Krákunni við Laugaveg. Arkitektafélag islands sýnir frumteikningar eftir Guðjón Samúelsson arkitekt í Ásmund- arsalvið Freyjugötu.Opiðkl. 14- 21 til3. maí. Birgir Schlöth sýnir myndir sínar um þessar mundir í Mokka-kaffi viðSkólavörðustíg. Listasaf n Einars Jónssonar er opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga 11-17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjud. pg fimmtudaga kl. 13.30-16. Þjóðminjasafn fslands eropið laugardaga, sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30- 1j6. Árbæjarsaf n er opið eftir samkomulagi, tímapöntun í síma 84412. I Gallerí Langbrók við Bókhlöðu- sííg sýnir textíl, fatnað og listmuni W. 12-18virkadagaog11-14á láugardögum. Gallerí Grjót við Skólavörðustíg sýnir höggmyndir úr leir, gleri og járni eftir Stelnunni Þórarlns- dóttur og grafíkmyndir eftir Ragnhelði Jónsdóttur. Opið 12- 1|8 virkadaga. Gallerí fslensk list, Vesturgötu 17, sýnirverkeftirfélagaí Listmálarafélagi fslands. TÓNLIST Kór Tónlistarskólans í Reykja- vík heldur tónleika í Háteigs- kirkju sunnudaginn 3. maí kl. 17.00. Flutt verður Missa brevis KV. 194eftirWolfgang Amadeus Mozartfyrirfjóra einsöngvara, kórog strengjasveit. Stjórnandi verður Marteinn H. Friðriksson, einnig syngja og stjórna nemend- ur úr Tónmenntakennaradeild skólans. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Guðrún Skarphéðinsdóttir blokkflautuleikari heldur burtfar- arprófstónleika frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík í húsnæði skólans að Laugavegi 178 á þriðjudag kl. 20.30. Flytjendur með Guðrúnu eru Anna Magnúsdóttir, sembal, Helga Jónsdóttir, blokkflauta, Kristín Stefánsdóttir, blokkflauta, Linda Hreggviðsdóttir, blokk- flauta, SverrirGuðmundsson, óbó og Stefán Örn Arnarson, selló. Aðgangur er ókeyþis og öllum heimill. Heltl potturinn, -jazzklúbburinn í Duus húsi við Fischersund: GEYT-tríóið leikur á sunnudag frá kl. 22. Meðlimir eru Gunn- IþugurBriem, Eyþór Gunnarsson óg Tómas Einarsson. Stefán S. Stefánsson saxófónleikari leikur með. Slgrún Hjálmtýsdóttlr sópran- sjöngkona og Anna Guöný Guð- mundsdóttir píanóleikari halda tónleika í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, laugar- dag,kl. 14.30.Áefnisskráeru lög ejftir Richard Strauss, Hugo Wolf, Benjamin Britten, Pergolesi og Gluck. Þetta verða síðustu tón- leikar Sigrúnar hér á landi að sjnni, því hún er nú á förum til langdvalar á Italíu. Aðgangseyrir að tónleikunum er 300 kr. Leyniþjónustan, nýstofnuð hljómsveit Ragnhildar Gísladótt- ur, Jakobs Magnússonar og Jóns Kjell mun halda popptónleika á Inghóll á Selfossi í kvöld. Gesta- leikarar með hljómsveitinni að þessu sinni verða þeir Gunn- laugur Briem úr Mezzoforte og Stefán Hilmarsson Sniglasöng- yari. Tónmenntaskóli Reykjavíkur heldur tónleika f fslensku óper- unnl á laugardag kl. 14. Fram koma yngri nemendur skólans með einleiks- og samspilsatriði á ýmis hljóðfæri. Auk þess verða hópatriði úrforskóladeild. Að- gangur ókeypis og öllum heimill. Tónllstarskóllnn í Reykjavik heldur 8. stigs söngtónleika í sal skólans að Sklpholtl 33 á laugar- dag kl. 14 og á mánudag kl. 20.30. Á laugardag syngja þær frls Erlingsdóttir sópran og Guðný Árnadóttlr mezzósópr- an, en á mánudag syngja þær Elín Sigmarsdóttir mezzósópr- an og Marta G. Halldórsdóttir sópran. Tónleikamir eru hluti af 8. stigs söngprófi og eröllum heimill aðigangur. LEIKLIST Þjóðleikhúslð sýnir „Uppreisn á fsatirði" eftir Ragnar Arnalds í kvöld kl. 20, aöeins 2 sýningar eftir. Barnaleikritið Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Eg- ilsdóttur verður sýnt á laugardag og sunnudag kl. 15. Gamanleik- urinn Hallærlstenór verður sýndurá laugardag kl. 20. Síð- asta sýning á Aurasállnni eftir Moliere verður á sunnudag kl. 20. Leikfélagið sýnir gamanleikinn Óánægjukórlnn eftir Alan Ayck- bourn í kvöld og á þriðjud. kl. 20.30. DagurvonareftirBirgi