Þjóðviljinn - 27.09.1987, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Qupperneq 12
Einar Már Jónsson rœðir við Robbe-Grillet um bananarœkt, bókmenntir og kvikmyndagerð Inn um stóru gluggana skín málmkennd birta, sem berst frá lágskýjuðum himninum, bregðurgráleitum blæyfir húsgögnin, sem eru öll eins í langri röð meðfram gluggun- um, og endurspeglast á tré- bríkum þeirra. Hávaxnarjurt- irnar við vegginn fá einnig gráleitan blæ. Djúp þögn ríkir í anddyrinu, og það er eins og menn læðist um, þannig að skóhljóðið drukknar í tepþinu. Við eitt borðið situr miðaldra maður, dálítið kýttur með grátt hár og nokkuð úfið alskegg og flettir blaði, sem hann hefur annað hvort ekki áhuga á eða skilurekki. Ungum manni bregður fyrir við dyrnar, og hann skimar um með skóla- tösku í hendi, talsvert hugsi eins og hann sé að velta því fyrir sér hver muni verafyrir- myndin að „Grillu-Robba", skáldsagnapersónunni dular- fullu í íslenskum bókmenntum áttunda áratugarins (eða kannski hins sjöunda). Maður á gallabuxum með Ijós- myndavél í bandi um hálsinn kemur inn í anddýrið, gengur að ungri, smávaxinni og dökk- hærðri konu með sjal hang- andi á annarri öxlinni, spyr hvort hún sé Luise Rinser og hrökklast ruglaður á braut þegar hann fær neikvætt svar. Fyrirutangluggana renna bílar hjá, en í grárri birt- unni er eins og þeir séu dauf endurspeglun á sjónvarps- skermi sem slökkt er á. Mað- urinn með gráa hárið og úfna alskeggið er hættur að fletta blaðinu og horfir út um glugg- ann. Það er nákvæmlega á þessu augnabliki sem blaðamaður Pjóðviljans sest hjá honum og segir við hann eftir kveðjur og kynningu: Nú sagðir þú frá ífyrirlestri þín- um um daginn, Robbe-Grillet, að í hinni„nýju sjálfsœvisögu“ reyndu höfundarnir að setja fram ævi- sögu, sem þeir skildu ekki sjálfir af því að hún hefði kannski enga merkingu. Þar kœmu fram brot umkringd þokumóðu sem rynnu skki saman nema í óstöðuga heild og þá um stundarsakir. Þú hefur sjálfur gefið ýmis svör við því hvers vegna þú sért kominn til Islands. En liggur það ekki Ijóst fyrir, er ekki fyrir hendi bein skýring eins og í raunsœrri sögu eftir Balzac: þú ert búfrœðingur að mennt og serhœfður í meðferð banana, - en íslendingar eru einmitt mesti bananaframleiðandinn í Evrópu og veitti þeim sjálfsagt ekki af leið- sögn? Maðurinn með úfna hárið, sem lesendur vita nú að er Robbe- Grillet, einn af frumkvöðlum „nýju skáldsögunnar“ frönsku, tekst allur á loft: „Pað er ekki svo mikil banana- framleiðsla hér. Ég er búinn að leita að íslenskum banönum í öllum verslunum sem ég hef rek- ist á, og hvergi fundið neina. En hér ætti að vera hægt að fá mjög góða banana. Panniger nefnilega málum háttað, að mjög erfitt er að flytja banana langa leið og þarf til þess að tína þá af trjánum allt of snemma. Ef banananna er hins vegar neytt á staðnum er hægt að láta þá þroskast á trján- um og þá verða þeir svo miklu betri.“ Til að útskýra þetta þrífur Robbe-Grillet blokkina úr hönd- um blaðamannsins og teiknar af miklum áhuga þverskurð af ban- ana, sem hefur verið tíndur of snemma og látinn þroskast við flutning eða í geymslu, og þver- skurð af banana, sem hefur ekki verið tíndur fyrr en hann var orð- inn þroskaður á eðlilegan hátt. „Svona banana fær maður ekki í Frakklandi," segir henn og bendir á myndina, „en þá ætti að verahægt aðfáhérálandi. Þetta þekkja íslenskir framleiðendur tvímælalaust.