Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 12
Tónleikar og töfrabrögð Rússneska þjóðlagatríóið „Bylina,“ söngkonan Galina Borisova og Arútjan Akopjan, einn frægasti sjónhverfingamaður Sovétríkjanna, skemmtaávegum MÍR næstu daga sem hér segir: Hlégarði föstudaginn 1. maí kl. 21. Hótel Selfossi laugardaginn 2. maí kl. 16. íslensku óperunni (Gamla bíói) sunnudaginn 3. maí kl. 15. Miðasala við innganginn í Hlégarði og á Selfossi, en miðar að skemmtuninni í íslensku óperunni verða seldir í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, kl. 13.30-18 hinn 1. maí og kl. 14-18laugardagin2. maí-ogvið innganginn í Gamla bíói. Missið ekki af sérstæðri skemmtun frábærra listamanna. MÍR HÚSEIGANDI GÖÐUR! ERTU »REmillt A VWHALDMU? Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? © Alkalí-skemmdir • Vaneinangrun • Frost-skemmdir • Sprunguviðgerðir • Lekir veggir • Síendurtekin málningarvinna Ef svo er, skaltu kynna þér kosti Sfo-utanhúss-klæðningarinnar: sto-klæðningin er samskeytalaus. stO-klæðningin er veðurþolin. stO-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300 litum. Sfc-klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott. sto-klæðningin leyfir öndun frá vegg. Sto-klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri. sto-klæðninguna er unnt að setja beint á vegg, plasteinangrun eða steinull. stO-klæðninguna er hægt að setja á nær hvaðá byggingu sem er, án tillits til aldurs eða lögunar. sfo-klæðningin endist — Vestur-þýsk gæðavara ardag og sunnudag VEGGP RYDIf Bíldshöfða 18 — 112 Reykjavík Sími 673320 Kjarasamningar Endurskoðunarkrafa Dagsbrúnar Hér á eftir er birt í heðd greinar- gerð Verkamannafðagsins Dags- brúnar sem féiagið lagði fram með bréfi t3 VSÍ þar sem krafist var endurskoðunar á gQdandi samning- um. ,Jt>egar kjarasamningar Dagsbrún- ar og VSÍ voru gerðir þann 11. janúar s.l. var ein megin forsenda þeirra sú að ná fram eins miklum launahækk- unum og framast var kostur, án þess að sprengja af sér verðlags- og gengis- forsendur stöðugs efnahagslífe. Dagsbrún taldi sér ekki hag í því að knýja fram með verkfalli launahækk- anir sem ekki væri hægt að borga nema með hækkun á verðlagi eða sköttum eða gengislækkun. Slíkar launahækkanir væru hefndargjöf þegar til lengdar léti. VSÍ var þessu í meginatriðum sammála og var reynt að reikna út kostnaðarþol atvinnu- veganna, kaupmáttarstig og væntan- lega verðk^sþróun. Við samninga- gerð ASI/VSÍ-VMS og síðan Dagsbrúnar/VSÍ-VMS var fallist sameiginlega á forsendur sem innsiglað var með uppáskrift ríkis- stjómar íslands. Þær forsendur vom tengdar ákveðnu framleiðslu- og skipulagsstigi atvinnuveganna en hvort tveggja má bæta stórlega með meiri hagkvæmni og betra skipulagi. Talið var frá upphafi að ASI/VSI- VMS-samningamir hafi jafiigilt 3% kostnaðaríþyngingu atvinnuveganna. Eftir að þeir komu til framkvæmda var þó sýnilegt að þetta var ofmat því launaskriðið í lægstu flokkunum hafði verið meira en menn ætluðu í fyrstu. í samningi Dagsbrúnar og VSÍ/VMS var reynt að stoppa í göt og fylla í þær eyður sem myndast höfðu svo og að taka tillit til séraðstæðna félagsins. Erfitt er að meta hve heildarhækkun taxta félagsins var mikil en við teljum að hún hafi verið á bilinu 8-12% á árinu 1987, þó misjöfn eftír greinum, og eru þá áfangahækkanir ASÍ- samningsins meðtaldar. Að undanfömu hafa fjármálaráð- herra og sveitarfélög gert kjarasamn- inga við félög opinberra