Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 16
Fj Atvinnumiðlun fatlaðra Hafnarfjarðarbær auglýsir stöðu við atvinnuleit og vinnumiðlun fyrir fatlaða. Um er að ræða starf fyrri hluta dags. Starfssvið er auk beinnar milligöngu um ráðningu öryrkja á almennan vinnumarkað, m.a. það að gera grein fyrir og miðla þeim úrræðum öðrum sem til þurfa að koma í atvinnumálum þessa hóps. Leitað er að manni með félagslega menntun og/ eða reynslu. Einnig er þekking á atvinnulífinu mikilvægur þáttur. Umsóknarfrestur framlengist til 8. maí n.k. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist til Félagsmálastjóra Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, Hafnarfirði, sem jafnframt veitir nánari upplýsing- ar um starfið. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði ^ ^ Útboð - gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð Ásbrautar í Hafnarfirði, samtals um 8500 m2 í malargötu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings Strandgötu 6, frá og með þriðju- deginum 5. maí n.k., gegn 5000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 12. maí kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Þroskaþjálfar - kennarar -fóstrur og uppeldis- fræðingar Staða forstöðumanns á sambýli, Stekkjartröð 1, Egilsstöðum, erlaustil umsóknarfrá 1. ágúst n.k. Æskilegast væri að viðkomandi væri með ofang- reinda menntun en önnur fagmenntun á þessu sviði kemurtil greina. Laun skv. kjarasamningum BSRB og ríkisins. Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. Nánari upplýsingar gefur Sigríður í síma 97-1833 eða Agnes í síma 97-1877 Auglýsið í Þjóðviljanum £§RARIK Hk. ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa stöðu forstöðu- manns fjármálasviðs fyrirtækisins lausa til um- sóknar. Hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun er tilskilin. Starfið veitist frá 1. júlí 1987. Umsóknir sendist rafmagnsveitustjóra ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir20. maí 1987 Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík ERLENDAR FRÉTTIR Þorri Israelsmanna vill kaupa frið og gjalda fyrir með herteknu landi. Israelskir vígamenn gráir fyrir járnum á varðberai á Golanhæðum. 3 ísrael Stjóm á fallanda fæti Deilur Líkúdbandalags og Verkamannaflokks umfriðarráðstefnu virðastœtla að ríða samsteypustjórninni aðfullu. Meirihluti ísraels- manna er hlynntur þátttöku í friðarfundi ■ ■ Ondverð viðhorf Shamirs for- sætisráðherra og leiðtoga Líkúdbandalagsins og Peresar utanríkisráðherra og formanns Verkamannaflokksins um það hvort ísraelsmenn eigi að taka þátt í hugsanlegri ráðstefnu um friðarmál í Miðausturlöndum virðast ætla að sprengja ríkis- stjórnina í Jerúsalem. Ummæli þeirra tveggja bera nú æ meiri keim af kosningaáróðri þar sem Peres segir það algerlega lífsnauðsynlegt fyrir landsmenn að tryggja varanlegan frið með samningum, jafnvel þótt þeir þyrftu að gjalda fyrir þann frið með því að afsala sér hluta af her- teknu landi. Þessu er Shamir öldungis ó- sammála og telja hann og hans flokksmenn það algert feigðar- flan að láta af hendi svo mikið sem þumlung lands. „Peres er að teyma okkur inn í blindgötu. Hver ætli viðbrögðin verði þegar eldflaugum tekur að rigna yfir þorp í nágrenni Tel Aviv,“ sagði sá hinn frægi að endemum Ariel Sharon um boll- aleggingar formanns Verka- mannaflokksins. Samsteypustjórn Líkúdbanda- lags, Verkamannaflokks og fá- einna þjóðernis- og trúarflokka hefur nú setið