Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 8
LEIÐARI Þörf á stefnumótun í ferðaiðnaði Ferðamönnum til íslands fjölgar stöðugt. Árið 1960 voru þeir um 13 þúsund en í ár má ætla að tíu sinnum fleiri heimsæki landið um lengri eða skemmri tíma. Jafnframt þessari aukningu hef- ur ferðamannaiðnaður vaxið sem álitleg bú- grein og nú er svo komið að fjöldi fólks hefur atvinnu beint eða óeint af þjónustu við ferða- menn. Árið 1984 námu laun og tengd gjöld við ferðaþjónustu 4% af heildarlaunagreiðslum í landinu. Ekki er að efa að leiðtogafundurinn sem hér var haldinn á síðasta ári hefur í auknum mæli beint augum manna til íslands. ísland hlaut meiri og almennari eftirtekt en dæmi eru um. Ekki er heldur að efa að ósérhlífin vinna forseta okkar, Vigdísar Finnbogadóttur, við að kynna land og þjóð og það sem við höfum upp á að bjóða, hefur vakið verðskuldaða athygli. Það er eðlileg þróun að erlendir ferðamenn sæki til íslands í auknum mæli en við verðum líka að kunna að taka á móti þeim. Lengi hefur tíðkast að hópar ferðamanna fari eftirlits- og aðhaldslausir um landið og hafa á stundum hlotist af náttúruspjöll. í þessum efnum getum við þó einungis við okkur sjálf sakast. Það er afar brýnt að erlendir ferðamenn séu upplýstir um íslenska náttúru og hve auðvelt er að mis- bjóða henni af þeim sem ekki kunna að um- gangast hana. Nauðsynlegt er að settar verði reglur um þessi mál sem kynntar verði fyrir útlendingum. í þessu sambandi er íhugunarvert hvort ekki sé rétt að íslenskir fararstjórar verði ávallt með erlendum hópum sem hingað koma. Með því er hægt að fyrirbyggja að skemmdarverk séu framin á viðkvæmri náttúru og eins er íslensk- um leiðsögumönnum tryggð vinna við sérgrein sína. Ferðaiðnaðurinn er nú orðinn allstór þáttur í efnahagslífi þjóðarinnar og snertir beint og óbeint flestar atvinnugreinar okkar. í skýrslu samgönguráðuneytisins síðan í vor sem ber yfirskriftina „Úttekt á íslenskum ferðamálum", segir m.a.: „Þótt stefnt hafi i rétta átt undanfarin ár virðist enn skorta á að þjóðin átti sig nægi- lega á að hér er um veigamikinn atvinnuveg að ræða“. - í raun myndi þetta þýða að ráðamenn hafi ekki áttað sig á mikilvægi ferðaþjónustu - enda er engin heilsteypt stefna til í þessum málum. Úr því þarf að bæta. Við verðum að gera okkur Ijóst eftir hverju við sækjumst og hvernig við ætlum að ná fram markmiðum okkar. Ríki, sveitarfélög og aðilar í ferðamannaþjónustu þurfa að taka höndum saman um mótun á fram- tíðarstefnu. í síðustu viku var haldin að tilhlutan Ferða- málanefndar Reykjavíkur ráðstefna undir yfir- skriftinni „Reykjavík - fundarstaður framtíðar- innar“. Þar kom fram mikill vilji til þess að lengja ferðamannatímann með því að fá hópa og fyrir- tæki til að halda ráðstefnur sínar og fundi hér- lendis. Miklir fjármunir eru í húfi. í Evrópu voru á síðasta ári haldnar 60 þúsund ráðstefnur af öllum stærðargráðum. Þeir sem eru þess fýsandi að íslendingar geri út á þennan markað benda á að ráðstefnugest- irnir koma á öðrum tíma en aðrir ferðamenn og þannig nýtist öll þjónusta betur. Að auki mun þessi tegund ferðalanga hafa meira fé handa í milli og leggja þjóðarbúinu þarmeð meira til en aðrir ferðamenn. Það er ekkert nema gott eitt um það að segja að menn kynni ísland sem heppilegan vettvang fyrir fundi og ráðstefnur. Við verðum hinsvegar að fara að öllu með gát þegar við kynnum landið erlendis, til þess að misbjóða engum með glamri eða sölumennsku. -hj. ÞEIR HSKA SEM RÓA „Leiðtogafundurinn staðfesti að við gefum öðrum og stærri þjóðum ekkert eftir við skipu- lagningu stón/iðburða. Og ég held að það hafi töluvert slegið á minnimáttarkenndina sem stundum vill hrjáokkur," sagði Jón Hákon Magnús- son í samtali við Sunnu- dagsblaðið, en hann stóð í ströngu á meðan leiðtoga- fundurinn var haldinn við a ðupplýsa og liðsinna er- lendum blaðamönnum. Á ferðamálaráðstefnu höfuð- borgarsvæðisins, sem haldin varsnemmsumars, flutti hann erindi