Þjóðviljinn - 27.09.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Page 7
Vímuefnaneysla unglinga Á hverju ári fara að jafnaöi um 6019 ára og yngri manns í meðferð hjá SÁA. Innlagnir fólks á þessum aldri á geð- deild Landspítalansvegna misnotkunar áfengis og ann- arra vímuefna eru á bilinu 20 til 30. Fyrstu átta mánuði þessa árs var 71,21 árs og yngri, handtekinn og kærður af fíkniefnadeild lögreglunnar. Þessar tölur leiða í ljós að mis- notkun ungmenna er allnokkur. Engin sérhæfð meðferð er fyrir hendi. Reynslan sýnir að með- ferð hjá SAÁ eða á geðdeildum skilar yfirleitt litlum árangri hjá þessum aldurshópi. Samkvæmt könnun Ómars H. Kristmundssonar síðan í október 1984 höfðu 16.1% ungmenna á aldrinum 16-20 ára prófað kanna- bisefni; könnun Landlæknisemb- ættisins sem framkvæmd var í apríl sama ár, þar sem reynt var að ná til allra skólanemenda á aldrinum 15 til 20 ára, leiddi í ljós að 8.2% 16 ára krakka höfðu prófað kannabis; 18.2 18 ára krakka og 30.3% þeirra sem orð- nir voru tvítugir. Það virðist því nokkuð almennt að krakkar hafi prófað fíkniefni en einungis lítið hlutfall notar þau að staðaldri. Áfengisneysla er, eins og gefur að skilja, miklu algengari og flestir sem leita sér meðferðar undir tvítugu hafa fyrst og fremst misnotað það. Könnun unglingadeildar í maí í vor var birt skýrsla sem Einar Gylfi Jónsson vann upp úr athugun starfsmanna útideildar og unglingadeildar Félagsmála- stofnunar á þeim krökkum sem stofnunin hafði haft afskipti af og talið var að ættu við vímuefna- vanda að etja. Auk þess var leitað til starfs- manna Unglingaheimilis ríkisins og þeir beðnir að gera samskonar úttekt á sínum skjólstæðinga- hópi. Alls bárust 83 eyðublöð sem könnunin var unnin upp úr og var einstaklingunum skipt í þrjá hópa: A, þá sem starfsmenn töldu að þurfi á meðferð að halda á sérstakri meðferðarstofnun fyrir unga vímuefnaneytendur; B, þá sem eiga í alvarlegum vímuefna- vanda en, svo notað sé orðalag skýrslunnar, „starfsmenn telja einhverjar líkur á, að þau úrræði sem fyrir hendi eru f dag gætu hugsanlega nýst þeim“, og í C- hóp voru settir þeir sem starfs- menn hafa haft afskipti af sl. ár en virðast vera að spjara sig. í A-hóp, þann verst setta, flokkuðust 18 unglingar í B- hópinn 44 og 21 í C-hóp. Meðal- aldur þessara krakka var sextán og hálft ár. Samkvæmt þessum tölum þurftu því 18 unglingar meðferð á sérstakri meðferðarstofnun fyrir unga vímuefnaneytendur. Sú stofnun er ekki til hérlendis. EKKI HÆGT AÐ HJÁLPA ÖLLUM? Talsvert stór hópur unglinga neytir vímuefna að staðaldri. Afbrot og ofbeldi óhjá kvœmilegirfylgifiskar. Fjölskyldan yfirleitt í upplausn. Engin meðferðfyrirþessa krakka. Krísuvíkursamtökin telja sig ekkigeta tekið viðþeim sem verst erkomiðfyrir þjófnaður, skjalafals, innbrot og ofbeldi oftar en ekki fylgifiskur vímuefnaneyslunnar. Vert er að taka fram að þetta átti ekki við um alla unglingana. Eins og fram kom hér að framan var meðalald- ur krakkanna rúm 16 ár þegar könnunin var gerð en engu að síður höfðu tæp 60% komist í kast við lögin vegna afbrota - þar af 28% oftar en fimm sinnum. Ekki hœgt að hjdlpa öllum? Öllum ber saman um að fyrir- byggjandi aðgerðir verði að efla til muna. Þannig verði að taka upp í skólum fræðslu um vímu- efni í stórauknum mæli. „Fyrst og fremst þarf að breyta viðhorfum fólks,“ sagði Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi í samtali við Sunnudagsblaðið. „Við verð- um að byggja upp