Þjóðviljinn - 28.08.1987, Síða 1

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Síða 1
Föstudagur 28. ögúst 1987 188. tölublað 52. örgangur Húsnœðismálastjórn Stjómarmenn vakna Húsnœðismálastjórn skipar nefnd til aðfara ofan ísaumana á nýja lánakerfinu. ,Eru að reyna að bjarga andlitinu. “ Þráinn Valdimarsson: Vildum ekki vera með dónaskap við aðila vinnumarkaðarins Húsnæðismálastjórn skipaði þriggja manna nefnd til að gera tillögur um úrbætur á nýju húsnæðislánalögunum. Fór skipan þessarar nefndar svo hljótt að félagsmálaráðuneytið vissi ekkert af þessu, en þar er einmitt verið að vinna að úrbót- um á lögunum. Samkvæmt heimildum í>jóð- viljans telja starfsmenn félags- málaráðuneytisins að með þessu sé húsnæðismálastjórn að reyna að bjarga andlitinu áður en ný stjórn tekur við í haust. Spyrja þeir eðlilega hversvegna þessi nefnd hafi ekki verið stofnuð fyrr þar sem húsnæðismálastjórn hafi strax í mars haft allar þær upplýs- ingar sem nú liggja fyrir, en þá barst henni skýrsla frá Ingva Erni Kristinssyni og Ingva Val Jó- hannessyni um fjárstreymi Húsn- æðisstofnunar. í skýrslunni stendur að stefni í gjaldþrot stofnunarinnar fyrir næstu alda- mót ef ekki verði brugðist strax við. „Okkur hefði þótt það dóna- skapur við aðila vinnumarkaðar- ins að skipa nefnd til að kanna kerfið áður en að ársreynsla væri komin á það,“ sagði Þráinn Valdimarsson, formaður hús- næðisstjórnar, þegar Þjóðviljinn spurði hann hversvegna ekki hefði verið brugðist við strax og þetta var vitað. „Að sjálfsögðu munum við skiía niðurstöðum nefndarinnar til félagsmálaráðherra þegar þær liggja fyrir,“ sagði Þráinn. Hann taldi ekkert óeðlilegt að stjórnin skipaði núna nefnd til að yfirfara kerfið. „Það er gott að líta yfir farinn veg þegar kerfið er árs- gamalt og sjá hvað betur megi fara.“ Formaður nefndarinnar er Gunnar S. Björnsson, formaður Nýja flugstöðin Nefndin situr sem fastast Byggingarnefndin hefur aldrei verið meira lifandi en einmitt nú. Ég á ekki von á öðru en að nefndin starfi þar til verkefnum hennar er lokið, eins og tíðast mun um sambærilegar nefndir. Ég hef allavega ekki heyrt neinn ávæning þess efnis að nefndin verði látin víkja meðan Ríkis- endurskoðun skoðar kostnað við smíði flugstöðvarinnar, sagði Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, en hann á sæti í byggingarnefnd nýju flugstöðvarinnar. - Það á eftir að ganga frá ýms- um verkþáttum, eins og fín- pússningu og lokafrágangi innan- húss og utandyra. Þessum fram- kvæmdum verður vart lokið fyrr en á næsta ári, sagði Pétur. -rk Meistarasambands bygginga- manna. Aðrir í nefndinni eru Grétar Þorsteinsson, Trésmiða- félagi Reykjavíkur, og Pálmi Kristinsson frá Verktakasam- bandinu. Gunnar sagði að meðal þess sem þeim væri ætlað að gera væri að koma með tillögur um úrbætur á kerfinu og að stefnt sé að því að nefndin ljúki störfum f septemb- erbyrjun. Eitt af því sem nefndin skoðar er sjálfvirkni kerfisins, en Jó- hanna Sigurðardóttir féiagsmála- ráðherra hafði farið fram á að húsnæðismálastjórn kannaði hug aðila vinnumarkaðarins til þess að sjálfvirknin yrði Iögð niður. Þráinn sagði að nefndin myndi væntanlega skila niðurstöðu um þann þátt fyrir næsta fund hús- næðismálastjómar, sem er á þriðjudag. Bjóst hann við að