Þjóðviljinn - 18.10.1987, Qupperneq 10
SUNNUDAGSPISTIIl
féi»g*dö*rtu!
Sker úr 2 stdr-
málum í vikunni
Mýrarm^^
kákaöger^
r»B*r $i$raé#
Ísíei»ámg* meé
W-A7
Eléur i Höfrangi
II. í fag
Kennedy minntist
orði á herstöð
Flokko'-inn
S., . '-1^1
BKS? ...
Aldarfjórðungur í þrœlakistunni
Ert þú nú kominn í þræla-
kistuna líka? spuröi eiginkona
eins af kunningjum mínum á
Þjóðviljanum. Þetta var í ann-
arri viku októbers fyrir tuttugu
og fimmárum. Þjóðviljinnvar
að fá nýja hverfipressu, blaðið
stækkaði og tveim blaða-
mönnum var bætt við. Ég var
annar þeirra, nýkominn frá
Moskvu. Þaðan hafði ég skrif-
að bjartsýna pistla um þá per-
estrojku sem Khrúsjovvasað-
ist í með misjöfnum árangri.
Á helgum stað
Mér fannst vitanlega ekki ég
væri kominn í þrælakistu heldur á
helgan stað. Hér var Málgagnið
til húsa, skelfir auðvaldsins. Ég
gekk fyrir ritstjórana, Magnús
Kjartansson og Sigurð Guð-
mundsson, og spurði hvað ég ætti
að starfa.
Þú átt, sögðu þeir, að fylgjast
með nýjum bókum og skrifa um
sem flestar, spjalla við rithöf-
unda, leikhúsmenn og mynd-
listarmenn. Og ýmislegt sem til
fellur.
Má ég ekki reyna að hafa
menningarsíðu á laugardögum
með svona kjaliaragrein um ým-
islegt sem ég kalla sunnudagspist-
il? spurði ég.
Um að gera, sögðu þeir.
Hann Ásgeir Hjartarson er
veikur, sagði Magnús. Hvernig er
það með þig Árni, skrifar þú ekki
um leiklist eins og fara gerir?
Ég baðst vægðar en fékk enga.
Ert þú nokkuð í leiðaraskapi
Sigurður? spurði Magnús og blés
frá sér reykjarmekki.
Ég gæti svosem gjammað
eitthvað um sjómenn, sagði Sig-
urður.
Mér þótti þetta ekki nógu
virðulegt tal hjá þeim á Málgagn-
inu. En þessi dagur var reyndar
upphaf skólunar í lífi á litlu blaði
og blönku. Verkaskipting er ó-
áreiðanleg. Þú gerir það sem þú
getur og margt fleira. Lest próf-
arkir, lýgur í göt til að ljúka vakt-
inni fyrr, skrifar um ballett og
landbúnað, skákmót og vetraról-
ympíuleika og nýja bók eftir
Halldór Laxness. Það er hægt að
verða mjög ruglaður á slíkri
blöndu en það er ekki óumflýjan-
legt. Einn mikinn kost hefur
starfið: tíminn er ekki lengi að
líða. Ókostirnir eru svo fleiri en
tárum taki.
Þá var
blaðið betra...
Ég heyri stundum þessa spurn-
ingu hér: var blaðið ekki miklu
betra þá?
Herra minn sæll og trúr: aldrei
skal ég gera tilraun til að svara
þessari spurningu. Ég hafði ekki
lengi unnið á Þjóðviljanum þegar
Magnús Kjartansson, sem þá
hafði stýrt Þjóðviljanum í sextán
ár, sagði mér, að hann fengi jafnt
og þétt að heyra það,að blaðið
hefði verið miklu betra fyrir tíu
árum eða svo. Magnús taldi að
þetta væri einskonar lögmál á
svona blaði.
Ég veit eitt: það lið sem var
innanstokks á hverjum tíma gerði
eins og það gat, og enginn gerir
betur. Frammistaðan var - og er
- mjög í sveiflum. Það þarf ekki
að vanta nema tvo eða þrjá menn
í fríi eða veikindum til að allt sé í
hers höndum. Endalausar
skyndibjörgunaraðgerðir fyrir
horn. Taugakerfið skrúfað í hnút
með sextán kaffibollum svörtum.
Eigum við ekki bara að detta í
það ?
Það er algengur misskilningur
að hér áður fyrr hafi Þjóðviljinn
notið mikils og áreiöanlegs
stuðnings snjallra penna úti í bæ.
Sá liðsstyrkur var alltaf fyrir
hendi í einhverjum mæli og hann
var afskaplega mikils virði. En
hann var mjög skrykkjóttur.
Stundum þorðu menn ekki að
skrifa í Þjóðviljann. Aðrir tímdu
ekki að skrifa í hann, vegna þess
að hann neyddist til að reyna að
komast af með að borga sem
minnst - bæði fastamönnum og
öðrum. Fyrir aldarfjórðungi eða
svo var mikil óárán og fýla í
vinstraliðinu, í nokkur ár stóð
stríð milli tveggja eða þriggja teg-
unda af sósíalistum og Hanniba-
lista og lagði mikinn fnyk af því
ati inn á blaðið svo að maður rétt
náði andanum. Síðar komu
önnur ár og auðveldari - upp úr
1968 voru allar Þjóðviljahug-
myndir í tísku og fleiri bættust við
með ungu fólki, og nú var kann-
ski erfitt að koma öllu fyrir í blað-
inu sem að barst - eftir að við
heimamenn höfðum árum saman
verið í blóðspreng við að fylla
gapandi síður. Stundum eru Alla-
ballar í stjórn og þá getur verið að
ólíklegustu menn vilji sýna sig í
blaðinu, en eru fljótir að hrökkva
frá þegar vindur breytist. Og er
það gömul saga.