neikvætt við- horf hjá unglingum gagnvart áfengi og öðrum vímuefnum og skólarnir henta best til þess. Og við þurfum ekki að ljúga neinu að krökkunum - sannleikurinn um þessi efni er það hrikalegur. Ég held að kennarar séu í aðra rönd- ina dálítið hræddir við að taka þetta mál upp; telji sig ekki nógu fróða um það. En það getur hver heilvita maður talað um og út- skýrt afleiðingar vímuefnan- eyslu. Það þarf enga sérfræðinga til þess. Kennara vantar á hinn bóginn stuðning og upplýsingar og ég tel að menntamálaráðu- neytið þurfi að eiga frum- kvæðið." Það liggur fyrir að talsverður hópur unglinga á við veruleg vím- uefnavanda að etja. Fylgifiskarn- ir eru félagsleg einangrun, afbrot ogvergangur. Fjölskyldur krakk- anna eru oftar en ekki í upplausn. Engin meðferð er til fyrir þessa krakka. Unglingageðdeildin mun aldrei anna þörfinni. Krísuvík- ursamtökin telja sig ekki geta tekið á móti þeim verst settu. Þeirra bíður ekkert annað en áfr- amhaldandi neysla og þau verða einangruð í mannlegu samfélagi. -M- Nýlega var að vísu opnuð ung- lingageðdeild sem m.a. er ætlað að taka til meðferðar unga fíkni- efnaneytendur. Þar geta hins vegar í mesta lagi fjórir til fimm slíkir dvalið í einu og að auki hef- ur það vakið efasemdir margra að setja á sömu deild unglinga með geðræn vandamál annars vegar og svo fíkniefnanotkun hinsveg- ar. Svo sem fram kemur á næstu síðu hyggjast Krísuvíkursam- tökin hefja starfsemi í byrjun næsta árs. Áætlað er að allt að 20 unglingar geti dvalist þar þegar vesturálma byggingarinnar verð- ur tekin í notkun að fullu. En samkvæmt upplýsingum Snorra F. Welding telja samtökin sig ekki geta tekið við þeim ung- lingum sem verst eru settir - A- hópnum svokallaða úr könnun Félagsmálastofnunar, - þeim krökkum sem talin eru í brýnni þörf fyrir meðferð. Krísuvíkur- samtöicin ætla hinsvegar að gera út á B-hópinn; en ekki var talið nauðsynlegt af starfsmönnum Félagsmálastofnunar að þeir krakkar færu í sérstaka meðferð. Eins og fram kemur hjá Snorra er reiknað með að meðferðin í Krís- uvíkurskóla taki eitt ár. Það hlýtur að skjóta skökku við að telja ungmenni á ársdvöl þar, þegar sérfræðingar telja að þau hafi ekki sérstaka þörf fyrir meðferð, en sniðganga þann hóp sem virkilega þarf á hjálp að halda. Það eru því engin teikn á lofti sem benda til þess að úr rætist fyrir þá unglinga sem verst eru settir. Bakgrunnurinn slœmur Rannsóknir benda til að félags- legur bakgrunnur langflestra ungra misnotenda sé bágborin. í erindi sem Hulda Guðmunds- dóttir, geðlæknir, hélt á nám- stefnu Fíknivarnanefndar ríkis- stjórnarinnar og Blaðamannafé- lags fslands nú í vor, kom fram að yfirleitt hætta krakkarnir í skóla um 14-15 ára aldur. Niðurstöður úr athugun Félagsmálastofnunar renna stoðum undir það. í þeirri könnun kom einnig fram að rúm 56% unglinganna ólust ekki upp hjá báðum kynforeldrum. Vandamál foreldra þeirra reyndust síðan litlu minni en krakkanna sjálfra: 22% ungling- anna áttu foreldra með geðrœn vandamál, fjárhagsvandi var hjá nærfellt 70% og um 60% foreldr- anna misnotuðu sjálf áfengi ogl eða vímuefni. Þá kom í ljós að nærfellt fjórðungur krakkanna v hafði orðið fyrir ofbeldi í heima- húsum og 7.5% fyrir sifjaspelli. Afbrot samhliða neyslu Þeir unglingar sem ánetjast fíkniefnum leiðast oftar en ekki út í afbrot. Svo enn sé vísað til athugunar Félagsmálastofnunar á skjólstæðingunum 83, var Sunnudagur 27. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.