Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 3
Sæmundur i^ammmmmmmmmmmmmmmmaammam w á Vikuna Vikan skipti um eigendurfyrir skömmu, eins og alþjóö veit, þegar SAM-útgáfan tók þetta gamalgróna fjölskyldublað yfir. Uppá síökastið hefur ver- ið unnið að nýsköpun á Vik- unni og er meiningin að iðka þar harða fréttamennsku og keppa við Helgarpóstinn. Rit- stjórar eru Þórarinn Jón Magnússon, áður ritstjóri gleðiblaðsins Samúels, Magnús Guömundsson, sá frægi Ritzau-fréttamaður, Gunnar Gunnarsson, áður á DV og Stjörnunni. Ritstjórn- arfulltrúi hefur vitaskuld verið ráðinn líka eins og á alvöru blöðum, Bryndís Kristjáns- dóttir sem áður var á tímarit- inu Hús og híbýli sem er einnig afkvæmi SAM-útgáf- unnar. Að minnsta kosti einn blaðamaður hefur verið ráð- inn; sá gamalreyndi frétta- haukur Sæmundur Guð- vinsson. Hann hefur sem kunnugt er gegnt starfi blaða- fulltrúa Flugleiða undanfarin ár, - en hefur stundum lýst því yfir að fréttamennskan togi í hann... Vikan í nýjum búningi, með nýja áhöfn og breyttar áhersl- ur, kemur út á fimmtudaginn. Og spurningin er hvort þeir Skuggi og Gissur gullrass haldi sínum störfum... ■ Hver er Tómas? Bókaútgefendur vígbúast nú af kappi fyrir jólavertíðina og Ijóst er að sjaldan hefur sam- keppnin verið eins mikil. Það á ekki hvað síst við um skáld- sagnamarkaðinn íslenska. Eins og áður hefur verið skýrt frá á þessum vettvangi er von á allt að fimmtán til tuttugu ís- lenskum skáldsögum. Meðal þeirra er Tungumál fuglanna eftir Tómas nokkurn Davíðs- son, sem Svart á hvítu gefur út. Nafn höfundarins hljómar nokkuð framandi enda mun um frumraun hans að ræða. Að minnsta kosti undir þessu nafni - því Tómas Davíðsson er dulnefni einhvers sem eng- inn veit hver er. Nema Björn Jónasson hjá Svörtu á hvítu. Tungumál fuglanna er hins vegar góð bók, fullyrða liðs- menn Svarts á hvítu og ekki er að efa að nafnleynd höfund- arins mun vekja talsverða at- hygli á bókinni. En hver er hann? Þjóðkunnur maður, svo mikið er víst. Og sam- kvæmt okkar heimildum hefur hann áður gefið út bækur. Ekki orð meira um það... ■ Bjarni skrifar mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmamLJ skáldsögu Það skrifa fleiri skáldsögur en Tómas Davíðsson. Bjarní Guðnason, sá frægi prófess- or og pólitíkus, sendir frá sér eina nú í haust. Hann hefur sama útgefanda og Tómas - og bókin heitirSólstafir. Nokk- uð rökrétt, ekki satt?... ■ X UMFERÐARMENNING^I STEFNULJÓS skal jafna gefa Ernirinn 1985. Um Karpov má segja það sama og Kasparov. Ferill hans var ein óslitin sigurganga þar til Kasparov kom fram á sjónarsviðið. - Helgi Ólafsson, Þjóðviljinn 16. október. Meint PAN-stúlka hefur sum sé hafið sjálfstæðan atvinnu- rekstur og miðað við hvað flíkur hennar kostuðu félaga í íþrótt- afélaginu er starf hennar nokkuð arðbært. - Þór Jónsson, frétt í Tímanum 16. október. Tíminn gerði tilraunir til að ná í „dverginn"... - Þór Jónsson, frétt í Tímanum 13. október. Úr fréttabréfi Háskóla íslands Ég mála fjallið með sjálfum mér Ég mála sjálfan mig í fjallið Ég mála fjallið úr huganum Georg Guðni opnar sýningu í Gallerí Svart á Hvítu við Óð- instorg. Þar verða verk unnin á sl. tveimur árum, olíumálverk og teikningar. Þetta