Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 19
Meira um Marr Fyrir hálfum mánuði greindi ég frá því að Johnny Marr væri við spilerí í smiðjum þeirra Pauls McCartneys og Brians Ferrys. Þá sagði ég reyndar að Marr ætlaði að halda í tónleikaferð emð McCartney auk þess sem hann spilaði á nýju plötunni hans. Pað er allt útlit fyrir að svo verði ekki, því nýjustu sögur herma að Marr sé í þann mund að ganga í raðir hinnar ágætu sveitar Pretenders. Ekki hefur þetta verið opinber- lega staðfest ennþá, en flest bendir til þess að þetta verði úr og það í náinni framtíð. Það sem helst rennir stoðum undir þessar spekúleringar eru tvær „stað- reyndir”, nefnilega 1: Johnny Marr hefur umgengist meðlimi sveitarinnar nokkuð undanfarnar vikur og gripið í gítarinn með þeim og 2: Pretenders, sem nú eru gítarleikaralausir, hafa ekk- ert gert í því að fá sér nýjan gítar- í dag verður ekkert fjallað um George Michael. Gúllas leikara þrátt fyrir að stutt sé í aug- lýsta tónleikaferð. Ekki veit ég hvaða brögðum Crissie Hynde hefur beitt til að plata piltinn til sín, en hún hefur aiténd valið vel. Svo er bara að bíða og sjá hver vill fá hann næst ... Dónaskapur One Little Indian, útgáfufyrir- tæki Sykurmolanna í Bretaveldi, hefur nú verið kært fyrir ýmiss konar ósiðsemi og dónaskap. Fjórar kærur hafa verið birtar á hendur One Little Indian, aðrar fjórar á útgáfufyrirtækið One Little Indian Ltd., enn fjórar á Spiderleg og loks fj órar á útgáfu- f yrirtækið Second Wind. Öll þessi fyrirtæki eru nátengd, og snúast að mestu í kringum rokksveitina Flux of Pink Indians. Málið snýst einmitt um plötu þeirra „The F...ing C....S Treat Us Like ,.P..ks (Ritað eins pent og hægt er - þetta er nú Þjóðviljinn ...?) Kærurnar hljóða upp á dreifingu ósiðlegs efnis með pósti, að spilla ungmennum, að dreifa ósiðlegu efni í plötuverslanir og að gefa út ósiðlegt efni. Búið er að taka plötuna úr sölu í nokkrum af stærstu plötuverslanakeðjum Bretlands út af þessum voðalega dónaskap og hafa aðstandendur plötunnar, þ.e. þessi fjögur fyrir- tæki, brugðist ókvæða við sem vonlegt er. Pá hefur verið stofn- aður sjóður sem tekur við fram- lögum vegna kostnaðar í kringum málaferlin og hugsanlegar afleið- ingar þeirra- Áætlað er aðgefaút plötu í fjáröflunarskyni og meðal þeirra sem hafa boðist til að spila á henni eru ekki ómerkari sveitir en Crass og Dead Kennedys. Þeir í Dead Kennedys þekkja þetta vandamál mæta vel, það er ekki langt síðan málaferlum lauk í Bandaríkjunum vegna umslags einnar af þeirra plötum. Þar blasti við kaupendum hið mynd- arlegasta tól, ásamt ýmsu fleiru, og þótti Ameríkönum þetta hið argasta klám. Eftir löng og ströng málaferli hafði Jello Biafra (söngvari D.K.) sitt fram og myndin var viðurkennd sem lista- verk og hluti af boðskap sveitar- innar fremur en óþarfa dóna- skapur. Enn ein sveit sem orðið hefur fyrir barðinu á velsæmistilfinn- ingu misheiðarlegra bissniss- manna er breska grúppan Big Black. Plata þeirra, Songs about F...ing, var m.a. bönnuð í öllum verslunum Virgin-veldisins. Þótti sumum það skjóta skökku við, því eins og menn kannski muna, var það einmitt Virgin-útgáfan sem gaf út Sex Pistols á sínum tíma ... Nóg um þetta að sinni. Sunnudagur 18. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Ekki ætla ég að eyða miklu plássi í textalega umfjöllun um kjötfjallið Meatloaf og frammi- stöðu hans í Reiðhöllinni. Mynd- irnar tala sínu máli. Hann var bara nokkuð góður, þrátt fyrir hitamolluna og lélegan hljóm- burð. Áhorfendur stóðu sig hins vegar ekki jafn vel. Þeir voru reyndar hátt í fimm þúsund, svo ekki vil ég setja þá alla undir sama hatt. En það er andskoti SVEI! hart þegar nokkrir einstaklingar, jafnvel þótt það séu nokkrir tugir einstaklinga, valda því með skrílslátum sínum og misskildum töffaraskap að þúsundir jafn- aldra þeirra þurfa að norpa í næð- ingi og nístingskulda fram á nótt áður en þeir komast til síns heima. Svona framkoma er ekki vel til þess fallin að ýta undir tón- leikahald hérlendis,það eru víst ekki of margir sem hingað koma í þeim erindum að spila fyrir okk- ur, þótt ekki sé stuðlað að því leynt og ljóst að fæla frá sér þá sem síst skyldi, þ.e.a.s. aðstand- endur mögulegra tónleikastaða, strætisvagnabflstjóra, lögreglu og umboðsmenn, að ógleymdum hinum fjölmörgu sem langar að fara á tónleika en þora það ekki af ótta við einhverja ribbalda. Og hana nú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.