Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Blaðsíða 4
„Erum við kannski allir dauðir?" Bílaverkstœði Badda, nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk d Litla sviði Þjóðleikhússins Þú veist ekki hvort þú ert staddur á bílaverkstæði eða í leikhúsi. Er það ekki einmitt tilgangur leikhússins að rugla áhorfandann í „rýminu", svo hugsun hans skýrist. Skítugt bílaverkstæðið blasir við, þar ægir saman alls kyns dóti, varahlutum, dekkjum, verk- færum; allt útatað í olíu og smurningu. Mennirnirsem vinna þar hrækja á gólfið þar sem þeir eru staddir. Þú ert í leikhúsi. Innafverkstæðinuer heimili Badda. ÞarsiturSissa dóttir hans og prjónar eilífðar- trefil... Baddi reynir að stilla vinnu- menn sína til friðar, son sinn og tengdason, sem láta skærin ganga liðlangan daginn. Er þetta kannski venjulegur vinnustaða- mórall? Endurspeglar þann gálgahúmor sem oft einkennir vinnustaði. Líkhúsmórall er víst bestur. Húmorinn er þáttur í að upphefja hversdagsleikann, og láta ekki kæfa sig niður í svaðið. Það er kannski þess vegna sem skáld og listamenn taka sjálfa sig svo hátíðlega. Alla vega eru til frægari sögur af húmor sem gengur á heilaskurðstofum og oní skurðum, en af viðbrögðum við gagnrýni eða af vinnustofum listamanna. En skærurnar sem ganga á milli Ragga og Haffa, eru líka leið eins til að kúga annan. Og aðferð höfundar til að undir- strika persónuleika þeirra... „Erum við kannski allir dauðir," fílósóferar Haffi, við Ragga sem liggur oní gryfju undir biluðum heyblásara. Þannig gengur lífið sinn vanagang og sársaukinn sem fylgir þessari til- vist er þegar sterkur tónn. Sissa eldar þverskorna ýsu dag eftir dag, og á það til að gleyma kart- öflunum. Hún er á valdi hugar- heims, þar sem kartöflusoðning skiptir ekki máli. Sissa er inní sig og utanvið sig, en engum dettur í hug að neitt sé að. Þetta er bfla- verkstæði í afskekktri sveit, sem „gleymdist“ þegar nýi þjóðvegur- inn var lagður. Helst lítur út fyrir að það þurfi að synda yfir stór- fljót til að komast þangað. Seinna kemur í ljós að áin er bara lækur, sem hægt er að klofa yfir. Þá dett- ur manni í hug að höfundur sé að færa manni tákn; til að finna vörðu á leiðinni. Því leiðin stefnir í margar áttir Þetta er sumsé ósköp venjulegt bflaverkstæði. Gróft, en svo eru manneskjur sem halda þar til. Eins og það séu þeirra staðföstu örlög, sem ekkert fær umflúið. Þetta minnir á helvíti. Vélar og bflar, skítur og drulla; menning sem manneskjur eru ofurseldar og komast ekki burt frá. En leikritið er ekki klisja um vélam- enningu. Það er annað og meira. Leikritið er um ástir og hatur vin- áttu og framhjáhald, glæp eða ekki glæp, heilbrigði og geðveiki, hvort tveggja jafn mikið innan gæsalappa. Svo kemur gestur langt að inná napurt verkstæðisgólfið. Og eins og í sögunni um Starkað gamla, þá er leikritið um hvernig fortíðin kemur aftan að manni, þó það líði mörg ár. Þó það líði 300 ár. Hvort sem um er að ræða heilt mannkyn eða eina persónu. For- tíðin kemur aftur og aftur, aftan að manni og stendur loks fyrir framan mann og varnar manni leiðarinnar. Fortíðin lokar hringnum þar sem áður var fram- tíð, eða staðnaður nútími á vísum stað. Þá ertu í vítahring. Hvernig ætlar þú að bregðast við? Hvern- ig ætlarðu að leysa úr flækjunum? Ekkert gerist. Engin mál eru leyst. Samt er búið að gera allt. Voveiflegir atburðir hafa gerst og líklegast er búið að brjóta niður hamingjuvon og sálarheill per- sónanna alveg. Og maður neyðist til að spyrja sjálfan sig: Hvemig gat þetta farið öðru vísi? Það er óhætt að taka undir að nýjasta leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar er spennuverk. Leikurinn gerist á Litla sviði Þjóðleikhússins og frumsýning er í dag. Þórhallur Sigurðsson er leikstjóri og Grétar Reynisson gerir leikmynd og búninga. En þeir unnu báðir að leikriti Ólafs „Milli skinns og hörunds“, sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1984. Björn B. Guðmundsson sér um lýsingu. Valið lið leikara fer með öll hlutverk í sýningunni; Bessi Bjarnason leikur Badda, Arnar Jónsson leikur Pétur sem kemur sem gestur þegar síst varír, Sig- urður Sigurjónsson leikur Ragga tengdason Badda, Jóhann Sig- urðarson fer með hlutverk Haffa, sonar Badda, Guðlaug María Bjarnadóttir er í hlutverki Sissu, dóttur Badda, Árni Tryggvason fer með hlutverk kennarans sem á síbilaðan bfl. Þú þarft ekki að eiga bilaðan bfl til að... -ekj- 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.