Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Róleg eldri kona óskar eftir íbúð. Upplýsingar í síma 27928 eftir kl. 17. Atvinna óskast Stúlka á 15. ári óskar eftir starfi í sumar. Er vön afgreiðslu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 33525. ísskápur óskast Óska eftir að kaupa notaöan, lítinn ísskáp. Upplýsingar í síma 75913 í kvöld. Til sölu stór 8 sæta plussklæddur hornsófi og eikarhúsgögn í unglingaher- bergi, koja með innbyggðu skrif- borði og hillum. Upplýsingar í síma 79248 eftir kl. 19 á kvöldin. Geymsluhúsnæði Óska eftir að taka á leigu geymslu- húsnæði í 1-3 ár. Upplýsingar í síma 73552 eftir kl. 18. HÆ! HÆ! Okkur vantar íbúð til leigu, helst í vesturbænum. Sértu með eina á lausu þá vinsamlegast hafðu sam- band við önnu í síma 19567. Óskast keypt Óska eftir að kaupa sófa, eldhús- borð og 4 stóla á hagstæöu verði. Upplýsingar í síma 27050. Leikritasafnarar - tilboð óskast Leikrit Sigurðar Péturssonar, Hrólf- ur, Narfi, Brandurfrá 1846, Prests- kosningin eftir Þorstein Egilsson frá 1894 og Hera Sólskjöld eftir Halldór Briem frá 1892. Tilboð í síma 23055. Barnapössun 13 ára stúlka í Hólahverfi í Breiðholti vill taka að sér að passa barn I sumar 0-5 ára. Upplýsingar gefur Kristín í síma 74624 eftir kl. 18. Fiöla Til sölu er góð nemendafiðla. Upp- lýsingar í síma 685572. Vinnuskúr til sölu Til sölu er vinnuskúr með raf- magnstöflu. Upplýsingar í síma 79801. Atvinna óskast 26 ára stúlka óskar eftir atvinnu. Flest kemur til greina. Upplýsingar í síma 84319. Rafha eldavél Rafha eldavél með grillofni í góðu standi fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 72863. Til sölu 2 óslitin dekk á Citroén GS og ein auka felga. Gott verð. Óska einnig eftirdekicjum 13x155. Upplýsingarí síma 12007 og 14574 eftir kl. 18. Hæ! Átt þú gamaldags sendisveinahjól með stórum bögglabera að fram- an? Ef svo er vil ég gjarnan kaupa það. Hafðu samband í síma 44663 eða 40923. Lítið sjónvarp Óska eftir að kaupa lítið sjónvarps- tæki fyrir sumarbústað. Þarf að vera fyrir 12w straum. Upplýsingar í síma681333 og 31197 eftir hádegi. Ég er orðinn 17 og þarf því að breyta til í herberginu mfnu. Hver vill kaupa hvítt rúm með blárri dýnu og púðum, hvítt skríf- borð og hvítan rúmfatakassa? Svo vill hún systir mín selja birki- skrifborð. Þetta verður örugglega ódýrt. Sími 21189. Fallegir og góðir kettlingar fást gefins. Eru vel vandir. Upplýs- ingar eru veittar í síma 20045 eftir kl. 17:00 og á kvöldin. íbúð óskast Hjón með eitt bam og annað á leiðinni á leið heim úr námi frá Kaupmannahöfn óska eftir íbúð á leigu frá ca. 1. ágúst. Vinsamlegast hringið í síma 23976 eða f K.höfn 01-816769, Anna Guörún og Viðar Hlutastarf Ung kona óskar eftir hlutastarfi við ræstingar eða annað. Upplýsingar í síma 51733 fyrir hádegi og á kvöld- in. Atvinna óskast 15 ára stúlka óskar eftir sumar- vinnu. Upplýsingar I síma 84319. Nú er tiltektartíminn í skápum og geymslum Við þiggjum með þökkum það sem þið getið ekki notað. Sækjum ef óskað er. Flóamarkaöur Sam- bands dýraverndunarfélaga íslands, Haf narstræti 17, kjallara. Opið mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga kl. 14-18. Felgur - dekk? Subaru felgur vantar og 13 tommu sumardekk. Upplýsingar í síma 621309. Reiðhjól til sölu Til sölu ýmis notuð reiðhjól fyrir börn og fullorðna. Upplýsingar í síma 621309. Myndavél Til sölu Olympus OM2N kr. 7.500 eða hæsta boð. Upplýsingar í síma 685572. Tölva Til sölu Sinclair QL ásamt fjölda for- rita þ.