Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.08.1987, Blaðsíða 2
F—SPURNÍNGIN-n Helduröu aö djöfullinn sé til? Friðfinnur Kristjánsson, blómaskreytingamaður: Ég hef nú ekki neina sérstaka trú á djöflinum, nei. íris Arnardóttir, nemi: Það held ég ekki. Ég bara trúi því ekki. Guðni Páisson, arkitekt: Já, ég held það. Allavega býr hann í okkur stundum. Eydís Egilsdóttir, starfs- maður Máls og menningar: Nei, ég held hann sé ekki til. Ég trúi bara á hið góða. Erla Hallgrímsdóttir, verslunarstjóri: Nei, því trúi ég ekki. Ég held að allt þetta góða sem býr í manni sigri alltaf. __________________FRÉTTIR_______________ Hernaðarframkvœmdir Aætlanimar ekki okkar Kjartan Gunnarsson vill aðild að Mannvirkjasjóði Nató til að efla þekkingu. Vill ekki íslenskan her en telur koma til greina síðar að til dæmis ratsjárstöðvar verði undir íslenskristjórn. Kjartan: íslendingar hafa lítil áhrif á forsendur hernaðarframkvœmda hér Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjórí Sjálfstæðis- flokksins og einn helstu hernaðar- áhugamanna á hægri kantinum telur að íslensk stjórnvöld eigi að vera aðilar að Mannvirkjasjóði Nató, sem þau hafa hingaðtil ekki komið nálægt. Þessu lýsti Kjartan í viðtali við ungliðarit Sjálfstæð- isflokksins, Stefni. Kjartan sagði við Þjóðviljann að hann teldi ekki um fjárhagsávinning að ræða, heldur aukin áhrif á ákvarðanir og aukna þekkingu. Úr þessum sjóði kemur fé til hernaðarframkvæmda á vegum Nató, og mun fjárþörf hans vera milli 60 og 70 milljarðar íslenskra króna á ári. Natóríkin leggja sjóðnum til fé í mjög misjöfnum mæli, Bandaríkin og Vestur- Þýskaland um fjórðung hvort, en Portúgal og Lúxembúrg aðeins um 0,2%. Kjartan telur að hugs- anlegt framlag frá íslandi yrði varla nema smáræði, en hvaða ávinning telur hann að þessari að- ild? - Við ættum aðild að ákvörð- unum þar og framkvæmdum, fylgdumst með, sagði Kjartan, - það væri helsti ávinningurinn, ekki fjárhagsábati. Að auki er ekki ólíklegt að mannvirkin yrðu hönnuð hérlendis að svo miklu leyti sem við verður komið, en ekki úti í Bandaríkjunum einsog nú er að mestu gert. Og með að- ild kæmum við í staðinn fyrir Bandaríkin í ýmsum málum sem snerta framkvæmdir hér, eða að minnsta kosti værum við sem jafningjar við hliðina á þeim. En peningar skipta hér engu máli? - Ég held að íslendingar mundu ekki hafa neinn fjárhags- legan ábata af aðild, mér sýnist að íslendingar hafi hvorki goldið þess né notið að standa utan sjóðsins hingaðtil. Sjóðurinn styrkir eingöngu hernaðarfram- kvæmdir. Allt tal um það til dæm- is að mannvirkjasjóðurinn hafi fjármagnað meira og minna allt vegakerfi í Norður-Nöregi, sjúkrahús, og ég veit ekki hvað, - þetta er mestmegnis kjaftæði. í reglum sjóðsins er sérstaklega rætt um ýmsar stoðframkvæmdir, vegi og slíkt, sem að meðaltali eru taldar um 15 prósent kostn- aðar og þar eru ákvæði um að heimalandið fjármagni þær. - Hinsvegar geta einstök tilvik verið matsatriði og sjálfsagt gengur þetta fyrir sig einsog í öðr- um alþjóðlegum sjóðum að menn eru misduglegir við að ná ein- hverju undir skilgreiningar. En ég er ekki að tala um að mjólka neitt þennan sjóð, hef engan sér- stakan áhuga á slíku, ég er að tala um prinsipp. Þú segir í Stefni að þessi að- ildarhugmynd eigi ekkertskylt við að stofna íslenskan her. En aðild að þessum sjóði eiga varnarmál- aráðuneytin, herirnir... - Ja, fyrst og fremst náttúrlega sendinefndimar í Brússel, en sjálfsagt með miklum stuðningi frá varnarmálaráðuneytunum. En