Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 12
„YFIR EINHVER SKRYTIN LANDAMÆRI...“ Gyrðir Elíasson í Helgar- viðtali Viðtal: Hrafn Jökulsson Mynd: Sigurður Mar Lífið í Borgarnesi er í öðrum gír en í Reykjavík. Lyktin er líkafrá- brugðin - og jafnvel sjálft and- rúmsloftið er miklu hátíðlegra þarnafyrirvestan. Þaðtók ferðalang úr höfuðstaðnum dá- lítinn tíma að átta sig á þessari sérvisku sem einkenniralltfas Borgarness. En auðvitað er það sagan sem liggur í loftinu og býríjarðveginum, hugsaði éghrifinn. Ég verðaðmunaað spyrja Gyrði hvernig það er að skrifa skáldskap á söguslóð- um. Enfyrstog fremstverður hann að segja mér allt af létta um skáldsöguna sem hann er aðgefa út. - Hvað er um þessa bók að segja? „Þetta er stutt saga,“ segir Gyrðir og flettir handritinu annars hugar. Þögn. Svo tekur hann á sig rögg: „Ég hef áður skrifað bók sem hét þessu sama nafni. Gangandi ík- orni. Hún kom út í einu eintaki árið 1966, ég var þá fimm ára gamall, bókin var saumuð og bundin í Husquarna saumavél heimilisins. Og nú 21 ári síðar er seinni hluti skáldsögunnar sem nú er að koma út einhvers konar útfærsla á ’66 eintakinu. Þessi seinni hluti snýst um dálítið undarlegt ferðalag... Fyrri hlutinn gerist svo í litlum af- skekktum firði sem minnir um margt á Borgarfjörð eystra, gæti ég trúað, og segir frá dreng sem er fremur einkennilegur í háttum - kannski ofurlítið bilaður.“ - Ert það þú sjálfur, eða hvað Gyrðir brosir. „Við getum sagt að þetta sé heimur sem ég þekki. Þessir tveir heimar tengjast snögg- lega um miðbik sögunnar og síðan aftur í lokin. Lagðir saman held ég að þeir myndi furðu heillega ver- öld. En það er eigínlega farið úr einum heimi yfir í annan - yfir ein- hver skrítin landamæri... Ég vil ekki fara alveg ofan í saumana á þessari sögu, þá heldur fólk kannski að það sé búið að lesa hana þegar hún kemur út! - Og nú hlýt ég að spyrja: Erþetta drengjabók - snemmbœrar endur- minningar einsog verið hafa býsna áberandi síðustu árin? „Nei,“ segir Gyrðir ákveðinn. „Ég held að töluvert aðrar forsend- ur liggi til grundvallar, það er ekki þessi heimþrá til horfins tíma, ef svo má segja, sem ræður ferðinni." - Þú gafst út fimm Ijóðabœkur á fáeinum árum. Hvemig gekk þér að slíta þig frá Ijóðinu eftir þessa miklu töm? „Ég veit nú ekki hvort ég er fylli- lega búinn að því. Ég held það eimi eftir af ljóði í þessari sögu. En á hinn bóginn fannst mér mjög skemmtilegt að fara yfir í þetta form, sem óneitanlega er frábrugð- ið því sem ég hef verið að gera. En ég vona semsagt að m§r hafi tekist að halda einhverjum ljóðrænum eigindum.í textanum. Og einhvern tímann áður hef ég víst sagt að mér finnist Ijóð og prósi ekki vera alveg óskyldir hiutir, eða þurfi ekki að vera það. Mér finnst það enn.“ - Eru þetta þá Ijóð í dulbúningi? Löng þögn. „Ætli það yrði ekki beinlínis skaðlegt ef ég segði það! En þetta máttu vitanlega ekki skrifa! Ljóð í dulbúningi? Nei, ætli þetta verði ekki að kallast hreinræktuð saga á yfirborðinu, með óbjöguðum söguþræði og til- tölulega skýrum útlínum... yfirleitt lýtur stfllinn lögmálum prósans, en samt er ljóðið aldrei langt undan finnst mér. Og ef það er tilfellið, þá hef ég sem betur fer ekki þurft að þvinga ljóð inn í textann með bergfleygum og slaghamri. - Fimm Ijóðabœkur plús ein skáldsaga á jafnmörgum árum. Eru menn ekkifamir að kvarta yfir þess- um afköstum? „Jú, jú, sumum þykir þetta all skuggalegt held ég. Én þessi vinnu- brögð liggja einhvern veginn í minni skapgerð. Menn verða bara annaðhvort að taka þau góð og gild - eða passa sig á að opna bók eftir þennan brjálæðing! Minn tími líður þannig hjá að mér þykja þetta ekki óeðlileg afköst.