Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Nú reynir á yfiriýsingamar Á íslandi hefur athygli í margar vikur beinst ööru fremur að sögulegum kosningaslag. Utan landa- mæra hefur helsta fréttaefni og umræðu hinsvegar snúist um þá nýju stöðu sem virðist vera að koma upp í afvopnunarmálum. Sovétstjórnin hefur lagt fram tillögur um verulega fækkun kjarnavopna í Evr- ópu, og Vesturveldin eru nú að reyna að átta sig á þessum tillögum og bregðast við þeim. Það er rétt að minna á að sá samningur um með- aldrægar og skammdrægar kjarnaflaugar sem nú er til umræðu yrði einstæður í sögu kjarnorkualdar. Fyrri vopnasamningar milli risaveldanna hafa snúist um að ganga ekki lengra en orðið var á takmörk- uðum sviðum vígbúnaðar og kjarnorkutilrauna. Nú er í fyrsta sinn rætt um beinan niðurskurð í vopnabúr- unum, og ef til vill verið að stíga fyrsta skrefið að því marki sem oddvitar risaveldanna hafa hvor með sín- um hætti lýst vilja til: að skapa heim án kjarnorku- vopna. Allt almennilegt fólk vonar að í Genfarviðræðun- um takist samningar um að útrýma eða fækka stór- lega meðaldrægum og skammdrægum kjarna- flaugum í Evrópu. Ef slíkt samkomulag næðist er hinsvegar hætt við að risaveldin ykju viðbúnað sinn á mörkum þess svæðis sem samningurinn næði til, þar á meðal í norðurhöfum. Hversu björtum augum sem við íslendingar litum þennan afvopnunarsamning, sem með beinum hætti tengdist leiðtogafundinum í Reykjavík í októ- ber, verður ekki komist hjá áhyggjum af því að ísland færðist nær miðju hugsanlegra átaka. Þvert á það sem ýmsir hafa haldið fram hérlendis mundi tímamótasamningur í Genf á þessu ári eða hinu næsta gera það enn brýnna en fyrr að (slend- ingar taki sjálfir frumkvæði um að efla frið á norður- slóðum. Það getum við nú gert með tvennum hætti. Ann- arsvegar með því að losa landið við herstöðina á Keflavíkurflugvelli, sem nú, og enn frekar eftir Gen- farsamning, er í hlutverki seguls gagnvart langdræg- um kjarnáflaugum Sovétmanna. Fyrsti áfangi í þessu verki er að stöðva alla útþenslu Bandaríkja- hers á íslandi, krefjast fækkunar í herliði og fullkom- ins íslensks eftirlits með öllum umsvifum hersins á vellinum, á meðan verið er að rétta af atvinnulíf á Suðurnesjum og undirbúa fulla brottför hersins. Hinsvegar geta íslendingar gefið Matthíasi Á. Mathiesen og hans líkum langt nef og gengið með fullri einurð til samstarfs við norræna granna um að stofna á Norðurlöndum kjarnavopnalaust svæði og berjast með öðrum norrænum þjóðum fyrir fullri viðurkenningu stórveldanna á þeirri stöðu. Meðal þess sem slíkt svæði gæti leitt af sér er einmitt að risaveldin yrðu knúin til sérstakra afvopnunar- og eftirlitssamninga á norðurslóðum. Verði slíkt svæði ekki að veruleika, -eða yrði til án íslenskrar þátttöku-, er aftur á móti hætt við að Bandaríkin teldu skynsamlegt að hafa hér kjarna- vopn, með íslensku leyfi eða án þess. Þessi sjálfsögðu baráttumál íslendinga eru hvort öðru nátengd og stefna að sama marki, þótt vel megi hugsa sér til bráðabirgða að meiri árangur náist á öðrum kantinum en hinum. Úrslit kosninganna um síðustu helgi eru andstæð- ingum herstöðva á íslandi að því leyti lítið fagnaðar- efni að einu stjórnmálasamtökin sem hiklaust hafa haldið uppi merki herstöðvaandstöðu urðu fyrir al- varlegu áfalli. Á hitt er að líta að bæði Kvennalisti og Framsóknarflokkur hafa lýst því sem langtímamarki sínu að herinn fari, og báðir þessir flokkar eru nú framarlega í stjórnarmyndunarviðræðum. Og þótt þessir flokkar tveir hafi haft uppi japl og jaml og fuður um framtíð herstöðvarinnar er rétt að þeir hafi nú í huga yfirlýsingar sínar um fullan stuðn- ing við hugmyndina um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd, ekki