Þjóðviljinn - 27.09.1987, Síða 23

Þjóðviljinn - 27.09.1987, Síða 23
Draumsýnin sem rœttist Vlatar- norn Maríu Vissulega hefur ísland oft átt betri landsleiki en þann sigurleik, en þó lék liðið nógu vel til að sigra 2-1. Um það er spurt þegar frá líður, ekki hvernig leikurinn var spilaður. Svo mikið er víst að þeir sem fengu tækifæri í þessum tveimur lands- leikjum vegna forfalla stærri nafna eru þegar orðnir betri og reyndari leikmenn en áður. Leikurinn í Osló á miðvikudag- inn var að ýmsu leyti keimlíkur þeim fyrri. Norðmenn voru meira með boltann, sérstaklega framan- af, en í þetta skipti fengu þeir ekki að skapa sér mörg marktækifæri. Þrátt fyrir að marga vantaði í ís- lenska liðið er ekki hægt að stilla upp sterkari vörn en þarna var gert, Guðni Bergsson, Sævar Jónsson og Atli Eðvaldsson voru með Bjarna Sigurðsson fyrir aftan sig sem órjúf- anlegur múr. Þeir voru á undan norsku sóknarmönnunum í alla bolta, lága sem háa, og spiluðu af öryggi og yfirvegun. Héldu boltan- um leikjunum og sérílagi í þeim síðari í Noregi á miðvikudags- kvöldið, náði þeim árangri sem flokkaður var sem draumsýn. Tveir sigrar, bæði heima og heiman, og þar með nánast gulltryggt að það verður hlutskipti Norðmanna að hafna í neðsta sæti 3. riðils Evrópu- keppni landsliða. Einmitt sú staðreynd sem virðist fjögurra marka sigri á óumdeilan- lega sterku liði Noregs? Við megum ekki ofmetnast, það er ekki endanlaust hægt að gera kröfur. í íslenska liðinu voru reynslulitlir leikmenn að leika sinn fyrsta Evr- ópuleik með a-landsliði. Er hægt að krefjast þess að þeir leiki jafn djarft og þeir sem eru með tugi lands- leikja og atvinnuferil á bakinu? Bakkaborg við Blöndubakka Fóstrur og fólk meö aöra uppeldismenntun eöa reynslu af uppeldisstörfum óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 71240. íslensk knattspyrna var ekki hátt skrifuö eftir 0-6 ófarirnar gegn Austur-Þjóðverjum á Laugardalsvellinum íjúnísl. Það var stærsta slys sem hana hafði hent í meira en áratug og varð þess valdandi að bjartsýnin fyrir Evrópu- leikina við Norðmenn nú í septembervarekki mikil. En þegar við minnstu er búist af íslenska landsliðinu stendur það sig jafnan best. Þetta er gamall og nýr sannleikur, sem hefur gilt jafnt í handknattleik sem í knattspyrnu. Þegar menn reyndu að meta á raun- hæfan hátt möguleika íslands í leikjunum tveimur við Noreg var niðurstaðan yfirleitt ekki hagstæð. Kannski eitt stig, hér heima, hugs- anlega tvö. Bjartsýni að reikna með þremur, sigri heima og jafn- tefli úti, en draumórar að spá fjór- um, þ.e. tveimur sigrum. Tvö töp voru talin mun sennilegri niður- staða. Nú eru vangavelturnar að baki og úrslit liggja fyrir. íslenska lands- liðið, án margra lykilmanna í báð- blasa við að ísland verður í fjórða en ekki í fimmta sæti getur nefni- lega reynst ómetanlegur ávinning- ur. Þegar dregið verður í forriðla heimsmeistarakeppninnar nú í des- ember verður þjóðum Evrópu raðað í styrkleikaflokka samkvæmt útkomu íþessari Evrópukeppni. ís- land fer þá í fjórða flokk, ekki í þann fimmta eins og oftast áður. Þar með eru góðar líkur á, en ekki