“ - Nú hefur þú helgað þig alger- lega skrifum írúm þrjú ár. Mœlir þú með þessu „djobbi“? „Æ, nei. Ég held að ef menn vilja halda sæmilegri geðheilsu ættu þeir að gera eitthvað annað meðfram. En það er sennilega orð- ið of seint að koma vitinu fyrir mig. Það er eiginlega varla nema tæpt ár síðan ég ákvað að halda mig við þetta eingöngu, og það kom ekki til af góðu, ég uppgötvaði allt í einu að ég var orðinn svo einkennilega staddur að skriftir voru eina starfið sem ég gæti lært eitthvað í svo að gagni mætti koma. En þessi sífellda einvera sem fylgir ritstörfum og velflestri listsköpun annarri er strangt til tekið ekki fyrir aðra en algera þykkhúðunga sem ekkert bítur á. Ég á frænda austur á Borg- arfirði sem veiðir hákarl, mér hefur stundum dottið í hug að ég ætti að fá hjá honum skráp í kufl. En ég er hræddur um að Husquarna sauma- vélin fyrrnefnda dygði ekki til að sauma þá yfirhöfn! - Þú bjóst í hófuðstaðnum ífjóra vetur, en ert nú fluttur í Borgarnes. Þú kunnir víst aldrei rétt vel við þig í Reykjavík? „Nei, ég verð víst að játa það. Annars er ég víst búinn að móðga Reykvíkinga svo í öðrum viðtölum að mér er sennilega hollara að fara að loka munninum þegar þetta ber á góma. Mér er farið að skiljast að það telst ekki góð latína að gera úttekt á höfuðborginni, öðruvísi en að mæra hana í ljóði. Og ætli ég endi þá ekki bara sem Reykjavík- urskáld? - Allt í lagi. En afhverju Borgar- nes af öllum stöðum? „Konan mín er héðan, og henni bauðst starf sem kennari. Svo er ég haldinn þessum undarlega tví- skinnungi með borgina; mér þykir gott að vera staddur utan borgar- markanna, en ekki of langt í burtu kannski þegar til lengri tíma er litið, og þar eru vissulega bókabúð- ir, söfn og útgáfufélög sem tengjast beinlínis starfssviði manns. Því miður eru velflestar bókabúðir úti á landi bara sprenghlægilegar ruslakompur, stútfullar af barbí- dúkkum, vekjaraklukkum og flass- kubbum, og afgreiðslufólkið hváir ef einhver sérvitringur kemur og spyr um bækur. Þetta þyrfti að breytast. Ég held að þetta kæring- arleysi bóksala eigi einhvern þátt í þeim skorti á bókmenningu sem óneitanlega er á landsbyggðinni, þeir fara til dæmis með nýjar ljóða- bækur einsog þær væru til stór- skammar fyrir byggðarlagið, stingá þeim milli þils og veggjar. En nú er ég víst byrjaður á fyrirlestri, og best að koma aftur að spurning- unni. Hér í Borgarnesi hef ég það sambýli við náttúruna sem ég sakn- aði meðan ég bjó í Reykjavík.“ Hann bendir á fjall handan fjarðar- ins. - Hvað heitir þetta fjall þarna? spyr ég. „Hafnarfjall," segir Gyrðir. - Og finnst þér það virkilega smartara en Esjan? „Esjan er nú með fallegri fjöll- um,“ viðukennir Gyrðir, „hafi ég einhvern tíma sagt eitthvað annað, þá ét ég það oní mig hér með, án þess að blikna! En er hún ekki í soldið slæmum félagsskap, það er að segja, séð úr húsahrúgunni; þegar öll þessi steindauðu járnp- lötuþök standa í veginum milli augans og hennar?“ - En afhverju ertu svotia háður fjöllum og landslagi? Er það ekki komið úr móð? „Eflaust finnst sumum það. En sterk samsömunarkennd með landslagi er einfaldlega hluti af mínu sálarlífi, og hefur alla tíð ver- ið, og ég hvorki get né vil berja hana niður. Svo getur aftur á móti 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.