Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 13
vel verið að ég leggi öfgakennda áherslu á gildi þessa viðhorfs, mikil ósköp. Pað verður þá bara svo að vera.“ - En er skáldskapur ungs fólks ekki orðinn rétt að segja „náttúru- laus?“ „Það fer nú kannski dálítið eftir hverskonar náttúru þú átt við! Nóg er af erótíkinni, sýnist mér. En eigirðu við þátt landsins í ljóðun- um, þá er það líklega rétt að mölin sé að yfirtaka ljóðmálið. Með því er ég ekki endilega að segja, heimur versnandi fer, ég kem ein- ungis að málunum úr annarri átt. Það er enginn einn sannleikur í þessu fremur en öðru. En ef við færum okkur yfir í aðrar listgrein- ar, og lítum á unga málara til dæm- is, þá rekumst við fljótlega á Georg Guðna Hauksson, sem málar landslag þannig að úr verður skáld- skapur sem er hvorttveggja í senn, dulúðugur og tær. Ég er mikill að- dáandi mynda hans.“ - Náttúran, já. En hvað fleira vekur þér innblástur? „Það er þessi frægi innblástur, ég held að hann hafi verið fundinn upp einhverntíma af bókmennta- fræðingi með andarteppu. Mín skoðun er sú að maður gangi með sinn persónulega heim í höfðinu, summu af fólki, umliverfi og at- burðum sem fyrir mann hafa borið, síðan mótast þessi heimur, sem við getum kallað svo, með tímanum, og smátt og smátt finnur maður að- ferð til að ná í allt þetta sem er á flökti innan höfuðskelja, aðferð sem vonandi er sem sönnust, og samkvæmust persónugerðinni. Síðan getur mönnum gengið misvel að ná til þessa heims; ef litið er á höfundarferil hinna ýmsu manna sést að sumir hafa týnt þræðinum árum saman, en síðan fundið hann aftur, og þá er hann allt í einu full- spunninn. Þetta hefur ekkert með innblástur að gera held ég, annað hvort hefurðu eitthvað í kollinum, eða ekki, og það kostar seigslítandi vinnu að ná einhverju af viti úr þessu dularfulla heystáli sem heil- inn er. Einn og einn maður tutlar fangið fullt af ilmandi töðu fyrir- hafnarlaust og gefur á garðann syngjandi glaður, en það eru séní.“ - Um hvað yrkirðu? „Hm. Það er nú það. Sko, ég hugsa að við þessir yngri menn séum ekkert frábrugðnir þeim sem á undan komu að því leyti að við erum að reyna að tjá okkar hug og skynjun. Mér finnst ég ekki geta unnið öðruvísi en útfrá eigin lífi, og get svo aðeins vonað að það hafi einhverja sanna tilfinningu til að bera þegar best lætur.“ - En hvenœr fórstu að skrifa? „Ætli ég hafi ekki farið að skrifa af einhverri alvöru um tvítugt. Eitthvað mun vera í skólablaði Fjölbrautaskóla Sauðárkróks, en sem betur fer er það fáum tiltækt! En það var semsagt um tvítugt að ég fór að safna nokkuð markvisst í handrit. Fyrsta bókin kom svo út þegar ég var 22 ára. - Og þú fékkst m.a.s. forleggjara að bókinni, sem mun vera fátítt. En hvemig voru viðtökurnar? „Þær voru eiginlega furðu góðar, bæði frá hinum „almenna lesanda“ - þeim dularfulla manni — svo og ritdómurum flestum.“ - Sumir segja að fólk sé rétt að segja hœtt að lesa Ijóð. Fcerðu ein- hver viðbrögð? „Eitthvað virðast menn nú lesa, en það eru ekki mjög margir sem láta í ljósi að sá lestur varði þá mik- lu.“ - Af hverju seljast Ijóðabœkur lítið? Erþað afþví að nútímaljóð eru tómt torf fyrir venjulegt fólk? „Þjóðin virðist álíta að svo sé. Ég álít hins vegar að nútímaskáld- skapur sé langt frá því eins óað- gengilegur og almennt er álitið. Hverjir skilja til dæmis drótt- kvæðin aðrir en afturgengnir forn- kappar og fræðingar? En það er einmitt þessi gamli kveðskapur sem er notaður sem vöndur á nú- tímaskáld. Og hvenær varð svo þessi krafa fólks um að skilja alla skapaða hluti svona ósveigjanleg? Maður nokkur sem var að bölsót- ast út í nútímalist á þessum for- sendum, að hún væri óskiljanleg, var spurður hvort honum þætti fuglasöngur skemmtilegur. Mað- urinn uppveðraðist allur, og kvað glaður já við. Þá var hann spurður: En skilurðu hann? Þá dró ský fyrir sólu. Hann skildi hann ekki.“ - En hvernig hafa bókaforlög staðið sig í útgáfu Ijóða ungskálda? „Þau mættu nú að skaðlausu taka fleiri og stærri áhættur. Þau eru alltaf að leita að skáldsagna- höfundunum. En það vill oft á tíð- um gleymast á þeim bæjum að vel- flestir skáldsagnahöfundar, þeir sem nokkuð hefur kveðið að, hafa byrjað sem ljóðskáld. Bókafor- lögin mættu vel taka unglingastarf- ið hjá skákhreyfingunni sér til fyr- irmyndar!" - En er Ijóðagerð þá ekki annað en fingraœfing fyrir verðandi skáld- sagnahöfunda? „Nei, því er ég alls ekki að halda fram. Ég held líka að það hafi sýnt sig að þeir sagnahöfundar sem hafa byrjað á ljóðagerð halda yfirleitt tryggð við ljóðið. Nærtækt dæmi er snillingurinn William Heinesen. En svo ég tali fyrir sjálfan mig, þá er þetta hreinlega afkomuspursmál fyrir mig. Ég er búinn að taka þá ákvörðun að lifa af skriftum, kom- inn með fjölskyldu, og verð að vinna með óbundið mál meðfram. Þar fyrir utan vil ég ekki gera öðru þessara forma hærra undir höfði en hinu. Þessi form eru tvær hliðar á sömu mynt.“ - Jamm og joeja. Hvað er nú á döfinni hjá þér? „Ég verð nú eiginlega að fá tíma til að átta mig eftir að þessi bók er komin út. Ég er með drög að sög- um og ljóðum - en það er allt sam- an frekar laust í reipunum. Síð- astliðinn vetur þýddi ég stutta am- eríska skáldsögu, og ég gæti hugsað mér að þýða meira.“ „Nútímaskóldskapur erlangtfró þvíeins óaðgengilegurog almennterálitið. Hverjir skilja til dœm- is dróttkvœðin aðrir en afturgengnir fornkappar og frœðingar? En það ereinmitt þessi gamli kveðskapur sem er notaður sem vönduránútíma- skáld..." Sunnudagur 18. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.