Þjóðviljinn - 27.09.1987, Page 3
Denni - von
mannkynsins?
Dílararnir
vildu engan díl
Dægurmála-
deild
Eitt ónefnt vikublaö - gjarnan
bendlað viö æsifrétta-
mennsku hefur átt frekar erfitt
uppdráttarundanfarið: Frétta-
flutningurinn þykir ekki mikið
spennandi, „gömlu haukarn-
ir“ hverfa á brott hver á fætur
öðrum og þar f ram eftir götun-
um. Semsagt: Harðlífisfrétta-
mennskan hefur verið alls
ráðandi. En nú stóð til að
hrista af sér slenið: fara ofan í
saumana á eiturlyfjamarkað-
inumíeittskipti fyriröll. Ekkert
skyldi til sparað því nú áttu
lesendurnir að taka við sér
aftur.
Og þess vegna þurfti nátt-
úrlega viðtal við einhvern af
háköllunum í þessum bransa
- viðtal við einhvern hinna
stóru sem standa í inn-
kaupum og dreifingu.
Útsendarar vikublaðsins
ónefnda brugðu sér m.a. á
einn ágætan veitingastað í
borginni sem hefur það orð á
sér að þangað komi margir af
helstu kaupsýslumönnum á
þessu sviði. Okkar menn létu
mannalega eins og hæfði og
gáfu sig á eintal við nokkra
kaupahéðna. Viðtal, sögðu
þeir, við viljum krassandi við-
tal. Dílararnir hristu hausinn
yfir þessari málaleitan og kom
fyrir ekki þótt þeim byðist dá-
goð summa: 350.000 krónur
fyrir viðtalið! Engin alminlegur
díler, sagði einn dílerinn,
lætur hafa sig útí sona lagað...
Og, bætti hann við með óljóst
bros á vör, - þá myndi hann
bara gera það til að ræna ykk-
ur...
Útsendarar vikublaðsins
hurfu frekar rislágir á braut og
úttektin um eitrið er ekki kom-
in ennþá.B
Ríkisútvarpið ætlar ekkert að
gefa eftir í útvarpsstöðvastríð-
inu. I vetur verður bryddað
upp á ýmsum nýjungum,
einkum á Rás 2.
Búið er að ákveða að
stofna „Dægurmáladeild“
sem á aö hafa umsjón meö
morgunútvarpi Rásarinnar og
sérstöku síðdegisútvarpi, ekki
ósvipað því sem Hallgrímur
Thorsteinsson hefur stýrt af
myndugleik á Bylgjunni.
Til þess að stjórna þessum
breytingum á Rásinni og
halda utan um dægurmála-
deildina er enginn annar
mætturtil leiks á ný hjá gömlu
gufunni en Stefán Jón Haf-
stein sem alið hefur manninn
i Bandaríkjunum undanfarin
misseri.B
Njóttu ferðarinnar!
Aktu eins og þú vilt að aðrir aki
Góðaferð! tf|$FERÐAR
Myndlist
Sigurður Örlygsson
í galleríinu
SigurðurÖrlygsson hefur
opnað sýningu í Gallerí Svart
á hvítu við Óðinstorg. Sigurð-
ursýnirað þessu sinni 12 olíu-
og akrílmálverk. Sigurðurer
fæddur í Reykjavík árið 1946,
og stundaði nám við MHÍ á
árunum 1967-71, og héltsíð-
an utantilnáms.
Hann sótti Det Kongelige
Danske Kunstakademi hjá pró-
fessor Richard Mortensen. Eftir
það fór hann til Ameríku og nam
við Art Student Leauge of New
York árin 1974-75. Sigurður hef-
ur verið meðlimur í FÍM síðan
1973 og var formaður í eitt ár.
Hann var einn af stofnendum og
eigendum Gallerí Sólon íslandus
og Gallerí Gangskör. Þá var hann
kennari við Myndlista- og hand-
íðaskóla fslands árin 1980-86.
Helstu sýningar hans í Reykjavík
eru Unuhús (71), Norræna húsið
(72 og 76), Gallerí Sólon íslandus
(72), Kjarvalsstaðir (78), Djúpið
(81), Asmundarsalur (84) og
Kjarvalsstaðir (86). Hann hefur
einnig tekið þátt í fjölda samsýn-
sýnir
inga. Þetta er því í fyrsta skipti
sem Sigurður Orlygsson sýnir í
Gallerí Svart á hvítu og fróðlegt
að sjá, hvað hann hefur að segja
veggjunum þeim.
Gallerí Svart á hvítu er opið frá
14-18 alla daga, nema mánudaga.
Síðasti sýningardagur er 11. okt-
óber.
-ekj.
Síðan Indriði G. Þorsteins-
son kom á Tímann til að
leggja línuna hafa verið tekin
þar upp vinnubrögð sem um
margt eru skondin. En það
sem einkennir blaðið þó mest
er hin yfirgengilega foringja-
dýrkun. Þeir Steingrímur og
Halidór mega varla ganga
yfir götu eða hnerra í þriggja
manna hópi öðruvísi en að allt
heila klabbið sé komið á for-
síðu Tímans daginn eftir og
oftast í leiðarann líka.
En sjaldan hefur Indriði
hneigt sig jafn rækilega fyrir
Denna og einn daginn nú í vik-
unni þegar leiðari Tímans hét:
„Von mannkynsins" og
hófst á orðunum: „Stein-
grímur Hermannsson fiutti
ræðu...“B
Tími/Lystiskáli, gert í Malmö, 1985.
Myndlist
HMI
Rúrí sýnir á Kjarvalsstöðum
Tími - heitir myndlistarsýning
sem Rúrí opnar nú um helgina
að Kjarvalsstöðum. Þar er um
að ræða tvö umhverfisverk,
grafískar dókúmentasjónir,
Ijósmyndir og teikningar.
Jafnframt hefur Rúrí látið
prenta 40 síðna bók með lit-
myndum, sem geymir heim-
ildir um þau verk sem hún hef-
ur verið að vinna að heima og
erlendis á undanförnum
árum.
Tími, sem sýningin dregur nafn
sitt af, byggist á fimm verkum,
sem öll hafa verið áður á sýning-
um erlendis, í Malnrö, Kaup-
mannahöfn og Helsinki. Ekkert
þeirra hefur áður verið sýnt hér
heima fyrr en nú. En Rúrí fékk
boð um að taka þátt í stórum sýn-
ingum, þar sem áherslan var lögð
á umhverfislist.
Þetta er sjöunda einkasýning
Rúríar, hún hefur að auki tekið
þátt í yfir 50 samsýningum í ellefu
þjóðlöndum. Að loknu námi í
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands, stundaði hún framhalds-
nám í Hollandi, þar sem hún m.a.
stóð að rekstri gallerís LÓU í
Amsterdam. Einnig hefur hún
starfað að félagsmálum mynd-
listarmanna, var t.d. ein af stofn-
endum Nýlistasafnsins, tók þátt í
skipulagningu sýningarinnar
Experimental-environment, sem
haldin var á Korpúlfsstöðum
1980. Er núverandi formaður
Myndhöggvarafélagsins í
Reykjavík. Sýningin að Kjarvals-
stöðum stendur til 11. október.
Hún er opin alla daga frá kl. 14-
22. -ekj.
Rúst, gert í Kaupmannahöfn 1984. Listamaðurinn er með á myndinni.
Sunnudagur 27. september 1987 JÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3