Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 18
Boðskort - Hótel Borg Vinstrisósíalistar munu halda fund á Hótel Borg að lokn- um útifundinum 1. maí. Hjördís Hjartardóttir verður fundarstjóri. Ragnar Stefánsson ræðir stöðu vinstrihreyfingarinnar að afloknum kosn- ingum. Soffía Sigurðardóttir ræðir stöðu verkalýðshreyfingarinnar og baráttuna framundan. Kristján Ari Arason kynnir hugmyndir og áætlanir um stofnun útvarps- stöðvar. Árni Hjartarson og Ársæll Másson syngja og leika á gítara. Þorvaldur Örn Árnason stýrir fjöldasöng. Það er margt áhugavert að gerast í pólitíkinni sem gaman væri að ræða um við fleiri, yfir kaffibolla á Borginni. Allir velkomnir - Fjölmennum! Auglýsið í Þjóðviljanum SUMAKTIMI Vinsamlega athugiö að aðalskrifstofur okkar verða opnar frá kl. 8:00 til 16:00 átímabilinu 4. maí til 15. september n.k. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA3 TfLKYNNING FRÁ SEÐLABANKA ÍSLANDS Þriðjudaginn 5. maí nk. opnar bankinn afgreiðslur sínar í Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Almenn afgreiðsla er á 1. hæð hússins og er gengið inn frá Ingólfsstræti Arnarhólsmegin. Eftir lokun aðalinngangs er gengið inn á jarðhæð frá Ingólfsstræti næst Skúlagötu, þar sem einnig er inngangur sérafgreiðslu fyrir peningastofnanir. Gjaldeyriseftirlit og Ríkisábyrgðasjóður flytja deginum fyrr og eru þá allar deildir bankans fluttar í nýja húsnæðið. ^íakO Nýtt símanúmer Seðlabankans er 699600. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Austurlandi Samráðsfundur um kosningaúrslitin verður haldinn í Félagslundi á Reyðar- firði laugardaginn 2. maí kl. 15.30. Fulltrúar í kjördæmisráði, stjórnir Al- þýðubandalagsfélaga og trúnaðarmenn í kosningastarfinu eru hvattir til að sækja fundinn. Framkvæmdanefnd kjördæmisráðs ! Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 4. maí kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dag- skrá: Bæjarstjórnarfundur þriðjudaginn 5. maí. Önnur mál. Stjórnin. 1. maí kaffi í Skálanum Alþýðubandalagið í Hafnarfirði verður að vanda með 1. maí kaffi í Skála- num, Strandgötu 41, þegar að afloknum útifundi verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði. Hafsteinn Eggertsson trésmiður og formaður ABH og Porbjörg Samúels- dóttir starfsstúlka flytja ávarp. Félagar fjölmennið í 1. maí kaffið. Stjórn ABH. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði verður í Skálanum, Strandgötu 41, láugardaginn 2. maí kl. 10.00. Umræðuefni: Atvinnumál og verkamannabústaðir: Sigurður T. Sigurðsson og Þorbjörg Samúelsdóttir opna umræðurnar. Önnur mál. Stjórnln. ABR Vinningstölur í happdrættum Vinningur í happdrætti ungra kjósenda kom á bækling nr. 9009. Ferð til Rhodos fyrir 2. Hafið samband við Flokksmiðstöð s: 17500. Vinningur í skyndihappdrætti ABR í kosningamiðstöð á kjördag kom á miða nr. 313. Vinningur Majorka-ferð. Hafið samband í síma 17500. Þeir sem eiga enn eftir að gera skil í kosningahappdrættinu eru beðnir að hafa samband hið fyrsta við Flokksmiðstöðina. Alþýðubandalagið Akranesi Opið hús í Rein 1. maí Það verður að venju opið hús og kaffiveitingar í Rein á 1. maí. Opið frá 15 - 18. Allir velkomnir. Kafflnefndln Alþýðubandalagið Reykjavík Félagsfundur ABR boðar til félagsfundar miðvikudaginn 6. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: Kosningaósigur Alþýðubandalagsins. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórn ABR. ABR 1. maí-kaffi Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur opið hús og kaffiveitingar eftir kröfu- göngu og útifund 1. maí í Risinu, Hverfisgötu 105. Félagar! Sem fyrr eru listilega bakaðar kökur ykkar vel þegnar. Stjórn ABR. ABH 1 .maí kaffi í Skálanum Alþýðubandalagið í Hafnarfirði verður að vanda með 1. maí kaffi í Skála- num, Strandgötu 41, þegar að afloknum útifundi verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði. Hafsteinn Eggertsson trésmiður og formaður ABH flytur ávarp. Fólagar fjölmennið í 1. maí kaffið. Stjórn ABH. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Fylkingin Hafnarfirði Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Hafnarfirði verður haldinn í Risinu í Skálanum, Strandgötu 41, laugardaginn 2. maí kl. 14.00. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. 3) Laga- breytingar. 4) Rætt um hússtjórn. 5) Önnur mál. Allir velkomnir. - Stjórnln. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.