Þjóðviljinn - 27.09.1987, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Qupperneq 13
En er ekki ástœðan fyrir því að þú talar á svo jákvœðan hátt um tískuna einmitt sú, að nú sjást þess ýmis merki að þú og aðrir þeir höf- undar sem kenndir voru við „nýju skáldsöguna" séuð afturað komast í tísku í París eftir tvo áratugi? En það virðist vera nokkuð algeng byl- gjulengd... „Ástandið er samt gjörbreytt. Þegar við vorum í tísku áður, vor- um við umtalaðir en verkin voru lítið lesin: það var sem sé ekki tískan sem færði okkur lesendur, - þeir komu síðar, í kjölfar henn- ar. Nú erum við að komast aftur í tísku, - en með lesendurna með okkur. Af núlifandi höfundum frönskum er ég sá sem mest er þýddur á kínversku..." Víkjum aftur að misskilningn- um. Atti þín eigin kvikmyndagerð ekki einhvern þátt í því að menn fóru að kenna frásagnartœkni þína og stíl við hlutlaust auga kvik- myndavélarinnar? „Nei, menn hættu einmitt að tala um „hlutlægar" bókmenntir í þessari merkingu, þegar ég fór að gera kvikmyndir. Fram að þeim tíma höfðu menn hneigst til áð lesa skáldsögur mínar eins og þeir væru að horfa á kvikmyndir, en þegar ég fór sjálfur að gera kvik- myndir hættu þeir því og fóru þá í staðinn að veita því athygli að skáldsögur mínar voru á vissan hátt kynjasögur." Enhver eru tengslin milli skáld- sagna þinna og kvikmynda? „Það eru alls engin tengsl, - þetta er tvennt ólíkt. Kvikmyndir mínar eru alls ekki skáldsögur, þó svo að ég hafi gefið út texta sumra þeirra og sviðslýsingar í bókaformi. Efniviðurinn er ger- ólíkur, annars vegar orð og setn- ingar, hins vegar myndir og hljóð. Þegar ég fer að fá hug- myndir að sögu veit ég strax hvort hún verður að skáldsögu eða kvikmynd: það fer eftir því hvort hugmyndirnar koma í formi setn- inga eða mynda. Sumar skáld- sögur mínar hafa verið kvik- myndaðar, og hef ég gefið leyfi til þess til að vita hvernig árangur- inn yrði, en niðurstaðan hefur orðið skelfileg. Menn héldu að skáldsögur mínar væru e.k. skrif- aðar kvikmyndir, en þegar búið var að festa þær á filmu, komust menn að því að þetta gekk alls ekki upp. í skáldsögunni „Af- brýðisemin" „sjá“ lesendur t.d. aldrei persónuna „A“, ef svo má segja, aðeins smábrot af henni, hárið aftan frá o.þ.h., en í kvik- myndinni sem Belgar gerðu eftir henni sést hún eins og venjuleg kvikmyndapersóna - og það passar ekki.“ Þú hefur sagt, að í skáldsögum þínum sé „sögumaður“ einhver meðvitund sem leitar út á við. En hvernig er þessu farið með kvik- myndirnar? „Þú munt einkum hafa lesið eldri skáldsögur mínar (þessi til- gáta er ekki út í loftið), því þetta breyttist. í skáldsögunum frá átt- unda áratugnum er ekki einn sögumaður heldur e.k. barátta margra höfunda um „frásagnar- valdið“ Svipuðu máli gegnir um kvikmyndirnar: þar eru a.m.k. tveir aðilar, aðalsöguhetjan og kvikmyndavélin, og stundum er eins og fleiri en einn reyni að skipuleggja frásögnina sér í hag. Þessi hugmynd um „marga póla“ er útfærð á nýjan hátt í kvikmyndinni „Fangin fegurð“, sem er hér á kvikmyndahátíð- inni. Titillinn er nafn á málverki eftir Magritte, sem kemur mjög við sögu, - við létum mála