Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Skólamálaráð 1. maí Baráttufundur á Lækjartorgi Kröfuganga Fulltrú- aráðsins hefst kl. 14.00 í dag, 1. maí á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks gengst 1. maí nefnd Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og INSÍ fyrir kröfugöngu og baráttufundi. Safnast verður saman á Hlemmi klukkan 13.30 og gengið þaðan klukkan 14.00 á Lækjar- torg, þar sem haldinn verður úti- fundur. Hann hefst klukkan 14.30. Ræðumenn á fundinum verða þau Þröstur Ólafsson, starfsmað- ur Dagsbrúnar og Hildur Kjart- ansdóttir, varaformaður Iðju. Ávarp frá BSRB flytur Haraldur Hannesson, formaður starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar. Fundarstjóri verður Pálmar Halldórsson, starfsmaður Iðn- nemasambandsins. Á fundinum mun Gunnar Eyjólfsson flytja ljóð og Kristinn Sigmundsson syngja. grh 1. maí Baráttufundur á Hallærisplani Samtök kvenna á vinnumark- aði efna til kröfugöngu og úti- fundar 1. maí, alþjóðlegum bar- áttudegi verkafólks, og fylkja liði undir kröfunum: Tökum ábyrgð á kjörum okkar, Sköpum nýtt verka- lýðsafl. Safnast verður saman á Hlemm við Búnaðarbankann klukkan 13.30. Kröfugangan leggur af stað klukkan 14.00 og verður gengið til útifundar á Hallœrisplaninu. Þar flytur Guðlaug Teitsdóttir kennari 1. maí-ávarp Samtaka kvenna á vinnumarkaði. Bergljót Guðmundsdóttir fóstra og Sig- ríður Kristinsdóttir sjúkraliði ávarpa fundinn. Lóurnar syngja vorljóðin sín og dregið verður í Þjóðarlottóinu. Fundarstjóri verður Birna Þórðardóttir. Um kvöldið verður Góðæris- gleði í Risinu, að Hverfisgötu 105. grh. Sjálfsbjörg Allir í kröfugöngu Stjórn Sjálfsbjargar hefur sam- þykkt að taka þátt í kröfugöngu allra launþega á hátíðisdegi þeirra 1. maí, og ganga undir kröfu um jafnrétti. Sjálfsbjörg skorar á félaga sína að taka þátt í kröfugöngunni. Ferðaþjónusta fatlaðra mun starfa, og er fólki bent á að panta far með góðum fyrirvara. V instrisósíalistar Funtíurá Borginni Vinstrisósíalistar halda fund á Hótel Borg í dag 1. maí að loknun útifundunum. Þar mun Ragnar Stefánsson ræða stöðu vinstri hreyfingarinn- ar að loknum kosningum, Soffía Sigurðardóttir ræðir stöðu verka- lýðshreyfingarinnar og baráttuna framundan. Þá mun Kristján Ari Arason kynna hugmyndir og áætlanir um stofnun útvarps- stöðvar. Árni Hjartarson og Ársœll Másson krydda kaffibollaum- ræður um ástandið í pólitíkinni með söng og gítarspili og Þor- valdur Örn Arnason stýrir fjölda- söng. grh. Kristín nýtur ekki trausts Kristín Arnalds situr í skólaráði í trássi við samþykkt minnihlutaflokk- anna. Bjarni P.: Lítum ekki á hana sem okkar fulltrúa Kristín Arnalds nýtur ekki trausts okkar til setu í skóla- málaráði og við lítum ekki á hana sem fulltrúa okkar, sagði Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins um þá ákvörðun Kristínar Arnalds að taka þátt í störfum ráðsins í trássi við sam- þykkt minnihlutaflokanna. Þeir telja að skólamálaráð hafi verið sett á laggirnar til höfuðs Áslaugu Brynjólfsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík. Fé- lagsmálaráðuneytið hefur fyrir Alþýðubandalagið Óþarfi að flýta Sigurjón Pétursson: Undir vantrausti get- urenginforysta starfað Ég óskaði eftir þessum fundi í framkvæmdastjórn eftir að þing- maður flokksins Guðrún Helga- dóttir hafði opinberlega lýst þeirri skoðun sinni í ríkisútvarp- inu, að flýta bæri landsfundi til þess að skipta um forystu í flokknum, sagði Sigurjón Péturs- son borgarfulltrúi í samtali við Þjóðviljann í gær um fund fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins í fyrrakvöld. „Ég taldi og tel að undir slíku vantrausti geti engin forysta komið fram fyrir hönd flokksins með neinni reisn. Á