tveimur niðurstöðum yrði skilað, annarsvegar þar sem gert er ráð fyrir lagabreytingu og hinsvegar niðurstöðu sem ekki gerir ráð fyrir lagabreytingu. Segir hann að almennt séu allir á því að þessu ákvæði verði að breyta og hafi verið það lengi. -Sáf Flugleiðir Fargjöldin upp Eftir helgi verða fargjöld milli landa hjá Flugleiðum 7,5-9% hærri en nú, og segja Flugleiða- menn orsök þessarar hækkunar vera „stórhækkun“ kostnaðar- liða innanlands og ýmissa gjalda ytra. Við þetta hækkar til dæmis svokallað normal-fargjald til Kaupmannahafnar úr 40.560 krónum í 44.220 og lægsta far- gjald til Hafnar úr 11.780 í 12.660 krónur. Þeir sem höfðu bókað far fyrir hádegi í gær og ganga frá kaupum fyrir mánaðamótin greiða gamla verðið, og verða Flugleiðaskrif- stofur í Lækjargötu og Kringlu þessvegna opnar frá kl. 9-16 á laugardaginn. T Mál og Menning opnaði nýja og glæsilega verslun að Síðumúla 7 í gær. Meðal fjölmargra gesta við opnunina voru aldnar kempur, sem tengjast sögu MM órjúfan- legum böndum, þeir Halldór Laxness og Jakob Benediktsson, en á milli þeirra eru þau Þorleifur Einarsson, stjórnarformaður MM, og Anna Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri Bókaverslunar festingum síðan Kristinn og fé- Snæbjarnar. Við opnunina sagði lagar byggðu á Laugaveginum Ámi Jónasson framkvæmda- fyrir25 árum, þannig að það væri stjóri að fyrirtækið hefði ekki orðið fyllilega tímabært að auka staðið í neinum meiriháttar fjár- starfsemina. Mynd Sig. Sjá bls. 8 Tíska Litgreining fyrir lífstíð Katrín Þorkelsdóttir snyrtifrœðingur: Karlar bera sig eftir þjónustunni ekki síður en konur Litgreining í fatnaði er ráðgjaf- arþjónusta fyrir einstaklinga til að velja sér föt. Miðað er við húðlit, augnlit og háralit hvers og eins, sagði Katrín Þorkelsdóttir snyrtifræðingur í spjalli við blað- ið í gær, en hún hefur einkaum- boð fyrir Colour Me Beautiful á íslandi. Litgreininguna má rekja aftur til ársins 1974 er Carol Jackson gaf út bókina Colour Me Beautif- ul. Colour for Men fylgdi í kjöl- farið, og á þessu ári kom út bókin Always in Style. Að sögn Katrín- ar er Carol frumkvöðull litrófsins í þessari merkingu. „Aliir hafa heitt og kalt í húð- inni og marga liti í augunum,“ sagði Katrín. „Carol kennir lit- brigðin við árstíðirnar, og hjá hverjum og einum er ein árstíð ríkjandi. Aukalitirnir koma svo frá einni hinna þriggja. Það er munaður að fara í lit- greiningu, og því ætti fólk að kynna sér vel hvað í boði er á hverjum stað.“ Að sögn Katrínar er nóg að fara í litgreiningu einu sinni á ævinni. Hver viðskiptavinur fær klukkutíma og borgar fyrir hann 2.800 krónur. Þessum tíma er varið fyrir framan spegil,- og sér viðskiptavinurinn sig breytast í sína réttu liti. Innifalið í klukku- tímagjaldinu er vandað veski sem inniheldur alla litina í aðalárstíð viðkomandi. í veskinu eru enn fremur hólf fyrir litina í aukaárs- tíðinni. Auk þess listi yfir ýmis snyrtivörumerki og varaliti. Að sögn Katrínar hafa einar þrjár eftirlíkingar komið á mark- aðinn á undanförnum tveimur árum. Jafnan eru langir biðlistar eftir að komast í litgreininguna, og segir Katrín að karlar hér á landi hafi verið iðnir að bera sig eftir þjónustunni, ekki síður en kvenfólkið. jjs

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.