Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 14
ALÞÝDUBANDAIAGIÐ Alþýðubandalagiö Hafnarfirði Aðalfundur Bæjarmálaráðs Aðalfundur Bæjarmálaráðs ABH verður haldinn í Skálanum, Strandgötu 41, laugardaginn 17. október kl. 10.00 Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Drög að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 1988 - Magnús Jón Arnason hefur framsögu. 3) Starfsáætlun vetrarins. 4) Önnur mál. Alþýðubandalag Borgarness og nágrennis Félagsfundur Félagsfundur í Röðli laugardaginn 17. október kl. 14.00. Dagskrá: 1) Kosning fulltrúa á landsfund. 2) Onnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðstefna Bæjarmálaráðstefna Alþýðubandalagsins á Akureyri 19. október klukkan 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá fundarins: 1. Kjaramál. 2. Dagskrá bæjarstjórnar. Stjórnln ’f". wFá1 bVi Geir Ólafur Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn miðvikudag- inn 28. október kl. 20.00 í Hlégarði. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) önnur mál. Sem sérstakir gestir á fundinn koma þeir: Svavar Gestsson form. Alþýðu- bandalagsins, Geir Gunnarsson alþm., og Ólafur Ragnar Grímsson vara- þingm. Munu þeirflytja stutt ávörþ í tilefni Landsfundar og ræða flokksstarf- ið, einnig munu þeir fjalla um það sem efst er á baugi í stjórnmálunum. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti á fundinn. Stjórnln Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kjördæmisráðstefna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldin laugar- daginn 17. október kl. 10.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 Akureyri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Skýrsla kosningastjórnar og reikningar. 3. Útgáfumál og flokksstarf. 4. Efnahags- og atvinnumál. Framsaga. 5. Stjórnmálaályktun. Framsaga. 6. Kosningar - almennar umræður - önnur mál. Áætluð þingslit kl. 18.00. Kvöldvaka Stjóm kjördæmisráðs AB Akranesi Aðalfundur Aðalfundur AB Akranesi verður í Rein laugardaginn 17.10. klukkan 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Áhersluþunktar landsfundar 3. Kosning fulltrúa á landsfund 4. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs. S. Önnur mál. stjórn|n Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 14.00 í Þinghóli, Kópavogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin Alþýðubandalagið Starfshópur um utanríks- og friðarmál Fundur verður haldinn í Miðgarði, Hverfisgötu 105 Reykjavík, 4. hæð, fimmtudaginn 22. október kl. 20.30. Dagskrá: Undirbúningur málefna fyrir Landsfund. Stjórnin Alþýðubandalagið Blönduósi og nágrenni Aðalfundur Alþýðubandalagsfélag Blönduóss og nágrennis boðar til aðalfundar í hótelinu á Blönduósi, sunnu- daginn 18. október kl. 16.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Steingrímur J. Sigfússon alþm. mætir og ræðir . stjórnmálaviðhorfin. Stjómln Steingrlmur íslenskt landslið Jafntefliíslenskall-21 árs landsliðsins gegn Tékkum er líklega það sem vekur mesta athygli af því sem gerðist í vik- unni. Að ná jafntefli gegn Tékkum, á útivelli, er vissu- lega mjög góður árangur, en að tapa niður þriggja marka forskoti er mjög sárt. Ástæðuna fyrir þessum góða árangri íslenskra landsliða að undanförnu má án efa rekja til þess hve mikið hópurinn hefur haldið saman. Islenska A- landsliðið, OL-landsliðið og U- 21 árs landsliðið byggja að mestu upp á sama kjarna. Það þýðir að hópurinn nær mun betur saman og aldrei þessu vant æfir landslið- ið saman fyrir leiki. Þetta vekur upp spurningu um hvort ekki sé rétt að búa til á- kveðinn kjarna í kringum lands- liðið sem byggist svo til algjörlega upp á íslenskum leikmönnum. Vissulega væru þar atvinnumenn sem ekki er hægt að ganga fram- hjá. En atvinnumennirnir þyrftu einnig að sanna sig. Flestir leikmenn U-21 árs liðs- ins eru nú á elsta ári og leika því ekki framar með liðinu, nema sem eldri leikmenn. Það væri því ekki úr vegi nú að reyna að byggja upp landslið. Nóg er til af efnilegum leikmönnum og í fram- tíðinni gætu þeir skipað A- landsliðið. