Þjóðviljinn - 18.10.1987, Síða 18

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Síða 18
 upphafi Tryllingsleg augu óttaslegins smáglæpamannsins horfðu á gulan sendiferðabílinn leysast upp í logum ástarinnar, brenna, brenna hratt, brenna heitt, lýsa upp sól- bjartan daginn og kulna, falla í gleymsku, falla í fjölmiðla al- heimsgleymskuna, sem geymir menn eins og löngu látinn son hans og bróður. Hann lokaði grænum augunum, dró fyrir þau gardínur, læsti tönnum sínum hverri í aðra, hnoðaði saman vörunum og ös- kraði í þögninni, svartri kaldri þrúgandi blóðrauðri sjóðandi þögninni, sem náði allt frá huga hans oní tær. Hann horfði á gulan sendiferða- bílinn takast á loft, svífa, svífa út á hafið, yfir fjöllin, undir brúna, svífa lengra, lengra og leysast upp í rign- ingarlegu skýi er sló gráleitum skugga á andlit borgarinnar, gulum sendiferðabílnum rigndi niður eins og hellt væri úr hundrað stórum, gulum, götóttum, stórum alvar- legum fötum, fötum með engu haldi. Niðurfallið var stíflað af gul- um sendiferðabílnum, uns hann gufaði upp, breyttist í afmyndað andlit Gabríels erkiengils, skreið upp veggi háhýsisins, læddi sér upp á þrettándu hæð, læddi sér inn í eldhús á þrettándu hæð, læddi sér inn í græn lokuð augu smáglæpa- mannsins og opnaði þau miskunn- arlaust, horfði í augu hans lengi, Iengur, lengur, horfði í augu hans með grettu andliti fallins engils í Undralandi, horfði starði, glápti, starði, horfði í augu smáglæpa- mannsins með háu ljósunum, skellti í bakkgír og á svipstundu var gulur sendiferðabíllinn horfinn fyrir næsta horn, kominn inn á bað- herbergi, inn í svefnherbergi, fram á gang, niður, niður, út á götu, upp á hól, út í sveit, gufaður upp í grám- ósku morgundagsins, sem aldrei kæmi til baka, morgundagurinn, morgundagurinn hugsaði hann með græn augun hálflokuð, morg- undagurinn kemur aldrei aftur og sendiferðabíllinn, gulur og glað- legur, flautaði stríðnislega á kýrnar undir sólinni í sveitinni undir sól- inni. Springsteen. Hér syngur hann um ástina eins og honum einum er lagið, þessi plata fjallar um ást, ást og aftur ást, á þann hátt sem þeir einir geta sem þekkja hana og bera virðingu fyrir henni. Hér er ekki sullað í sóðaskap eða væmni, hógværð er orð dagsins. Fá orð og smá, sem segja allt sem þarf. Ballöður jafnt sem kraft- mikið rokk - og jafnvel hálfgert rokkabillý - allt sameinast þetta í baráttunni fyrir ástinni og útkom- an er ákaflega ofboðslega svaka- lega helv .. gott mál. MMMMA- AH - I love it ... Johnny Rotten f góðum félagsskap - PiL hin nýja. Punktar af plasti Að vera sjálfum sér samkvœmur John Lydon heitir maður einn rauðhærður og skemmtilegur eftir því. Hann er líklega betur þekktur sem Johnny Rotten, og rauða hárið er víst ekki alveg lit- ekta. En stingandi, ísköld augun eru ekta, jafnekta og það sem hann er að segja í tónlistinni, jafn stingandi og textar hans eru enn þann dag í dag. Nýja platan hans Happy?, hefur fengið ærið mis- jafna dóma í bresku popppress- unni og var ekki annars að vænta á þeim bænum. Allt frá því þar- lendir poppspekúlantar ákváðu að Sex Pistols hefðu bara verið gabb, sérstaklega hannað til að selja plast en ekki til að hafa áhrif á þjóðfélagið, hefur Rotten verið úti í kuldanum. Þá bætir ekki úr skák að hann er búinn að vera lengur en tvö ár í bransanum, en það er dauðadómur í augum hinna „framfarasinnuðu” popp- skrifara tjallalands. Þó eru til menn sem fyrirgefa honum starfsaldurinn og virða það sem hann er að