Þjóðviljinn - 27.09.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Qupperneq 4
Sjálfsœvisaga Kasparovs heimsmeistara Sá sem ekki hefúr slegist við fúlmenni þekkir ekki Iffið Heimsmeistarinn krýndur: Ég er Fischer fremri.. Þann tólfta október hefst í Sevilla á Spáni fjóröa einvígiö sem þeir Kasparov og Karpov heyjaum heimsmeistaratitil- innískák. Réttfyrirþaumerku tíöindi gerist það að á Vestur- löndum kemur út sjálf- sævisaga sem Garri Kaspar- ov hefurtekið saman ísam- vinnu viö breskan blaða- mann. Þar lýsir hann ekki að- eins ævi sem frá sjö ára aldri stefndi á skákkórónuna, held- urgerirog upp reikninga við óvini sína í sovéska skáksam- bandinu og Fide og sparar hvergi hin breiðu spjótin. Samkvæmt ævisögu þessari er barátta Kasparovs fyrir heims- meistaratitlinum oftar en ekki rækilega flækt saman við pólitísk átök. Þrisvar hefur hann á sinni sigurgöngu talið sig rekast á pólit- íska hnullunga sem áttu að fella hann úr leik. Og þrisvar sinnum tókst honum að afla sér stuðnings áhrifamikilla manna sem nú sitja í æðstu valdastofnun Sovétríkj- anna, framkvæmdanefnd Kommúnistaflokksins, allt sam- an menn Gorbafsjovs. í öll skiptin var um það að ræða að afturkallaðar yrðu ákvarðanir stjórnenda hins volduga Skák- sambands Sovétríkjanna, eða komið í veg fyrir að þær yrðu teknar. Skák og valdatafl Ekki að undra kannski að Kasparov kalli bók sína, sem er nú að koma út á Vesturlöndum, „Pólitískt tafl“. Kasparov lýsir svo málum, að skákskriffinnarnir hafi, undirfor- ystu Nikolajs Krogius, ákveðið að Karpov væri heimsmeistarinn og allt yrði að gera til að treysta hann í þeim sessi. Hann var líka Rússi, en ekki Gyðingur eða Armeni eins og ég, segir Kaspar- ov. Kasparov fékk líka oft að heyra það hjá Krogiusi hvers vegna honum væri ekki hjálpað á skákbrautinni - nema síður væri: „Við eigum heimsmeistara og þurfum ekki annan“. Fyrst kom til árekstra vorið 1982. Kasparov var þá nítján ára og vildi til að bæta við reynslu sína og orðstír taka þátt í mjög sterku alþjóðlegu móti í Bugojno í Júgóslavíu. Skákyfirvöld í Mos- kvu vildu aftur á móti hola hon- um niður á miklu veikara móti í Dortmund í Þýskalandi. Þá greip Kasparov til þess ráðs að hringja í Alíev, landshöfðingja flokksins í Azerbædsjan (en þar hefur Kasp- arov alist upp), og það dugði. Kasparov fór til Bugojno, glímdi þar við tvo fyrrverandi heimsmeistara og ellefu aðra öfluga stórmeistara og vann. Hitnar í kolum Önnur orustan var háð sumar- ið 1983. Skákstjórar sovéskir vildu ekki leyfa Kasparov, sem þá var einn af líklegustu áskor- endum Karpovs, að heyja einvígi við Kortsjnoj, sovéskan útlaga, í Pasadena í Kaliforníu. Kasparov varð að sitja heima og Kortsjnoj var lýstur sigurvegari í einvíginu vegna þess að andstæðingurinn hefði ekki mætt. Enn kom Gejdar Alíev til skjalanna og knúði fram rétt skjólstæðings síns. Stefnu- breytingin kostaði Sovéska skáksambandið að vísu um 200 þúsund dollara - eftir að það fé var fram reitt voru Kortsjnoj og Fide reiðubúin að gleyma Pasa- dena og halda annað einvígi í London. Þar vann Kasparov og eftir að hafa lagt Smyslov í öðru einvígi hafði hann áunnið sér réttinn til að skora á Karpov. í þriðja skipti sauð upp úr árið 1985 þegar forseti Fide, Filippse- yingurinn Campomanes, sem dreginn hafði verið inn í Karpov- klíkuna, stöðvaði einvígi þeirra eftir 48 skákir. Eins og marga rekur minni til hafði Karpov náð því að vinna fimm skákir án þess að Kasparov ynni eina einustu og átti ekki nema einn vinning eftir til að halda heimsmeistaratitlin- um. En þá vann Kasparov þrjár skákir í röð. Campomanes og aðrir vinir Karpovs fórnuðu höndum, einvígið var stöðvað á þeim forsendum að það hefði staðið alltof lengi og heilsa þátt- takendanna væri í hættu. Kaspar- ov mótmælti og sagði m.a. í við- tali við vesturþýska blaðið Spieg- el frá „hneykslanlegum aðferð- um þeirra Campomanesar og Karpovs“. Nú þótti forvígis- mönnum Sovéska skáksam- bandsins sem Kasparov hefði framið sitt harakiri og vildu taka af honum réttinn til að glíma við Karpov í nýju einvígi haustið 1985. En þá gat Kasparov fengið stuðning Jakovlévs nokkurs - einmitt eins þeirra sem nú sitja í framkvæmdanefnd Kommún- istaflokks Sovétríkjanna við hlið Gorbatsjovs. Og í því einvígi hafði hann sigur. Svartir og hvítir menn Öllu þessu lýsir Kasparov í smáatriðum í bók sinni. Hann velur sér að einkunnarorðum brot úr söng eftir Vladimír Vysot- skí, skáld og leikara sem margir Sovétmenn hafa tekið sér til dýrl- ings eftir að hann lést 1982: „Sá sem aldrei hefur slegist við böð- ulsþjóna og níðinga hefur misst af því sem máli skiptir í heiminum“. Þessi orð eiga vel við andann í Eg er barn þessara umbrotatíma Kasparov um skák og Gorbatsjov Ég berst ekki aðeins fyrir því að reisa við réttlætið á sviði skáklistarinnar. Um leið og ég berst fyrir hreinleika þeirra hugsjóna sem ríkja eiga í þessari íþrótt, berst ég fyrir gildum sem ná langt út fyrir taflborðið. Þettaáeinkum og sérílagi við um Sovétríkin, ekki aðeins vegna þess að skákin er okkar þjóðaríþrótt, heldur og vegna þess að bar- áttan fellur saman við þýðing- armikið tímaskeið í okkar sögu - tíma umbreytinga. Ég er barn þessara umbrota- tíma. Það sem nú er að gerast í Sovétríkjunum hefur ekki aðeins félagslega og efnahagslega þýð- ingu heldur og sálræna. Um er að ræða að breyta afstöðu manna til lífsins og starfsins. Barátta mín er tákn um hina almennu baráttu milli „svarts" og „hvíts“, milli hins gamla og hins nýja, sem háð er á mörgum svið- um okkar þjóðlífs. Mikhaíl Gor- batsjov hefur vissulega ekki þörf fyrir skilmálalausan stuðning minn, enda er hann leiðtogi eins öflugasta ríkis í heimi. En án um- bóta hans gæti ég ekki háð bar- áttu mína með jafn opinskáum hætti og með jafnmiklum líkum á árangri. Ég er sannfærður um það, að ég berjist á mínu sviði fyrir sömu hugsjónir hreinskiptni og lýðræðis og Gorbatsjov hefur gert okkur öllum að leiöarljósi.“ (áb þýddi) 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.