ertu þá ekki að tala um að búa hér til eitthvert varnarmála- ráðuneyti, til dœmis úr „varnar- málaskrifstofu“ utanríkisráðu- neytisins? -Nei, það er nú ekki. En skrif- stofuna þyrfti auðvitað að efla, bæði hvað varðar starfslið og sérfræðinga. Aðild íslands að sjóðnum yrði auðvitað þáttur af eðliiegri samvinnu Bandaríkj- anna og Islands, en við hana mundi hlutur fslands aukast. Auðvitað eigum við nú þegar vissan þátt í ákvörðunum og framkvæmdum í samvinnu við Bandaríkjamenn. En sumt af því sem þeir leggja upp við okkur em framkvæmdir sem búið er að fja.Ha um í Mannvirkjasjóðnum, og það er ekkert sjálfgefið, eins- og málin standa nú, að íslending- ar hafi nokkuð komið þar nálægt, því að þetta hefur verið meira og minna á könnu Bandaríkja- manna. Þú vilt ekki stofna her, en þó auka þátttöku íslendinga í svo- kölluðum varnarmálum. Finnst þér til dœmis koma til greina að íslendingar ekki bara starfi í rat- sjárstöðvunum hérlendis, heldur beinlínis reki þœr, þœr séu undir íslertskri stjórn, á valdi íslend- inga? - Mér finnst vera of snemmt að segja um það. Ég held að það sé óraunhæft að tala um það núna. Hvað sem síðar verður? - Hvað sem síðar verður. -m Einar Sigurðsson útvarpsstjóri Bylgjunnar: Utbreiðslan miklu örari en ráð var fyrir gert í upphafi. Mynd: Sig. Bylgjan Ný ras í afmælisgjöf Bylgjan heldur upp á ársafmœlið í dag. Einar Sigurðsson útvarps- stjóri: Leggjum mikið upp úr nánu sambandi við hlustendur. 82% landsmanna ná nú útsendingum stöðvarinnar etta er okkar fyrsta afmæli, og því lítum við á það sem stóraf- mæli. Við riðum á vaðið fyrir ári síðan þegar frjáls útvarpsrekstur var ókannað land og ákváðum að taka þessa áhættu, bæði hluta- fjárcigendur og þeir sem réðu sig í vinnu, sagðiEinarSigurðsson, út- varpsstjóri Bylgjunnar í spjalli við blaðið í gær, en Bylgjan held- ur upp á eins árs afmæli í dag. „Breytingarnar eru augljósast- ar ef maður kveikir á útvarpinu," sagði Einar. „Áður en Bylgjan hóf útsendingar var aðeins Ríkis- útvarpið með eina rás frá morgni til miðnættis eða svo, og aukarás sem útvarpaði sex til sjö tíma á dag, og var með sundurslitna dagskrá. Það er allt önnur mynd sem blasir við núna. Þrjár músík- stöðvar eru í gangi allan sólar- hringinn auk eldri rásar Ríkisút- varpsins. Frá 1. desember í fyrra hefur Bylgjan útvarpað allan sól- arhringinn. Á endanum fylgdi Ríkisútvarpið á eftir og svo Stjarnan.“ Hlustendanávígi hefur verið eitt helsta einkenni Bylgjunnar. Einar var spurður hvort menn hyggðust halda sínu striki með það, og sagði hann það vera. „Við viljum alltaf halda þessu ná- vígi, en að sjálfsögðu tekur það breytingum. Flóamarkaðurinn hefur verið færður til og síma- sambandið við hlustendur hefur líka breyst. En við leitumst samt við að reyna að halda úti tvíhliða útvarpi, og leggjum töluvert upp úr þessum litlu þáttum í daglega lífinu - afmæliskveðjur, brúðar- kveðjur og fleira - enda er mikil aðsókn í þetta efni. Þar blandast kannski inn í þessi frægi áhugi ís- lendinga hver á öðrum.“ Samkvæmt síðustu könnunum ná nú um 82% landsmanna út- sendingum Bylgjunnar, og að sögn Einars er það miklu örari útbreiðsla en gert var ráð fyrir í upphafi. Ný rás er í bígerð á Bylgjunni og eru dagskrárdrög í vinnslu. Hún verður afmælisgjöf Bylgju- fólks til sjálfs sín. Að sögn Einars verður nýja rásin byggð upp í áföngum, og verður þar meira lagt upp úr unnu dagskrárefni en á þeirri sem fyrir er. HS 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.