þó öruggt, að leika í riðli með þjóð úr fimmta flokki, en í honum verða Noregur, Malta, Kýpur og Lux- emburg, og líklega Albanía eða Finnland. Síðan verða mótherjar okkar lið úr einum af hverjum hinna þriggja efri styrkleikaflokk- anna. Tvær þjóðir komast áfram úr flestum riðlunum í lokakeppni HM og með hagstæðum drætti kæmist ísland hugsanlega í seilingarfjar- lægð við þann ótrúlega möguleika. En geymum slíka draumóra - gleymum þeim þó ekki! Eftir heimasigurinn á Norð- mönnum þann 9. þessa mánaðar var íslenska liðið harðlega gagnrýnt af sumum fyrir að leika varnarleik, fyrir að þora ekki að sækja. Hvers var verið að krefjast? Þriggja til ÍÞRÓTTASPEGILL SRDSsoN Sigurður Jónsson og Arnór Guðjohnsen voru fjarri góðu gamni í Osló og svo var einnig um fleiri af okkar bestu knattspyrnumönnum. Breiddin í íslenskri knattspyrnu er orðin það góð að fjarvera sterkra leikmanna kemur ekki jafnmikið að sök og áður. um sem lengst og byggðu rólega upp, og æstu þannig norsku leik- mennina upp og gerðu þá óstyrkari og bráðlátari loksins þegar þeir voru komnir með boltann. Það var virkilega gaman að sjá til fyrirliðans Atla Eðvaldssonar. Honum hefur verið legið á hálsi að undanförnu fyrir að vera of þungur og hann hefur átt misjafna lands- leiki síðustu misserin. Þegar rætt hefur verið um að byggja landsliðið upp á leikmönnum úr íslensku 1. deildinni hefur Atli verið nefndur sem einn þeirra atvinnumanna sem ætti að fara að fá frí. En Atli hefur sjaldan leikið betur í landsleik en einmitt á Ullevaal á miðvikudaginn og reynsla hans og baráttugleði voru íslenska liðinu ómetanleg. Það hefur mikið að segja fyrir yngri leikmennina að leika við hliðina á jöxlum á borð við Atla - það er skóli útaf fyrir sig. Ekki var síður ánægjulegt að Lárus Guðmundsson skyldi skipta um skoðun og koma í landsleikinn. Fjarvera hans úr landsliðshópnum undanfarin ár og óheppileg um- mæli hans og annarra sem af því hafa leitt eru vonandi gleymd og grafin. Lárus er í hópi okkar bestu knattspyrnumanna þó ekki sé sjálf- gefið að hann sé alltaf í byrjunar- liði. Við eigum það niarga góða framherja að það er engin minnkun fyrir einn til tvo þeirra að sitja heima eða á varamannabekknum af og til. Með þeirri auknu breidd sem orðin er í íslenskri knattspyrnu gefur auga leik að á meðan ein- hverjir ellefu hefja landsleik sitja kannski fyrir utan eða heima aðrir ellefu sem allir ættu erindi í liðið. Þessi ánægjulega þróun er stað- reynd, það sýnir sigurinn í Osló okkur best, og við henni verða menn að bregðast á réttan hátt. Aðeins um það sem framundan er. Islandsmeistarar Vals eiga góða möguleika á að komast í 2. umferð UEFA-bikarsins eftir markalaust jafntefli gegn Wismut Aue í Austur-Þýskalandi á dögunum. Heimaleikurinn er á Laugardals- vellinum á miðvikudaginn og hann sjá vonandi sem flestir. Það mæta sorglega fáir á Evrópuleiki íslensku liðanna nú síðari árin, þeir sem eru hlutlausir eða styðja önnur félög sitja heima á meðan stuðningshóp- ur viðkomandi liðs mætir á völlinn og losar kannski tvö þúsund, stund- um ekki það. Frammistaða Vals í útileiknum var stórkostleg