er önnur einkasýning Georgs Guðna en hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafn- inu 1985.Einnig hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlendis. Síðasta sumar var hann valinn ásamt Jóni Óskari til þátttöku í Borealis 3 í Malmö Konsthall ásamt þekktum erlendum lista- mönnum. Georg Guðni fæddist í Reykjavík 1961 og nam við MHÍ 1980-85. Frá 1985-87 var hann við framhaldsnám við Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hol- landi. Sýning Georgs Guðna stendur til 1. nóvember. Gallerí Svart á hvítu er opið alla daga nema mánudaga kl. 14 til 18. -ekj Ef ungfní Bfbf hringir, segðu hcnni að ég sé farinn í pelsabúðina að borga minkapelsinn hennar, ef hringt er frá pelsabúðinni, að ég sé farinn í bankann að taka út peninga, ef hringt er fxá bankanum að ég sé hjá gjaldkeranum vegna innistæðulausu ávísunarinnar, ef gjaldkerinn hringir að ég haft þurft að fara á óvæntan fund með stjóminni, ef hringt er frá stjóminni, að ég hafi nauðsynlega þurft að hitta konuna mína, ef konan mín hringir, að ég sé farinn út og Guð blessi hana, og ef Guð hringir að ég sé lagöur af stað. • GULLKORN VIKUNNAR Þú verður kokkálaður í kvöld Af eina skiptinu sem stjörnuspá hefur birst í Þjóðviljanum- þriðjudaginn 17. nóvember 1964... Frásögn í Sunnudagsblaðinu fyrir tveimur vikum af vísinda- legum athugunum á stjörnuspá- dómum vakti heilmikla athygli hjá stjarnelskum lesendum; eink- um og sér í lagi af því vísindin þóttust hafa sannað í eitt skipti fyrir öll að stjörnuspeki er ekkert annað en bull og vitleysa. Fylgjendum stjörnuspeki skal á það bent - til huggunar - að einu sinni, á rúmlega hálfri öld, hefur Þjóðviljinn birt stjörnuspá- dóma. Það var þriðjudaginn 17. nóvember 1964. Og þó spáin sé nokkuð komin til ára sinna vita glöggir menn að það skiptir litlu: Menn geta bara ef þeir vilja farið eftir þessu gamla ritúali. Hrúturinn: Beint af augum vinur- inn! Láttu ekki röksemdir rugla þigíríminu. Nautið: Þegar kvöldar máttu bú- ast við heimsókn kunningja, nema þá að þeir hætti við að koma. Tvíburarnir: Þú kemst að því, að litli bróðir þinn er farinn að stelast í púrtarann. Láttu kyrrt liggja, hann veit sjálfsagt eitthvað um þig líka. Krabbinn: Ekki læðast með hús- veggjum eins og Færeyingur á hvolfi. Þú losnarhvorteðerekki við komþlexana fyrr en þú þorir að horfast [ augu við vandamálin - hvenær sem það nú verður. Ljónið: Þúverðurkokkálaður. Meyjan: Notaðu sólgleraugu í guðanna bænum, fólki finnst þú hafa Ijót augu. Og mundu aðfá þérnýjartennur. Vogin: Láttu ekki smápeninga liggja á glámbekk, tengdapabbi kemuríheimsókn. Drekinn: Taktu lífinu með ró- eins og vnalega. Hafðu sam- vinnu við aðra um það sem þú ætlar ekki að gera sjálfur. Bogmaðurinn: Þú deyrð úr offitu með sama áframhaldi. Og þú skalt ekki ganga upp í þeirri dul- inni að baðvigtin sé vitlaus, hún er rétt. Steingeitin: Láttu ekki nöldur samstarfsmanna hrinda þér úr jafnvægi. Nöldraðu sjálfur. Vatnsberinn: Gerðu það ekki - það gæti komist upp. Fiskarnir: Hættu að taka mark á stjörnuspekinni í DV. Gulli í Mogganum er þrátt fyrir allt miklu betri. Sunnudagur 18. október 1987 þJÓBVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.