Þjóðviljinn - 18.10.1987, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 18.10.1987, Qupperneq 20
Forsetinn skoöar sig vandlega um í gríska leikhúsinu í Taormina. Húsið er sérlega heillegt og enn notað fyrir leiksýningar og kvikmyndahátíðar. Ítalíuheimsókn Vigdísar FPá Réffi & SíItíIgy Einn af hápunktum heim- sóknar Vigdísar Finnboga- dótturforseta íslands til Italíu í sl. viku, var ferðin til Sikileyjar þar sem víða var komið við á eyjunni. Sikileyjarferðin var ekki inni í opinberu dagskránni sem fór fram í Róm, en Andreotti forseti Ítalíu hafði veg og vanda af því að Vigdís heimsækti í leiðinni ein- hverja af sögufrægum eyjum ft- ala, enda þjóðhöfðingi eyjabúa. Sikiley varð fyrir valinu ekki eingöngu vegna þess að hún er, þeirra sögufrægust, heldur hafði Vigdís mikinn áhuga á að komast til smábæjarins Taormina á austurströnd eyjarinnar, þar sem Halldór Laxness hafði vetursetu sem ungur maður og skrifaði þar Vefarann mikla frá Kasmír. Hér á síðunni eru birtar myndir frá ferðalaginu á Sikiley og að auki nokkrar frá opinberu heimsókninni í Róm. Á Sikiley heimsótti Vigdís og fylgdarlið fyrst höfuðborgina Palermo sem lengi hefur verið aðalbækistöð ít- ölsku Mafíunnar. Þar tók á móti Vigdísi borgarstjórinn, Leo Luca Orlando sem hefur sagt Mafíunni stríð á hendur og orðið vel ágengt að undanförnu að uppræta eitur- lyfjavinnslu og dreifingu á og frá eyjunni. Þá var farið í útsýnisflug yfir eyjuna og til austurstrandarinnar þar sem hið merka eldfjall Etna var skoðað úr lofti en nær stöðugt rýkur úr fjallinu sem er ein virk- asta eldstöð á jörðinni. Á austurströndinni var fyrst komið við í hinni sögufrægu borg Siracusa sem var á sínum tíma eitt helsta menningarsetur Grikkja og þaðan var farið norðureftir ströndinni til Taormina á slóðir nóbelskáldsins. Borgin, sem liggur hátt uppi í brattri fjallshlíð, er undrafögur og þar er einnig merkilegt útileikhús frá yfirráða- tímum Grikkja á eyjunni, en það leikhús er enn notað og þar er á hverju sumri haldin mikil kvik- myndahátíð. Að öðru leyti tala myndirnar sínu máli. -lg- 20 S/ÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.