gera, þarlendis sem erlendis. Ég er einn af þessum erlendis sem sagt. Sjálfum finnst honum Happy? vera helv ... góð skífa, betri en Album, sem þó hafí verið býsna góð takk fyrir. Ég get ómögulega verið ósam- mála. Reyndar fannst mér Rise svo gott lag, að ég gat ekki ímyndað mér að hann ætti eftir að semja annað betra. Það hefur hann heldur ekki gert ennþá, en heildarsvipur Happy? er mun skemmtilegri en á Album. Biturt háðið, ásamt illa dulinni sjálfs- gagnrýni, undirstrika grimmdina og sannleikann í textum þessarar ágætu skífu, þessir sömu textar falla svo alveg einstaklega vel að kraftmiklu rokkinu og syngjandi talanda (eða talandi söng?) Johnnys. Hann er kannski ekki að segja neitt nýtt, það má halda því fram með nokkrum sanni að flest það sem hér er á ferðinni hafi verið sagt áður - og það af honum sjálfum - en hvað? Hér kveður við nýjan tón, enn má glöggt heyra hver hérna er á ferð- inni, en samt er eitthvað breytt. Eitthvað duggulítið, nóg til að forða honum frá stimpli stöðnu- nar og ekki nógu mikið til að hægt sé að saka hann um að fjarlægjast uppruna sinn og fyrri stefnu um of. Það er tilfinning í þessari tón- list, það andar köldu, en kjarni málsins er einlægni og ósérhlífni- Að vera Bruce Að vera Bruce er líklega ekki auðvelt lífshlutverk. Það, að vera Bruce, er að vera frægur, það er að vera ríkur, það er að vera eftir- sóttur, virtur, elskaður og dáður. En að vera Bruce er líka að vera einmana, að vera hataður, öfu- ndaður, rægður, hæddur, niður- lægður. Að vera Bruce er að setja fimm plötu kassa á toppinn í fyrstu vik- unni og vera svo kallaður mis- heppnaður af því kassarnir seld- ust ekki allir.Það er að vera kallað ur framtíð rokksins fyrir nokkr- um árum, en maður fortíðarinnar í dag. Að vera Bruce er að þurfa að vera betri en allir þeir bestu til samans svo háspekingar popp- heimsins viðurkenni verk hans. Að vera Bruce er að þurfa alltaf að gera betur en síðast - jafn vel er ekki nóg. Að vera Bruce er að vera ennþá sá besti - númer eitt - The Boss - hjá mörgum. Mjög mörgum. Rosalega Mörgum. Alltof mörgum að sumra áliti. Þess vegna hatrið. Og öfundin. Og allt hitt. Mér finnst Bruce ekki bestur. En hann er einn af þeim bestu. Hann hefur verið það lengi, og nýja platan hans, Tunnel of Love, sýnir að hann er það ennþá. Tólf lög eru á plöt- unni á dögum áttalaga breiðskífa. Og þau eru öll býsna góð. Hann sér að mestu leyti um undir- leikinn sjálfur, en E- strætisbandið hleypur þó víða undir bagga með honum. Þó aldrei sem hljómsveit, miklu frekar sem einstaklingar, ses- sjónleikarar. Þegar Bruce gaf út Nebraska fóru margir gagnrýnendur í fýlu og spurðu; „hvað varð um rokkið?” Þegar Born In The USA kom út spurðu ef svo má að orði komast. Engu er eirt, allir fá sinn skammt, þar með talinn Johnny sjálfur. Hann sér um sínar skammir sjálfur og því sé ég enga ástæðu til að skam- mast út í hann. Happy? Það held ég nú ... Of góður? sömu gagnrýnendur; „hvað varð um blúsinn?" og töldu þetta sölu- skífu hina verstu. Víst var hún söluskífa, en ein af þeim bestu. Og hvað gerist núna? Það er nú það. Menn eru strax byrjaðir að finna að því hversu fínn kappinn er á umslaginu - í hreinni skyrtu með skóþvengsbindi við fínan bíl. En Bruce hefur alltaf verið töffari og bílar hafa yfirleitt verið honum jafn kærir og konur - í textum hans í það minnsta. Svona persónulega og prívat finnst mér Tunnel of Love með því besta sem komið hefur frá meistara 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.