Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1987, Blaðsíða 5
Undirbúningur í fullum gangi að draga snjóbílinn Tanna upp af 15 metra djúpri sprungunni. ✓ A Vatnajökli Byrjað að draga Tanna til á sprungunni með spili og rétta hann af. Snjóbfllinn TANNI í jökulspningu * Páskaleiðangur á Vatnajökul á snjól)ílnum Tanna lcnti í nokkr- um ævintýrum á föstudaginn langa í Kverkfjöllum. Bfllinn lenti á jökulsprungu með tólf manns innanborðs, lagðist á skakk yfir sprunguna og þurfti þrjá snjóbfla af Fljótsdalshéraði til að ná hon- um upp á sprungubakkann. Sprungan var um fjögurra metra breið og milli fimmtán og tuttugu metra djúp og þar sem bfllinn hékk á börmum hennar var helst að sjá að hann héngi í lausu lofti. Blaðamaður Þjóðviljans sem var með í páskaleiðangrinum skalf svolítið í hnjáliðunum þegar út úr bflnum var komið en lét sig þó hafa það að vappa með öðrum leiðangursmönnum út á sprungu- brún og kíkja niður. „Maður reiknar ekki með að svona nokkuð komi fyrir,“ sagði Sveinn Sigurbjarnarson ökumað- urTanna og leiðangursstjóri, „en það er grundvallaratriði að vera viðbúinn að það geti gerst og að hafa þá þekkingu og útbúnað meðferðis sem nauðsynlegt er, ef það gerist.“ Enginn okkar sem í bflnum vorum meiddust en fljót vorum við að koma okkur út úr bílnum sem hallaði milli 30 og 40 gráður ofan í sprunguna. Þetta gerðist um tíuleytið um kvöldið og reiknaðist til að um ellefu kfló- metrar væru eftir í skálann í Kverkfjöllum en þangað hafði ferðinni verið heitið. Færð og veður var ekki þannig að hægt væri að ganga þangað enda vildu menn ekki skilja bflinn eftir á sprungunni, einan og yfirgefinn, svo að slegið var upp tjöldum og beðið næsta dags. í birtingu var byrjað að kanna aðstæður og kalla á aðstoð því sýnt þótti að bíllinn næðist ekki af sprungunni hjálparlaust. Við bið- um allan daginn og styttum okkur stundir við að byggja okkur snjó- hús því heldur þröngt var í tjöld- unum. Aðstoð barst þegar líða tók á kvöldið og komu Hjálpar- sveit skáta af Fljótsdalshéraði á tveim vélsleðum og snjóbílnum Gretti og Björgunarsveitin Gró frá Egilsstöðum á snjóbfl sínum Innikrák og á snjóbíl Rarik Goða, en hann er bæði með tönn og spil. Björgunarstarf var þegar hafið undir öruggri stjórn Sveins Sigurbjarnarsonar. Byrjað var á að festa víra og spil úr Tanna í tvo af snjóbflunum og snjóakkeri. Rarikbfllinn Goði var svo notað- ur til að reyna að fylla 'undir Tanna með því að ýta snjó ofan í sprunguna og ætti þannig að vera hægt að aka honum eða draga ör- ugglega upp af sprungunni. Ýtt var alla nóttina og stóðu björgun- armenn vaktina til skiptis, einn ýtti, aðrir könnuðu snjómagn nánasta umhverfis og Sveinn stóð á sprungubarminum og stjórnaði verkinu. Þegar morgnaði var svo komið í ljós að verkið tæki marga daga vegna þess hve mikið var um sprungur í kring og erfitt um snjó- aðföng og var þá ákveðið að taka annan pól í hæðina og reyna nýja aðferð. Settir skyldu stóreflis bjálkar sem björgunarsveitarmenn höfðu komið með, undir bílbeltin og freista að draga bflinn á þeim upp á sprungubarminn. Verkið tók lungann úr deginum því grópa þurrti fyrir bjálkunum í jökulvegginn og draga bflinn til ofurhægt og varlega með spili þar til hann stóð réttur og hægt var að láta hann síga niður á bjálkana. Var það gert í áföngum, u.þ.b. fimm sentímetra í senn uns búið var að rétta hann af og færa hann þvert á sprunguna. Þegar svo var komið var síðan hægt að draga bílinn upp á sprungubakkann. Var þá vel fagnað giftusamlegri björgun og og þegar ljóst var að bfllinn var einnig alveg óskemm- dur kvöddust menn glaðir og björgunarmenn héldu til byggða en Sveinn hélt með sitt fólk áfram lengra inn á jökulinn á Grímsfjall samkvæmt upphaflegri áætlun. -ing. Sveinn Sigurbjarnarson ásamt björgunarsveitarmanni Þórhalli Þorsteinssyni að skipuleggja björgunarstarfið. Föstudagur 1. maí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.