síst vegna þess að í hinum nýja hægri- flokki Borgaranna virðist ekki litið á utanríkis- og friðarmál með þeim einstrengingi kaldastríðsins sem tíðkaður er í íhaldsflokki fína fólksins. Þrátt fyrir allt sýnist á nýju alþingi vera fyrir hendi meirihluti til að tryggja einarðan stuðning við þátt- töku íslands í friðarstarfi norrænna þjóða og til að stíga að minnsta kosti áfangaskref frammávið í hermálinu. í kosningabaráttunni hafa Alþýðubandalag, Kvennalisti, Framsóknarflokkur og Borgaraflokkur í mismiklum mæli lýst yfir efasemdum um herstöð á íslandi, og þessir flokkar hafa allir með ýmsum hætti lýst yfir stuðningi við kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. í stjórnarmyndunarviðræðunum nú reynir á þessar yfirlýsingar þeirra. Fylkjum liði í dag er 1. maí, baráttudagur verkalýðs um allan heim. Kröfugöngur launamanna og baráttufundir á íslandi fara fram við þær aðstæður að nýlokið er kosningum bar sem felld var ein versta kjaraskerð- ingarstjórn Islandssögunnar, og nú búast þingflokk- arnir til að mynda næstu stjórn. Við þessar aðstæður eru kjaramálin í brennidepli. Það verður að þvo af íslensku samfélagi smánarblett láglauna og vinnuþrælkunar, og það verður að auka baráttuþrek verkalýðshreyfingarinnar og samstöðu í samtökum launamanna. í dag er þessvegna brýnt að launamenn flykkist út á göturnar og sendi með því skýr skilaboð til þeirra sem þessa daga líta á lífsbaráttu alþýðu sem ómerka stærð í reikningsdæmi um völd og frama. Grípum geirinn í hönd og fylkjum liði. -m Jón Baldvin: Galdur foli eöa gæðingur? KIIPPTOG Frumhlaup Jóns Baldvins Það er vitaskuld gaman að eyða vordögum í að mynda ríkis- stjórn fyrir lýðveldið, - einsog fé- lagi Jón Baldvin getur manna best borið vitni um. En allt kapp fer betur með forsjá, og svo virð- ist sem menn séu sammála um að formaður Alþýðuflokksins hafi gengið í stjórnarmyndun af ótil- hlýðilegum ærslum. Forseti lýðveldisins hefur brugðið á það viturlega ráð að gefa forystufólki stjórnmála- flokkanna tóm til að ræða saman áður en umboð til stjórnarmynd- unar er veitt. En löngu áður en það varð ljóst var Jón Baldvin einsog bolakálfur á vori kominn með stýrið á loft og farinn að hnusa af kvígunum í kring. Ekki var hinn fyrsti dagur hniginn að kveldi að loknum kosningum áður en hann var bæði búinn að þreifa undir sængina hjá Sjálfs- tæðisflokki, og jafnframt mættur með sítár og mansöngva undir gluggum Kvennalistans. Þetta er vitaskuld ótvírætt frumhlaup af hálfu formanns Al- þýðuflokks. Á það hafa bæði for- sætisráðherra og einn þingmanna Kvennalistans, Kristín Einars- dóttir, bent með réttu. Yfirklór krataforingjans vestfirska í blaði alþýðunnar í dag, Þjóðviljanum, breytir engu um það. Skiptar skoðanir Innan þingflokks Alþýðu- flokksins eru jafnframt skiptar skoðanir á framferði formanns- ins, þrátt fyrir að einn þing- manna, Sighvatur Björgvinsson, beri sig mannalega, og harðneiti því í Morgunblaðinu. Hitt er víst, að Jón Baldvin verður að fara með fyllstu virð- ingu að forseta Iýðveldisins. Til þess ætlast menn. Hans eigið fólk ætlast einnig til þess, að hann sýni töluvert meiri stillingu en kemur fram í við- tölum við hinn kratíska berserk þessa dagana og lfkast til yrði það affarasælla gagnvart öðrum flokkum líka. Til að mynda þykir mönnum ekki par sniðugt, þegar hann til- kynnir þjóð sinni dag hvern, hvers konar stjórn hann er að mynda þennan og þennan dag- inn. Fyrr í vikunni vildi hann rík- isstjórn með Kvennalista og Sjálfstæðisflokki en uppskriftin sem hann gefur þjóðinni í DV í gær er hins vegar Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag. Vitaskuld er þetta rugl. Slíkt stjórnarmynstur hefur ekki einu sinni verið