Þjóðviljinn - 27.09.1987, Qupperneq 8
LEMDARI
Enginn
er stikkfrí
Á síöustu árum hefur misnotkun ólöglegra fíkniefna
færst mjög í vöxt hér á landi. Þannig fjölgar þeim mjög
sem leita sér meðferðar hjá SÁA vegna fíkniefna-
vandamála - þótt þeir séu ennþá langflestir sem ein-
vörðungu hafa þurft að glíma við Bakkus kallinn. Jafn-
framt þessari þróun er Ijóst að allstór hópur ungs fólks
hefur orðið illa úti vegna vímugjafanotkunar. Kannanir
leiða í Ijós að um það bil fjórðungur ungmenna fram að
tvítugu hefur prófað kannabisefni. Flestir gera það
einungis einu sinni og láta þar við sitja, en þeir sem
nota efnin að staðaldri eru það margir að ekki er hægt
að loka augunum fyrir því. Afleiðingar neyslunnar eru
margháttaðar eins og fram hefur komið í könnunum:
Oftar en ekki leiðast unglingar út í afbrot, flosna upp úr
skóla og missa tengslin við fjölskyldur sínar.
Það er heldur ekki hægt að líta fram hjá þeiri staðr-
eynd að flest ungmenni sem ánetjast vímuefnum
koma úr fjölskyldum þar sem mörg vandamál eru fyrir.
Könnun unglingadeildar Félagsmálastofnunar í
Reykjavík sem gerð var í vor meðal 83 skjólstæðinga
sýndi að ofbeldi var algengt á heimilum unglinganna,
7,5% þeirra höfðu orðið fyrir sifjaspellum og tæplega
60% foreldranna misnotuðu áfengi eða önnur vímu-
efni.
Það er því Ijóst að fíkniefnanotkun unglinga er
þjóðfélagslegt vandamál en ekki einkamál þeirra
óhamingjusömu einstaklinga sem verða vímuefnun-
um að bráð.
Síðustu misserin hafa sprottið upp nokkrir öflugir
hópar áhugafólks sem bundist hefur samtökum um að
leggja sitt af mörkum í baráttunni. Vímulaus æska er
þar gott dæmi um, en sá félagsskapur dreifði nýverið
ítarlegum bæklingi á öll heimili í landinu, þar sem á
aðgengilegan hátt er farið ofan í saumana á fíkniefnum
og afleiðingum af neyslu þeirra. Hinu opinbera er skylt
að styðja við bakið á samtökum á borð við Vímulausa
æsku, enda verður seint hægt að verja of miklum
fjármunum í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn fíkniefnum.
Eins og nú háttar til er engin meðferð fyrir hendi sem
sérsniðin er að þörfum unglinga. Fyrir skömmu var
vígð unglingageðdeild, sem m.a. á að takast á við
vandamál ungra fíkniefnaneytenda. Deildin mun hins
vegar hvergi nærri anna þeirri þörf sem fyrir hendi er. í
könnun Félagsmálastofnunar sem áður var vísað til
kemur fram að 18 af þeim 83 sem könnunin náði til
þurftu, að mati starfsmanna, á sérhæfðri meðferð fyrir
unglinga að halda.
Krísuvíkursamtökin taka fyrsta áfanga meðferðar-
stofnunar fyrir ungt fólk í gagnið í byrjun næsta árs. Þar
verður fljótlega pláss fyrir 20 ungmenni. Samkvæmt
upplýsingum Snorra F. Welding telja Krísuvíkursam-
tökin sig ekki geta tekið á móti þeim sem verst eru
settir. Það eru óneitanlega váleg tíðindi ef sérhæfð
meðferðarstofnun fyrir unglinga telur einhverja svo illa
stadda að þeir fá ekki inni. Og sá hópur telur vitaskuld
ekki bara 18 unglinga - aðeins er um að ræða þá sem
voru í hópi skjólstæðinga Félagsmálastofnunar og
Unglingaheimilis ríkisins.
Krísuvíkursamtökin hafa vissulega unnið gott starf
það sem af er og þegar stofnunin verður opnuð hafa
þau lyft Grettistaki. En forráðamenn samtakanna
hljóta að taka það til athugunar hvort rétt sé að úthýsa
unglingum á þeim forsendum að þeir séu of illa staddir.
En þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst að ríkið
getur ekki reitt sig á að einstaklingar og félagasamtök
leysi allan vanda. Hið opinbera verður að axla ábyrgð-
ina líka. Það verður best gert með því að setja á lagg-
irnar heimili fyrir þá unglinga sem hætt eru komnir
vegna misnotkunar.
Ekki er síður brýnt að efla fyrirbyggjandi starf með
fræðslu og áróðri. Það verður að byggja upp neikvætt
viðhorf hjá börnum og unglingum gagnvart fíkniefnum.
Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá þegar líf og
framtíð ungs fólks er stefnt í voða.
-hj.