framkvæmd- astjórnarfundinum lagði ég enga tillögu fyrir um að flýta mið- stjórnarfundi. Ég lagði hins vegar fram tillögu sem miðaði að því að framkvæmdastjórn lýsti því að óþarfi væri að flýta landsfundi til að skipta um forystu. Þá tillögu dró ég til baka þegar ljóst var að á fundinum yrði samþykkt stuðn- ingsyfirlýsing við formann flokksins en hún var í fundarlok samþykkt einróma," sagði Sigur- jón. ig. ✓ Utvegsbankinn hf. Vantar bankastjora Gísli Ólafsson, formaður bankaráðs: lnnri málefni bankans hafa tekið allan tímann „Nei, það er ekki búið að ráða annan bankastjóra og það var heldur ekki ætlunin að ljúka því af fyrir mánaðamótin,“ sagði Gísli Ólafsson, formaður bankar- áðs Útvegsbankans í gær. Að sögn Gísla hefur allur tími bankaráðsmanna að undanförnu farið í innri málefni bankans. Útvegsbanki íslands hf. tekur formlega til starfa í dag, 1. maí, samkvæmt nýjum lögum um hann, sem samþykkt voru á síð- asta alþingi. grh. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 sitt leyti komist að þeirri niður- stöðu að starfsemi ráðsins sé ólögleg. Bjarni vildi ekkert um það segja hvort gripið yrði til aðgerða vegna ákvörðunar Kristínar. Eins vildi hann ekki tjá sig um það hvort samhengi er milli sam- starfs hennar við sjálfstæðismenn annars vegar og svo þess hins veg- ar að hún var ráðin skólameistari í afleysingum í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti af þessu sama og umdeilda skólaráði. Að sögn Bjarna verður málið tekið upp á fundi borgarmálaráðs Alþýðu- flokksins í næstu viku. Ekki náðist í Kristínu Arnalds í gær vegna þessa máls, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. .. Fyrstu nemendurnir á nýstofnaðri námsbraut fyrir ófaglært starfsfólk í tréiðnaði ásamt deildarstjóra trétæknideildar Iðntæknistofnunar Islands. Frá vinstri: Eiríkur Þorsteinsson deildarstjóri, Jóhannes Jóhannesson, Jakob Guðjónsen, Steinar Jóhannsson, Stefnir Helgason, Guðrún Jónsdóttir og Gísli Ölvir Böðvarsson. Á myndina vantar þrjá nemendur frá trésmiðjunni Axis. Tréiðnaður Öldungadeild fyrir ófaglærða Fyrsta námsbraut sinnar tegundar hér á landi. Viðurkennd af menntamálaráðuneytinusemnámáframhaldsskólastigi. Níunem- endur taka þátt í fyrsta námskeiðinu Við erum mjög ánægð með þennan merka áfanga í verk- menntun okkar íslendinga og hlökkum til að takast á við nám- ið, sögðu fyrstu nemendurnir í nýstofnaðri námsbraut fyrir ó- faglært starfsfólk í húsgagna- og innréttingaiðnaði. Nemendurnir eru níu að tölu og koma frá trésmiðjunni Axis, Innréttingaþjónustunni, Krist- jáni Siggeirssyni og Viðju. Fyrsta námskeiðið er um algengar trésmíðavélar, en námið skiptist í fjögur þrep með nokkrum nám- skeiðum hvert og endar með fag- prófi. Námsbrautin er sú fyrsta sinn- ar tegundar hér á landi sem kennd er í öldungadeildarformi og ætluð er fyrir ófaglært starfs- fólk í verksmiðjuiðnaði og viður- kennd af menntamálaráðuneyt- inu sem nám á framhaldsskólas- tigi. Er hér um tímamótaviðburð að ræða. Efnt er til námsbrautarinnar í framhaldi af kjarasamningum milli félaga aðstoðarfólks og at- vinnurekenda í greininni, Iðju og félags aðstoðarfólks í húsgagna- iðnaði og Félags íslenskra iðnrek- enda. Þessi félög stofnuðu ásamt Iðnfræðsluráði, Landsambandi iðnaðarmanna og trétæknideild Iðntæknistofnunar til svo nefnds fræðsluátaks í iðnaði, sem annast hefur undirbúning og hrint náms- brautinni af stað. Kennt verður í Iðnskólanum í Reykjavík. grh. Alþýðubandalagið í Reykjavík 1.MAÍ Að lokinni göngu og útifundi að Lækjartorgi verður opið hús og kaffiveitingar í Risinu að Hverfisgötu 105. Ávarp: Jóhannes Gunnarsson í stjórn og samninganefnd Starfsmannafélags ríkisstofn- ana. Létt tónlist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.