starfemanna sem hafa falið í sér launahækkanir á einu ári á bilinu 20-35%. Það em hækkanir sem hafa í för með sér allt annars konar kostnaðaríþyngingu fyrir atvinnuvegina en samningar Dagsbrúnar. Það er líka ljóst að þess- ar hækkanir eru langtum Iiærri en þær forsendur leyföu sem gengið var út frá við gerð samninga Dagsbrúnar og VSÍ. Munurinn er það mikill að hann virðist jafngilda 10-12% launamun opinberum starfemönnum í hag um- fram ófaglært verkafólk. Þar við bæt- ist að allar almennar launahækkanir sem verkafólk kann að ná fram á árinu 1988, koma nánast sjálfkrafa til framkvæmda hjá opinberum starfe- mönnum. Launamunurinn verður því ekki leiðréttur á næsta ári. Við þetta verður að sjálfeögðu ekki unað. Ekkert er eðlílegra í breytilegu þjóðfélagi en að einstaka starfehópar og stéttir þurfi eitthvað mismiklar launahækkanir. Það er líka fagnaða- refiii ef rfldssjóður og sjóðir sveitarfé- laga geta tekið á sig svo miklar kauphækkanir, án þess að hækka skatta eða aðrar tekjur. Því miður virðist staða rfldssjóðs vera afar veik eftír tveggja ára hallarekstur og þriðja árið að bætast við. Því er erfitt að koma auga á þá varasjóði sem hægt er að ganga í til að greiða þessi auknu útgjöld. Kannski fjámiálaráðherra ætli að borga þessa reikninga með erlendum lánum, nema svo ólfldega vilji til að hækka eigi skatta að kosn- ingum loknum? Hvort tveggja þurfa Dagsbrúnarmenn að borga og því krefjast þeir hærri launa. Annað hvort höfum við gengið út frá röngum forsendum og hljótum því að kreíjast leiðréttingar þar á eða að sameigin- legar forsendur eru brostnar og það kallar einnig á endurskoðun, því við ætlum okkur ekki að borga þennan brúsa einir. Hvað sem öllum fúllyrð- ingum líður standa atvinnuvegimir mun betur að vígi fjárhagslega en rík- issjóður. Á haustmánuðum 1984 reyndu VMSÍ/VSÍ að finna lausn á kaupmáttarvanda láglaunafólks, með aðgerðum sem ekki þurfitu endilega að hafa í för með sér miklar og al- mennar kauphækkanir. Heföbund- nar leiðir hánra kauphækkana heföu við þáverandi aðstæður virkað eins og olía á verðbólgubálið. Því miður mis- tókst sú tílraun. Aðilar hins opinbera launakerfis sömdu um 22-24% kauphækkun. Samningar ASÍ/VSÍ- VMS sem komu í kjölfarið fólu í sér sömu kauphækkanir. Þetta leiddi til um 50% verðbólgu á næstu mánuð- um með gengisfellingum og öðrum gamalkunnum eftirköstum. Á eftir stóðu allir fátækari. Með febrúar- samningunum 1986 og síðan des./jan. ’87-samningum ASl-félagarma var reynd ný leið út úr ógöngunum, leið sem virtist vera að heppnast þegar saman fór kaupmáttarbati og lækk- andi verðbólga í stöðugu at- vinnuástandi. Nú í annað sinn á tæpum þremur árum virðast samningar ríkisvaldsins sprengja forsendur almennrar samn- ingagerðar verkalýðsfélaga láglauna- fólks. Við stöndum því frammi fyrir því að samningsaðilar í hinu opinbera launakerfi móta allt aðra og mun hærri launastefnu en samningsaðilar á almennum vinnumarkaði. Það er einnig ljóst að við getum ekki búið við tvær launastefiiur í landinu annars vegar hjá hinu opinbera og hins vegar á almennum markaði. Hærri launa- stefnan hlýtur að mega sín meira þrátt fyrir óvissar afleiðingar. Verkamannafélagið Dagsbrún mun ekki una þessu misgengi á launamarkaði og fer því fram á tafar- lausar viðræður við VSÍ/VMS umm hækkun á launalið samninganna og komi þær hækkanir til framkvæmda á núverandi samningstíma.” 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.