Þjóðviljinn - 18.10.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Qupperneq 5
Leikhús er ◦lls staðar Nýtt atvinnuleikhús tekur til starfa í Reykjavík eih-leikhúsið frumsýnir fyrsta verk sitt, “ Sögu úr Dýra- garðinum," eftir Edward Al- bee, í Djúpinu. Þar sem er veitingastaðurinn Hornið við Hafnarstræti. Hægteraðfá sér máltíð og aðrar veitingar á meðan á sýningu stendur. Hafa það huggulegt um leið og manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, því þetta er kynngimögnuð sýning, sem maður fer ekki ósnortinn af. Að tveir menn skuli hittast fyrir tilviljun og setjast saman á bekk, er ekki eins sakleysis- legt og þaðhljómar... Þrír ungir leikarar standa fyrir tiltækinu. Stefán Sturla og Hjálmar Hjálmarsson, útskrifuö- ust frá Leiklistarskóla íslands sl. vor, og Guðjón Sigvaldason, sem útskrifaðist frá skóla í London á sama tíma. Við hittumst í Djúp- inu. Fyrsta spurningin sem hlýtur að kvikna. Hvernig datt ykkur í hug að stofna leikhús? „Því er auðsvarað! Þetta er spurning sem brennur innra með hverjum leikara. Mál sem rætt er um á kaffihúsum og þar sem leikarar koma saman. Þetta er líka hugmynd, sem hefur verið að gerjast gegnum skólann; að finna sér vettvang til starfa. Og fá útrás fyrir sköpunarkraftinn - þrána - gleðina. Við ákváðum að láta ekki sitja við orðin tóm, en rædd- um við Jakob, sem á Hornið. Hann tók vel í hugmyndina og hefur verið uppörvandi alveg frá byrjun. Dæmið hefur gengið upp með mikilli vinnu og hjálp góðs fólks. Við erum búnir að vinna kauplaust í tvo mánuði og höfum enn ekki á hreinu hvort við fáum nokkurt kaup. Enda gerðum við ekki ráð fyrir peningum strax. Þetta er hrein hugsjónavinna." Eruð þið reiðir ungir menn? „Nei alls ekki. Við erum glaðir og bjartsýnir. Ekkert vondir út í hin leikhúsin og tiltölulega sáttir við þau. Það er ekki hægt að gera svoná hlut, ef maður er eitthvað fúll. En það má segja í gríni og alvöru að við veitum visst aðhald með leikhúsi okkar. f stóru leikhúsunum tíðkast allt önnur vinnubrögð. Þar erum við bara leikarar og sækjum kaupið okk- ar, komum ekki nálægt öðrum þáttum leikhússins. Hér stendur allt og fellur með okkur sjálfum. “ Saga úr Dýragarðinum. Hvaða saga er það? „Höfundurinn lét ein- hverntíma hafa eftir sér. Að það væri ekki hægt að leika merking- una í leikriti, það væri aðeins hægt að leika veruleika persón- anna. - En leikritið er um sam- skipti tveggja manna, sem hittast fyrir tilviljun í skemmtigarði og hvernig það breytir örlögum þeirra beggja. Verkið er marg- slungið, það er uppfullt af mein- legri kímni, djúpri alvöru og þjóðfélagslegri ádeilu. Það er skrifað fyrir 29 árum, en á fullt erindi í dag. Það er meira að segja hægt að túlka það þannig, að það sýni okkur heim eyðni-sjúklings. Leikritið hefur verið flutt um all- an heim. Það var sýnt í Iðnó 1964. En Thor Vilhjálmsson þýddi verkið." Hvað með íslensk verk? „Það er ekkert markmið í sjálfu sér. Ef við finnum íslensk verk sem passa okkur, þá er ekk- ert því til fyrirstöðu að setja þau upp.“ Nú eruð þið bara þrír. Fá fleiri að vera með? „Jájá. Enda hefur fullt af fólki haft samband við okkur. sem er æst í að gera eitthvað. A mánu- dag byrja æfingar á nýju verki, tveim einþáttungum eftir Tjek- ov. Þar koma fleiri við sögu en við.“ Einn ykkar er leikstjóri. Hjálmar ertu ekkert hræddur? „Ég fæ kannski bakþanka. Ég geri þetta eftir bestu samvisku, eftir því sem ég veit og kann. Samvinnan hefur verið mjög góð og spennandi að fást við þetta.“ Hœttuleg nálœgð Jakob H. Magnússon, sem rek- ið hefur Hornið í 8 ár, er löngu þekktur fyrir frumkvæði að kraftmikilli starfsemi og fjöl- breyttum uppákomum, en Horn- ið hefur boðið uppá jazztónleika, málverkasýningar, ljóðalestra og fleira í gegnum árin. - Jakob, hvernig er að vera bú- inn að fá leikhús inn á „heimilið“? „Ég er alveg sallaánægður. Það skapar líf á staðnum. Getur kom- ið skemmtilega á óvart að koma inn af götunni og lenda inni í leikhúsi. Það skapar líka stemmningu að geta látið fara vel um sig og fá sér veitingar með. Það er þó ekki skilyrði til að sjá sýninguna." Ein spurning að lokum. Eitthvert sérstakt markmið sem þið haldið á lofti? (Þessi spurning þótti mjög fyndin.) Markmið okkar er auðvitað mjög göfugt: Að starf- rækja leikhús sem hugsar hlýtt til atvinnulausra leikara! Svo er þetta líka öðruvísi leikhús. Kaffi- húsaleikhús, sem býður upp á mikla nálægð við áhorfendur, af því að staðurinn er svo lítill. En hér komast 28 manns að á sýn- ingu. Rýmið býður samt uppá mikla möguleika; það er hægt að gera ótrúlega hluti á hugmynda- fluginu. Við viljum líka sýna að leikhús er allsstaðar. Ekki bara í tilþessgerðum húsum. En rýmið setur okkur vitanlega skorður. Við verðum að velja leikrit með tilliti til fjölda persóna og leik- myndin má ekki vera mikil. Hér verður ekkert show. Engin trix. Það sem á að gerast. Það gerist. -ekj. Sunnudagur 18. október 1987 jÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Birgitta Jónsdóttir Birgitta er fœdd árið 1967. Ljóð effir hana hafa birst í blöðum, tímaritum og safnbók- um Tilraunin Ég dreg þráð um hjarta mitt, kreisti blóðdropa nautnar úr því. Helli þeim í auga hans, en hann hlœr ekki, bara þráir. Þá tek ég marglitan plastpoka, blœs gleði minni í hann. Legg pokann í sál hans, og hann hlœr, og hann þráir. Nú tek ég hann í fangið sem barn, hvísla tónum í eyra hans. Blœs myndum ekki orðum í hjarta hans, myndum um kœrleikann. Horfi út um himininn bláan himinninn. Ótti Ég vafði álpappír um vinstra augað og hjartað. Síðan klippti ég gat á naflann og flúði út um hann. Sögubrunnur Kaffibollinn minn er skörðóttur. í hverri sprungu er gamalt kaffi. Sem hvíslar gróusögum út f blóð mitt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.