“ Svo heldur hann áfram: „Það er satt að mín sérgrein áður en ég fór að skrifa skáldsögur var rækt- un banana á svæðum sem eru illa til þess fallin, eru t.d. of þurr. Bananar þola illa kulda og skemmast við lægri hita en sjö stig. Ég starfaði um skeið sem sérfræðingur í Dieppe og hafði þá það hlutverk að finna hver væri ástæðan þegar innfluttir bananar voru skemmdir" En rœktar þú sjálfur banana, - og eru einhvr tengsl milli banana og bókmennta? „Ég bý á búgarði í Normandí, og í garðinum þar eru ræktaðir tómatar og j afn vel vín viður - þótt ég sé ekki neinn vínbóndi eins og kollega minn Claude Simon nóbelsverðlaunahafi - en ég á ekki eitt einasta bananatré. Balz- ac, sem var stanslaust að leita að einhverri leið til að græða pen- inga og verða ríkur, lét sér detta í hug að rækta ananas á Parísar- svæðinu. En slíkt er hin mesta firra, því að ananas-tré fara ekki að bera ávöxt fyrr en eftir þrjátíu ár. Pá væri nær að rækta banana, þvf hægt er að fá fyrstu upp- skeruna eftir sex mánuði. En Balzac átti til að fá hinar furðul- egustu hugmyndir. Þessar löngu lýsingar, sem stundum er hægt að finna í bókum hans, gátu líka ver- ið fjáröflunarleið þótt undarlegt megi virðast: hann fékk borgað á hverja blaðsíðu fyrir sumar sögur sínar og þá var um að gera að nota allar leiðir til að teygja þær sem mest“. Það var greinilegt að þótt þessi bananaræktun kæmi nógu skýrt fram hjá Robbe-Grillet, var hún umkringd þokumóðu og vildi ekki tengjast öðrum brotum eða hliðum persónunnar. Því þurfti að finna aðrar leiðir að þeim. Lýsingarnar í skáldsögum þín- um eru gerólíkar þeim sem maður finnur í verkum Balzacs, jafnvel lýsingarnar á bananaekrunni í sögunni „Afbrýðisemin“. Þegar maður les þœr, dettur manni í hug e.k. „œfing“ sem tíðkaðist einu sinni í heimspeki sögunnar og var fólgin í því að lýsa einhverjum miklum atburði sögunnar, t.d. morðinu á Júlíusi Caesari, á alger- lega hlutlœgan hátt: „nokkrir ein- staklingar af tegundinni homo sap- iens stökkva fram með oddhvassa hluti úr málmi í höndunum..." Þegar skáldsógur þínar komufyrst út, var frásagnartœkninni þannig líkt við auga kvikmyndavélarinn- ar, sem festir á alveg hlutlœgan hátt allt sem fyrir framan hana er. „Þetta var sagt í kringum 1960 og lengi síðan, en ég mótmælti þessu samstundis og sagði meira að segja: „markmið nýju skáld- sögunnar er að vera algerlega huglæg". Þessi kenning var sem sé misskilningur, sem átti sér reyndar tvær rætur - og er auðvelt að rekja þær. Þannig var að fyrsta mikilvæga greinin sem skrifuð var um „nýju skáldsög- „ una“, þegar árið 1954, var eftir Roland Barthes og bar heitið „Hlutlægar bókmenntir". Bart- hes gerði sér reyndar það ómak að útskýra hvað hann ætti við, með tilvísun í hina miklu orðabók Littrés. Kom þannig fram, að hann notaði orðið „hlutlægur" (objectif) í merkingunni „sem snýr að hlutnum", og er sú merk- ing til í málinu, þótt hún sé ekki algeng, t.d. er á þennan hátt skil- greind sú linsa í smásjá sem snýr að þeim hlut sem verið er að skoða. Nú varð þessi greinartitill Barthes mjög þekktur og gjarnan í hann vitnað, en menn gleymdu