við völd í ísrael í þrjátíumánuði. Hún hefur fengið ýmsu áorkað, kallað heim þorra dáta sinna frá Líbanon og dregið úr óðaverðbólgu svo dæmi séu nefnd. En fyrir skömmu sótti Peres utanríkisráðherra Egypta heim og urðu þeir Mubarak forseti á eitt sáttir um að reyna að efna til friðarráðstefnunnar sem nú virð- ist ætla að greiða ísraelsstjórn náðarhöggið. Deilur hafa magnast jafnt og þétt á stjórnarheimilinu og í fyrradag lýstu ráðherrar Verka- mannaflokksins því yfir að þeir hygðust leggja málið fyrir ríkis- stjórnarfund við fyrsta tækifæri og knýja fram atkvæðagreiðslu um það. Slík málsmeðferð myndi óhjá- kvæmilega hafa stjórnarslit í för með sér og þá yrði að efna til kosninga innan skamms, ári fyrr en lög gera ráð fyrir. Peres þykist hafa ýms tromp á hendi komi til kosninga. Hann bendir á að Bandaríkjamenn, Egyptar og Jórdanir styðji allir Shimon Peres formaður Verkamannaflokksins, til vinstri, og Yitzaak Rabin næstráðandi hans stinga saman nefjum um friðarmál og fleira. Shamir forsætisráðherra og Llkúdfor- ingi þungur á brún því málflutningur hans á ekki uppá pallborðið hjá al- menningi. frumkvæði sitt og að eftir að hinir síðarnefndu rufu samband sitt við PLO gefist nú einstakt tækifæri til að ná samkomulagi án þess að of mikið tillit þurfi að taka til sjón- armiða Palestínumanna. Það er honum einnig til fram- dráttar að sjálfur Reagan forseti Bandaríkjanna skuli hafa ritað Shamir bréf nýlega þar sem hann hvatti forsætisráðherrann til að láta sér ekki þetta sögulega tæki- færi úr greipum ganga og lagði að honum að reyna að semja um frið í heimshlutanum. Skoðanakannanir benda til að meirihluti ísraelsmanna fylgi Peres að friðarmálum en óvíst er hvort það myndi nýtast honum í kosningum þar sem mörg önnur mál yrðu ofarlega á baugi auk þess sem landsmenn eru þekktir fyrir annað en að trúmennsku við flokka og sjónarmið. Einsog sakir standa fylgja fjörutíu og einn af hundraði Verkamannaflokknum að mál- um en aðeins tuttugu og fjögur prósent hallast að Líkúdbanda- •. laginu. Að auki er það mál manna að Peres muni eiga hægar en Líkúdmenn með að fá ýmsa smáflokka til liðs við sig. Hvað snertir friðarráðstefnuna sjálfa eru nú tæp fjörutíu og sjö prósent ísraelsmanna áfram um að hún líti dagsins ljós með þátt- töku einhverra fulltrúa Palestínu- manna annarra en PLOliða. Nítj- án af hundraði eru hlynntir fundi en vilja ekki sjá neina Palestínu- menn en aðeins tuttugu og níu hundraðshlutar fallast á rök þeirra Líkúdmanna um að líf og limir séu í hættu verði af þátttöku ísraelsmanna á slíkri stefnu. En vindáttin kynni að breytast mjög í ísraelskum stjórnmálum áður en gengið verður að kjör- borði því blikur eru á lofti og hnita hringi yfir höfði Peresar. Nú er í gangi opinber rannsókn í ísrael á þætti þarlendra í njósna- hneyksli sem upp kom í Banda- ríkjunum eigi alls fyrir löngu þeg- ar bandarískur flotafræðingur, Jonathan Poliard að nafni, var staðinn að verki við njósnir fyrir ísraelsmenn. Upplýsingar sem lekið hafa út um gang rannsóknarinnar benda til að Peres gæti átt erfiða tíma fyrir höndum við að verja hlut- deild sinna manna í málinu. Rætnar tungur hafa látið að því liggja að sú ofuráhersla sem hann leggur á friðarmálin sé umfram allt sprottin af löngun hans til að draga athygli almennings frá njósnamálinu. . 16 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. maí 1987 Aðalheimild: REUTER

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.