Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 2
FPETTIR
^SPURNINGIN—
Ætlar þú í 1.
göngu?
maí kröfu-
Björn Arnar
skrifstofumaður.
Nei, ég geri ekki ráð fyrir því. Ég
man ekki til þess að hafa farið í
kröfugöngu.
Jón Dal Þórarinsson
eftirlaunamaður.
Það getur vel verið, ég hef nú
yfirleitt ekki farið en það getur vel
verið að ég geri það núna.
Steinunn Sigurðardóttir
húsmóðir.
Þaö hugsa ég ekki, þó fer það
eftir veðri.
Oddur Steinar Birgisson
húsasmiður
Það getur meir en vel verið.
Þórdís Björnsdóttir
verslunarmaður
Nei ég ætla ekki, ég hef aldrei
farið í svona kröfugöngur.
Kosningarnar
Eggert og Ami
í útstrikunarstríði
Mikið um breytingar á D-lista á Suðurlandi. Fimm prósent G-seðla
breyttí Reykjavík. Jón Kristjánsson og Vilhjálmur Egilsson
allnokkuð útstrikaðir. Kjörstjórnarmenn feimnir við breyttu seðlana
Sjálfstæðiskjósendur á Suður-
landi virðast hafa verið
grimmir við að breyta atkvæða-
seðlum sínum í kosningunum á
laugardag. Listinn fékk 643
breytt atkvæði, þar sem fram-
bjóðendur hafa verið strikaðir út
eða færðir til, og er það um 16
prósent af atkvæðamagni listans.
Ekki liggur enn fyrir hvernig
þetta hefur bitnað á frambjóð-
endum, en gera má ráð fyrir að
hér séu helst á ferðinni stuðnings-
menn Arna Johnsen að strika
Eggert Haukdal úr öðru sætinu.
Formaður kjörstjórnar í
Reykjavík, Jón G. Tómasson,
vildi aðeins gefa upp breytt at-
kvæði lista, og ekki hvernig ein-
stakir frambjóðendur hefðu orð-
ið úti. Raunar virðast kjörstjórn-
ir sumar feimnar við að gefa upp
þennan þátt kosningaúrslita, en
breytingar koma að lokum fram
þegar landskjörstjórn gefur út
kjörbréf aðal- og varamanna eftir
rúma viku. G-listinn og B-
listinn í Reykjavík fengu allmörg
breytt atkvæði, báðir kringum 5
prósent af sínu atkvæðamagni, og
telja kunnugir að hér sé helst um
að ræða Ásmund Stefánsson á G-
lista og Guðmund G. Þórarinsson
á B-Iista.
í Reykjavík fékk D-listinn
flesta breytta seðla, 535, sem er
um 3 prósent af atkvæðamagni
listans, og mun Friðrik Sophus-
son í efsta sætinu einkum hafa
orðið fyrir barðinu á breytinga-
mönnum. G-listinn fékk 437
breytta seðla, 5,3% af atkvæða-
magni sínu. Breytt B-lista at-
kvæði voru 267 (4,7%), A-
atkvæði 217 (rúm 2 prósent). 92
kjósendur S-lista breyttu seðlum
og 53 kjósendur V-lista. í heild
munu breyttir seðlar heldur færri
en j meðalári.
Á Austurlandi voru það helst
kjósendur B-listans sem breyttu
atkvæðum sínum, og virðist Jón
Kristjánsson hafa verið strikaður
út á tæplega 60 seðlum en Halldór
Ásgrímsson aðeins einu sinni.
Sverrir Hermannsson fær 33 at-
kvæðum minna en D-listinn í
heild, Egill Jónsson 7 atkvæðum
minna. Hjörleifur Guttormsson
fær 6 atkvæðum minna en G-
listinn, Unnur Sólrún Bragadótt-
ir 5 atkvæðum minna, og enn
óverulegri breytingar voru gerð-
ar á öðrum listum.
Á Norðurlandi vestra var lítið
um útstrikanir, nema hjá Sjálf-
stæðisflokki þar sem Vilhjálmur
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. maí 1987
Egilsson fær 40 atkvæðum minna
en listinn í heild, Pálmi Jónsson
aðeins 4 atkvæðum minna. Páll
Pétursson fær 24 atkvæðum
minna en B-listinn, Stefán Guð-
mundsson 20 atkvæðum minna.
Ragnar Arnalds fær aðeins 2 at-
kvæðum minna en listinn.
Á Reykjanesi voru ekki gefnar
upp ureyungar nja ____________
frambjóðendum. Þar hafði 460
D-seðlum verið breytt, 78 hjá A-
lista, 75 hjá B-lista, 46 hjá G-
lista, 22 hjá S-lista, 8 hjá V-lista.
Þetta teljast ekki miklar
breytingar á Reykjanesi, jafnvel
ekki hjá Sjálfstæðisflokknum.
Á Suðurlandi voru breytingar
Á B-lista urðu 178 breytingar, á
A-lista 15, Á S-lista 14, á G-lista
8, á V-lista 2, á M-lista 1.
í öðrum kjördæmum en hér
eru nefnd voru upplýsingar ekki á
reiðum höndum eða formenn
kjörstjórna illínáanlegir.
Hluti hópsins sem fer til Brighton á listahátíð: Gerla, Árni, Margrét og Viðar.
EGG-leikhúsið
Boðið á listahátíð í Englandi
Eina norrœna leikhúsið sem boðið er á hátíðina
Dagana 1.-24. mai verður hald-
in Listahátíð í Brighton á
Englandi og hefur EGG-
leikhúsinu verið boðið þangað,
einu norrænna leikhúsa, með
tvær sýningar sínar, Ekki ég-
...heldur... eftir Viðar Eggerts-
son og Skjaldbakan kemst þang-
að líka eftir Árna Ibsen. Er EGG-
leikhúsið styrkt af Flugleiðum og
menntamálaráðuneytinu til far-
Þetta er 21. Listahátíðin í Brig-
hton og er þema hátíðarinnar
norræn list. Hefur ýmsum þekkt-
um listamönnum frá Norður-
löndunum verið boðið á hátíðina
og má þar nefna m.a.
Drottningholm-óperuna frá Sví-
þjóð, finnska ballettdansarann
Jorma Uotinen og Simfóníu-
hljómsveit finnska útvarpsins.
Yfirlitssýning verður á verkum
norska listmálarans Frans Wider-
berg og norskur „gjörningahóp-
ur“ Passage Nord kemur á hátíð-
ina. Auk þess koma þekktir lista-
menn víðs vegar að úr heiminum
og verður boðið upp á tónlist,
myndlist, kvikmyndir, bók-
menntir og leiklist.
Listahátíðin í Brighton er sú
stærsta á Englandi og forseti hát-
íðarinnar er Sir Richard Atten-
borough en hann er forseti Kon-
unglegu leiklistarakademíunnar
og þekktur kvikmyndaleikstjóri.
I leikför EGG-leikhússins
verða Arni Ibsen höfundur,
leikari og leikstjóri, Gerla
leikmynda- og búningahönnu-
ður, Arni Baldvinsson ljósa-
hönnuður, Margrét Guttorms-
dóttir tæknimaður og Viðar Egg-
ertsson leikari og driffjöður
EGG-leikhússins.
-ing