alveg skilgreiningu höfundarins sjálfs og skildu orðið „hlutlægur" í venjulegri merkingu eins og það þýddi „hlutlaus“ „án þess að vera aflagaður af skoðunum eða við- horfum einhvers manns“. Þannig kom upp sá misskilningur að skáldsögur mínar væru tilraunir til algerlega hlutlausrar lýsingar á einhverju sem fyrir hlutlaust auga gæti borið. Þessi misskilningur varð enn alvarlegri, þegar farið var að tala um „fyrirburðafræði“ (fenom- enologíu) í sambandi við skáld- sögur mínar. Þá gleymdist það al- veg, að samkvæmt þeim fræðum eru „fyrirbærin" alls ekki neinir hlutir í sjálfu sér heldur hlutir eins og þeir birtast einhverri meðvitund. Þessi tvöfaldi mis- skilningur leiddi til þess að menn lásu bækur mínar á rangan hátt: fyrst lásu menn þær eins og þær væru vel heppnaðar tilraunir til hlutlausra lýsinga, en þá ekki sér- lega spennandi, og svo lásu menn þær eins og þær væru misheppn- aðar tilraunir til hlutlausra lýs- inga... Það rétta orð sem nú er notað um þessa frásagnartækni er „hluthyggja" (objectivisme). í verkum mínum er alltaf einhver meðvitund sem er „huglæg" en leitar út á við til hlutlægs veru- leika, og því er lýst hvernig hún skynjar hann og upplifir. En ég hef enga ástæðu til að kvarta undan þessum misskilningi. Stóru blöðin geta ekki skapað annað en misskilning, en þau vekja athygli á því sem annars væri óþekkt. Blöðin gáfu alranga mynd af „Madame Bovary“ eftir Flaubert, en vegna hennar fóru menn samt að lesa verkið." En finnst þér ekki óþœgilegt að hafa verið e.k. „tískufyrirbœri“ í Frakklandi, þannig að bœkur þín- ar hafi verið lesnar á röngum for- sendum, - fyrir misskilning? „Tískan er sérstaklega mikil- vægt fyrirbæri í París, og ég veit að hún fer mjög í taugarnar á út- lendingum sem hafa ekki mikið skopskyn. En tískan hefur sitt hlutverk. Líttu t.d. á existential- ismann. Hvað var það? Existent- ialisminn var fyrst sérstök tegund af hálsbindi (í annað skiptið þrífur Robbe-Grillet blokkina úr höndum blaðamannsins og fer að teikna þetta sérstaka bindi), svo var hann viss kaffihús, sem við hann voru kennd í daglegu tali, og einnig djass. En þessi tíska var jákvæð, því vegna hennar varð Jean-Paul Sartre frægur og menn fóru að lesa verk hans. Hinn breiði almenningur getur ekki kynnst mjög vitsmunalegum fyrirbærum nema í gegnum ein- hver smáatriði af þessu tagi, fyrir einhvern misskilning. Það er ekki síður mikilvægt, að þessi tískufyrirbæri í París hafa vakið athygli á mönnum sem voru alls ekki Parísarbúar sjálfir. Það er á þennan hátt sem Miró og Chagall urðu frægir, og nú síðast hefur Parísartískan unnið þýskri nútímakvikmyndagerð brautar- gengi: myndir Syberbergs voru t.d. fyrst sýndar í Þýskalandi sjálfu, þegar þær voru orðnar þekktar í París. Svipuðu máli gegnir um kanadískar skáldsögur skrifaðar á frönsku. Um þetta gildir það sem einu sinni var sagt: „ljóðlistin hefur þörf fyrir snobba“. Vandinn er bara sá, eins og Cocteau sagði, „að lifa það af að vera í tísku í París“. Maður þarf að gæta þess að taka ekki hlutina allt of hátíð- lega. Það er betra að búa uppi í sveit og koma ekki nema stöku sinnum til Parísar." 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. september 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.