Aðnáfökum
Snemma nœsta árs hefst rekstur meðferðarheimilis íKrísuvík
fyrir unga vímuefnaneytendur
„ Við sem höfum kynnst þess-
um sjúkdómi - alkóhólisma
og eiturlyfjaneyslu - af eigin
raun og barist við hann í mörg
ár, töldum að eitthvað þyrfti
að gera fyrir það ungafólk
sem hefuránetjastvímuefn-
um,“sagði SnorriF. Welding
í samtali við Sunnudagsblað-
ið, en hann er einn af stofn-
endum Krísuvíkursamtak-
anna. Undanfarið hafasam-
tökin verið að koma skólanum
í Krísuvík í það horf sem til þarf
svo hægt verði að setja á
laggirnar skóla og meðferðar-
heimili fyrir unga vímuefna-
neytendur. Áætlað er að fyrsti
áfangi byggingarinnar-vest-
urálman - verði tekin í notkun
fljótlega uppúr áramótum. Þar
verður rúm fyrir um það bil 12
unglinga.
„Reynslan sýnir að ungmenni
eiga mjög erfitt með að nýta sér
þá meðferð sem SÁÁ býður upp
á. M.a. vegna þess að þar er
mikið til byggt upp á fyrirlestrum
sem unga fólkið hefur hvorki
reynslu né þroska til að skilja eða
mæla á sjálfu sér. Prógramm
SÁÁ er vel til þess fallið að
hjálpa þeim sem komnir eru á
þrítugsaldur, og þar yfir, enda
hefur það sýnt sig að fólk fer ekki
að ná árangri í baráttunni gegn
fíkninni fyrr heldur en þá. Okkar
prógramm verður á hinn bóginn
sérsniðið að þörfum og þroska
ungs fólks, sem ánetjast hefur
vímuefnum og hrökklast frá
námi.
- En er ástœða þess hve ung-
lingum gengur illa að tileinka sér
meðferð SAÁ ekki einfaldlega sú
að þeir eru ekki búnir að fá nóg?
„Jú, það er líka til í dæminu.
Þeir eru kannski ekki haldnir
þessari knýjandi þörf sem rekur
aðra áfram til að sigrast á vímu-
efnaneyslu sinni. En við þurfum
að taka tillit til svo margs þegar
við hjálpum unglingum. Vanda-
mál þeirra er oftast margþætt:
Fjölskyldan er oft í upplausn,
skólagangan í molum, þeir hafa
einangrast félagslega og svo
framvegis. Við þurfum markvisst
að byggja einstaklinginn upp og
taka tillit til margra þátta í lífi
hans.“
- Hvað er mikil þörf að ykkar
mati, fyrir meðferðarstofnun eins
og Krísuvíkurskólann?
„Þörfin er náttúrlega alltof
mikil, því miður. En ef við tökum
unglinga á aldrinum 13-20 ára, þá
skilgreinum við það sem ofneyslu
ef einstaklingurinn notar áfengi
einu sinni eða oftar í viku.“
- En varla er það sambœrilegt
þegar tvítugur maður fœr sér í
staupinu einu sinni í viku og 13 ára
unglingur sem er kominn út í
eiturlyf?
„Nei, það er ekki líku saman að
jafna, og við vitum að tímabund-
in ofneysla leiðir ekki alltaf til
þess að menn verði háðir efninu.
Sumum tekst að hætta og aðrir
hafa stjórn á neyslu sinni. En við
vitum líka að 10-15% verða háðir
áfengi eða eiturlyfjum. Einkenn-
in hjá ungu fólki eru yfirleitt þau
sömu; það hættir í vinnu, flosnar
upp úr skóla, hegðunarvandamál
koma í Ijós og það missir tengsl
við þann hóp sem það tilheyrði.
Þetta skapar gríðarleg vandamál
á heimilum og ótta hjá foreldrum
þessa unga fólks. Við ætlum að
hjálpa þessu unga fólki til að sigr-
ast á fíkninni.
- Hvað eru það þá margir sem
þið teljið að hafi þörf fyrir hjálp?
„Við vitum það í rauninni ekki
alveg. En við getum strax tekið
þann hóp sem Félagsmálastofnun
gerði athugun á í vor. (Sjá síðu 7-
innskot blm.). Þar kom fram að
18 einstaklingar voru langt
leiddir af vímuefnaneyslu, 44 áttu
í talsverðum vandræðum. Meðal-
aldur þessara krakka var 16 ár.
En það eru ekki allir sem geta
komið til okkar. Við einbeitum
okkur að þeim sem við teljum að
við getum hjálpað. Og ég er
hræddur um að A-hópurinn -
þessi sem telur 18 manns - sé of
langt leiddur til að hafa gagn af
okkar meðferð og skóla.“
- Þið lítið semsagt á þau sem
vonlaus tilfelli. Ætlið þið að af-
skrifa þessa krakka?
„Við tökum við þeim sem til
okkar er vísað, til dæmis frá öðr-
um sjúkrastofnunum, skólum og
læknum. Eins og ég sagði munum
við fyrst og fremst reyna að fá þá
sem geta nýtt sér okkar meðferð.