rætt innan Alþýðu- bandalagsins og í stöðunni er það vitanlega alveg út í hött að gera því skóna að Alþýðubandalagið taki þátt í slíkri stjórn. Til þess eru einfaldlega engar sjáanlegar forsendur. Og Alþýðubandalags- mönnum þætti það ekki verra, að Jón Baldvin talaði við flokkinn áður en hann er opinberlega reyrður í viðjar ríkisstjórnar. Jón Baldvin tapaði talsvert af fyrri virðingu sinni á meðal manna með trúðslátum á síðustu dögum kosningabaráttunnar, og verulegum fjölda atkvæða fyrir Alþýðuflokkinn. Framferði hans Óánægja með að Jóhönnu Sigurðar- dóttur var ýtt til hliðar í kosningabar- áttunni. síðustu daga gefur ekki tilefni til að ætla, að þar sé vænlegt efni í forsætisráðherra lýðveldisins á ferð. Taugaveiklun Flumbrugangurinn í formanni Alþýðuflokksins á sér hins vegar þá skýringu, að honum liggur á að komast í ríkisstjórn, - og öðl- ast hina ótvíræðu friðhelgi sem ráðherradómur veitir flokksfor- mönnum gagnvart eigin flokki. Staða hans er nefnilega ekki eins traust innan flokksins, og ýmsum kann í fljótu bragði að þykja. Þannig kemur Alþýðufl- okkurinn út úr kosningunum með einungis 15 prósent fylgi, sem er vitaskuld miklu minna en þau 19 prósent sem voru saman- lagt fylgi Alþýðuflokks og SKORIÐ Bandalags Jafnaðarmanna í kosningunum 1983. Flokkurinn hefur líka tapað fylgi frá því í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra, og miðað við skoðana- kannanir síðustu missera tapaðist verulegt fylgi síðustu mánuðina. Menn viðurkenna almennt, að hluta þessa taps má rekja til rangrar áherslu Jóns Baldvins á frambjóðendur í Reykjavík. Fulltrúi kerfisins, Jón Sigurðs- son, var settur á oddinn, en mætri þingkonu, Jóhönnu Sigurðar- dóttur, var skipulega haldið til hlés í kosningabaráttunni. Fyrir þetta geldur nú Jón Bald- vin í röðum flokksmanna, sem voru óánægðir með það að Jó- hönnu var vikið til hliðar. í viðbót við þessa óánægju bætast vaxandi efasemdir um að stíll Jóns Baldvins sem formanns hæfi flokknum til frambúðar. Þar er ekki bara rætt um meðferðina á Jóhönnu Sigurðardóttur, held- ur líka aðför formannsins að Sig- hvati Björgvinssyni í prófkjöri Alþýðuflokksins fyrir vestan. Sighvatur náði hins vegar öllum á óvart inn á þing, og vafalaust verður honum á stundum hugsað til framtaks formanns síns í próf- kjörinu þegar hann situr hljóður á þingflokksfundum og hlýðir á höfðingjann vaða elginn. Það eru því margir sem gætu vel hugsað sér breytingar í æðstu forystu Alþýðuflokksins. Það veit hinn vestfirski höfðingi krata mæta vel. En hann veit líka, að formenn í stóli ráðherra eru frið- helgir, - og kanski það sé besta skýringin á flumbrugangi síðustu daga. -ös þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, OlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrimsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófartcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJóamyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlttateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingaatjórl: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýaingar: Ðaldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóölr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðalu- og afgreiðaluatjórl: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Ðára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrala, afgreiðala, ritatjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, afmi 681333. Auglýalngar: Síðumúla 6, aímar 681331 og 681310. Umbrot og aetnlng: Prentamiðja Þjóðviljana hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lauaaaölu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. Áakrlftarverð á mánuðl: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.