Sigurðsson verður sýnt á laugar- dag kl.20. Landmínsföðureftir Kjartan Ragnarsson verður sýnt á sunnudag kl. 20.30, aðeins 2 sýn- ingareftir. Leikskemma L.R. við Meistara- velli sýnir Djöflaeyjuna, leikgerð Kjartans Ragnarssonar á skáld- sögum Einars Kárasonar á laug- ardag kl. 20. Borðpantanir í veitingahúsinu í síma 14640. fslenska óperan sýnir óperuna Aídu eftir Giuseppe Verdi á laug- ardag kl. 20. Fáar sýningar eftir. Nemendalelkhúsið sýnir finnska leikritið Rúnarog Kyllikkl eftir Jussi Kylatasku á laugardag, mánudag og þriðjudag kl.20. At- hugiö að sýningin er ekki fyrir börn Alþýðuleikhúsið sýnir „Eru tí- grisdýr í Kongo?“ eftir Johan Bergum og Bengt Ahlfors í veitingahúsinu Kvosinni í hádeg- inu á laugardag. Sýningin hefst kl. 13, stundvíslega. Matur, drykkur og leiksýning kosta 750 kr. Næstu sýningar verða nk. fimmtudag, föstudag og laugardag. Lltli Leikklúbburinn á ísafirði sýnir einþáttungana „Hinn einl sannl Seppl“ eftirTom Stoppard og „Svart og silfrað“ eftir Micha- el Frayn í sýningarsalnum „Hjá- lelgunni", sem er til húsa í Fé- lagsheimili Kópavogs (gengið inn bakdyramegin) í kvöld kl. 21 og á morgun, laugardag, kl. 16ogkl. 21. Þetta eru gamanleikir eftir þekkta gamanleikjahöfunda, en þýðandi þeirra og leikstjóri er Guðjón Olafsson enskukennari við Menntaskólann á ísafirði. Mið- apantanir í síma 41985. Lelkfélag Akureyrar sýnir söng- leikinn Kabarett eftir Joe Maste- roff, Fred Ebb og John Cander í kvöld og á laugardag kl. 20.30. Lelkfélag Menntaskólans á Ak- ureyri sýnir ærslaleikinn Bubbi kóngur eftir Alfred Jarry á sunnu- dag og þriðjudag kl. 20.30 í Sam- komuhúsinu á Akureyri. Leik- stjóri er Einar Jón Briem, en tón- list er eftir Atla Heimi Sveinsson. Alls taka 20 leikarar þátt í sýning- unni. HITT OG ÞETTA Lífeyrisþegadeild SFR heldur aðalfund sinn á morgun kl. 14. Karl Guðmundsson leikari kemur áfundinn. Félag harmónikuunnenda heldur síðasta skemmtikvöld vetrarins i Templarahöllinni á sunnudag kl. 15-18. Stórhljómsveit FHU leikur. Söngur, glens og dans undir stjórn röggsamra kvenna. Allir velkomnir. Þjóðlagatónllst og töf rabrögð verða á dagskrá á skemmtun sem MÍR, Menningartengsl Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna, gangast fyrir í Hlégarði í Mos- fellssveit í kvöld kl. 21. Á skemmtuninni komafram fimm þekktir sovéskir listamenn, þjóð- lagatríóið „Bylina", söngkonan Galina Borisova og einn frægasti sjónhverfingamaður Sovétríkj- anna, Arútjan Akopjan. Dagskrá- in verður endurlekin á laugardag kl. 16 á Hótel Selfossl og í fs- lensku óperunnl á sunnudag kl. 15. Einniq verður listafólkið á ferðakynningu Mlr i Þjóðlelkhús- kjallaranum á mánudagskvöldið kl. 20.30. Hana nú. Vikuleg laugar- dagsganga Frístundahópsins HananúíKópavogiverðurá ' laugardag kl. 10 frá Digranesvegi 12. Nú er fegursti tími sumarsins, trén að laufgast, blómin að lifna. Við röltum um bæinn, allir vel- komnir. Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík verður með hlutaveltu og veislukaffi í Drang- ey, Síðumúla 35 í dag. Ágóði mrennurtil líknar- og menningar- mála í Skagafirði. Llonsklúbburinn Ásbjörn, Hafnarfirði, efnirtil Stórhlutaveltu að Kaplahrauni 2-4 ofan Kaplakr- ika í Hafnarfirði á sunnudag. Á hlutaveltunni verða 8-10 þúsund munir og engin núll. Fjöldi glæsi- legra vinninga, allur ágóði til líknarmála. Ferðafélag íslands: dagsferðir í dag, 1. maíkl. 10.30:gönguferðá Hengil, gengið frá Sleggjubeins- skarði. Verð 500 kr. KI.13: Húsmúli-lnnstidalur, gengið frá Kolviðarhóli, verð 500 kr. Sunnu- daginn3.maí: kl. 10.30: Þorlákshöfn-Selvogur, gengið frá Þorlákshöfn Verð 600 kr. Kl. 13: Krýsuvík-Herdísarvtk, gengiðfrá Krýsuvík. Verð 600 kr. Brottfarir frá Umferðarmiðstöðinni austan- megin. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Föstudagur 1. maí 1987' ÞJÖÐVIUINN - SlÐA Í3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.