Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 17
Skagfirska söngsveitin. Tónlist „Söngurinn göfgar og glœðir“ Ný hljómplata fró Skagfirsku söngsveitinni Fyrir 17 árum hóuðu sig sam- an nokkrir söngelskir Skag- firðingar í Reykjavík og á- kváðu að stofna blandaðan kór, sem í skírninni hlaut nafn- ið Skagfirska söngsveitin. Vera má að einhverjir hafi álitið að „fyrirbærið" yrði ekki langlíft. Það þarf mikla söng- gleði og talsverða fórnarlund til þess að halda slíkum fé- lagsskap lifandi árum saman. En það hefuraðstandendum Skagfirsku söngsveitarinnar samttekist. Hún hefurstarfað óslitið frá upphafi og getið sér hinnbestaorðstír. Söngsveitin var svo lánsöm aö fá þegar í upphafi áhugasaman og ágætan stjórnanda, Snæbjörgu Snæbjarnardóttur. Stjórnaði hún kórnum í 13 ár. Síðan hefur Björgvin Þ. Valdimarsson annast söngstjórnina. Undirleikari kórs- ins hefur alla tíð verið Ólafur Vignir Albertsson. Söngsveitin teiur nú fast að 70 manns. Auk þess eru um 20 manns í söngfé- laginu Drangey, en það eru eldri félagar úr Söngsveitinni. Drang- ey er einnig undir stjórn Björg- vins Þ. Valdimarssonar. Fjórða hljómplata Skagfirsku söngsveitarinnar er nú komin út. Nefnist hún „Söngurinn göfgar og glæðir". Hún var hljóðrituð í Hlégarði í apríl í vor, af Halldóri Víkingssyni. Auk kórsins koma þar fram fimm einsöngvarar: Halla S. Jónasdóttir, Soffía Hall- dórsdóttir, Óskar Pétursson, Guðbjörn Guðbjörnsson og Kristinn Sigmundsson. Undir- leikari er, sem ætíð áður, Ólafur Vignir Albertsson. Auk þess leikur Eiríkur S. Jónsson á trom- pet. Á plötunni eru alls 15 lög eftir innlenda og erlenda höf- unda, þar á meðal skagfirsku tón- skáldin Pétur Sigurðsson, Eyþór Stefánsson og Jón Björnsson. Rétt er fyrir þá, sem eignast vilja plötuna, að hafa hraðar hendur því upphag hennar er nokkuð takmarkað en styrktarfélagar og aðrir stuðningsmenn margir. Platan fæst hjá sölustjóranum, Sveini Pálmasyni, sími 82198, og öðrum kórfélögum. Vert er að geta þess, að hin síðari ár hefur kórinn fengið ýms tónskáld til að semja fyrir sig lög, sem hann hefur síðan flutt. Með- al þeirra tónskálda eru Gunnar Reynir Sveinsson, Þorkell Sigur- björnsson, John Speight og Björgvin Þ. Valdimarsson. mhg Bréftil Sæll vinur. Nú er komið hrímkalt haust og horfin sumarblíða. Kaupa- héðnartaka að brýna sín bitru vopn svo að bíti um jólin og börnin fara að hlakka til. Á Sikileyju mega mafíósar draga saman seglin því ódæl eru Vigdís og Steingrímur bleyðibófum undir brún að líta. Þá vilja Italir kaupa haus- lausan saltfisk af Steingrími og vartímitil kominn. Hér heima er allt við það sama og spáð minnkandi hagvexti hvað svo sem það á að þýða. Þegar eitthvað minnkar, dregst saman, verður að engu, breytist í andhverfu sína og vex aftur með öfugu formerki, þá er sjálfsagt að kalla það minnkandi vöxt í samræmi við auglýsingamál- lýsku vorra tíma; þú sparar með því að kaupa hinn eða fe' V Guðmundur Þorsteinsson skrifar u þennan fánýtan óþarfann, sparar með því að eyða, græðir á því að tapa, grætur með því að hlæja og snýrð faðirvorinu upp á andskotann. Stutt er síðan Landsbankinn hætti að auglýsa sig með mestaöfugmæli aldarinnar: Græddur er geymdur eyrir. Gott ef þetta prýðir ekki ennþá einstaka húsvegg, sparifjár- eigendum til ævarandi skammar. En þar sem þú ert nú staddur í vinar útlandinu þarftu endilega að hafa á hraðbergi dæmigerðar íslenskar setningar handa útlenskum kunningjum þínum til þess að spreyta sig á. Kemur þá mjög til greina orðskviðurinn gamli: Þrír berrassaðir ráðherrar derra sig og sperra í kerru. - Þetta á auðvitað ekki við núverandi ríkisstjórn sem prúð vinnur verk sín í kyrr- þey eða er barasta að heiman einsog sagt er í afmælistilkynn- ingum. Núnú. Þú misstir af herlegu sam- kvæmi sem haldið var í tilefni haustsins í Hlíðunum hér í borg. Eftir fjölmargar skálræður fann ég mig knúinn til að láta kristal- inn klingja og fórust mér nokk- urn veginn svo orð: Heiðruðu gestir. A merkum tímamótum er vel við hæfi að staldra ögn við og fjölyrða nokkuð um það sem efst er í huga. Okkur, sem hér erum samankomin í kvöld, hlýtur að vera sérstök ánægja að sjá okkur öll hér samankomin að kvöldlagi í veglegum salarkynnum sæmdar- hjónanna, gestgjafa okkar, kney- fandi veigar vel glýjaðra þýja. Sumir eru sjálfsagt ennþá að velta því fyrir sér hvers