á m. ritvinnslu, gagnagrunni, töflureikni, tveimur bókhaldsfor- ritum, mörgum teikniforritum, ass- embler, forth 83 og tool kit og tómar spólur. Einnig grænn Philips skjár og Citizen prentari sem passar við flestar tölvur. Selst ódýrt, saman eða sitt í hvoru lagi. Upplýsingar í síma 685572. Svalavagn óskast Óskum eftir að kaupa rúmgóðan svalavagn. Upplýsingar í síma 39217. Til sölu folald Til sölu er veturgamalt, rautt hestfolald, ógelt. Hefur gott og Ijúft skap. Ættartala getur fylgt ef óskað er. Upplýsingar í síma 77613 eða 34827 eftir kl. 20. Hljómborð Til sölu lítið notað hljómborð af gerðinni Viscount A300. Selst á kr. 12.500. Upplýsingar í síma 38259 á kvöldin. Trabant til sölu á 10.000 kr. til niðurrifs. Góð vél, dekk og felgur. Upplýsingar í síma 18648 eftir kl. 18. Haiti-upplýsingar vantar Við erum nemendur sem erum að vinna að verkefni um Haiti. Við óskum eftir öllum hugsanlegum upplýsingum um landið, Ijósmynd- um, tónlist og hverju öðru sem get- ur hjálpað okkur. Þeir sem geta að- stoðað okkur vinsamlegast hringi í síma 27213 eða 686575. íbúð óskast Hjón með 2 börn óska eftir 4-5 her- bergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar í síma 51733 fyrir há- degi og á kvöldin. Kaira-Arabia Ef einhvern langar að losna við staka diska eða bollapör í þessu aflagða mynstri vil ég gjarnan bæta við mig. Sæki. Hringið í Helgu í síma 681384. Til sölu notað þríhjól, fólksbílakerra og ýmsir varahlutir í Saab 96. Upplýs- ingar í síma 44787. Til sölu Fiat 127 ’78 þarfnast lagfæringar. Fæstfyrirgott staðgreiðsluverð. Upplýsingar eftir kl. 19 ísfma 44315. Óska eftir að kaupa notað bflútvarpstæki og hátalara. Upplýsingar f sfma 15084 á kvöldin. Óska eftlr í trillu VHS talstöð, rafmagns- eða hand- snúnum handfærarúllum, kompás, björgunarvesti og kabyssu. Upplýs- ingar f sfma 75428. Auglýsið í Þjóðviljanum ^RARIK Bk. ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsókn- ar starf tæknifulltrúa á svæöisskrifstofu Raf- magnsveitnanna á Hvolsvelli. Óskaö er eftir raf- magnstæknifræðingi eöa manni með sambæri- lega menntun. Starfiö felst m.a. í hönnun, áætl- anagerð, eftirliti, uppbyggingu og rekstri raf- veitukerfis. Nánari upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri Rafmagnsveitnanna á Hvolsvelli. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannadeild fyrir 15. maí 1987. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík m LAUSAR STÖÐUR HJÁ 'l’ REYKJAVÍKURBORG Viðskiptafræðingur Félagsmálastofnum Reykjavíkurborgar óskar að ráða viðskiptafræðing í fjármála- og rekstrar- deild. Hér er um að ræða nýja stöðu. Verksvið er aðal- lega þríþætt þ.e. umsjón með rekstri stofnana í þágu aldraðra, verkefni á sviði tölvuvæðingar og innra eftirlit varðandi fjárhagsaðstoð. Þetta er fjölbreytt og lifandi starf. Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstr- ardeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. tá Frá Seyðisfjarðarskóla Kennara vantar við Seyðisfjarðarskóla í eftirfar- andi greinar: Handmennt, íþróttir, tónmennt, sérkennslu og al- menna bekkjarkennslu. í boði er húsnæði með góðum kjörum. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 97-2172 eða 97-2365, einnig formaður skólanefndar í síma 97-2291. Skólastjóri Hafnarfjörður — matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði er bent á að síðustu forvöð að greiða leiguna eru mánu- daginn 11. maí n.k. eftir þann dag verða garðarnir leigðir öðrum. Bæjarverkfræðingur ÍEQM Fóstra óskast Fóstra óskast að Dagheimilinu Sólvöllum Nes- kaupstað. Laun skv. kjarasamningi starfsmanna- félags Neskaupstaðar. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 97-7485 eða 97-7260. Félagsmálaráð Skipasmíðar Bánda- mælingar afnumdar 1. júlí Magnús Kristjánsson, mœlingamaður hjá Siglingamálastofnun: Hafa ekki áhrifá tonnafjölda opinna báta. Snerta fyrst og fremst tvídekkja skip, skuttogara og loðnubáta „Það stendur til að hin svokall- aða London-samþykkt frá 1969 taki gildi hér á landi 1. júlí næstkomandi og verður þá ekki hægt að mæla báta niður með bandamælingu,“ sagði Magnús Kristjánsson, mælingamaður hjá Siglingamálastofnun við Þjóðvilj- ann í gær. Sagði Magnús að íslendingar hefðu samþykkt þetta 1971 en eins og margt annað í alþjóð- legum samþykktum væri það bundið ákveðnum skilyrðum áður en það yrði að lögum. Hvað þetta mál varðaði þá væri þessi London-samþykkt bundin þeim skilyrðum til að hún yrði að lögum að ákveðinn fjöldi þjóða yrði að vera henni samþykkur og eiga að minnsta kosti 60% af skipastól heimsins. Að sögn Magnúsar mundi þessi breyting ekki verða til þess að tonnatala báta, það er að segja opinna báta, breytist mikið. Áhrifanna mundi fyrst og fremst gæta hjá tvídekkja skipum, svo sem hjá skuttogurum og íoðn- ubátum. Fyrir þau skip sem væru nú í smíðum eða í breytingum þá væri gert ráð fyrir ákveðnum aðlögu- nartíma fyrir þessar nýju reglur. grh. Þýskalandsmarkaður Enn gefur landinn fiskinn Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá L.í. Ú.: Áhugi manna hefur dvínað. VigriRE seldi ígœr276 tonn af karfafyrir 10,7 milljónir króna. Meðalverð á kíló aðeins 38,70 krónur. Undir venjulegum kringumstœðum œtti hann aðfá 54 krónur \ fyrir kílóið Þrátt fyrir lélegt verð fyrir fisk 1 á Þýskalandsmarkaði seldi togar- inn Vigri RE 276 tonn af karfa f I gær fyrir 10,7 mil|jónir íslenskra I króna. Meðalverð fyrir kflóið var 38,70 krónur. Til samanburðar | má geta þess að undir venjulegum kringumstæðum er meðalverðið fyrir karfann í Þýskalandi um 54 krónur fyrir kflóið. Á föstudaginn í síðustu viku seldi togarinn Már SH frá Ólaf- svík 180 tonn af karfa í Þýska- landi og fékk aðeins 18 krónur fyrir kflóið. Að sögn Vilþjálms Vilþjálms- son hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna var í gær einnig seldur afli úr 11 gámum á Þýska- landsmarkað. Var það karfi og ufsi og eitthvað af grálúðu. Sagði Vilhjálmur að áhugi manna á að selja og sigla á Þýska- landsmarkað hefði dvínað vegna verðfalls á markaðinum. - grh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.