Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 2
SPURNING VIKUNNAR Hvaö finnst þér um mat- arskattinn? (Spurt í JL- húsinu) Bryndís Schram, húsmóðir: Mér finnst hann alveg agalegur! Nú þarf ég að kaupa minna - sem þýðir að ég þarf að borða meira áður en ég fer að versla. Skilurðu? Bryndís Schram, varaborgarfulltrúi Alþýðu- flokksins: Hann er í anda jafnaðarstefnunn- ar, þessi matarskattur. Sko, mér finnst beinlínis réttlætismál fyrir matvörur að það sé sami skattur á þeim öllum! Bryndís Schram, skemmtikraftur: Nonni minn með hattinn stendur undir staur - borgið honum skattinn því að hann á engan aur, ialala lala lala.... Bryndís Schram: starfsmaður Stvöðvar 2: Gvöð... óg veit það ekki. Mér finnst hann heldur ekki nærri eins spennandi og góð jarðarför. Heyrðu, ég kann eina bráð- smellna sögu... Bryndís Schram: (kohan hans Jóns): Nonni minn segir að sona eigi þetta að vera og hann hefur meiraðsegja lært allt sona um ök- ónómíu í útlöndum. Og hann Nonni minn... 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Sunnudagur 18. október 1987 Dándimaður vikunnan SKAÐI SKRIFAR Jón Baldvin jafnar mefin Ég, Skaði, er náttúrlega trúr mínum flokki, Sjálfstæðis- flokknum. En ég er hvorki svo einsýnn né þröngsýnn að ég fylgist ekki af hjartanlegum áhuga með því hvernig mönnum gengur í öðrum flokkum. Ég hefi nefnilega alltaf verið á móti þessu and- skotans eymdarnöldri í garð stjórnmálamanna sem ég held að fjölmiðlamenn hafi fundið upp í öfundsýki. Þeir rembast við það ár og síö að fá fólk til að halda að pólitíkus- ar viti ekki neitt, geti ekki neitt, þori ekkert og skilji ekki neitt- í þeirri von að lýðurinn haldi að það séu fréttamenn sem sitji uppi með það litla sem eftir er af viti í iandinu. Þess vegna stofnaði ég fyrir nokkrum árum FES, Félag til eflingar stjórnmálamönnum, sem tekur upp á sinn arm hvaða efnilegan mann sem þorir að vera stjórnmálamað- ur. Og það félag hélt fagnað- arfund þegar Jón Baldvin varð fjármálaráðherra, því það er gleðiefni í sjálfu sér þegar menn verða þaö sem þá hefur dreymt um. Eftir fundinn átti ég spjall við Jón Baldvin. Ég segi nú eins og skáldið: loksins, loksins. Já, sagði Jón. Þetta hefur verið laangur gaangur. Eins og hjá Maó formanni. Davíð Oddsson var að skjóta því á ykkur Steina að það væri ekki fullt verk að vera ráðherra Iss, hvaða rugl, sagði Jón,. Verk er það sem maður gerir úr því. Ef maður setur saman eins viðamikil fjárlög og ég, þá er það þriggja manna verk að vera fjármálaráðherra eins og aðstoðarmenn mínir sanna. Það er eitthvað verið að þusa út af matarskattinum þínum Jón. Já og hvað með það? Meira að segja kratarnir þínir segja að hann samrýmist ekki hugsjónum jafnaðar- stefnunnar. Ég vil hafa jafnan söluskatt á alla vöru. Ef það er ekki jafn- aðarstefna þá veit ég ekki hvað. Já en maturinn... i Eru hugsjónirmanna í mag- anum? Hvaða rugl er þetta. Fólk kaupir líka svo vitlaust inn af því það arkar út í búð svaangt og vanhugsandi. Alltaf passa ég mig á því að borða vel áður en ég fer út í búð. Já en maturinn.. Ég skal segja þér eitt.i Skaði. Þjóðin er of feit. Það er ekki bara fjár-laganauðsyn að skera niður allt þetta át með góðum sköttum. Það er heilsufarsleg nauðsyn um leið. Fólk mun lifa lengur. Já en Jón Baldvin, þá verða menn bara lengur á eftir- launum. Það er útgjalda- aukning. Nú fipaðist Jóni Baldvin að- eins og hann viðurkenndi, með því skilyrði þó að ég segði enmgum frá því, að hann ætti eftir að setja undir þann leka. En meðan ég man Jón. Mér sýndist á Mogganum í gær, aö þú ætlaðir kannski að bakka með matarskattinn fyrir nöldurkerlingum í ASÍ Ætl- arðu að missa andlitið strax? Ertu sama heybrókin og allir hinir? Jón Baldvin leit til mín með vorkunnarbrosi. Þú skilur ekki æðri gambíta, sagði hann. Auðvitað set ég á matarskattinn þótt síðar verði. En það stórsnjalla og viða- mikla núna er að fara af stað með hörku og sýna þessum síétandi ASÍ-mönnum píslar- tólin, hafa allt tilbúiö til að reyra þá á pínubekk sölu- skattsins. Þegar þeir svo eru orðnir hræddir og ruglaðir þá segi ég af landsfrægri göfug- mennsku: Vesgú herrar mínir, ég skal hætta við allt saman ef þið verðið þægir að öðru leyti og gleymið vísitölunni og öðru ruali. Eg leit á fjármálaráðherr- ann með nokkurri aðdáun, það verð ég að játa, og hugs- aði sem svo: Þetta mundi Steini ekki eftir leika. Ég leit út um vesturbæjar- gluggann og sá hinn milda roða kvöldsins breytast í myrkur. Kaffið titraði í bollan- um. Pólitískir örlagasímar gengu þvers og kruss um stofuna. Eg spurði Jón Bald- vin: Ætlarðu þá ekki að leggja á einhverja nýja skatta í stað- inn? Spyr þú mig ei, sagði Jón og varð fjarrænn á svipinn Og Bryndís er ekki heima... SKAÐI. J ft L ‘l (jU oÍ__ 1 s; l J r c t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.