vegna þeim var stefnt hingað á okkar fund. Það er vel til fundið og í einkar smekklegu samhengi við sögu lands vors og þjóðar að efna til slíks fagnaðar einmitt hér á þessum stað. Og rétt aðeins af- sakaðu. Hvar hljóma raddir Hlíðanna sterkar en einmitt úr Mávahlíð, Hlíð Máfs landsnáms- manns Ófeigssonar, Hlíðadrott- ins? Ekki úr Lönguhlíð, Hlíð Kolbrúnar löngu leysingja. „Máfur nam þar land sem nú heitir í Mávahlíð" stendur þar og skyldu menn ekki gleyma því. Skyldu menn og ekki rugla saman Ieirbullinu „í Víðihlíð“, „Hvítu mávar“ og „Hlíðin mín fríða“ við stórbrotin undur Mávahlíðar sem engri hlíð er lík nema ef vera skyldi Barmahlíð. „Fögur er hlíð- in“ sagði Gunnar Hámundarson og sneri aftur. „Ó hlíð mín hlíð“ orti Vilmundur frá Skálholtsstíg, „Sú rödd var svo fögur og hugljúf á að hlíða“ orti enn eitt Hlíða- skáldið. Og voru þó ekki allir á sama máli. T.a.m. yrkir bitur Vesturbæingur: „í Hlíðunum er eilíf hríð, ekkert skjól og árans stormbeljandi." Og væri honum nær að halda sig bara fyrir vestan læk. Nei. Vér Hlíðamenn tökum ekki undir slíkt hjal. Frá örólfi alda höfum vér skemmt gestum vorum með gleðihjali og hjalað grimmt fram á rauðar nætur. Hjalað stundum grimmt fram á næsta dag ef því hefur verið að skipta. Ólteitið hefur oftar en ekki staðið samfleytt í tíu daga og tíu nætur með tilheyrandi ærsla- gangi og óhemjuskap. Hefur þá stundum mörg Bakkynjan og margur skjaldsveinn Dýonísusar þurft að lúta lágum strjúpa og illa komið fyrir sig orði og velt um litlu borði við lítinn fögnuð nær- staddra. Undir slíkum kringum- stæðum vilja menn gjarna hafa mörg orð um marklaust skraf og skrafa menn stundum markleysu eina svo tímunum skiptir. Renna þó stundum tvær grímur á við- stadda ef þeim finnst fullnærri sér höggvið og ekki eru menn allir jafn sammála ræðumanni um hvað sé spaugilegt og hvað ekki. og hlæja menn þá stundum mis- hátt eftir því hvernig á stendur hjá viðkomandi nærstöddum. Þegar hér var komið ræðu minni hneig feitlagin kona í ómegin svo ég kunni ekki við að halda áfram, enda kannski nóg komið. Ég bið að heilsa öllum og vertu ævinlega margblessaður. Sunnudagur 18. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 c LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboöum í fram- leiðslu og afhendingu á aflspennum fyrir Búrfells- stöð og aðveitustöðina við Hamranes og 220/ 132 kV SF6 gaseinangruðum rofabúnaði fyrir nýja aðveitustöð við Hamranes sunnan Hafnar- fjarðar. Útboðsgögn eru: 4601 Aflspennar. 4602 220/132 kV SF6 gaseinangraður rofa- búnaður. Gögnin verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudeginum 19. október 1987 gegn óaftur- kræfu gjaldi, kr. 3000 fyrir útboðsgögn 4601 og kr. 5000 fyrir útboðsgögn 4602. Tilboðum samkvæmt útboðsgögnum 4601 skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir kl. 11.30 mánudaginn 18. janúar. Tilboðum samkvæmt útboðsgögnum 4602 skal skila á sama stað fyrir kl. 11.30 þriðudaginn 19. janúar 1988. Tilboðin verða opnuð á skiladögum tilboða á skrifstofu Landsvirkjunar kl. 14.00. Reykjavík, 17. október, 1987 Herstöðvabaráttan blífur ísland úr Nató - herinn burt Landráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Risinu, Hverfisgötu 105, laugar- daginn 24. okt. n.k. og hefst kl. 10 fyrir hádegi. Tillögum og ábendingum um frambjóðendur til miðnefndar (aðalmenn og varamenn) óskast komið á framfæri við Ástríði, sími 42662 eða Atla, sími 686878. Uppstillingarplottararnir Verkakvennaf élag i ð Framtíðin Tillögu stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1987 liggja frammi á skrifstofu félagsins á Strandgötu 11 frá og með mánudeginum 19. okt. til föstu- dagsins 23. okt. til kl. 17. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17 föstudag- inn 23. okt. og er þá framboðsfrestur útrunninn. Tillögunum þurfa að fylgja meðmæli 20 fullgildra félagsmanna. Verkakvennafélagið Framtíðin. Fjárveitinganefnd Alþingis Þeir sem kynnu að óska eftir viðtali við fjárveit- inganefnd vegna styrkumsókna þurfa að panta viðtal hjá starfsmanni nefndarinnar, Ásdísi Sig- urjónsdóttur í síma 11560 (213 eða 200) í síðasta lagi 23. október. Viðtöl þessi munu eiga sér stað dagana 28. október-6. nóvember. Skrifleg erindi skulu hafa borist nefndinni í síð- asta lagi 20. nóvember n.k. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.