Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 10
Guðrún Sigurðardóttir Urup á sýningu sinni í Gallerí Gangskör. MENNING Guðrún Sigurðardéttir Urup sýnir í Gallerí Gangskör Guðrún Sigurðardóttir Urup opnar í dag kl. 14 sýningu á klippimyndum, gvassmyndum og silkiþrykkmyndum í Gallerí GangsköríTorfunni við Amtmannsstíg. Guðrún hefur verið búsett í Danmörku allt frá því að hún hélt til Kaupmanna- hafnar til náms við Listaakademí- una þar árið 1945, og er þetta fyrsta sýning hennar hér á landi frá því að hún fór utan. Áður hafði hún numið myndlist við Myndlista- og handíða- skólann undir handleiðslu þeirra Kurt Zier og Þorvaldar Skúla- sonar, en aðalkennari hennar í Kaupmannahöfn var Kærsten Iversen. Guðrún er gift dönskum listamanni, Jens Urup, og saman hafa þau unnið glerglugga fyrir Sauðárkrókskirkju, sem senn verða settir þar upp. Guðrún á ættir að rekja til Sauðárkróks, því hún er systir listmálaranna Sig- urðar og Hrólfs Sigurðssona. Sýningin í Gallerí Gangskör verður opin kl. 12-18 virka daga en 14-18 um helgar fram til 15. maí. okkar traustu vidskiptavinum og bjóðum nýja velkomna. EFLUM STUDNING VID ALDRADA. . MIÐiA MANN FYRIR HVERN ALDRAÐAN. Eins og alkunna er, hafa sjómannadagssamtökin unnið stórátak í hagsmunamálum aldraðra, með byggingu Hrafnistu í Reyfgavík og Hrafhistu í Hafnarfirði, þar sem tugir og hundruðir aldraðra undanfarin þrjátíu ár hafa átt öruggt skjól á sínu ævikvöldi á vistdeildum, fyúkrunardeildum, sjúkradeildum og þjónagörðum. Samt sem áður, þótt miklu hafi verið komið í verk, ekki bara af okkar samtökum, heldur ótal mörgum fleiri aðilum, eru málefni aldraðra sífellt meira kníjjandi, m.a. sökumhækkandimeðalaldurs þjóðarinnar. Pví er höfuðmarkmið Sjómannadagsráðs, hér eftir sem hingað til, að gera allt sem það megnar til a< ' ... Lllja Þórlsdóttlr og Kjartan Bergmundsson í hlutverkum Theodóru og Skúla Thoroddsen. Uppreisn á Isafirði Næst síðasta sýning í dag Nú eru síðustu forvöð að sjá leikrit Ragnars Arnalds, Upp- reisn á ísafirði, í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Næst síðasta sýning verður í dag á baráttudegi verkalýðsins, en sú síðasta verð- ur laugardaginn 9. maí. Alls verða 36 sýningar á verkinu, sem er mun meira en ráðgert hafði verið í upphafi, enda hefur leikrit þetta notið mikilla vinsælda á meðal leikhúsgesta. í leikrituinu koma fram á fimmta tug leikara, sem bregða sér í gervi sögufrægra og uppdikt- aðra persóna, en leikurinn fjallar sem kunnugt er um Skúlamálin svokölluðu, þegar Skúli Thor- oddsen (var sviptur sýslu- mannsembætti á ísafirði fyrir til- stilli Magnúsar Stephensen landshöfðingja, Lárusar H. Bjarnasonar og fleiri aðila. Með- al kunnra persóna sem koma við sögu má nefna konunga og keisara Evrópu, skáldið Grím Thomsen, Theodóru Thorodd- sen, Nelleman dómsmálaráð- herra, Sigga skurð o.fl. Helstu hlutverk eru í höndum þeirra Róberts Arnfinnssonar, Randvers Þorlákssonar, Kjart- ans Bjargmundssonar, Lilju Þór- isdóttur, Lilju Guðrúnar Þor- valdsdottur, Rúriks Haralds- sonar, Arnars Jónssonar og Erl- ings Gíslasonar. Leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jó- hannsson og tónlistin eftir Hjálmar H. Ragnars. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.