Okkar prógramm gerir ráð fyrir
því að einstaklingur verði
greindur af fagfólki; læknum, sál-
fræðingum, geðlæknum. En áður
en við getum tekið krakka til
okkar verða þeir að fara í af-
vötnun annars staðar.“
- Ætlið þið að senda 14-15 ára
krakka á Vog eða Kleppsspítala?
„Það þarf vitaskuld samþykki
foreldra þeirra til þess, svo við
sendum engan neitt.“
- En telur þú að það geri börn-
um gott að fara á þessa staði?
„Málið er viðkvæmt og í raun
er alltaf erfitt að meta hvað er
hverjum og einum fyrir bestu. En
Krísuvíkurskóli verður ekki af-
vötnunarstöð heldur meðferðar-
heimili og skóli. Við tökum
krakka í eftirmeðferð. Hún bygg-
ist á því að fyrst eru þau tekin til
greiningar í 3-5 daga. Greiningin
tekur til náms, fjölskyldu,
greindar, félagslegra aðstæðna
og þar fram eftir götunum. Síðan
tekur við tveggja mánaða mark-
viss meðferð gegn fíkninni. Jafn-
framt verða unglingar í námi
undir handleiðslu sérkennara -
því þetta verður skóli. Margir
hafa átt í miklum erfiðleikum í
skóla en hjá okkur verða sérfræð-
ingar sem munu aðstoða og
kenna. Unglingarnir verða síðan
einnig í vinnu, t.d. við ylrækt og
landgræðslu. Ætla má að dvölin
taki um eitt ár.
En semsagt, áður en unglingur
er settur í meðferð til okkar þarf
hann að fara í afvötnun eða af-
eitrun annars staðar."
- Þú sagðir „settir í meðferð“.
Verða unglingar hjá ykkur gegn
vilja sínum?
Húsið:
Vandamálin jafnmörg
OGBÖRNIN
„Viö leggjum áherslu á að
þetta er neyðarathvarf, sem
börn og unglingar geta leitað
til, en ekki meðferðarstofn-
un,“ sagði HansHenttinen,
starfsmaður Hússins sem
Rauði kross (slands rekur. „Á
ári æskunnar 1985 urðu mikl-
ar umræður um málefni þeirra
unglinga sem áttu undir högg
að sækja. Rauði krossinn vildi
leggja sitt af mörkum og fram-
kvæmdaráð - skipað RK-fólki
og fagmönnum - afréð að
hefjaþessa starfsemi. Húsið
var síðan opnað 14. desemb-
er 1985. Á þeim tæpu tveimur
árum sem liðin eru hafa 130
unglingar komið hingað - alls
230 sinnum. Sumir koma
bara einu sinni, aðrir oft. Og
vandamálin eru nánast
jafnmörg og krakkarnir."
„Upphaflega var þetta einkum
hugsað fyrir þá unglinga sem eru
háðir vímuefnum,“ sagði Hans,
„en fljótlega kom í ljós að vanda-
málin voru miklu margþættari.
Margir höfðu beðið skipbrot í
skólakerfinu og hætt námi, fjöl-
skyldur þeirra voru oft í upplausn
og þar fram eftir götunum. Það
má nefna sem dæmi að 70%
þeirra sem til okkar hafa komið
hafa ekki alist upp hjá báðum
kynforeldrum."
Meðalaldur unglinganna sem
leita til Hússins er tæp 17 ár og
stelpur ívið fleiri en strákar. Alls
geta sjö dvalið í einu í Húsinu og
meðaldvalartími þeirra er 7-8 sól-
arhringar. Að jafnaði vinna um
sjö manns í neyðarathvarfinu í
fimm til sex stöðugildum.
„Yfirleitt eigum við gott sam-
starf við foreldra barnanna. Því
er hins vegar ekki að neita að
margir hafa hreinlega gefist upp á
unglingunum og fela okkur því
fúslega umsjón með þeim. Vímu-
efnavandamál foreldranna eru
líka oft og einatt ekkert minni en
hjá unglingunum.
Að mínu áliti vantar langtíma-
meðferð sem er sérsniðin fyrir
þennan aldurshóp,“ sagði Hans,
„ég er ekki kunnugur því hvað
Krísuvíkursamtökin ætla að gera,
en í fljótu bragði virðist mér að
stefna þeirra sé rétt - að því leyti
að ætla sér nægan tíma til að
byggja unglingana upp. En vímu-
efni eru ekki höfuðvandamál
nema sumra af þeim sem hingað
koma. Vandinn er miklu marg-
þættari og snertir fjölskylduna,
skólann og fleira."
Auk neyðarathvarfsins er
Rauði krossinn með símaþjón-
ustu fyrir börn og unglinga. í
bæklingi sem gerður var til að
kynna þessa þjónustu segir: „Vit-
að er að fjölda barna og unglinga
vantar stundum einhvern fullorð-
inn til að ráðfæra sig við, deila
sorgum sínum og gleði með...“ f
kringum hundrað börn og ung-
lingar hafa hringt, stúlkur í yfir-
gnæfandi meirihluta. Og krakk-
arnir hafa bæði vandamál og
gleðitíðindi sem þau vilja deila
með öðrum. Sfminn er 622260...
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. september 1987
: