Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 16
Tónlist blökkumanna Töm er mönnunum tónlistin og dægurlögin mörg hver dæl. Dæg- urtónlistin, eða alþýðutónlistin eins og hún er því miður stundum kölluð á íslensku, hefur svamlað eins og fylgifiskur með sögunni í gegnum tímann og er oft á tíðum þegar upp úr honum er staðið sú afurð hans sem lýsir honum hvað best. Eða hvað annað hleypir betur upp geirvörtum nostalgí- unnar en að heyra Ingibjörgu Þorbergs syngja „Kvölds í ljúfum blæ“, að ekki sé minnst á Ellý Vilhjálms og „Heyr mína bæn“. Því burtséð frá gítarglamri skalla- buxnapoppsins eru dægurlögin hin lúmska list hvunndagsins. Oft á tíðum ofnotuð en jafnoft lítil- smetin. Eða hvaða impressjónista-málverk þyldi það að vera prentað upp í hverju einasta dagblaði, límt upp sem plakat á hverju götuhorni, eða sýnt í hverjum auglýsingatíma sjónvarpsins heilar fimm vikur í röð? Allavega hvorki Monet né Manet. Þetta mega hinsvegar hinar aulalegustu melódíur þola trekk í trekk og fólk beinlínis þyr- stir enn frekar í þær, raular þær og kaupir, kemur þeim á lista og dansar úr þessu allt vit. Allt þar til allir eru orðnir snarvitlausir á þessum hávaða. Annað slagið koma svo fram lög sem ekkert fær á unnið, vinna frekar á en hitt við þrjúhundruðustuogfyrstu hlust- un, greypast inn í litlu diskódingl- ana og hanga þar kynslóða á milli þar til að enginn man lengur hver samdi lagið sem þá er kallað þjóðlag. Hrunataktur Papeyjar- poppsins verður loks að menn- ingararfleifð sem síðan er útsett fyrir rafmagnsinnstungur og seld frönskum jöklaséníum. Icelandic folklore. Hafi þessi danslagaiðnaður alltaf verið alþjóðlegur er hann þó enn alþjóðlegri nú á dögum trommuheilans, eða á maður frekar að segja amerískari? Á svipstundu er meyjarkvak úr ein- hverju úthverfisstúdíói í Los Angeles komið sólarveg um hnöttinn og hljómar jafnt í káet- um Persaflóa sem djúkboxum Týróls. (En Týról er þó innan poppiðnaðarins talið einn erfið- asti markaður heimsins, komist maður með smell sinn á þarlenda skíðatoppa eru aðrir eyrnabirnir auðveld bráð). Þetta er á vissan hátt gleðilegt, samanber draum- inn um alheimsþorpið, en um leið hálf súrt því hér er grunnurinn að engilsaxneskri menningarmötun lifandi kominn. Sannleikurinn er sá að öll dægurtónlist tuttugustu aldarinnar er runnin undan rifj- um bandarískra blökkumanna, af öllum minnihlutahópum heims- ins eru það þeir sem í sífellu fitja upp á nýjum takti sem siðvæddur heimur syngur síðan með næstu árin. Allt frá fyrirkreppupoppinu sem hét Ragtime eða Dixfland og seinna varð að fyrirstríðsdjassi hafa þeir þeldökku séð okkur fyrir raulhæfum nýjungum. Djas- sinn varð að blúsi og blúsinn að rokki og rokkið að sóli og sólið að fönki og fönkið að diskói. Og enn bæta þeir um betur og það nýj- asta heitir hipp-hopp og rapp. Án þess að farið sé út í félagsfræði- lega útskýringarsálma verður manni þó ekki neitað um hugs- anlegustu skýringuna á þessu sem er sambland af bræðingi Afríkuf- ólksins við vestræna Vínarvals- amenningu og kúgun hvíta mannsins, en það er gömul lum- ma að ofríki beittir neðanmáls- menn finni útrás sinni farveg í takthæfum munnmælasögum. Eins og þeir vita manna best sem sótt hafa blúsnámskeið hjá Jóni Múla er vanlíðunartjáningin samofin gítargripunum og er á vissan hátt enn þótt í öðru formi sé. En áður en hin hráa tjáningar- tónlist svertingjanna nær hylli hins hvíta lýðs verður hún að ganga í gegnum ákveðna úrsetn- ingarsíu eða hina svokölluðu „soft-machine“. Það hefur yfir- leitt þurft hvíta flytjendur til að siðvæða hinn frumstæða þræla- takt, gera hann boðlegan fölum eyrum fjöldans. Alkunna er úr poppheimi að upp úr öskustó negrasmiðjunnar rísa alhvít poppgoðin, allt frá Benny Goo- dman, um Elvis, Bítlana og Gifs- bræður. Allir tóku þeir við gettó- músíkinni hrárri og lyftu henni á „hærra plan“. Síðan ganga þessi tónlistarform í gegnum enda- lausar