Þjóðviljinn - 27.09.1987, Page 2
FLOSI
\iku
skammtur
Allir íslendingar eiga sér aðalstarf og hjáverk.
Mín hjáverk hafa lengi verið að skrifa greinakorn
í Þjóðviljann. í þetta blað hef ég semsagt skrifað
á sjö daga fresti síðastliðin sextán ár.
Margir hafa orðið til að spyrja mig hvernig í
ósköpunum ég hafi farið að þessu og því er
auðsvarað:
Ég bara veit það ekki.
Upphaflega var ég víst það barnalegur að líta
svo á að maður ætti að leggja þeim málstað lið
sem bæri lítilmagnann fyrir brjósti, svo fór ég að
hafa gaman af þessu, líklega af því að ég fann
hjá mér dulitla löngun til að viðhalda þeirri litlu
sendibréfsfærni sem guð og gott fólk hefði ef til
vill lætt inn hjá mér.
Svo kom, að ég ánetjaðist þessu vikulega
blekbulli, svona einsog alki brennivíni og síðast
voru svo vikuskammtarnir orðnir mér jafn mikil
lífsnauðsyn einsog líkamsrækt og stólpípa er
fegurðardrottningum.
Svona hefur þetta gengið í sextán ár og nú er
ég semsagt að Ijúka fjórða kjörtímabilinu.
Nú hef ég, á þessum merku tímamótum, tekið
sólarhæðina í lífi mínu og er ekki frá því að sólin
sé komin úr hádegisstað þó enn sé að vísu
ratljóst. Það að degi er tekið að halla merki ég
einkum á því að ég er ekki bara orðinn íhalds-
samur. Ég er að verða rammasta afturhald.
Ég sem í æsku var svo róttækur að ég vildi
helst hengja alla andstæðinga öreigabyltingar-
innar upp á afturfótunum í von um að réttar
skoðanir rynnu inní hausinn á þeim um leið og
blóðið, er nú óðum að komast á þá skoðun að
flest gamalt sé gott og að nýbreytni eigi engan
rétt á sér nema sýnt sé að hún sé snöggtum
skárri en það sem fyrir var.
Stundum finnst mér svolítið ónotaleg tilfinn-
ing að vera að breytast svona, en það stafar
áreiðanlega bara af því, að ég er svo íhalds-
samur að ég verð fárveikur ef ég þarf að skipta
um skoðun.
Og þar komum við að meginorsökum þess að
ég hef skrifað í Þjóðviljann vikulega í sextán ár.
Ég er svo íhaldssamur að ég hef í fjögur kjör-
tímabil ekki getað hætt að skrifa í byltingarmál-
gagnið.
af kveðju
í sálarlífi mínu hefur verið afar róstursamt
uppá síðkastið. Anarkistinn - sem útleggst
stjórnleysinginn - í mér hefur einlægt verið að
ergja íhaldskurfinn, sem hafði þó lengi fengið að
vera í friði.
Þetta hefur verið að gerjast nokkuð lengi held
ég, en svo dró til tíðinda í Álfheimabakaríinu
vestur á Melum um daginn.
Án þess að fá rönd við reist, líkt og væri ég
ofurseldur hinu illa, brá ég ófrávíkjanlegri venju
og keypti sólkjarnabrauð í stað þess að kaupa
pálmabrauð, eins og hef þó gert daglega í ein
sjö-átta ár.
Mér var ekki sjálfrátt. Stjórnleysinginn hafði
náð á mértökum. Það hafði orðið bylting í sálar-
lífi mínu.
Ef einhverjum kynni nú að finnast þetta lítil
tíðindi, þá hefur sá hinn sami á réttu að standa,
að minnsta kosti í samjöfnuði við stjörnustríðsá-
ætlunina og heimsendi. En í mínu lífi veldur
þetta atvik tímamótum.
Stjórnleysinginn hefur náð undirtökunum.
í Alþýðubandalaginu hafa menn þreytt þá
íþrótt af miklu kappi uppá síðkastið, að tilkynna
að þeir gefi ekki kost á sér. Ótrúlegustu menn
gefa ekki kost á sér. Oft gefa menn ekki kost á
sér af því að þeir vilja gefa öðrum kost á að gefa
kost á sér og svo gefa hinir ekki heldur kost á
sér.
Og svona koll af kolli.
Bara allir sem vettlingi geta valdið í því að
gefa ekki kost á sér og líka hinir sem eiga erfitt
með að valda vettlingum.
Steingrímur Sigfússon viil ekki gefa kost á
sér, svo svigrúm skapist fyrir aðra að gefa kost á
sér. Guðrún Helga gefur ekki kost á sér, né
Svavar. Ólafur-Ragnar telur ekki tímabært að
gefa kost á sér, og Sigríður Stefánsdóttir ætlaði
fyrst ekki að gefa kost á sér, en þá varð hún fyrir
svo miklum þrýstingi að hún ákvað að gefa kost
á því að athuga hvort hún ætti að gefa kost á að
gefa kost á sér.
Og svo framvegis.
Og nú er komið að mér. Eftir sextán ár, þegar
fjórða kjörtímabilinu er að Ijúka, hef ég semsagt
afráðið að gefa ekki lengur kost á mér. Þess
vegna verður þetta síðasti „Vikuskammturinn"
minn í Þjóðviljanum, blaðinu sem mér þó er nú -
þegar öllu er á botninn hvolft - ekki alveg sama
um.
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma eru nú að
taka við blaðinu nýir menn sem eru allra góðra
gjalda verðir og eiga ekki að þurfa að hanga
með gamla dragbíta á bakinu þegar þeir leggja
á brattann.
Ég segi þessvegna einsog hinir:
- Ég vil að öðrum gefist kostur á að gefa kost
á sér og þess vegna finnst mér sá kostur vænst-
ur að gefa ekki kost á að gefa kost á mér.
Svo ég segi bless með umtalsverðum trega.
Og að lokum:
Ég byrjaði á Þjóðviljanum undir handarjaðri
Magnúsar Kjartanssonar en fyrir tilstilli Kjartans
vinar míns Olafssonar, sem þá var að taka við
ritstjórn blaðsins ásamt Svavari. Síðan hef ég
eignast á þessu blaði marga góða vini sem ég
mun áreiðanlega sakna og á ég þar ekki síst við
Elías Mar, sem með því að lagfæra málvillur og
koma vitinu fyrir mig hefur ósjaldan bjargað æru
minni. Þegar ég kveð allt þetta góða fólk verð ég
óneitanlega svolítið væminn í sálinni.
Á Þjóðviljanum hefur nefnilega alltaf verið af-
skaplega gott og hjartahreint fólk. Allir sem
handgengnir eru þessu blaði hafa einhvern tím-
ann verið róttækir, eða halda að þeir hafi verið
það - einsog ég.
Sumir eru það sjálfsagt enn, og þá frekar þeir
sem eru nýbyrjaðir á blaðinu einsog að líkum
lætur.
Það sem þetta fólk hefur, held ég, lengstaf
dreymt um, er að afnema misrétti og bæta
heiminn. Um aðferðirnar hefur stundum verið
deilt einsog gengur.
Stundum hefur það verið sagt um okkur, sem
skrifað höfum í Þjóðviljann að við værum nyt-
samir sakleysingjar, en þá vaknar bara sú
spurning:
- Nytsamir hverjum?
„Engar áhyggjur, gott fólk. Þetta Ijón er
nema það verði fyrir áreitni...“
algerlega meinlaust