eftir- mynd af því með leyfi ekkju málarans. Málverkið sýnir leiksvið með rauðum tjöldum utan um, fyrir aftan sviðið er haf- ið, en fremst eru málaratrönur með málverki sem er af þessu sama hafi, og renna þessar tvær myndir svo að segja saman í eitt (í þriðja skiptið þrífur Robbe- Grillet blokkina úr höndum blað- amannsins og fer að rissa upp teikningu af þessu málverki Mag- ritte). Þarna eru sem sé tveir heimar sem eru hliðstæðir en þó með smávægilegum mun. Kvikmynd- in segir svo frá tveimur heimum, sem ættu ekki að rekast á en gera það, heimi lifenda og heimi dauðra. Hún byggist á grískri þjóðsögu, sem nefnist „brúðurin frá Korinthu" og segir frá manni, sem verður ástfanginn af stúlku en kemst að því að hún er dáin og orðin að blóðsugu. í hvert skipti sem blóðsugan bítur manninn er málverkinu brugðið upp og þá rekast heimarnir á, - aðalpersón- an fer inn í aðra sögu, söguna um eigin dauða. Sams konar árekstur tveggja heima er í síðustu skáld- sögu minni „Djinn“. / þeirri sögu gerir þú líka sér- kennilegar tilraunir með málið, þar sem hún er byggð upp eins og kennslubók ífrönsku fyrir byrjend- ur: fyrstu kaflarnir eru mjög ein- faldir og þar koma aðeins fyrir reglulegar sagnir af fyrstu beyg- ingu o.þ.h., en svo verður textinn smám saman flóknari ogfleiri mál- frœðiatriði bætast við. Hvernig var þessi tilraun hugsuð? ,,„Djinn“ var líka samin sem kennslubók í frönsku fyrir banda- rískan háskóla og hefur hún víða verið notuð þannig og þá gefin út - undir heitinu „Stefnumótið" - með skýringum á viðkomandi tungumálum. Ég fékk hjálp hjá málfræðingi, sem lét mig fá lista yfir það í hvaða röð málfræðiat- riðin ættu að koma fyrir. En fyrir mig var það mikilvægt að kanna eðli málsins frá þessu sérkenni- lega sjónarmiði. Margt býr á bak við hinar ýmsu tíðir sagna í frönsku sem vert er að athuga nánar. T.d. er til tvenns konar þátíð, og er önnur notuð í frásögn í hefðbundnum stíl en hin ekki, - önnur er notuð í skáldsögum í stíl Balzacs, þar sem „sögumaður- inn“ er alvitur, en hin hefur verið notuð í „nýju skáldsögunni". í einum kafla „Djinn“ er þeim stillt upp sem andstæðum. í sjálfsævi- sögu minni, „Spegillinn sem kemur aftur“, nota ég venjulega sömu þátíð og í skáldsögum mín- um nema í vissum köflum, og skiptir þessi notkun tíðanna miklu máli, eins og lesandinn get- ur fundið. Hann kann einnig að taka eftir því að það hvort ég nota orðið „pabbi“ eða „faðir minn“ í sjálfsævisögunni er tengt þessari notkun tíða.“ En eiga kenningar þínar um frá- sögnina þá ekki fyrst ogfremst við um það sem skrifað er á franska tungu. Heldurðu að þœr eigi við um önnur mál? „Mér finnast bókmenntir vera alþjóðlegar, en samt trúi ég því að hvert tungumál hafi einnig sína sérstöðu og sitt séreðli. Harmleikir Racine hefðu ekki getað verið skrifaðir nema á frönsku og heimspeki Hegels ekki nema á þýsku. Á bretónskri tungu sem ég heyrði talaða í æsku voru ekki neinar bókmenntir og hún er að hverfa. Ég held hins vegar að íslenskan eigi framtíð fyrir sér, því að á henni eru bók- menntir skrifaðar.” e.m.j. Sunnudagur 27. september 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.