afvatnanir og enda að lok- um í kennslustundum í tónlistar- skóla FÍH. Það sem fyrir fimmtíu árum var spilað á undergránd stöðum í Mississippí er í dag leikið í giftingarveislum á íslandi. Þegar safinn er svo endanlega kreistur úr þessari lifandi músíkk 16 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN er hún komin í hátalara á hillu í Miklagarði. Þannig verður götu- poppið að skallapoppi. Og enn í dag getur maður fylgst með þessari þróun. Nú eru þeir að þróa nýtt form hér í glæpa- hverfunum í kringum Manhattan með plötuspilarann sem aðal- hljóðfæri auk trommuheila og míkrófóns. Rapp heitir það og verður sjálfsagt kennt í gítarskóla Óla Gauks eftir fimmtíu ár. Og líkt og Muggur lét heillast af djassinum sem kom honum svo þægilega á óvart hér í New York rétt eftir fyrra stríðið, hefur mað- ur gaman af þessum nútímarím- um og kvæðaþulum í dansbúningi sem eru svo merkilega íslenskar í sínu víkivakaformi og inn- og endarími. Þeir eru margir snjallir kvæðamennirnir sem nú eru að og fjalla að sjálfsögðu mest um sitt eigið líf og hvað þeir séu nú miklar reipitungur og rosagæjar. En sumir eru þó sósjal-raunsæir og fjalla um neðanmálseinkenni af hispursleysi eins og t.d. Cool Moe Dee sem á dögunum sló í gegn með viðlaginu „...but three days later, go see the doctor". Aðrir húmoristar ortu um nef sitt og hor: „Hey you mommy what’s for dinner? ...dig up your nose and pick a winner“. Bestur er þó hinn ungi og bráðefnilegi LL Cool J sem slær um þessar mund- ir á ljóðræna og rómantíska strengi í laginu „I need love“ sem komst jafnvel alla leið inn á stóra hvíta vinsældalistann. „Þú ert sem mjúkur koddi gegn mínum gljáfægða oddi“. En því miður er því ekki að heilsa að manni gefist kostur á að sjá þessi stórskáld strætanna koma fram á hinum þar til gerðu hipphopp-klúbbum. Fyrir utan dyr þeirra stendur ís- lendingurinn frammi fyrir öfugri apartheid-stefnu, sem að vísu er manni ákveðið og kitlandi kikk. Dyravörðurinn spyr af velvilja hvort maður ætli „virkilega“ inn? Og sé manni annt bæði um háls sinn og ljóshærðan haus er svarið auðvelt nei. Svo þá verður maður bara að bíða eftir fyrsta íslenska rímnarapparanum. En á meðan heldur svarta tón- listarhefðin áfram hér í Banda- ríkjunum. Negrarnir bera enn höfuð og herðar yfir aðra popp- óra og taka upp heilu útvarps- stöðvarnar með sínum innbyggða takti og tilfinningu sem og á öðr- um dægursviðum eins og íþrótt- um, vopnuðum ránum og lyfja- sölu. Og e.t.v. hafa þeir nú loks uppskorið laun óréttlætisins þar sem einn af fulltrúum þeirra stendur nú á skrifuðu blaði sög- unnar sem mesta poppstjarna allra tíma, Michael Jackson, múrarasonurinn frá Indiana. En að vísu varð hann að fórna nokkr- um af sínum svörtu einkennum, flatnefi og blöðkuvör, á altari þeirrar miklu frægðar. New York City 6. okt. ’87 Aðalskipulag þjóðgarðsins á Þingvöllum Þingvallanef nd hefur ákveðið að taka við um- sögnum varðandi Drög að aðalskipulagi þjóðgarðsins á Þingvöllum til loka október- mánaðar. Drögin liggja frammi hjá Reyni Vil- hjálmssyni landslagsarkitekt, Þingholts- stræti 27, Reykjavík. Umsagnirberisttil fram- kvæmdastjóra Þingvallanefndar, séra Heimis Steinssonar, Þingvöllum, 801 Sel- fossi. Þingvallanefnd Auglýsið í Þjóðviljanum Hallgrímur Helgason Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings er laus til umsóknar í Skjólgarði - heimili aldraðra, Höfn, Hornafirði. Húsnæði er til staðar. Skjólgarður er elli- og hjúkrunarheimili með 25 hjúkrunarsjúklingum og 23 ellivistmönnum. Að auki er fæðingardeild á heimilinu. Allar upplýs- ingar veita Amalía Þorgrímsdóttir hjúkrunarfor- stjóri og Ásmundur Gíslason ráðsmaður, símar 97-81221 og 97-81118. Skjólgarður - heimili aldraðra Matreiðslumenn - -SÍEfc matreiðslumenn Munið kjaramálafundinn miðvikudaginn 21. október kl. 15 að ÓÐINSGÖTU 7. Stjórn félags matreiðslumanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.