Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Georges Deby, prófessor við College de France og einn af kunnustu mið- aldafræðingum samtímans hólt tvo fyrirlestra við Háskólann í vikunni. Blaðamaður Þjóðviljans brá sér á annan fyrirlesturinn og hafði eftirfar- andi samantekt upp úr krafsinu. ivoire uame oomKirKjan i raris, Dyggð a árunum 1165-1250. Dómkirkjan, borgin og konungsvaldið Leikmannsþankar eftir fyrirlestur prófessors Georges Deby í Háskóla (slands Hvað skyldi frönskum bónda, sem gekk inn í Notre Dame kirkjuna í París í fyrsta skipti fyrir um það bil 700 árum síð- an hafa þótt um þá miklu byggingu? Eða hvernig skyldi íslenskum pílagrímum sem voru á leið til Rómar á þessum tíma hafa verið innanbrjósts þegar þeir gengu inn í slíkan helgidóm á píslargöngu sinni? Það voru spurningar á borð við þessar, sem leituðu á huga minn þegar ég sá þetta mannvirki í fyrsta skipti fyrir rúmum 20 árum síðan. Og það voru spurningar á borð við þessar, sem franski sagn- fræðingurinn Georges Deby velti fyrir sér í fyrirlestri sem hann hélt í Háskólanum í gær, og gerði okkur, sem á hlýdd- um, margsvísari. Pótt ýmislegt hafi efalaust farið forgörðum vegna tungumála- örðuleika og vegna tilfinnanlegs skorts á myndrænni framsetn- ingu, þá gat leikmaður ýmislegt lært af þessum fyrirlestri. Til dæmis það, að fátt er mikilvægara en einmitt að setja sig inn í þann tíma þegar þessar kirkjur voru reistar, ef við ætlum okkur að skilja merkingu þeirra. Og jafn- framt að byggingarlistin verður okkur óskiljanleg nema við setj- um hana í samhengi við þær efna- hagslegu, pólitísku og hug- myndafræðilegu forsendur sem hún er sprottin úr. Og það sama gildir væntanlega um miðalda- bókmenntirnar, sem við erum reyndar vanari að velta fyrir okk- ur hér á íslandi, þar sem blóðið og kálfskinnið kom í staðinn fyrir þann stein og gler, sem kirkju- smiðir Frakklands höfðu á milli handanna á meðan Snorri var að skrifa sína Eddu og Heimskring- lu. Gotneski stíllinn Gotneski byggingarstfllinn, sem einkennir hinar stórbrotnu dómkirkjur Mið-Evrópu, átti upptök sín í norðanverðu Frakk- landi á 12. öld. f>að var á þeim tíma þegar konungsveldi og ríkis- vald var að styrkjast á kostnað furstadæma og smáríkja. Georg- es Deby sagði að tímaskeið dóm- kirknanna hafi hafist í kringum 1130, og að það hafi komið í kjölfar nýs trúarlegs skilnings: fyrir þann tíma hafi kristindóm- urinn einkennst af trú á galdra- mátt ýmissra helgra muna (t.d. flísa úr krossi Krists eða kjúku- beina Jóhannesar skírara), en um þetta leyti hafi menn farið að velta fyrir sér ýmsum yfirskilvit- legum leyndardómum trúarinnar eins og þeim, að Guð hafi íklæðst mannlegu holdi og að hann hafi jafnframt verið ímynd ljóssins. En Deby leiddi okkur reyndar lengra aftur í söguna, til 2. aldar f. Kr. þegar Rómverjar byggðu sína, fyrstu borg norðan Alpa- fjalla: Áix en Provance. Róm- verjar byggðu sínar borgir eftir ákveðnu skipulagi sem byggðist í grundvallaratriðum á ferningi með krossgötum, sem skiptu henni í fjórðunga eða kvarter. Rómverska basilíkan eða dóms- húsið, sem síðar varð fyrirmynd kristinna kirkjubygginga, var jafnan í hjarta borgarinnar, þar sem krossgöturnar mætast. Gotneska dómkirkjan í Aix er byggð á rústum rómverskrar basilíku, þar sem var uppspretta hins borgaralega valds. Dóm- kirkjan er ein af meginarfleifðum rómverska keisaradæmisins til miðaldanna og okkar dags, sagði Deby. Andlegt og veraldlegt vald Orðið cathedral (dómkirkja) er dregið af orðinu cathedra, sem þýðir hásæti biskupsins, og slíkar kirkjur eru því