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að íslenskir knattspyrnumenn eru ekki fædd- ir snillingar og landsliðið nær ekki árangri án æfinga. Svo ein- falt er það. Óspektir áhorfenda er nokkuð sem við íslendigar höfum verið lausir við. En ekki lengur. Á leik Vals gegn Wismut Aue kastaði einhver áhorfandi gosdós í höfuð eins leikmanns Wismut Aue. Þetta kemur til með að kosta Valsmenn 135 þúsund krónur og setja blett á óflekkað orð sem far- ið hefur af íslenskum áhorfend- um. Þetta er hið versta mál og sést það best á tillögu formanns agan- efndar UEFA. Hann vildi láta Ioka Laugardalsvellinum fyrir Evrópuleiki! Þó að ólíklegt sé að Laugardalsvöllurinn verði bann- aður er nauðsynlegt að vera á varðbergi svo að íslendingar fái ekki á sig sama stimpil og Bretar og Hollendingar. í íþróttablaðinu má reyndar sjá undarleg skrif um íslenska „hooligana“. í umfjöllun um 2. deildina í kanttspyrnu er m.a. sagt að þá sé að finna á Selfossi, Siglufirði og Vestmannaeyjum. Talað er um að forráðamenn liðs Selfyssinga skipuleggi aðfarir að leikmönnum aðkomuliðsins. Nokkuð undarlegar ásakanir og einkum þó það að yngstu strák- arnir séu gerðir út af örkinni til að mundhyöggvast við leikmenn! íslandsmótið í körfuknattleik er hafið. Breytingarnar sem hafa verið gerðar á fyrirkomulaginu hljóta að teljast jákvæðar. Leik- menn og þjálfarar liðanna hafa að vísu kvartað yfir því hve leikir eru stopulir og fáir. En þessi breyting var nauðsynleg. Það var nauðsynlegt að fá fleiri lið í deildina. Það hlýtur að vera skárra að sjá ný andlit í deildinni í stað þess að sjá sömu liðin leika 6-8 sinnum á ári. Það er líka greinilegt að breiddin kemur til með að aukast. í upphafi keppnistímabilsins eru þeir flestir sem spá Njarðvík- ingum sigri. Það kemur svosem ekki á óvart. Lið þeirra er mjög jafnt og hefur mikla breidd. Líkt og í fyrra verða það Valur, ÍBK, KR og Haukar sem koma til með að berjast um hin þrjú sætin í úrslitakeppninni. Á botninum má einnig búast við spennandi keppni. ÍR, Grindavík, Þór og Breiðablik berjast fyrir sætum sínum. Fram- undan ætti að vera skemmtilegt mót og áhorfendum á án efa eftir að fjölga. Fjórum umferðum er lokið í ís- landsmótinu í handknattleik. FH-ingar tróna efstir með fullt hús og þrátt fyrir að flestir hafi reiknað með þeim í toppbarátt- unni áttu fáir von á þvflíkum stór- leik og þeir sýndu gegn Stjörn- unni. Flestir höfðu reiknað með jöfnum og spennandi leik, en FH-ingar voru ekki á sama máli. Sextán marka munur í leik á milli toppliða er heldur óvanalegur. Valur og Víkingur koma næst á eftir og unnu bæði örugga sigra, Valsmenn gegn ÍR-ingum og Víkingar gegn Fram. Nýliðarnir eru enn sigurlausir, ef undan er skilinn innbyrðisleikurinn þar sem ÍR-ingar sigruðu. Þórsarar töpuðu fyrir KR og útlitið dökkt hjá þessum liðum. Blikarnir hafa verið að ná sér á strik í síðustu leikjum og sigruðu KA. Ef litið er á liðin virðist það nokkuð augljóst að FH, Víkingur og Valur koma til með að kljást um íslandsmeistaratitilinn og Stjarnan og Breiðablik gætu blandað sér í slaginn. ÍR og Þór berjast fyrir sætum sínu í deildinni, en hin liðin sigla líklega lygnan sjó um miðja deild. Deildin hefur verið mjög skemmtileg það sem af er og sést það best á því að áhorfendum hefur fjölgað. ALÞYDUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Siglufirði Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 18. október klukkan 14 á Suðurgötu 10. Dagskrá: 1. Landsfundur Alþýðubandalagsins 2. Bæjarmál 3. Vetrarstarfið. Stjórnin Alþýðubandalagið í Neskaupstað Aðalfundur Alþýðubandalagið í Neskaupstað boðar til aðalfundar að Egilsbraut 11 (Kreml), sunnudaginn 18. október kl. 16.00. Dagskrá: Kosning stjórnar og fulltrúa á landsfund. Önnur mál. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Fundaröð ÆFR ÆFR gengst fyrir fundaröð í október um eftirfarandi málaflokka: Fimmtudaginn 22. október: Umhverfis- og utanríkismál. Þriðjudaginn 27. október: Dagvistun og menntamál. Allir velkomnir - ÆFR Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði Félagsfundur ÆFHA boðar til félagsfundar þriðjudaginn 20. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Kynning vetrarstarfs. 2) Fjármál. 3) Húsnæði. 4) Landsfundur. 5) Onnur mál. Hvetjum félaga til að mæta. Stjórnin. 14 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.