og liðið á það skilið að fá góða aðsókn og dúndrandi stemmningu á miðviku- daginn. Það ættu fleiri en dyggir Valsarar að láta sjá sig. Sama dag fer íslandsmótið í handknattleik í gang og sjaldan hefur verið beðið eftir því með jafnmikilli eftirvæntingu og nú. Snjallir leikmenn á borð við Atla Hilmarsson, Sigurð Gunnarsson og Einar Þorvarðarson hafa snúið heim og ættu að laða að áhorfend- ur. Vonandi standa handknatt- leiksmennirnir undir þessum vænt- ingum og hefja 1. deildarkeppnina til vegs og virðingar á nýjan leik. salt og krydd í stóra skál. Hrærðu saman smjör og sykur uns blandan er ljós og létt. Hrærðu eggjunum út í smám saman. Hrærðu nú sírópinu saman við, síðan hveiti, ávöxtunum, súkk- ati, kirsuberjum og möndlum. Settu þetta síðan í formið og bakaðu það í ofni við vægan hita í 3 klst., lækkaðu hitann síðan og bakaðu kökuna í l-U/2 klst. í við- bót. Láttu kökuna kólna í forminu í 10 mín., hvolfdu henni síðan úr því á grind og fjarlægðu pappír- inn. Þegar kakan er næstum kóln- uð er henni snúið við. Þá er hún stungin með prjóni og koníakinu dreypt yfir. Þegar hún hefur kólnað til fulls, er henni pakkað í smjörpappír og álpappír eða komið fyrir í loftþéttri dós. Enskur jólabúðingur 225 gr. mör 225 gr. Ijós hrásykur 225 gr. Ijósar rúsínur 225 gr. svartar rúsínur 115 gr. sykraður sítrónubörkur V2 tsk. blandað krydd 'A tsk. múskat 225 gr. ný franskbrauðsmylsna 115 gr. hveiti 115 gr. hálfar möndlur 115 gr. sykruð kirsuber 4 egg 1 '/2 dl mjólk '/2 koníaksglas Blandið þurrmetinu vel sam- an. Þeytið eggin. Blandið mjólk- inni út í og hellið þessu öllu sam- an. Látið deigið standa á svölum stað í 12 tíma. Að þeim tíma liðn- um á að bæta koníakinu saman við. Setjið í búðingsform, lokið því vel með bleyjugasi eða smjörpappír og sjóðið í 8 tíma eða lengur. Áður en maturinn er borinn fram þarf að endursjóða búðing- inn í 2-3 klst. Þess má geta að þessa uppskrift nota kokkar konungsfjölskyld- unnar þegar jólaboð eru haldin. Um þetta leyti eru enskar hús- mæður og e.t.v. húsfeður líka byrjuð að undirbúa bakstur ensku jólakökunnar og búðings- ins. Þessir þjóðarréttir eru oftast bakaðir nokkrum mánuðum fyrir jólin því að hvort tveggja verður betra með aldrinum. Bökunartími: 4 klst. Ofnhiti: 150/140. Klæddu hliðar og botn í kring- lóttu kökuformi með tvöföldu lagi af bökunarpappír. Taktu síð- an ræmu af þykkum pappír, sem nær tvisvar utan um formið og nær svo sem tvo sentimetra yfir barma þess. Bittu fast utan um formið. Sigtaðu saman hveiti, Ensk jólakaka 250 gr hveiti 'A tsk. salt 1 sléttfull tsk. brúnkökukrydd 340 gr. steinlausar rúsínur 340 gr. kúrenur 340 gr. sultana-rúsínur 60 gr. brytjað súkkat 80 gr. kokkteilkirsuber, skorin í fjórðunga 60 gr. möndlur, afhýddarog sax- aðar 230 gr. smjör 230 gr. púðursykur 4 hrærð egg 1 '/2 tsk. dökkt síróp 2 msk. koníak Undirbúningur: 30 mín. Félag járniðnaðarmanna ^ 7/ Félai \\y járni Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 30. sept. 1987 kl. 8.00 e.h. að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kjaramál 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.