Tll hvers
andskotans?
Það er líka spurt sem svo: til
hvers er verið að hanga á svona
blaði og gefa það út? Þetta segja
þeir gjarna sem telja sig hafa efni
á því að glotta yfirlætislega yfir
jafn skelfilega úreltu fyrirbæri og
pólitísku blaði. Þeir trúa á Fjöl-
miðilinn, sem er Óháður og
Rannsakar Málin. Og taka ekki
eftir því að umræðan snýst æ meir
um að fjölmiðlafólk fjasi um það
hvernig annað fjölmiðlafólk
tekur á viðfangsefnum fjölmiðla.
List er það líka og vinna, segir
Stephan G., alltaf í þynnra að
þynna, þynnkuna allra hinna.
Til hvers já, til hvers? Ég hefi
sagt frá því áður: einhverju sinni
var ég á vakt með Magnúsi Kjart-
anssyni og sem við erum að rýna í
leiðréttingar í sátrinu þá spyr
hann:
Segðu mér eitt, Árni, til hvers
erum við að hamast hér fram á
nótt fyrir skítakaup? Er það til
þess að allir verkamenn eignist
bfl?
Ég hefi oft hugað um þessi orð
síðan. Vinstrimannablað er nátt-
úrlega alltaf í kjaraslagnum, það
þarf að hækka launin og þá helst
þau lægstu fyrst, bæta standarð-
inn. En þegar kjarabaráttan og
tækniframfarirnir hafa sameinast
um að lyfta lífskjörunum og vís-
itölufjölskyldan fer að eiga ekki
einn bfl heldur tvo og hver mör-
landi hefur 48 fermetra húsnæðis
umleikis, þá fara menn náttúr-
lega að klóra sér í hausnum.
Hverju ætlarðu að lofa fólkinu
næst? Er það ekki út í hött að lofa
öllum meiru ? Er meira betra? Er
bfllinn frelsisgjafi eða treður
hann þér enn rækilegar inn í víta-
hring afborgana og aukavinnup-
úls? (Náttúrlega er bfllinn allt
þetta og meira til.) Þýða sigrarnir
í kjarabaráttunni ekki annað en
við öll sameinumst í syfjulegum
smáborgaraskap?
Þessar spurningar, eða öllu
heldur: skortur á svörum við
þeim, hafa leikið vinstri málflutn-
ing nokkuð grátt. Menn eru blátt
áfram ekki samstíga um mörg
grundvallaratriði. Margir trúa
staðfastlega á regluna: því meiri
neysla þeim mun betra. Aðrir
segja með ýmsum tilbrigðum
„smátt er fallegt", betra er minna
magn en þá af öðrum gæðum.
Þessir straumar eru á ferð þótt
ekki liggi þeir oft í yfirborðinu.
Og svo er það samstaðan fræga,
sem kannski var aldrei upp á
marga fiska, en hefur nú eins og
gufað upp í vondum samanburð-
arfræðum: ÉG ætla að fá leiðrétt-
ingu minna mála. ÞIÐ getið séð
um ykkur sjálf.
Allir eru að gera það gott nema
ég, sagði slagaraskáldið.
Sú nauðsyn
að segja nei
Og yfir öllu trónar íhaldið
kampakátt og segir: Þetta vissum
við alltaf. Það eru allir á móti
öllum. Það er barasta eðli manns-
ins. Á þessu flaskar öll vinstri-
mennskan. Meðan við gerum
ekki tilkall til annars en semja um
leikreglurnar í siagsmálunum.
Ekki svo að skilja: það er engin
ástæða til að láta tjaldið falla.
Margt breytist, en samt er eins og
ekkert falli úr gildi. Til dæmis er
það óþolandi að allir standi
stjarfir í þeim rúllustiga sem
Hægrið setti af stað, og detti
aldrei í hug annað en þeir berist
áfram á þeirri einu réttu leið inn í
besta heim allra heima og verði
ekki um hann bætt að heitið geti.
Eða það sem verra er: kannski
grunar þá að ekki sé allt með fell-
du, en þeir nenna ekki öðru en að
berast með straumnum. Kannski
er þeim skítsama. Kannski eru
þeir spéhræddir: ekki fer ég að
vera sá sveitamaður að skerast úr
leik. Ekki er ég sá asni að halla
mér að málstáð sem er kannski
glataður.
Einhverjir þurfa að sýna þver-
móðsku, sérvisku og þá svarta-
gallsbjartsýni að segja nei. Og
þrjóskast þá meðal annars við að
halda úti blaði um sitt Nei og ann-
arra manna Nei, um sjálfstæðið
og jafnréttið og menninguna, um
vígbúnað og herstöðvar, um
helgun græðginnar og ofríki sö-
lumennskunnar, um menninguna
og allt það sem er einhvers virði,
um sundurvirknina og freistingar
afskiptaleysisins. Og margt
fleira. Einhverjir þurfa að æmta
og skræmta, væla og nöldra, æsa
sig upp og reiðast, fara með dár
og spé.
Hvort sem það nú tekst eða
ekki að smíða úr öllu nöldri og
neikvæði þau svör, þau já, sem
vert er að treysta.
Það er betra, sagði Don Kík-
óti, að vera á leiðinni, en komast í
áfangastað.
ÁB.
10 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 18. október 1987