Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 7
Hrafn Jökulsson skrifar Árið 1960 komu tæplega 13.000 erlendir ferðamenn til (slands. Á síðasta ári voru þeir rúmlega 113.000, og það sem af er þessu ári hafa enn fleiri heimsótt landið. Gjaldeyrist- ekjur af ferðamönnum námu 6,1 % af útflutningi vöru og þjónustu árið 1985 og áætluð laun og tengd gjöld við ferða- þjónustu námu einum og hálf- um milljarði árið 1984. Ljóst þykirað straumurferða- manna muni aukast jafntog þétt á næstu árum; leiðtogaf- undurinn, ferðir Vigdtsar fors- eta og margháttuð landkynn- ing hefur vakið athygli á (s- landi. Jafnframt þessu eru menn nú farnir að efast um hvort stefna okkar í ferðamál- um sé rétt- eða hvort hún er yfirhöfuð til. Svo virðist sem allt kapp hafi verið lagt á að auka fjölda túr- hesta sem mest, án tillits til þess hvort þeir skila arði. Fjölmargir hópar koma frá útlöndum með eigin fararstjóra og valsa að vild um landið án nokkurs eftirlits eða aðhalds. Sumir ganga svo langt að segja að okkur sé alls enginn akkur í því að fá þessa tegund ferðamanna; þeir komi með ma- tvæli, gisti í tjöldum og notfæri sér verslun og þjónustu næsta lítið. Það er vitaskuld ekki hægt að amast á neinn hátt við ferða- mönnum sem fara að reglum okkar og lögum; en nú þykir lag að bggja upp ferðamannaiðnað sem skilar arði á sama hátt og aðrir atvinnuvegir. Ráðstefnuparadísin ísland? Á mánudaginn var gekkst Ferðamálanefnd Reykjavíkur fyrir ráðstefnu á Holiday Inn sem bar yfirskriftina: „Reykjavík - Fundarstaður framtíðarinnar“. Júlíus Hafstein gerði í framsögu- erindi grein fyrir áformum um að efla ferðamannaþjónustu í Reykjavík á næstu þremur til fimm árum. Hann útlistaði jafn- framt hversvegna fundar- og ráð- stefnugestir væru æskilegur markhópur; þeir kæmu yfirleitt utan hins venjulega ferðamann- atíma og hefðu alla jafna rúm fjárráð. Frank Mankiewicz var aðal- ræðumaður á ráðstefnunni um ráðstefnur. Hann útlistaði þær skoðanir sínar að íslendingar ættu allgóða möguleika á þessu sviði: öryggismál væru hér í góðu lagi, landið væri miðsvæðis, nátt- úran sérstæð og aðstaða allgóð. Fram kom að á sfðasta ári voru haldnar í Evrópu 60 þúsund ráð- stefnur af öllum stærðum, en helmingur þeirra var með 300 þátttakendum eða færri, sem þykir kjörstærð fyrir íslendinga. Okkar hlutur hefur verið frekar rýr hingað til, en engar tölur eru til yfir fjölda funda og ráðstefna sem haldnar hafa verið hérlendis. Til þess að kynna ísland sem ákjósanlegan vettvang fyrir ráð- stefnur þarf öfluga og markvissa auglýsingastarfsemi. Mankiewicz benti á að íslendingum væri þó í lófa lagið að notfæra þær mark- aðsrannsóknir sem gerðar hefðu verið í Bandaríkjunum og þannig ættum við hægara með að ná til markhópanna. Miklir fjármunir eru í húfi, eins og sést af því að talið er að Bretar hafi haft tekjur upp á heilar 400 milljónir sterlingspunda á síðasta ári fyrir þær sexþúsund ráðstefn- ur sem þar voru haldnar. Það er athyglisvert að útlend- ingar virðast yfirleitt ekki setja óútreiknanlegt veðurfar hér- lendis fyrir sig: Þvert á móti finn- ist þeim það hið mesta sport, eins og fram kemur í viðtali við Jón Hákon Magnússon í næstu opnu. Áhrif fjölgunar ferðamanna í afar ítarlegri skýrslu sem sam- gönguráðuneytið sendi frá sér í vor er bent á að vernd íslenskrar náttúru, umhverfis og sögulegra minja hljóti alltaf að verða eitt grundvallaratriðin í íslenskri ferðaþjónustu, burtséð frá gjald- eyristekjum okkar. í skýrslunni segir orðrétt: „Stóraukin ásókn ferðamanna á hálendi landsins kallar á nauðsynlegt eftirlit til að vernda viðkvæman gróður og náttúru- undur, sem þjóðinni hefur verið falið til varðveislu." Þeir sem sækja hingað ráð- stefnur og fundi gera yfirleitt stuttan stans og fara nánast aldrei á eigin vegum í ferðir um landið. Það er þvert á móti hægt að hafa áhrif óg stjórn á hvað þessir ferðamenn taka sér fyrir hendur og aðstoða þá við að gera dvölina sem eftirminnilegasta. íslensk náttúra er þannig ekki sett í hættu. Magn, gæði - og arður Mikill vilji er hjá aðilum í ferð- aiðnaði að hefja markvisst átak í ferðamálum og nota það lag sem kastljós erlendra fjölmiðla vegna leiðtogafundarins varpaði á landið. Með ráðstefnuhaldi er hægt að lengja ferðamannatím- ann til muna, auk þess sem marg- ir álíta að ráðstefnugestir séu mun heppilegri ferðalangar, - eða arðvænlegri - en þeir sem hingað til hafa komið til landsins. Flestum ber þó saman um að við eigum að halda áfram að laða til landsins fólk sem kemur til að skoða og njóta íslenskrar náttúru - þó það skilji ekki mikið af gjald- eyri eftir sig. - |y' Spáftu f ísland! stendur á þessum glaöhlakkalega ferðamannapésa. Upparnlr á myndlnni eru líka að því eru þeir kannski æskilegri ferðamenn en gömlu, síðu bakpokatúrhestarnir? Ferðamönnum fjölgar stöðugt en sumum þykir að þeir skilji fulllítið eftir sig af gjaldeyri. Röðstefnuhald þykir fýsilegur kostur sem getur lengt ferða- mannatímann til muna BREYTTAR ÁHERSLUR í FERÐAMÁLUM Sunnudagur 18. október 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.