jafnframt bisk- upssetur. Á 12. öld gerðist það í Frakklandi, að saman fór aukin miðstýring (konungsvald) og aukin verkaskipting sem jafn- framt leiddi til auðsöfnunar og peningastreymis. Á meðan ver- aldlegir höfðingjar á Ítalíu lögðu fjármagn sitt á þessum tíma í aukin veraldleg umsvif, þá lögðu konungar Frakklands auð sinn og metnað í byggingu dómkirkna, og það voru biskuparnir sem fengu það hlutverk í umboði kon- ungs að ráðstafa miklu af þeim uppsafnaða auði sem hann hafði hirt af þegnunum til þess að reisa dómkirkjur drottni og konungs- valdinu til dýrðar. Dómkirkjan varð ekki bara helguð dýrð Drottins, heldur sýndi hún jafnframt dýrð og mátt konungdæmisins og ríkisvalds- ins, sem var eitt og hið sama. Hvernig sjáum við þetta? Jú, til dæmis í því ornamenti og skreytingum sem prýða þessar byggingar. Það er t.d. athyglis- vert, segir Deby, hvernig víða er iögð áhersla á konunglegan upp- runa Krists í þessum kirkjum og einnig í helgiritum frá sama tíma, þar sem áhersla er lögð á Krist sem arftaka konunganna Davíðs og Salómons. Dómkirkjan varð líking hinnar himnesku Jerúsal- em eins og henni er lýst í Opin- berunnarbókinni. Guðs ríki á jörðinni, sem jafnframt var ríki konungsins. Dæmi þessa má meðal annars sjá í dómkirkjunni í Chartres (frá 12. öld), þar sem þeir Davíð og Salómon tróna yfir innganginum. Annað tákn sem segir okkur mikið um þýðingu þessara mustera er sú áhersla sem lögð er á krýningu Maríu guðs- móður í mörgum dómkirkjum, t.d. Notre Dame, þar sem er að finna steinmynd af Maríu sitjandi með Jesúbarnið. Með henni eru tveir menn til sitt hvorrar handar, konungurinn krýpur til vinstri en biskupinn stendur henni á hægri hönd. Hér er máttur krúnunnar undirstrikaður, en jafnframt er athyglisvert að mynd þessi felur í sér að biskupinn stendur jómf- rúnni nær að tign, sem gefur yfir- burði hins andlega valds yfir hið veraldlega til kynna. Á norður- hlið kirkjunnar er hins vegar önnur steinmynd sem sýnir Mar- íu krýna Krist, þar sem hún situr honum á hægri hönd í óæðra sæti. Þetta, segir Deby, táknar jafn- framt yfirburði karlmennskunnar yfir hinu kvenlega. María er í þessari mynd ímynd móðurkir- kjunnar og Kristur ímynd kon- ungsvaldsins og þeirrar dýrðar sem það tilheyrir. Kirkjan krýnir konunginn á sama hátt og páfinn hafði á sínum tíma krýnt Karlam- agnús sem keisara hins heilaga rómverska keisaradæmis. Ríki Guðs og manna Á þessum tíma (í upphafi 13. aldar) átti konungurinn þrenns konar undirsáta, segir Deby: þá sem biðjast fyrir, þá sem berjast og þá sem vinna. Og til þess að undirstrika helgidóm konungs- valdsins, þá kölluðu konungar Frakka sjálfa sig á þessum tíma gjarnan „hinn nýja Davíð“ eða „hinn nýja Salómon". Dómkirkj- an á þessum tíma var því hvort tveggja í senn, ímynd hinnar himnesku Jerúsalem (Guðsríkis á jörðinni) og þess konungsdæmis sem gjarnan vildi líkja dýrð sinni við dýrð Drottins almáttugs. Dómkirkjan hefur því kannski verið þeim franska bónda, sem í upphati var getið, tákn og ímynd þeirrar dýrðar sem tilheyrði vax- andi ríkisvaldi, ekki síður en al- mættis Guðs, og verður þá skiljanlegra hvers vegna gotneski byggingarstfllinn náði aldrei til Rómar, þar sem veldi páfans var á þessum tíma ógnað af hinum veraldlegu valdhöfum norðar í álfunni. En það er víst önnur saga... Hafi Georges Deby þökk fyrir veittan fróðleik, og væri reyndar óskandi að sjá samskonar aðferð- um beitt f ríkara mæli til aukins skilnings á okkar íslenska menn- ingararfi frá sama tíma. _6|g Föstudagur 1. maí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.