þar sem hann hvatti til þess að mótuð yrði stefna í ferðamálum til a.m.k. tíu ára. Hann stjórnaði pallborðsum- ræðum á ráðstefnunni „ísland - fundarstaður framtíðarinn- ar,“ en þar kom glöggt fram vilji manna til að gera út á ný mið í ferðaiðnaðinum. „Spurningin er hvort við eigum að stefna að því einvörðungu að fá stöðugt fleiri ferðamenn - eða fá hingað til lands fólk sem eyðir meiri peningum. Mér finnst að einum of mikið hafi verið einblínt á tölur - að fjöldi ferðamanna vaxi stöðugt. Það er í sjálfu sér ágætt svo langt sem það nær, en við verðum að huga að því hvað er arðbært fyrir okkur. Það er engum akkur í því að þúsundir túrista vaði stjórnlaust yfir há- lendið og spóli upp viðkvæman gróður. Við eigum að reyna að hafa stjórn á ferðamönnunum - enda þekkist það varla erlendis að ferðamenn valsi um í stórum stíl án nokkurrar leiðsagnar eða eftirlits.“ - Hvernig ferðamenn eru þetta sem við eigum þá að gera út á? „Það eru þeir sem stundum eru kallaðir kreditkortatúristar; þeir sem koma á vegum samtaka eða fyrirtækja á ráðstefnur og fundi. Það er allt borgað fyrir þá og þessvegna hafa þeir sjálfir meira handa á milli. Þeir hafa efni á því að fara út að borða - en láta sér ekki nægja rúnnstykki og blá- vatn. Þessir ferðamenn eiga líka fyrir ullarvörum; þeir skreppa á Broadway eða Óperuna eða kannski upp á Skaga. Og við get- um stjórnað þeim, haft áhrif á hvað þeir gera og hvað ekki. Með þessu móti dreifist hagnaðurinn miklu víðar en' nú er og allt þjóðfélagið nýtur góðs af. Ráð- stefnur af öllu tæi eru afskaplega „inn“ um þessar mundir og þær skipta tugþúsundum á hverju ári. Við ráðum best við þær sem eru með 300 manns eða færri - og það er helmingur markaðarins.“ - Og hvernig er svo vænlegast að kynnast íslandi? Hvað vakti til að mynda mesta athygli erlendu ferðamannanna sem komu vegna leiðtogafundarins? „Þeir komu flestir úr iðnaðar- þjóðfélögum þar sem er mikil mengun. Hreina loftið hér, vatn- ið og náttúran vakti mikla athygli þeirra. Það var nú ekki flóknara en svo. Og þeim fannst veðrið alveg frábært! Þeir höfðu fæstir upplifað það að þurfa að hlaupa í skjól undan hagléli og geta stund- arkorni síðar gengið fram í glampandi sól. Þetta fannst þeim ákaflega athyglisvert! Ég held að við ættum að hætta a birta bara myndir af Gullfossi böðuðum sól- skini og leggja áherslu á sérkenni veðráttunnar hér. Flestir þeirra útlendinga sem hingað koma eru vanir stöðugu og góðu veðurfari og þeir eru ekki að sækjast eftir neinni Majorkaferð. Þeim þykir spennandi að takast á við aðrar aðstæður en þeir eiga að venj- ast.“ - Hvernig á að standa að þess- ari kynningu? „Það þarf samstillt átak þeirra sem málið varðar. Reykjavíkur- borg hefur nú tekið frumkvæðið en ríkið þarf að vera vel með á nótunum. Síðan koma flugfé- lögin, hótelin, leiðsögumenn og fjöldi annarra sem hafa sitthvað til þessara mála að leggja. Við þurfum að gera landið spennandi í augum þeirra hópa sem við ætl- uðum að ná til. Upparnir marg- umtöluðu er fyrirtaksmarkhóp- ur. Þeir vilja gera eitthvað sem er „öðruvísi"; þeir vilja ekki fara til þessara gamalgrónu ferða- mannalanda. ísland er tilvalið fyrir þá! Og mér skilst að nú sé búið að finna annan hóp vestur í Bandaríkjunum, skyldan uppun- um. Það eru barnlaus pör sem eru í góðum stöðum með lá laun, DINKS, eins og Kanarnir kalla það; Double income - no kids! Þessir dinkar eru tilvaldir fyrir okkur!“ - Það var og. Hvar eigum við að byrja? „Við eigum að bretta upp erm- arnar og fara að vinna! Við þurf- um ekki fleiri nefndir eða ráð. ísland á mikla möguleika til þess að byggja upp ferðamannaiðnað sem skilar þjóðarbúinu veru- legum fjármunum. Og þeir fiska sem róa.“ Jón Hókon Magnússon: Tilvalið að gera útá „uppana". Við eigum að hœtta að birta bara myndirafGullfossií sóiskinsbaði- útlendingum finnst veðráttan hér mjög sérstœð og spennandi. Það vantarstefnuí ferðamálum 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.